Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirgefðu nú Bjössa, Jóhannes minn, hérna er strokleður. Líklega var það rétt mat hjá JóniSigurðssyni að formaður Fram- sóknarflokksins verður að hafa að- gang að ræðustól Alþingis og þess vegna átti hann engan annan kost en að víkja.     Nú er GuðniÁgústsson tek- inn við formennsk- unni. Þjóðin þekkir hann vel og sjálfur segir hann að sín viðhorf séu þekkt. En hvernig skyldi nýr formaður hafa nýtt sér ræðustól Alþingis?     Á kjörtímabilinu hélt Guðni 186þingræður sem stóðu í um 15 klukkutíma. Það er því nóg til af heimildum um viðhorf formannsins.     Í umræðum um framleiðslu, sölu ogverðlagningu á búvörum lét hann svo um mælt: „Lambakjötið er ein- stök afurð sem vekur athygli um víða veröld fyrir gæði eins og oft hefur verið minnst á úr þessum ræðustól, og er einstaklega hátt metið af íslenskum neytendum. Ullin hefur vissulega bjargað lífi okkar í gegnum aldirnar.“     Og í aðdraganda kosningannasagði hann: „En staðan er sú að íslensk pólitík stendur frammi fyrir því, samkvæmt skoðanakönnunum, að hún er að fara 20 ár til baka. Það verður pólitísk óvissa á Íslandi ef þetta heldur áfram svona. Það hvarflar aldrei að mér að hin skyn- sama íslenska þjóð vilji eyðileggja þá miklu vegferð til velsældar og hagsældar sem hefur verið lagður grunnur að í tólf ár af þeim flokkum sem nú fara með völdin á Íslandi.“     Svona talar formaður Framsókn-arflokksins. Og það er rétt að þjóðin þekkir Guðna. En fyrir hvað stendur flokkurinn eftir fylgishrun- ið í kosningunum, – hvert vill Guðni leiða þjóðina? Þeirri spurningu er ósvarað. STAKSTEINAR Guðni Ágústsson Formaðurinn og ræðustóllinn                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -                    12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (             !!" !#  !!         :  *$;<                  !   "          #  #  $ %    *! $$ ; *! $%  &  %  #  ' (' =2 =! =2 =! =2 $#& ! ) !" *+ '!,  <>         ;  ?   (  @ " 2      -& &  % ' .  /' 0 - %      " !'0 *  ?(    @ -& ! &  , .    %   1 ! ('  %  ' ' (!"! 0-     1   '!! ! !" 0 /    2 ' ! 3*    2 '3 4' ' !"1 ! !!  ,  0-      1   . 0 5. '66  ! '7 ' ') !" 3'45 A4 A*=5B CD *E./D=5B CD ,5F0E ).D 0 1  0  0  0         1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1            Helena | 24. maí 2007 Engin hindrun Rakst á stórgóða síðu í gær þar sem hægt er að fylgjast með ferð fjögurra einstaklinga frá „heimili sínu“ og í atvinnuviðtal. Einn aðilinn er heyrn- arskertur, annar líklegast lög- blindur, sá þriðji er í hjólastól en sá fjórði er með barnavagn. Allir ganga sömu leið, leggja af stað klukkan 08:00 og eiga að vera mætt- ir klukkan 09:00. Slóðin á síðuna er www.ingenhindring.shdir.no/ Meira: fonix.blog.is Ósk Óskarsdóttir | 24. maí 2007 Ógæfufólk í borginni Í gær varð ég í fyrsta sinn vitni að því að ís- lensk manneskja stund- aði betl á mjög svo markvissan og augljósan hátt í Austurstræti um hábjartan dag. Ég held að þetta vandamál mið- borgarinnar sé komið til að vera, ein- mitt vegna þess hversu mikið "tabú" þetta er. Nú er orðið meira um yngra fólk og að sjálfsögðu er neyslan oft á öðru en áfengi. Meira: oskoskars.blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 24. maí 2007 Bjarga gæsavarpinu? Hálslón er enn að fyll- ast. Gæsirnar hafa verpt umhverfis það, á sínum vanalegu varp- stöðvum, og nú eru hreiðrin að fara eitt af öðru undir vatn. Ein- hversstaðar sá ég eða heyrði talað um 500-600 hreiður sem færust af þessum sökum. Var þetta ekki fyrir- sjáanlegt? Hugkvæmdist engum að það þyrfti hugsanlega að stugga við gæsunum um varptímann svo þær færðu sig fjær? Meira: olinathorv.blog.is Pétur Gunnarsson | 23. maí 2007 Óvenjulegur stjórnmálamaður Jón varð formaður með óvenjulegum og um- deilanlegum hætti. Þann skamma tíma sem hann var formað- ur ávann hann sér traust og væntumþykju flokks- manna. Hann var reyndur í stjórnmála- starfi frá fyrri árum og það sást á stundum að hann naut sín ekki í sviðsljósi fjölmiðlanna. Hann sagðist vilja gera skyldu sína þegar hann svaraði kalli forvera síns og enginn getur sagt annað en að hann hafi gefið allt sem hann átti. Í persónulegri viðkynningu er mað- urinn afskaplega eftirminnilegur, hlýr, glettinn og ótrúlega skarpur og vel að sér um flesta hluti. Á skömmum tíma innleiddi hann nýja stjórnunarhætti í Framsókn- arflokknum og var það tímabær og nauðsynleg aðgerð. Ég hygg að hann hafi verið mesti samráðsstjórnmálamaðurinn á ís- lensku stjórnmálasviði á sínum for- mannsferli. Í öllum málum hafði hann hags- muni þeirrar 12.000 manna hreyf- ingar sem hann stýrði í huga og var þess ávallt minnugur til hverra hann sótti umboð sitt. Ég hef sjaldan kynnst manni sem er jafn laus við hégómleika og sjálf- hverfu. Ég vona að Jóni vegni vel í fram- tíðinni og veit að það verður fengur að honum hvar sem hann kýs að hasla sér völl. Meira: hux.blog.is TómasHa | 24. maí 2007 Tilfinning um aukin viðskipti ...í mogganum sögðu forsvarsmenn N1...að þau hefðu á tilfinning- unni að viðskipti væru að aukast. Fyrir þessu geta verið tvær ástæð- ur a. Viðskiptin eru ekki að aukast b. Þau vantar nýtt bókhaldsforrit. Hefði haldið að menn væru ekki að keyra svona fyr- irtæki á tilfinningu heldur hörðum föktum, bókhaldssögu og áætl- anagerð. Meira: tomasha.blog.is VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BLOG.IS Dre gi› í ásk rift arle ikn um á la uga rda ginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.