Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SKAMMT er stórra högga á milli í varðveislu húsa í miðborg Reykjavíkur. Fyrir stuttu lýsti borgarstjóri Reykjavíkur yfir mikilvægi þess að byggja upp hús í Austurstræti sem þá hafði brunnið til kaldra kola. Hús, sem enginn sómi hafði verið sýndur áður en það brann og vart var hægt að kalla mikla bæjarprýði, var orðið eitt mikilvægasta hús gömlu Reykjavíkur. Nú var hægur vandi að reiða fram háar fjárhæðir til að kaupa lóðina og síðan mun kosta sitt að byggja upp húsið í einhverri sögulegri mynd sem enginn veit hver á að vera. Um síðustu helgi birtist síðan grein í Morgunblaðinu þess efnis að kynntar hafi verið tillögur um að rífa Hótel Skjaldbreið við Kirkjustræti en skilja framhlut- ann eftir, sem er gert til að varð- veita götumyndina þó húsið sjálft fari veg allrar veraldar. Þá mun vera óvíst um örlög Hótels Víkur við Hallærisplanið en eigendur þess hafi óskað eftir að reisa sex hæða hús á lóðinni. Ef til vill yrði áhugi á að byggja upp Hótel Vík og Hótel Skjaldbreið í upp- runalegri mynd ef kviknaði nú í þeim en þeirra örlög eru að standa enn og þá telja borgaryf- irvöld réttast að heimila að þau verði rifin. Er nema eðlilegt að borgarbúar spyrji hvort ekki sé nú skynsamlegra að halda við þeim húsum sem standa í borg- inni og eiga merka sögu en að byggja upp eitthvað sem brunnið er til ösku? Salvör Nordal Byggjum upp það sem brennur – rífum það sem stendur Höfundur er borgarbúi og áhugamanneskja um skipulag. ✝ Ólafur Auð-unsson fæddist að Ysta-Skála, Vest- ur Eyjafjöllum, 13.7. 1934. Hann lést á Landsspítalanum í Fossvogi 17. maí sl. Foreldrar hans voru Auðunn Jóns- son frá Hvammi f. 11.7. 1892, d. 15.1. 1959 og Jórunn Sig- urðardóttir frá Lambhúshóli f. 10. 8. 1895, d. 11. 1. 1983. Ólafur var einn 14 systkina en þau eru í aldursröð: a) Unnur f. 22. 8. 1918, lést 2004, b) Sigurjón f. 30. 8. 1919, lést 1996, c) Sigurður f. 12. 6. 1921, lést 2007, d) Frímann f. 12. 3. 1922, lést 1922, e) Kristinn f. 16. 9. 1923, f) Guðrún f. 17. 9. 1925, lést 2005, g) Lilja f. 21. 4. 1927, h) Elí f. 11. 11. 1928, i) Svanlaug f. 4. 3. 1930, lést 1995, j) Sigfús f. 16. 11. 1932, k) Eyrún f. 28. 8. 1935, lést 2004, l) Auður f. 10. 3. 1937 og m) Jón f. 26. 5. 1941. Þann 22. ágúst 1959 giftist Ólaf- ur eiginkonu sinni, Áslaugu Ólafs- dóttur frá Stóru-Mörk, Vestur- Eyjafjöllum, f. 24. 10. 1939. Börn þeirra eru: a) Guðrún, hjúkr- unarfræðingur f. 3. 11. 1960, börn hennar Nökkvi Gunnarsson f. 4. 12. 1981 og Áslaug Rún Magnúsdóttir f. 16. 1. 1993, b) Auð- ur, sjúkraþjálfari, f. 4. 2.1962, gift Guð- mundi Tryggva Sig- urðssyni, tæknifræð- ingi, f. 14.12. 1959, börn þeirra Sindri f. 25.9. 1988, Óttar f. 2.3. 1991 og Hugrún f. 25.10. 1994, c) Ólaf- ur Haukur, húsa- smíðameistari, f. 2.11. 1964, giftur Sig- rúnu Konráðsdóttur, snyrtifræðingi, f. 8. 4. 1965, börn þeirra Ólafur Þór, f. 1.6. 1986, Hafliði Örn, f. 1.5. 1991 og Alexandra Ósk, f. 22.2. 1993, d) Þorri, tæknifræðingur f. 26. 1. 1972, giftur Guðnýju Gísladóttur launafulltrúa, f. 8. 9. 1972, og eiga þau eitt barn, Kolbrúnu Þöll f. 10.12. 1999. Ólafur fór að heiman 18 ára og stundaði ýmsa vinnu fram til 1956 þegar hann fór í nám í húsasmíði. Hann stofnaði byggingafyrirtækið Borgarstein með bræðrum sínum og starfaði við húsbyggingar með þeim um 30 ára skeið. Eftir það vann Ólafur við smíðar þar til hann veiktist í byrjun maí sl. Ólafur verður jarðsettur í Gufu- neskirkjugarði og hefst athöfnin frá Fossvogskirkju kl. 15 í dag, föstudag. Það er mér ljúft og skylt að minn- ast pabba míns í fáeinum orðum en um leið er hjarta mitt fullt af harmi og söknuði. Ég ætla ekki að fara með langa ræðu um hversu góður maður hann var því lítillæti og hógværð voru hans einkenni eins og hann átti kyn til. Þeir sem til hans þekktu vita við hvað er átt. Það sem kemur upp í hugann eru fyrst og fremst ljúfar minningar frá uppvaxtarárum mínum. Er við kúrð- um saman framan við sjónvarpið á kvöldin þar til við sofnuðum báðir yfir kúrekamynd. Ísbíltúrarnir á sunnu- dögum með viðkomu á bryggju Reykjavíkurhafnar til að skoða bátana. Einnig eru mér í fersku minni sólríkir sumardagar er við lögðum leið okkar niður á hitaveitustokk, þar sem nú er útvarpshúsið, til að bóna Saabinn. Skemmtilegast þótti mér þegar við fórum um helgar um bíla- sölur borgarinnar til að berja augum nýjustu strauma og stefnur í bíla- framleiðslu heimsins. Oftar en ekki endaði sú ferð í Nesti í Fossvoginum. Ég fékk pylsu og maltflösku en pabbi fékk sér pilsnersflösku og Faunavind- il. Seinna gafst mér tækifæri til að eyða fleiri stundum með pabba þegar ég fór að vinna hjá honum í bygging- arvinnu á sumrin. Það voru dýrmætir tímar og seinna lærði ég til trésmiðs hjá honum. Þegar pabbi ók inn á byggingarsvæðið og varla sást inn um bílrúðurnar fyrir vindlareyk var það merki um að það væri föstudagur og komið að því að borga út vikulaunin. Pabbi studdi mig í einu og öllu sem ég tók mér fyrir hendur og hvatti mig áfram. Hann fylgdist með þegar ég var að keppa í boltanum en lét ekki hátt. Það dugði mér. Hann kenndi mér að tefla og tefldum við talsvert þegar ég var barn og unglingur. Ég man þegar ég vann pabba í fyrsta sinn í alvöru skák og þá skildi ég hvaðan ég hafði keppnisskapið. Pabbi var tapsár eins og ég. Ég man líka að ég fékk samviskubit yfir því að hafa unnið hann, slík var virðing mín gagnvart honum. Það stakk mig fast í hjartastað sl. haust er ég fékk fréttina um að pabbi hefði fengið vægan blóðtappa í höf- uðið. Skömmu áður fengum við Guðný nefnilega þær fréttir að von væri á okkar öðru barni í júníbyrjun. Inni í mér tókust á ólíkar tilfinningar, gleði og ótti, því mér fannst þetta vera fyr- irboði einhvers. Kvöldið áður en pabbi fékk heilablóðfallið höfðu hann og mamma verið í heimsókn hjá okkur. Pabbi sagði mér að hann hefði nýlokið við að smíða glugga í kvistinn á Skála en miklar endurbætur hafa staðið þar yfir á æskuheimili hans. Þá sagði hann mér að hann hefði verið að fella 12 m háa ösp í garðinum þann daginn. Hann virtist hinn hressasti enda vor í lofti og gróðurinn að springa út. Dag- inn eftir bútaði hann stofninn listilega niður með sög. Það reyndist vera hans hinsta verk. Rúmri viku seinna, aðfaranótt 17. maí, sat ég við rúmstokkinn hjá hon- um, hélt í hönd hans og horfði á líf hans fjara út. Tíminn stóð kyrr í eilífri bið eftir næsta andardrætti sem aldr- ei kom. Elsku pabbi. Þakka þér kærlega fyrir allar okkar samverustundir. Minningin um örlátan, lítillátan fag- urkera og náttúruunnanda mun ylja mér um aldur og ævi. Þorri Ólafsson. Óli kom mér oft á óvart þegar ég kynntist honum fyrst. Minna síðar Ólafur Auðunsson ✝ HallgrímurBreiðfjörð Þór- arinsson fæddist í Reykjavík 14. júlí 1925. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað sunnudaginn 20. maí síðastliðinn. Foreldar hans voru: Þórarinn Guð- mundsson vél- smiður, f. á Ketils- stöðum í Mýrdal í V. Skaftafellss., 7. ágúst 1896, d. 7. mars 1985 og kona hans Herborg Breiðfjörð Hallgrímsdóttir, fædd á Kolgröfum í Eyrarsveit Í Snæ- fellsnessýslu, 12. júlí 1903, d. 7. mars 1984. Hallgrímur ólst upp á Dyrhólum í Mýrdal hjá Eyjólfi Jakobssyni og Sóleyju Guðmunds- dóttur, föðursystur sinni, á ár- unum 1930-1944, er hann fluttist til föður síns í Neskaupstað og seinni konu hans, Guðrúnar Sig- mundsdóttur. Systkini Hallgríms eru: Alsystir er Lilja Gréta, f. 24. ágúst 1922, d. 22. sept. 2005, hálfsystkin, sammæðra, eru Her- dís Ásgeirsdóttir, f. 18. nóv. 1928, d. 9. mars 2006, Einar Hafsteinn Guðmunds- son, f. 14. sept. 1932 og Jósep Ástvaldur Guðmundsson, f. 2. nóv. 1934, og tvíbura- systur, samfeðra, eru Alda og Bára f. 31. des. 1935. Á gamlársdag árið 1948 kvæntist Hallgrímur Auðbjörgu Stef- ánsdóttur, f. 27. júlí 1922, frá Sval- barði í Neskaupstað. Foreldrar hennar voru Stefán Guðmundsson, verkstjóri í Neskaupstað, og Sess- elja Jóhannesdóttir. Sonur Hall- gríms og Auðbjargar er Stefán, f. 16. júlí 1948. Börn hans eru: 1) Hallgrímur, f. 2. nóvember 1970, sonur hans er Stefán Fannar. 2) Auðbjörg Íris, f. 9. desember 1973, sambýlismaður Jóhann S. Friðleifsson, börn þeirra eru Sara Hlín og Birkir Ísak. 3) Eva Rós, f. 6. janúar 1983, sambýlismaður Karl Hilmarsson, sonur þeirra óskírður. Kona Stefáns er Sigrún Hv. Magnúsdóttir, f. í Reykjavík 24. desember 1949. Hallgrímur hóf nám í vél- virkjun við Dráttarbrautina hf. í Neskaupstað 1944 og lauk sveins- prófi 1948. Meistararéttindi í vél- virkjun 1952. Hann hóf störf hjá Samvinnufélagi útgerðarmanna Neskaupstað (SÚN) 1951 og síðan frystihúsi SVN sem yfirvélstjóri, hönnuður og verkstjóri til ársins 1999 er hann hætti störfum vegna aldurs. Hallgrímur vann við köf- un 1950 til ’60, ekki síst vegna við- gerða á togurum. Hann var próf- dómari í Iðnskólanum í Neskaupstað um árabil. Hallgrímur verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég vil minnast Hallgríms B. Þór- arinssonar með fáeinum orðum. Ég kynntist Hallgrími árið 1994, stuttu eftir að ég kynntist Stefáni, syni hans. Það er erfitt að lýsa fyrstu áhrifum sem aðrar manneskjur hafa á mann, sérstaklega þegar langur tími er lið- inn. Ég man þó að mér fannst nærvera hans strax þægileg, Hallgrímur var viðræðugóður og fróður maður og for- vitinn að eðlisfari. Hugsanlega fylgir það þeirri kynslóð sem hann tilheyrði að taka lífinu með vissri ró og gefa sér tíma til að gera hlutina vel, hvort held- ur var í vinnu eða í einkalífinu. En e.t.v. var það bara Hallgrími eðlislægt að gefa sér góðan tíma í það sem hann tók sér fyrir hendur, einnig að spjalla við fólk, amk fannst mér notalegt að heimsækja hann og Auðbjörgu konu hans austur í Neskaupstað, þar var eins og tímans straumur rynni hægar en í ys og þys höfuðborgarinnar. En auðvitað er það blekking, tíminn tifar og nýlega var tími Hallgríms allur. Eftir langvarandi veikindi lést hann á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað hinn 20. maí. Hallgrímur starfaði lengi sem verk- stjóri í Síldarvinnslunni í Neskaupstað og starfaði þar uns hann náði 75 ára aldri. Þar var oft á tíðum unninn lang- ur vinnudagur, það var meira hugsað um að bjarga verðmætum þegar mikið barst að landi heldur en að einblínt væri á ákvæði um hámarksfjölda vinnustunda eða aðrar slíkar tilskip- anir. Hann lenti í snjóflóðunum sem féllu í Neskaupstað 20. desember 1974, en bjargaðist á ótrúlegan hátt. Hann missti þó suma af sínum bestu vinnufélögum í þessum hamförum og þessir atburðir sátu í huga hans eins og líklegra allra annarra íbúa Nes- kaupstaðar sem komnir voru til vits og ára þegar þessi voveiflegi atburður gerðist. Ég vil þakka Hallgrími margar góð- ar stundir, upp í hugann kemur m.a. sjötugsafmæli hans, sem hann hélt með glæsibrag í Perlunni, þar sem berlega kom í ljós hversu mikið glæsimenni hann var og höfðingi heim að sækja. Að lokum vil ég votta Auðbjörgu, eftirlifandi eiginkonu Hallgríms, inni- lega samúð mína. Sigrún Hv. Magnúsdóttir. Hallgrímur B. Þórarinsson MINNINGAR FYRIR nokkru var ég á ferð í Rússlandi með gsm-síma og búinn íslensku korti frá Símanum. Þegar heim kom beið mín reikningur upp á nær 50 þúsund krónur frá Símanum hf. og þar á meðal innanbæj- arsímtöl í St.Peters- burg á nær 500 krón- ur mínútan! Þar sem kona mín er rússnesk þekki ég nokkuð vel til hvert almennt verð er þarna fyrir gsm- símtöl, eða 7-14 krón- ur á mínútuna milli gsm-síma eða úr gsm- síma í fastlínur innan borgarinnar. Síminn reyndi að rukka mig með nær 5.000% – fimmþúsundföldu álagi! Auk símtalataxta sem eru algerlega á skjön við reglur sem Evrópusambandið hefur nú sett á síma- félög varðandi notkun gsm-síma utan heima- landsins voru fleiri hundruð krónur rukk- aðar hvert sinn sem númer var á tali eða ekki náðist samband. Ítrekaðar en árangurslausar til- raunir til að ná sambandi kostuðu mörg þúsund krónur hjá Síman- um. Símtöl í gsm-símann minn var rukkað bæði sem „Símtal móttekið erlendis“ og „Svargjald erlendis (TAP)“. Þjónustuver Símans hefur getað upplýst mig hvað þetta gjald stendur fyrir. Lengd þessara sím- tala (þjónustu) er alltaf sýnt sem 0, en um leið eru þúsundir króna færðar á símareikninginn fyrir þetta. Til að kóróna vitleysuna er síðan innheimt fyrir GPRS-notkun erlendis sem starfsmaður Símans segir mér að sé fyrir að vafra á Netinu. Símtólið mitt er hins veg- ar með engar slíkar stillingar/ uppsetningar og ég hef aldrei séð neina vefsíðu nokkru sinni birtast í þessum síma. Hins vegar barst sms-ruslpóstur inn á símann. Marga mánuði tók að fá senda útskrift á símtölunum eftir að ég kvartaði fyrst yfir reikningnum. Eftir að skoða útskriftina er ástæða til að benda fólki á að fara vandlega yfir reikninga frá Síman- um, sérstaklega þegar gsm-síminn er með á ferðalögum erlendis. Gjaldtaka sem þessi er auðvitað ekkert annað en fjársvik og þjófnaður. Evrópu- sambandið hefur nú skorið upp herör gegn slíku svindli síma- félaga og sett reglur sem banna slíka gjald- töku. Þegar ég reyndi að fá leiðréttingu mála og vakti athygli starfsmanna Símans á þessu var mér sagt að þeir hefðu ekkert yfir gjaldtökunni í Rúss- landi að segja. Mér sem viðskiptavini Símans kemur í raun ekkert við hvort fé- lagið lætur rússnesku mafíuna stela af sér peningum, hvort starfsmenn Símans séu svo óhæfir í starfi að þeim sé ófært að semja um eðlilegt verð fyrir sína við- skiptavina á erlendri grund eða hvort að- standendur Símans stingi sjálfir þessum peningum í vasann eða drekki þá út á sólarströndum erlendis. Þeirra mál er hvernig þeir eyða sínum peningum, en Síminn getur ekki skuldfært á minn símareikn- ing hvað sem þeim eða rúss- neskum glæpamönnum sem þeir eru í samstarfi við dettur í hug. Samræmi verður að vera á milli eðlilegs markaðsverðs þeirrar þjónustu sem veitt er og þess sem prentað á símareikninginn. Eftir að hafa árangurslaust reynt að fá starfsfólk Símans til að leiðrétta símareikninginn og færa hann til samræmis við eðlilega við- skiptahætti neyddist ég til að grípa til þess úrræðis neytanda að kæra fjársvikin til Lögreglunnar í Reykjavík og Neytendastofu. Síminn aðstoðar Rússa við fjársvik Ástþór Magnússon skrifar um gjaldtöku Símans fyrir símtöl í útlöndum » Síminn hf.rukkaði inn- anbæjarsímtöl í St.Petersburg á nær 500 krónur mínútuna eða með um 5.000% álagi ofan á venjulega gjald- skrá í Rúss- landi! Ástþór Magnússon Höfundur er forstöðumaður Friðar 2000 og fyrrverandi forsetaframbjóðandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.