Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 23
Ég fæ mér yfirleitt vínglas með mat og vínið mitt hef ég einnig gefið vinum, vandamönnum og sam- starfsfólki. Það var árið 1994 sem Helgiog eiginkona hans Marlenefestu kaup á húsi í Napa-dalnum skammt fyrir utan San Francisco. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að eignast athvarf fjarri skarkala borgarinnar þar sem hægt væri að taka sér hvíld um helg- ar og hlaða batteríin. Húsið er hins vegar á besta stað í Napa, þekktasta víngerðarhéraði Kaliforníu, syðst í St. Helena, alveg á mörkum víngerðarsvæðanna Rut- herford og St. Helena. Steinsnar frá í allar áttir er að finna þekktustu vínhús Napa á borð við Beringer, Mondavi, Stags Leap og fleiri. Húsinu fylgdi lítil vínekra, um 0,4 hektarar, og segist Helgi strax árið 1994 hafa framleitt vín úr sínum eig- in þrúgum. Hann var hins vegar ekkert sérstaklega ánægður með ár- angurinn, ekrunni hafði ekki verið vel við haldið og vínviðurinn í slæmu ásigkomulagi. Aðeins eitt nafn kom til greina Að lokum var tekin ákvörðun um að gróðursetja allan vínvið upp á nýtt og hefur árangurinn verið góð- ur. Fyrsta uppskeran af nýja vín- viðnum var árið 2004 og nam fram- leiðslan heilum tveimur 225 lítra barrique-eikartunnum. Það vín er nú komið á flöskur. Árgangurinn 2005 var mjög gjöfull hjá Helga líkt og hjá öðrum vínræktendum Napa. Uppskeran fyllti fimm tunnur og hvílir þar enn þótt til standi að tappa víninu á flöskur í næsta mánuði. Það kom auðvitað bara eitt nafn til greina á vínið. Það heitir Tomasson og er hreint Cabernet Sauvignon- vín. 2004-vínið er mjúkt og þægilegt, með mildum tannínum, lakkrís í bland við dökkan ávöxtinn og súkku- laði. Fínt kjötvín en í hádegisverði með Helga var það borið fram með fiski í smjörmikilli sósu og stóð sig bara firnavel. Helgi segist fyrst og fremst stunda vínræktina ánægjunnar vegna. Hann sé sjálfur mikill vín- áhugamaður en sá áhugi hafi fyrst kviknað af alvöru er hann heimsótti Bordeaux með New York City-ballettinum á átt- unda áratugnum og heim- sótti þá m.a. Mouton-Rothschild í Pauillac. Í kjallaranum þar hafi opnast nýjar víddir hvað raunvín varð- ar. Lengi vel voru það frönsku vínin sem heill- uðu mest en eftir að hann flutti til Kaliforníu hafi þau oftar orðið fyrir valinu. „Ég fæ mér yf- irleitt vínglas með mat og vínið mitt hef ég einnig gef- ið vinum, vanda- mönnum og sam- starfsfólki. Ég hef ekki verið að selja það til þessa en kannski verð- ur breyting á því,“ segir hann. Lífið er dans Flöskurnar líta hins vegar ekki út sem nein heima- framleiðsla og er mikið lagt í um- búðirnar. Miðann hannaði sonur hans og er á hon- um að finna mynd af dansara úr flokki Helga. Á bakhliðinni er síðan tilvitnun: „Life is a Dance“ eða lífið er dans. Víngerðin er í höndum Judd’s Hill Winery og Helgi er svo heppinn að sérfræðingar frá stóru þekktu vínhúsunum í grenndinni hafa tekið að sér að sjá um vínviðinn sjálfan. „Þetta byrjaði þannig að þegar rótarlúsarplága gekk hér yf- ir fyrir nokkrum árum þá höfðu vínhúsin miklar áhyggjur af smærri ekrum í kring. Þeir buðust því til að taka að sér vínekrurnar mínar í forvarnaskyni fyrir sjálfa sig. Það kom svo í ljós að hér var engin rótarlús en þeir hafa samt haldið þessu áfram sem er hið besta mál,“ segir Helgi. En hvað með framtíð- ina? Varla getur hann stækkað við sig í víngerð- inni? „Þetta hefur nú að- allega verið hobbý en ef svo vildi til að ég vildi færa út kvíarnar gæti ég keypt þrúgur af nágranna mínum. Hann selur vín- þrúgur sínar til stærri framleiðenda í stað þess að gera sitt eigið vín.“ Til að byrja með að minnsta kosti verður Tomasson einungis selt á einum stað og það er hér í Reykjavík, nánar tiltekið á veitingahúsi Sigga Hall. Þar verður á næstu vik- um hægt að fá sérstakan matseðil sem Siggi hefur sett saman til heiðurs Helga og hægt verður að kaupa Tomasson Caber- net Sauvignon 2004 með á meðan birgðir endast. „Eigum við ekki að segja að það sé kominn tími á að Íslendingar komi aftur heim með vínið frá Vín- landi,“ segir Helgi og hlær. sts@mbl.is Helgi Tómasson er í huga Íslendinga þekktastur sem ballettdansari og stjórnandi San Francisco-ball- ettsins. Á næstunni, segir Steingrímur Sigurgeirsson, geta menn hins vegar einnig kynnst annarri hlið á Helga – nefnilega vínbóndandum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vínræktandi Helgi Tómasson ásamt eiginkonu sinni Marlene Tómasson og sonum þeirra Eirík (lengst t.v.) og Kristni. Vínhúsið Tomasson í Napa vín MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 23               ! " #$ %! &   '((  )*  ) +)   * " , & %  & % ,%*) ")  )    )% - . / )0)% )    * ( 1 2 &!%)  *)!%( 3*)  % ,) % !!%)-,  ) % %,% )!)-, !%)-, - " )%)-, ( * ! )4) )& )-,%5- )-,% *) *- ) ,!  % )"4 4"))       - )%% - 2 - *)( &  )% % )   *)6! %44 ", %( 7! 1" %,%*    !8 9() +%!!  %,%*     8 9() :& !! ;&!))-! ( ( , )! )   << " -  Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.