Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is TÆPUM 33.000 tonnum af botnfiski var landað í Færeyjum fyrstu fjóra mánuði ársins. Það er rúmlega 7.000 tonnum minni afli en sömu mánuði í fyrra. Minna hefur nú veiðzt af öllum fiskitegundum, en mestur er sam- drátturinn í þorski, ýsu og ufsa. Ekki hefur verið landað jafnlitlu af ýsu á þessu tímabili síðan 1977 og leita verður allt aftur til ársins 1994 til að sjá minni þorskafla. Þótt minna hafi veiðzt af ufsa í ár, er aflinn þó mikill samanborðið við önnur ár. Þessar upplýsingar koma fram hjá færeysku hagstofunni. Magnið minnkaði um 15% Verðmæti landaðs afla hefur ekki minnkað í samræmi við magnið. Verð á flestum fiskitegundum er nú hærra en á sama tíma í fyrra. Verð- mæti landaðs afla nú var 4,7 millj- arðar íslenzkra króna, en var 4,9 milljarðar króna í fyrra. Samdrátt- urinn er því aðeins tæp 3%, en magn- ið minnkaði um 15%. Meðalverð fyrir þorsk var 40 krónum hærra nú en á sama tíma í fyrra og verð á ýsu var 32 krónum hærra. Sé litið á allt síðasta ár var landað um 90.000 tonnum af þorski, ýsu og ufsa að verðmæti 8,9 milljarðar króna. Í verðmætum talið er um samdrátt upp á um 100 milljónir ís- lenzkra króna að ræða, eða 1%, en í magni er samdrátturinn 11.000 tonn, eða 11%. Minna var landað af öllum þremur fiskitegundunum og hefur ekki verið landað jafnlitlu af þorski síðan 1994. Sé miðað við verðmæti skilaði þó ein- ungis þorskurinn minna en árið áð- ur. Hátt fiskverð á síðasta ári Útflutningur á slægðum fiski dróst saman frá árinu áður. Samtals voru flutt út 15.000 tonn af þorski, ýsu og ufsa, þar af bróðurparturinn ýsa. Þetta er 10.000 tonnum minni útflutningur en árið 2005 og hefur ekki verið minni síðan árið 2001. Um 12.000 tonn af þessum fiski voru flutt utan eftir að hafa fyrst verið landað í Færeyjum, en bátarnir sigldu með 3.000 tonn. Fiskverð var hátt á síðasta ári. Meðalverð á þorski var hærra en nokkru sinni áður og verð á ýsu það hæsta í fimm ár. Verð á ufsa hefur ekki verið hærra í átta ár.          !"               #! $% $        $% $   &$  !"# $ $% '  " !! $&' ' ' #%$  ' ' &##  "!  ' " !( $%& '  ' #%'  '  )! '% )" ""! ( ' )'(( )!& ( )' ('            Verulegur samdráttur í veiðum við Færeyjar Samdráttur í aflaverðmæti aðeins tæp 3% en magnið minnkaði um 15% Í HNOTSKURN »Sé litið á allt síðasta ár varlandað um 90.000 tonnum af þorski, ýsu og ufsa að verð- mæti 8,9 milljarðar króna. »Minna var landað af öllumþremur helztu fiskiteg- undunum og hefur ekki verið landað jafn litlu af þorski síð- an 1994. »Meðalverð á þorski varhærra en nokkru sinni áð- ur og verð á ýsu það hæsta í fimm ár. Verð á ufsa hefur ekki verið hærra í átta ár. DAGSKRÁIN Óskalög sjó- manna, skemmtun og fjöldasöngur, verður haldin í þriðja sinn, þann 31. maí, fimmtudaginn fyrir sjó- mannadaginn, og að þessu sinni í Félagsheimilinu Festi. Flutt verða gömul og sígild sjómannalög eins og Síldarvalsinn, Allt á floti alls staðar, Á sjó, Þórður sjóari, Ship ohoj, Síðasta sjóferðin að ógleymdum Simba sjómanni ásamt mörgum öðrum perlum. Þá verður glænýtt sjómannalag flutt en það er eftir gítarleikara Meðbyrs, Þröst Harðarson. Þá mun Gylfi Ægisson tónlistarmaður flytja vinsælustu lög- in sín eins og Stolt siglir fleyið mitt, Gústi guðsmaður, Minning um mann o.fl. Að sögn Rósu Signýjar Baldurs- dóttur, sem hefur skipulagt Óskalög sjómanna, eru þau til heiðurs ís- lensku sjómönnunum, fjölskyldum þeirra og íslensku sjómannalögun- um. ,,Nafnið er sótt í hinn sívinsæla útvarpsþátt sem sendur var út í ára- tugi hjá Ríkisútvarpinu. Svo skemmtilega vill til að sá þáttur var einmitt sendur út á fimmtudögum. Hafið stendur okkur nærri enda ótal mörg frábær lög sem fjalla um tengslin við það á einn eða annan hátt. Tónlist þessi geymir m.a. róm- antík síldaráranna og minnir okkur á að við Íslendingar eigum gjöfulum fiskimiðum og duglegum sjómönnum mikið að þakka, segir Rósa Signý. Flytjendur Óskalaga sjómanna eru: Rósa Signý Baldursdóttir, Dag- bjartur Willardsson, Inga Björk Runólfsdóttir, Inga Þórðardóttir, Björn Erlingsson, Einar Friðgeir Björnsson, Halldór Lárusson og Þröstur Harðarson en hljómsveitina kalla þau Meðbyr. Sem fyrr mun veitingahúsið Salt- húsið selja mat í tengslum við Óska- lög sjómanna á Salthúsinu fyrir tón- leikana. Forsala aðgöngumiða verður í Festi þriðjudaginn 29. maí kl. 20 – 21. Óskalög sjómanna flutt í Festi Tónlist Hljómsveitin Meðbyr í góðum gír. ÚR VERINU RAUNVÍSINDADEILD www.hi.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 77 86 0 5/ 07 MATVÆLA- OG NÆRINGAFRÆÐI Umsóknarfrestur er til 5. júní MATVÆLA- OG NÆRINGARFRÆÐISKOR Þrjár námslínur eru í boði: ■ Næringarfræði ■ Matvælavinnsla ■ Matvælaefnafræði Matvæla- og næringafræðingar eru mjög eftirsóttir á vinnumarkaði þar sem þeir sinna mikilvægum störfum sem tengjast matvælaframleiðslu, manneldi, heilbrigðisþjónustu, rannsóknum, stjórnun, ráðgjöf og markaðsmálum. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skorarinnar: www.raunvisindi.hi.is/page/matvskor LÍTILL efna- hagslegur ávinn- ingur er af at- vinnuhvalveiðum Íslendinga sam- kvæmt skýrslu sem Þorsteinn Siglaugsson hag- fræðingur hefur gert fyrir Nátt- úruvernd- arsamtök Íslands og Alþjóðadýraverndunarsamtökin, International Fund for Animal Welfare. Telur Þorsteinn að lítið þurfi að gerast til valda miklum skaða og alvarlegust verði áhrifin á ímynd landsins, sem erfitt verði að byggja upp aftur. Meðal helstu áhættuþátta nefnir Þorsteinn pólitíska áhættu, þ.e. að erlend stjórnvöld geti gripið til við- skiptabanns eða annarra aðgerða sem geta skaðað viðskiptahagsmuni. Almenningsálitið sé mismunandi eftir markaðssvæðum, mest sé and- staðan í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og víðar í N-Evrópu. Andstaðan sé lítil í S-Evrópu. Bend- ir Þorsteinn jafnframt á að fjár- mögnun íslenskra fyrirtækja geti orðið erfiðari þar sem hvalveiðar geti orðið áhættuþáttur í mati banka, margir erlendir bankar hafi markað sér ákveðna umhverf- isstefnu. Kostnaður 750 milljónir Samkvæmt skýrslunni settu ís- lensk stjórnvöld 750 milljónir króna í verkefni tengd hvalveiðum og kynningu á málstað Íslendinga í hvalamálinu á árunum 1990 til 2006. Telur Þorsteinn ljóst að þetta sé mikill kostnaður í ljósi þess hve tekjur af sölu hvalkjöts á Íslandi séu litlar. Í skýrslunni kemur fram að árið 1985 nam útflutningur á hvalkjöti 340 milljónum króna, sem jafngildir 1,4 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag. Þetta jafngilti 0,6% af útflutningi Íslands árið 1985 en hlutdeild hvalkjöts hafði stöðugt farið minnkandi, var t.d. 1,6% árið 1951. Engir markaðir fyrir hvalkjöt hafi fundist enn og verulegur vafi sé á að það gerist héðan af. Samkvæmt skýrslunni rúmar árlegur markaður innanlands fyrir sölu hvalkjöts um 26 tonn og tekjur framleiðenda ár- lega eru um 20 milljónir króna. Af samtölum sínum við ýmsa að- ila í viðskiptalífinu kemst Þorsteinn að þeirri niðurstöðu að áhættan, sem tekin sé með hvalveiðum, sé of mikil í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi séu, einkum með atvinnu- hvalveiðum. Áhyggjur viðskiptalífs- ins af frekari hvalveiðum hafi verið vel rökstuddar. Lítill ávinningur talinn af hvalveiðum í atvinnuskyni Morgunblaðið/ÞÖK Hvalveiðar Samkvæmt nýrri skýrslu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands er lítill efnahagslegur ávinningur fyrir þjóðarbúið af hvalveiðum. Þorsteinn Siglaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.