Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Séð yfir að Indriðastöðum. Lóðir fyrir frístunda- hús verða í brekkunum fyrir ofan bæinn og við golfvöllinn sem verður á túnunum við enda Skorradalsvatns. Washington Post Veruleikinn á sviði Ólaunaðir leikarar og aðrir starfsmenn við Þjóðleik- húsið í Bagdad fylgjast með æfingu. Margir listamenn hafa flúið land. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is OFSTÆKISMENN í Bagdad hafa síðustu árin sumir lagt sig fram um að drepa eða hrekja úr landi mennta- og listamenn. Þannig hafa að sögn vefsíðu BBC yfir 300 prófessorar, kennarar og aðrir starfsmenn menntakerfisins verið myrtir, hundruð að auki hafa flúið land. En skólahald hefur ekki lagst niður. „Kannski eru það um 25% sem ekki mæta í skólann núna,“ segir enskukennari við hinn virta Must- ansiriya-háskóla í Bagdad, hann vill ekki láta nafns síns getið. Fleiri dæmi eru um þrautseigju margra borgarbúa gagnvart ofbeld- isgengjunum. Enn eru sýnd leikrit í þjóðleikhúsi borgarinnar, stykki sem endurspegla skelfilegan veru- leikann í landinu, að sögn The Wash- ington Post. Leikmunir eru hirtir á næsta tilræðisstað, brunnið dekk, sundurtættur skór. Leikararnir, sumir landsfrægir, eru súnnítar, sjít- ar og kristnir, þeir fá engin laun og lítinn fjárstuðning frá stjórnvöldum, trúarofstækismenn hóta þeim öllu illu. Fáir áhorfendur þora að mæta. En leikhúsfólkið gefst ekki upp og nú er það ekki háð ritskoðun Sadd- ams Husseins. „Já, við sýnum núna það sem við viljum,“ segir reyndur leikstjóri, Hatem Aoudah. „En það drýpur blóð af þessu frelsi“. Hvorki stjórnarhernum né Banda- ríkjamönnum hefur tekist að stöðva blóðsúthellingarnar í Bagdad, þótt nokkuð hafi dregið úr þeim síðustu vikurnar. Tveir sjálfsmorðs- sprengjumenn réðust í janúar á Mustansiriya-háskólann, nær 90 stúdentar og kennarar létu lífið og um 140 særðust. En eftir sem áður fara þúsundir stúdenta í skólann daglega og fjölmargir kennarar storka líka örlögunum með því að mæta áfram í vinnu, þrátt fyrir böl- bænir og morðhótanir. Þrátt fyrir ástandið fannst fréttamanni BBC háskólasvæðið með undarlega eðli- legum blæ, að vísu veldur skortur á rafmagni miklum vanda. En þarna var líf og fjör eins og á öðrum há- skólasvæðum í heiminum. Og von. „Við treystum Guði og viljum skapa okkur betri framtíð,“ sagði ung kona, Nur, sem var staðráðin í að halda áfram í skólanum. „En það drýpur blóð af þessu frelsi“ Í HNOTSKURN »Markmið ýmissa ofstæk-ishópa, þ.á m. al-Qaeda, virðist vera að gera út af við menntamannastétt Íraks, þeir telja hana vera guðlausa. »Víða í Bagdad hefur veriðkomið upp steinsteyptum múrum gegn sjálfsmorð- ingjum, einn slíkur er við Mustansiriya-háskólann. »Mustansiriya er rétt hjáSadr City, hverfi sem er byggt sjítum og þar er aðal- bækistöð vígasveita ofstækis- klerksins Moqtada al-Sadrs. ÍSRAELSKIR hermenn handtóku í gærmorgun 33 af leiðtogum Hamas-samtakanna á Vesturbakkanum, þ.á m. menntamálaráðherra Palestínu, Nasser Shaer, nokkra þingmenn og borgarstjóra. Nokkrum stundum fyrr gerðu flugvélar Ísraela loftárás á bækistöðvar Ha- mas á Gaza sem fullyrt var að væru miðstöðvar gjaldeyr- isviðskipta samtakanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelar hafa síðustu daga hert mjög aðgerðir gegn Hamas til að hefna fyrir flugskeytaárásir sem valdið hafa nokkru tjóni auk þess sem um 20 Ísraelar hafa særst. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í gær að betra væri að handtaka menn en skjóta þá. Aðgerðirnar myndu senda leiðtogum Hamas ótvíræð skilaboð um að stöðva yrði flugskeyta- árásirnar. En Hamas sagði í yfirlýsingu að árásunum yrði haldið áfram, liðsmenn samtakanna mættu ráðast á Ísraela „hvarvetna í Palestínu“ það er bæði á hernumdu svæðunum og í Ísrael. Tugir Hamas-leiðtoga í haldi Amir Peretz ÁTÖK blossuðu upp að nýju milli stjórnarhermanna og liðsmanna ísl- amskrar hreyfingar í Nahr al- Bared, búðum palestínskra flótta- manna, í Líbanon í gær. Fouad Si- niora, forsætisráðherra landsins, hét því að stjórnin myndi uppræta hreyfinguna sem hefur verið sökuð um hryðjuverk. Þúsundir manna eru enn í flóttamannabúðunum og óttast er um afdrif þeirra ráðist stjórnarherinn inn í þær. Óttast um örlög flóttafólks Innrás? Líbanskir hermenn við Nahr el-Bared, nálægt Tripoli. AP GASSPRENGING í námu í Keme- rovo-héraði í Síberíu kostaði 38 námumenn lífið í gær. Náman er í eigu fyrirtækisins Yuzhkuzbassu- gol sem hefur sætt harðri gagnrýni eftir að 110 manns létu lífið í sprengingu í annarri námu fyrir- tækisins í mars. Var það mann- skæðasta námuslys í Rússlandi eftir hrun Sovétríkjanna. Yuzhkuz- bassugol á 20 námur í Síberíu og eftir slysið var fyrirtækið sakað um alvarleg brot á öryggisreglum í nokkrum námum þess. 38 fórust í námu GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti sagði í gær að stjórn sín og bandamenn hennar í Evrópu hygð- ust beita sér fyrir hertum refsiað- gerðum gegn Íran. Mohamed El- Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar, sagði að hún teldi að Íranar gætu framleitt kjarnavopn innan þriggja til átta ára. Hann réð vestrænum ríkjum frá því að reyna að hindra þetta með hernaði. Þjarma að Íran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.