Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 39 Tilkynningar Áheyrnarpróf fyrir söngdeild Tónlistarskóla Kópavogs verða haldin miðvikudaginn 30. maí. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans í síma 570 0410. Skólastjóri. Snjóflóðavarnir á Bolungarvík Mat á umhverfisáhrifum - athugun Skipulagsstofnunar Bolungarvíkurkaupstaður hefur tilkynnt til at- hugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um snjóflóðavarnir á Bolungarvík Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 25. maí til 9. júlí 2007 á eftirtöldum stöðum: Á bókasafninu á Bolungarvík og á skrifstofu Bolungar- víkurkaupstaðar. Einnig í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Náttúrustofu Vest- fjarða: www.nave.is Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 9. júlí 2007 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum, nr. 106/2000 m.s.b. Skipulagsstofnun. Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Skarhólabraut milli Vesturlandsvegar og Hafravatnsvegar, Mosfellsbæ Allt að 2,5 MW virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu, Skaftárhreppi Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulagsstof- nun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er ein- nig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 25. júní 2007. Skipulagsstofnun. Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Bolungarvíkur 1980-2000 Með vísan til 1. mgr. 21. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum er hér með auglýst tillaga að breyttu aðalskipu- lagi Bolungarvíkur 1980–2000 með áorðnum breytingum. Tillagan tekur til breytinga á svæði undir Traðarhyrnu í Bolungarvík. Gert er ráð fyrir að reisa snjóflóðavarnir til að verja innri hluta byggðarinnar í Bolungarvík, þá er gert ráð fyrir minnkun íbúðasvæða og óbyggðs svæðis en opin svæði til sérstakra nota stækkar til austurs. Gert er ráð fyrir að gata norður af gatnamótum Holtabrúnar og Stigahlíðar svo og miðlunargeymir verði felld út af skipulagi. Einnig er gert ráð fyrir að Dísarland og gata norður af Traðarlandi verði felldar út af skipu- lagi og að landnotkun breytist úr íbúðasvæði og óbyggð svæði í opin svæði til sérstakra nota. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrif- stofum í Ráðhúsinu í Bolungarvík og á heima- síðu Bolungarvíkurkaupstaðar www.bolungar- vik.is frá og með föstudeginum 25. maí 2007 til og með föstudagsins 22. júní 2007. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við aðalskipulagsbreytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til föstudagsins 6. júlí 2007. Skriflegum athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofur Bolungarvíkur, Ráð- húsinu Aðalstræti 10-12, Bolungarvík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breyting- artillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Bolungarvík, 21. maí 2007. Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs. BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um nýtt deiliskipulag og breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að nýju deiliskipulagi og breytingum á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík. Iðnskólareitur Tillaga að deiliskipulagi fyrir Iðnskólareit, svæði sem afmarkast af Frakkastíg, Bergþórugötu , Vitastíg og Skólavörðuholti. Deiliskipulagið tengist og er framhald af skipulagi og umhverfismótun Skólavörðuholtsins og fjallar einnig um þéttingu íbúðabyggðar við Bergþórugötu. Megin efni í uppbyggingu að Holtinu er tillaga að fullnaðaruppbyggingu Iðnskóla þá aðallega fyrir þá starfsemi sem Vörðuskóli hefur hýst til skamms tíma. Tillagan gerir ráð fyrir tveggja hæða nýbygg- ingu vestan núverandi bygginga að Frakkastíg og heimila hækkun á núverandi verkstæðisbyggingu um eina hæð auk byggingar miðlægrar tveggja hæða þjónustubyggingar við núverandi aðalinn- gang skólans. Gert er ráð fyrir að byggja megi bílastæðageymslu neðanjarðar milli skóla og kirkju með aðkomu um Vitastíg. Við Bergþórugötu er lagt til að (heil)byggja randbyggð fyrir íbúðir eða til notkunar fyrir skólann. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Klébergsskóli Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Klébergsskóla á Kjalarnesi. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að á lóð skólans verði gerður gerfigrasvöllur fyrir knattspyrnu, svokallaður battavöllur. Núverandi byggingareitur skólalóðar er stækkaður til norðvesturs og innan hans afmarkað svæði fyrir battavöllinn. Völlurinn verður girtur af samkvæmt staðlaðri fyrirmynd frá KSÍ með timbur- girðingum og lýstur upp með fjórum ljósastaurum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Norðlingaskóli Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Norðlinga- holt vegna lóðar Norðlingaskóla við Árvað. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðir og byggingareitir grunn- og leikskóla við Árvað 2 og Árvað 3 eru sam- einaðir. Innan byggingareits er heimilt að byggja grunn- og leikskóla á einni til tveimur hæðum og er þakform frjálst. Heimilt er að byggja íþróttahús og sundlaug innan byggingareits og heimilt verður að setja bráðabirgða kennslustofur tímabindið utan hans. Bundin byggingalína er felld niður en skilyrt að bygging tengist/snerti byggingareit til norður eða vesturs. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipu- lags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 25. maí 2007 til og með 6. júlí 2007. Einnig má sjá til- lögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 6. júlí 2007. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 25. maí 2007 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Raðauglýsingar 569 1100 Raðauglýsingar augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.