Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í TILEFNI ald-
arafmælis
Kleppsspítala og
geðheilbrigð-
isþjónustu á Ís-
landi verður
haldin ráðstefna
á Grand hóteli í
Reykjavík í dag
og á morgun.
Ráðstefnan
hefst í dag kl. 8.25. Fyrir hádegi
verður farið yfir söguna en eftir há-
degi verða meistara- og dokt-
orsverkefni kynnt. Á laugardeg-
inum verður farið yfir ýmsa þætti í
stuðningi við fjölskyldur geðsjúkra,
geðlækningar og fleira tengt. Að
lokum verður fjallað um samfélags-
þjónustu og meðferð geðsjúkra ut-
an spítala, hér og í Danmörku.
Skráning á ráðstefnuna er óþörf.
Aldarafmæli
Kleppsspítala
Kleppsspítali
ÞINGFLOKKUR Frjálslynda
flokksins kom saman í fyrradag
og skipti með sér verkum. For-
maður var kjör-
inn Kristinn H.
Gunnarsson,
varaformaður
Jón Magnússon
og Grétar Mar
Jónsson er rit-
ari.
Á fundinum
var fjallað um
vanda Flateyrar
og í ályktun segir að núverandi
staða Flateyrar, sem og annarra
sjávarbyggða á landinu, sé lýs-
andi dæmi þess að almannahags-
munum sé vikið til hliðar fyrir
sérhagsmuni útvalinna og auð-
söfnun þeirra.
„Þingflokkur Frjálslynda
flokksins telur að Alþingi verði
þegar í stað að endurreisa at-
vinnufrelsi í sjávarútvegi með því
að gera nauðsynlegar breytingar
á lögum um stjórn fiskveiða,“
segir í ályktuninni og ennfremur:
„Þingflokkur Frjálslynda flokks-
ins krefst þess af nýrri rík-
isstjórn að hún láti vanda sjáv-
arþorpanna til sín taka án tafar
og lýsir sig reiðubúinn til sam-
starfs um farsæla niðurstöðu fyr-
ir íbúana sem og landsmenn
alla.“
Leiðir þingflokkinn
TÆPLEGA fjögurra ára drengur
kom við sögu í umferðaróhappi í
fyrradag. Sá átti að bíða í bílnum
meðan mamma hans brá sér frá en
drengurinn fór að fikta í búnaði
bílsins. Þegar mamman kom til
baka hafði bíllinn, sem hún skildi
eftir í gangi, færst úr stað og rekist
á tvo bíla. Drenginn sakaði ekki og
skemmdir á bílunum voru litlar.
Ungur olli tjóni
VELFERÐARSVIÐ Reykjavík-
urborgar hefur samið við Reykja-
víkurdeild Rauða kross Íslands um
áframhaldandi rekstur athvarfs
fyrir heimilislausar konur, Konu-
kots, í Eskihlíð 2-4. Samningurinn
byggist á eldri samningi.
RRKÍ ber faglega og fjárhags-
lega ábyrgð á rekstri Konukots
gegn mánaðarlegum greiðslum frá
velferðarsviði, sem leggur til hús-
næði fyrir reksturinn. Athvarfið
verður opið frá frá kl. 19.00 til
10.00 fram til 31. ágúst. Opið verð-
ur svo frá kl. 17.00 til kl. 12.00 frá
1. september.
Morgunblaðið/Ásdís
Samið um rekst-
ur Konukots
SKÁTAR hafa mikilvægu hlutverki
að gegna þegar kemur að því að
styðja konur í ríkjum þriðja heims-
ins í því skyni að bæta líf kvennanna
og fjölskyldna þeirra. Þetta segir
Benedikta Danaprinsessa en hún er
verndari Olave Baden-Powell Soc-
iety (OB-PS) sem hefur að markmiði
að styðja Alþjóðasamtök kvenskáta,
WAGGGS. Um 800 félagar frá 53
þjóðlöndum eru í samtökunum en
þau halda árlega ráðstefnu sína um
helgina, en hún fer að þessu sinni
fram hér á landi.
Fólk sem hefur hug á að ganga í
OB-PS greiðir háa fjárhæð til þess
að gerast félagar. „Peningarnir
renna til þess að styrkja skátafor-
ingjaþjálfun stúlkna á sínum heima-
slóðum en einnig til annarra verk-
efna víða um heiminn,“ segir
Benedikta. Einkum sé stutt við starf
í löndum í Asíu, Suður-Ameríku og
Afríku. „Það er afar mikilvægt að
styðja starf kvenna í þessum löndum
enda eru þær lykill að velferð fjöl-
skyldunnar,“ segir Benedikta. Kon-
ur eignist börn og sjái að mestu leyti
um uppeldi þeirra, enda vinni marg-
ir karlar fjarri heimilum sínum.
Nauðsynlegt sé að styðja þær og
fræða, þeim og fjölskyldum þeirra til
hagsbóta.
Konur studdar til ýmissa verka
„Það er ekki nóg að konur kunni
að skipta um bleiur og aðstoða börn
sín við ýmis verk. Við viljum gjarnan
styðja þær til virkrar þátttöku í
samfélögum þeirra,“ segir hún.
Benedikta segir að OB-PS hafi starf-
að í 22 ár. „Það eru nokkrir íslenskir
félagar í samtökunum en við viljum
gjarnan bæta í hópinn. Við teljum að
bæði íslenskir karlar og konur hafi
áhuga á að styðja konur víða um
heim,“ segir Benedikta. Meðal
þeirra sem ganga munu formlega í
samtökin um helgina við sérstaka at-
höfn er Dorrit Moussaieff forsetafrú
en hún hefur verið félagi í samtök-
unum frá 2004.
Benedikta segir að samtökin fundi
árlega og mismunandi staðir verði
fyrir valinu fyrir ráðstefnuhaldið
hverju sinni. „Í fyrra vorum við á
Indlandi og á næsta ári verður ráð-
stefnan haldin í Vancouver í Kan-
ada,“ segir Benedikta og bætir við
að félagar í samtökunum komi víðs-
vegar að.
Brennandi áhugi
Sjálf hefur Benedikta brennandi
áhuga á skátastarfi. Hún hefur
starfað sem skáti frá því hún var ung
kona og hefur um árabil verið for-
maður Bandalags danskra kven-
skáta. Hún segir að ungu fólki sem
starfar innan skátahreyfingarinnar
hafi fækkað nokkuð á undanförnum
árum og skátar þurfi að gera átak í
því að vekja athygli á hreyfingunni
og laða þannig ungt fólk að henni.
„Hér áður fyrr var ekki úr svo
mörgu að velja þegar kom að tóm-
stundastarfi ungs fólks. Í dag er
margt í boði og skátastarf er aðeins
einn möguleiki,“ segir Benedikta.
Skátahreyfingin sé löngu orðin
gróin, en í ár er 100 ár liðin frá því
starf drengjaskáta hófst og eftir
þrjú ár ná kvenskátar þeim áfanga.
„Þetta er frábær áfangi og við viljum
að sjálfsögðu halda áfram með gott
starf. En það getum við einungis ef
við fáum fleira fólk til liðs við okk-
ur,“ segir hún.
Stendur vörð um frið
Benedikta bendir á að skátahreyf-
ingin sé óháð stjórnmálastarfi og í
raun stærstu grasrótarsamtök sem
standa vörð um frið í heiminum. Af
þessu séu skátar stoltir og boð-
skapur þeirra eigi verulegt erindi í
heiminum um þessar mundir.
Hún leggur áherslu á að allir geti
orðið skátar, burtséð frá þáttum eins
og uppruna eða trú. Skátar deili
ákveðnum gildum. Þeir leggi m.a.
áherslu á gildi á borð við traust og
hjálpsemi og ein af lífsreglum þeirra
sé að vinna eitt góðverk á dag.
Í skátunum öðlist ungt fólk færni
sem geti komið því að góðum notum
seinna.
„Ef ég væri stjórnandi í fyrirtæki
og fengi fjölda umsókna um tiltekið
starf myndi ég áreiðanlega ráða ein-
stakling sem hefði skátastarf að
baki, ef ég fengi slíka umsókn. Þá
veit ég að viðkomandi býr yfir kost-
um á borð við sveigjanleika og á auð-
velt með að starfa í hópi,“ segir hún.
Benedikta hefur komið nokkrum
sinnum til Íslands en hingað til hafa
heimsóknir hennar aðeins staðið í
einn til tvo daga.
„Núna ætla ég að dveljast hér í
fimm daga,“ segir prinsessan og
bætir við að hún hafi aldrei fyrr
heimsótt landið á björtum vordög-
um.
Skátahreyfingin stærstu
grasrótarsamtök í heimi
Morgunblaðið/Golli
Skáti Benedikta Danaprinsessa er stödd hér á landi um helgina.
Benedikta Danaprins-
essa er skáti af lífi og
sál. Hún er stödd hér á
landi á ráðstefnu fjár-
öflunarsamtaka sem
hafa það markmið að
styðja starf Alþjóða-
samtaka kvenskáta.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
JÓN Sigurðsson, fyrrver-
andi ráðherra og formað-
ur Framsóknarflokksins,
hefur beðið Morgunblaðið
að birta eftirfarandi at-
hugasemd: „Ég vil gjarn-
an koma eftirfarandi
skýringu á framfæri við
lesendur dagblaðanna: Ég
tók það skýrt fram á fjöl-
miðlafundi Framsóknar-
flokksins á miðvikudag, að ákvörð-
un um afsögn mína úr
formannsstóli í Framsóknarflokkn-
um var ekki tekin endanlega fyrr
en síðdegis daginn áður, þriðjudag-
inn 22. maí, eftir samtöl við all-
marga forystumenn og trúnaðar-
menn í flokknum. Þessi ákvörðun
hafði mótast á þeim tíma sem liðinn
var frá alþingiskosningunum, en ég
taldi mig ekki geta tekið
slíka ákvörðun án samráðs
og viðtala við marga flokks-
menn, enda ekki um einka-
mál að ræða. Þetta réð svör-
um mínum við spurningum
fjölmiðlafólks, en viðurkennt
skal að þeir gengu hart að
mér og kröfðust í raun
ákvörðunar sem ég taldi mér
ekki heimila fyrr.
Ummæli í Blaðinu fimmtudaginn
24. maí um að ég hafi sagt ósatt að
ég ætlaði „heim í mat“ eru mis-
skilningur. Ég ætlaði mér einmitt á
þeirri stundu að skjótast heim og fá
mér örskotsbita en halda síðan
störfum dagsins áfram. Vonandi
eyðir þetta misskilningi um tilsvör
mín, að ekki var um ósannindi að
ræða.“
Athugasemd frá
Jóni Sigurðssyni
Jón Sigurðsson
PARKET & GÓLF • ÁRMÚLA 23
SÍMI: 568 1888 • FAX: 568 1866
WWW.PARKETGOLF.IS
PARKET@PARKETGOLF.IS
ÁRATUGA ÞEKKING, ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF
ClickBoard
BYLTINGARKENNDAR
VEGG- OG LOFTPLÖTUR
Parket & Gólf býður einstaka lausn fyrir vegg- og
loftplötur frá þýska framleiðandanum Parador
HDF plöturnar frá Parador
hafa nær engin sýnileg
samskeyti og eru einstaklega
auðveldar í uppsetningu.
KOSTIRNIR ERU AUGLJÓSIR
Hagkvæm og ódýr lausn • einföld uppsetning - 50% fljótlegra
höggþolið • auðvelt að þrífa • lítil eða engin sparslvinna
losnar við allt ryk • 50 kg. burðarþol á skrúfu
stílhreint og nútímalegt útlit • 10 ára ábyrgð
Komdu við í verslun okkar og kynntu þér
þessa einstöku lausn - við tökum vel á móti þér
ka
ld
al
jó
s
20
06
ÁTJÁN ára ökumaður bíls var
stöðvaður á höfuðborgarsvæðinu í
hádeginu í fyrradag, fyrir að virða
hvorki stöðvunarskyldu né nota ör-
yggisbelti. Piltinum var bent á að
hér væri um að ræða brot á umferð-
arlögum og var hann m.a. beðinn um
að nota öryggisbelti eftirleiðis. Pilt-
urinn lét hinsvegar ábendingar lög-
reglumanna sem vind um eyru þjóta
því þegar hann hélt aftur af stað var
öryggisbeltið enn óspennt. Lögregl-
an elti þá piltinn stutta leið uns hann
stoppaði aftur. Þessi framkoma
piltsins mun þýða allnokkur fjárútlát
vegna sektargreiðslna, samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu.
Kallaði sektir yfir sig