Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 44
Píkuskrækirnir voru rosalegir þegar hers- ingin þrammaði í átt að blaðamannafundinum … 48 » reykjavíkreykjavík Þ að var sumarið 2004 sem Deep Purple sótti Ísland heim öðru sinni og gerði stormandi lukku svo ekki sé nú meira sagt, troðfyllti Höllina tvisvar og seldust miðar upp á örskotsstundu. Ungir sem aldnir sam- einuðust í hyllingu á þessari mikilvægu rokk- sveit, sem er ein áhrifaríkasta hljómsveit rokksögunnar og tónlistin greinilega jafn gild í dag og fyrir þrjátíu og fimm árum síðan. Greinarhöfundur varð hreinlega hissa yfir hin- um mikla fjölda af ungu fólki sem sótti þá tón- leika. Deep Purple innheldur sömu liðsskipan og var í þeirri heimsókn. Þeir Ian Gillan, Ro- ger Glover, Ian Paice, Don Airey og Steve Morse hafa nú verið saman í sveitinni síðan 2002 og á þeim tíma hafa komið út tvær hljóð- versplötur, Bananas (2003) og Rapture of the Deep (2005). Hafa þær báðar verið lofaðar mjög og þykja endurspegla þann drifkraft sem þeir Airey og Morse hafa borið með sér. Þá má með sönnu segja að tónleikarnir á sunnudaginn séu einslags tveir fyrir einn til- boð því að einnig koma Uriah Heep fram, sem var ekki síður mikilvæg sveit á áttunda ára- tugnum. Ian Gillan sjálfur hefur þá staðið í stórræðum að undanförnu vegna viðamikillar endurútgáfu á sólóplötum hans sem fór af stað í byrjun ársins. Húllumhæ – Nú eruð þið búnir að vera næstum því í eitt og hálft ár á tónleikaferðalagi og enn sér ekki fyrir endann á því. Eruð þið vanalega svona lengi á vegum úti? „Já, vanalega er þetta eitt ár, eitt og hálft kannski. Þetta ferða- lag er ögn lengra. Þegar því lýkur búum við til nýja plötu ... og förum aftur í tónleikaferðalag. Tökum okkur kannski smá frí á milli.“ – Og þið eruð að snúa aftur til Íslands... „Já. Þetta gekk frábærlega vel síðast. Ég man líka sérstaklega vel eftir því þegar við komum til ykkar árið 1971. Það var mikið húll- umhæ í kringum þá tónleika. Við leigðum okk- ur flugvél og hún var að detta í sundur (hlær). Innanstokksmunir í vélinni hrundu niður og flugmaðurinn kom fram í öngum sínum. Flug- freyjan var farin að fljúga og allt titraði og leiftraði. Þetta var ótrúlegt. Svo sá ég miðnæt- ursólina í fyrsta skipti og það var mögnuð upplifun.“ – Hvernig er að vera í Deep Purple í dag? „Akkúrat núna er frábært að vera í þessari hljómsveit. Ungir áheyrendur eru að koma og maður fær mikla orku þaðan. Svo er hljómsveitin sjálf ekki amaleg nú um stundir. Og áhorfendur koma í mun meiri fjölda nú en nokkru sinni á áttunda áratugnum.“ – Liggur aðdráttaraflið í því að tónlist ykk- ar er tímalaus? „Að hluta til já. En á tónleik- unum sjálfum er mikið í gangi, við teygjum og togum á lögunum þannig að þetta er ekki eitt- hvert Deep Purple karókí. Áheyrendur þekkja auðvitað klassísku lögin best en margir þeirra eru og vel með á nótunum þegar við erum að spila efni af nýrri plötunum. Við reynum að gæta jafnvægis hvað nýtt og gamalt efni varð- ar og drögum líka reglulega upp lítt þekkt lög sem lúrðu kannski á breiðskífum en hafa aldr- ei verið leikin áður á tónleikum. En ef við myndum ekki leika „Highway Star“, „Black Night“ eða „Smoke on the Water“ kæmumst við ekki lifandi út úr tónleikasölunum.“ Góður andi – Tvær síðustu plötur ykkar hafa fengið fína dóma. Segðu mér aðeins af þeim plötum. „Við komum aldrei saman með neitt tilbúið. Við hittumst í hljóðverinu, í tilfelli Rapture ... var það í Los Angeles, og það var við lok síð- asta túrs. Við tökum okkur eiginlega frí með- fram upptökunum, förum á ströndina, í göngutúr eða hvað það nú er. Svo hittumst við í eldhúsinu, spjöllum um fótbolta, hitum okkur kaffi eða te. Svo göngum við inn í hljóðverið algerlega hugmyndalausir. Við byrjum svo að djamma og gerum það í fimm, sex tíma. Frá klukkan eitt til u.þ.b. sex. Við hljóðritum allt og eftir djammið setjumst við niður og spjöll- um saman um afraksturinn. Þetta var gott, þetta ekki o.s.frv. Svo fáum við okkur kvöld- mat saman og daginn eftir fer sama ferli í gang. Eftir u.þ.b. viku eru komnar fimm, sex hugmyndir sem er hægt að þróa áfram. Um þetta leyti fer ég vakna klukkan fimm á morgnana og fer að skrifa niður texta. Þannig að dagurinn hjá mér fer að lengjast nokkuð. En venjulega klárum við þetta á fjórum, fimm vikum.“ – Mér heyrist vera mjög góður andi í Deep Purple um þessar mundir... „Já. Hann er góður. Þetta hefur ekki verið svona alltaf en núna er þetta virkilega gott.“ – Á Rapture of the Deep ræðstu bæði á MTV og tónlistarblaðamenn (í laginu „MTV“). Þetta þykir mér eðlilega nokkuð áhugavert. Útskýrðu. „He he ... já ... þetta er nú ekki bitur árás. Ég er að henda gaman að illa undirbúnum blaða- og útvarpsmönnum sem kalla mig í sí- fellu Ian Gillian og Roger Glover verður Ro- ger Grover. Maður lendir oft í mjög skondnum aðstæðum, klassískum aðstæðum sem þú kannast jafn vel við og ég. Það var svo fyrir ca sautján árum síðan að við gerðum rándýrt myndband sem MTV spilaði ekki af því að við vorum of gamlir. Þannig að við höfum sparað okkur margar milljónir hin síðustu ár með því að gera ekki myndbönd (hlær). Síðan lenti Ro- ger í því að fara í viðtal til útvarpsstöðvar í New York sem leikur klassískt rokk eins og það er kallað. Þeir voru með nafnið hans vit- laust, og hljóðfærið og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var í kjölfarið á Bananas og þeir spurðu hann auðvitað ekkert út í þá plötu en voru ólmir í að vita allt um „Smoke on the Wa- ter“. Undir þessu þurfti aumingja Roger að sitja í hálftíma. Síðan spiluðu þeir ekkert af Bananas, plötunni sem við vorum að kynna, en spiluðu hins vegar vitlausa útgáfu af „Smoke on the Water“ í staðinn. Ég hlustaði með höf- uðið í höndunum. En ég mátti til með að svara þessu öllu saman í lagi.“ Næsta plata Upptökur á næstu plötu Deep Purple hefj- ast þá einhvern tíma í haust geri ég ráð fyrir... „Það hefur reyndar ekki verið rætt en ég á frekar von á því en ekki. Ég býst við að síð- ustu tónleikarnir verði í nóvember þannig að ætli ég verði ekki með fjölskyldunni um jólin. Ég gæti síðan ímyndað mér að við færum í hljóðver aftur um miðjan janúar. Ætli við för- um ekki aftur til L.A. En allar okkar áætlanir eru ávallt losaralegar og geta hæglega breyst.“ – Hvernig stendur nýja tónlistin ykkar sig þegar hún er borin saman við þá gömlu? „Undanfarin ár hefur Deep Purple einkennst af stöðugleika sem er óvanalegt fyrir okkur verð ég að segja. Ég held að ... (hikar)... ég held að tónlistin, og allt einhvern veginn, sé betra þar sem að bandið er mjög þétt núna og það ríkir mjög góður andi á milli allra. Þannig að maður er ekki gjörsamlega búinn á því eftir þessi tónleikaferðalög. Og það hefur gengið afskaplega vel að koma saman þessum tveim- ur síðustu plötum. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að gera þær. Textarnir mínir hafa líka verið fókuseraðir og þemabundnir. Bananas var mjög pólitísk á meðan Rapture... er á andlegu plani ef svo mætti segja. Mér finnst þær mjög heildstæðar og lögin tengjast vel saman. Þá höfum við unnið með upp- tökustjóra á plötunum (Michael Bradford) og það hefur hjálpað okkur mikið. Vanalega hef- ur Roger séð um þetta ásamt ... ég ætlaði að segja ásamt hjálp frá okkur hinum en það var kannski það síðasta sem hann þurfti þá (hlær). En að einhver utanaðkomandi sé til staðar og geti gefið óhlutdrægt mat er alltaf mikilvægt. Við höfum lært mikið af Michael og hann pass- ar upp á að við gerumst ekki of latir við upp- tökurnar. Það hefur verið mikið fjör í kringum upptökurnar og við vorum farnir að standa okkur að því að draga þær viljandi, af því að vorum ekki tilbúnir til að hætta. Svona hefur þetta nú verið skemmtilegt.“ Morgunblaðið/Sverrir Djúpfjólublá innlifun Ian Gillian og Steve Morse í Höllinni árið 2004. Þá voru liðin 33 ár frá því hljómsveitin hélt fræga tónleika á sama stað. Þeir snúa nú aftur á sunnudag eftir að hafa verið á tónleikaferðalagi í eitt og hálft ár. Uriah Heep leikur einnig í Höllinni á sunnudaginn. Það er engin leið að hætta Deep Purple leikur í Laugardalshöll nú á sunnu- daginn ásamt Uriah Heep. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við forsöngvara Purple, Ian Gillan. » Við byrjum svo að djammaog gerum það í fimm, sex tíma. [...] Við hljóðritum allt og eftir djammið setjumst við nið- ur og spjöllum saman um af- raksturinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.