Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 27 R áðuneytið er í góðumhöndum,“ sagði JónínaBjartmarz þegar hún lét Þórunni Sveinbjarnardóttur, nýj- um umhverfisráðherra, í té rjúpu- fótinn sem Össur Skarphéðinsson hengdi á lykla umhverfisráðherra í sinni valdatíð. „Það er ekki mikill munur á stefnumálum sem unnið hefur verið eftir hér og þeim sem búið er að kynna í nýjum stjórn- arsáttmála,“ sagði Jónína og hvarf á braut. Þórunn settist þar með í fyrsta sinn í stól umhverfisráðherra. Hún sagði að átök um umhverfismál ættu að geta tilheyrt fortíðinni og sáttin byggðist á því að nú yrði gerð gangskör að því að ljúka rammaáætlun og ákveða hvernig landið yrði nýtt. „Ég er nú bara þannig gerð að ég vil ná sáttum og finna lausnir sem flestir geta unað við og ég á von á því að samstarfið verði gott við önnur ráðuneyti, til dæmis iðnaðarráðuneytið. Við eig- um ekki að leggja umhverfismálin upp sem átakamál í samfélaginu því þetta eru mál sem við eigum að geta sameinast um,“ sagði hún. Má búast við togstreitu milli sam- starfsflokkanna? „Það er ekkert sem bendir til þess. Stjórnarsátt- málinn er skýr um þessi mál.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Umhverfisráðuneytið Þórunn Sveinbjarnardóttir og Jónína Bjartmarz. Sáttahugur í nýjum umhverfisráðherra ta innu- Skarp- a eftir r hönd- farandi ri góðs við get- mhverfi yr- n og líka ur und- sú at- vinnugrein sem án efa á eftir að verða enn mikilvægari. Þetta eru atvinnugreinar framtíðarinnar. Jafnframt verður það hlutverk nýs iðnaðarráðherra að taka þátt í þeirri sátt sem flokkarnir sem mynda ríkisstjórn Íslands vilja mynda um verndun og nýtingu náttúrunnar. Stór hluti af okkar samstarfsyfirlýsingu var leiðarvísir um hvernig það á að vera. Ég vona að mér og því góða fólki sem hér vinnur takist sameiginlega að leggja nokkru af mörkum til þess.“ Morgunblaðið/ÞÖK gurðsson og Össur Skarphéðinssoni a á framtíðar- ugreinarnar ar tóku brosandi ráðuneytunum Eftir seinni ríkisráðsfundinn á Bessastöð- um í gær fóru nýir ráðherrar í sín ráðuneyti og tókum við lyklum úr hendi fráfarandi ráðherra. Ráðherrarnir sem kvöddu óskuðu eftirmönnum sínum velfarnaðar í starfi og nýju ráðherrarnir þökkuðu forverum sínum fyrir vel unnin störf. úsi Stef- di félags- nýjum önnu Sig- ús af- neytinu. nnu hinn gnús upp g sagði: kil að a félags- ysti þér el í þágu um og agðist rði gott á kjörtímabilinu, eins og það hefði í raun ætíð verið. Magnús sagði það einkennilega tilfinningu að ganga út úr ráðuneytinu en ýjaði þó að endurkomu sinni. „Það getur vel verið með mig eins og Jóhönnu að minn tími muni koma aftur,“ sagði Magnús. Jóhanna sagðist að von- um spennt fyrir því að taka fjöl- skyldu- og velferðarmálin í sínar hendur. „Ég býst við því að mitt fyrsta mál verði að fara yfir að- gerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna, sem verður vænt- anlega eitt af þeim málum sem rík- isstjórnin mun flytja á sum- arþingi.“ Morgunblaðið/RAX Magnús Stefánsson og Jóhanna Sigurðardóttir. r sinn tíma mið aftur A lþjóðamálin hafa alltafheillað mig og það er auð-vitað gríðarlega mikilvægt að standa vel að þeim málum vegna þess að staða Íslands í sam- félagi þjóðanna getur ráðið miklu um það hversu farsæl staðan er hér innanlands,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, eftir að hún tók við lyklavöldunum í utanríkisráðu- neytinu af Valgerði Sverrisdóttur um þrjúleytið í gær. „Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægur málaflokkur og ég finn auðvitað til ábyrgðar að taka við honum.“ Valgerður óskaði Ingibjörgu velfarnaðar í starfi. Aðspurð sagð- ist hún ekki hafa nein sérstök ráð handa nýjum utanríkisráðherra. Hún sagði hinsvegar ljóst að hún muni sakna samstarfsfólksins í ráðuneytinu en söknuður væri þó ekki rétta orðið hvað snúi að ráð- herraskiptunum sjálfum. Ingi- björg kveðst vera full tilhlökkunar að fá að takast á við embættið. Að- spurð sagði hún starfsmenn ráðu- neytisins hafa tekið sér vel. Morgunblaðið/Árni Torfason Utanríkisráðuneyti Valgerður Sverrisdóttir og Ingibjörg S. Gísladóttir. Alþjóðamálin hafa alltaf heillað É g óska þér til hamingjumeð þetta og ég sé um aðkoma öllu í gegnum þingið sem kemur frá samgöngu- ráðuneytinu, það verður enginn hörgull á því,“ sagði Sturla Böðv- arsson þegar hann afhenti Krist- jáni L. Möller, arftaka sínum í samgönguráðuneytinu, lyklavöld- in í gær. Sturla sagði nauðsynlegt að halda smá námskeið fyrir hinn nýja samgönguráðherra við tæki- færi. „Samgönguráðuneytið er eins og stórt, skriðþungt skip sem siglir um hafið og það tekur nokk- urn tíma að snúa því við. Ég vona því að þér gangi vel að vinna eftir stefnunni frá mér,“ sagði Sturla og uppskar hlátur viðstaddra. „Þakka þér fyrir Sturla minn. Þrátt fyrir að við höfum stundum deilt á þingi held ég að við höfum verið sammála um flest,“ sagði Kristján. Hann kvað sig taka við góðu búi og mikilli áætlun. „Þetta er skriðþungt skip sem verður drekkhlaðið næstu árin og von- andi kemst það heilt í höfn,“ sagði Kristján. Að lokum kvöddust til- vonandi þingforseti og nýr sam- gönguráðherra með virktum. „Nú hverf ég af braut og skil þig eftir á berangri. Gangi þér vel,“ sagði Sturla að lokum. Morgunblaðið/RAX Samgönguráðuneytið Kristján Möller og Sturla Böðvarsson. Skriðþungt skip sem erfitt er að snúa við B örgvin G. Sigurðsson, nýrviðskiptaráðherra, sagðisthlakka til að takast á við verkefnin í viðskiptaráðuneytinu. Hann myndi á næstu dögum leggja sig fram um að hitta fólk og kynna sér málaflokkinn út í hörgul. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið er tvær sjálfstæðar einingar, en Jón Sigurðsson hefur verið ráð- herra beggja ráðuneytanna. Hann sagði við eftirmann sinn að í við- skiptaráðuneytinu væri afar gott starfsfólk og hvatti hann til að nýta vel starfskrafta þess. Björg- vin þakkaði Jóni góðar kveðjur og sagðist vona að hann mætti leita til hans um ráð. „Samkeppnismál, neytendamál og allt sem lýtur að fjármála- starfsemi í landinu og þeirri miklu útrás sem þar er í gangi eru meg- inverkefni viðskiptaráðuneyt- isins,“ sagði Björgvin. Fyrst um sinn að minnsta kosti verða bæði Björgvin og Össur Skarphéðinsson með skrifstofu í Arnarhváli. Morgunblaðið/ÞÖK Viðskiptaráðuneytið Jón Sigurðsson og Björgvin G. Sigurðsson. Hlakkar til að takast á við verkefnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.