Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SJÚKT HUGARFAR Á netinu er að finna leik, semsnýst um að þjálfa þátttakend-ur í nauðgunum. Þennan leik – ef leik má kalla – er hægt að nálgast á íslensku vefsvæði. Á vefsvæðinu er því lýst í þaula hvernig leikurinn gengur fyrir sig, hvernig nauðgarinn finnur fórnarlamb sitt og getur smátt og smátt brotið þrjár konur á bak aft- ur á níu mismunandi vegu. Lýsingin ein nægir til að vekja viðbjóð og erfitt er að gera sér í hugarlund hvað er á seyði í kolli þess manns, sem lítur á það sem skemmtun að leika slíkan leik. Hvað þá að átta sig á hugarfari þess einstaklings, sem einn góðan veðurdag ákveður að setjast niður og búa slíkan leik til. Hvað segir hann við konuna sína áður en hann fer í vinn- una? Hvað segir hann við dóttur sína þegar hún spyr hvað hann geri í vinnunni? Kemur hann í heimsókn til móður sinnar geislandi af gleði og segir: „Mamma, veistu hvað ég gerði í dag?“ Leikurinn, sem hér um ræðir, er ekki eini ofbeldis- og niðurlægingar- leikurinn, sem fyrirfinnst í netheim- um. En það afsakar ekki leikinn. Eig- andi lénsins, sem hýsir leikinn, segir í Morgunblaðinu í dag að hann sé ekki sáttur við boðskap hans en virði rétt sendanda til að senda leikinn inn. En það hlýtur að vera réttur eigandans að neita að dreifa efni, sem hann er ekki sáttur við, og hann er engan veg- inn skyldugur til að dreifa því. Þegar rætt er um ósóma á Netinu er viðkvæðið iðulega að erfitt sé að sporna við slíku efni þar. Auðvitað er það rétt að svo miklu leyti, sem efni getur verið upprunnið hvar sem er í heiminum og ógerningur að hafa eft- irlit með öllu sem fram fer í netheim- um. En það er hægt að hafa afskipti af því efni, sem dreift er eða aðgengilegt í gegnum íslenskar veitur og lén. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af leikjum á borð við þennan og öðru sambærilegu efni. Efni af þessu tagi hefur áhrif á fólk og getur slævt tilfinningu þess fyrir því hvar mörkin liggja. Því hefur verið haldið fram að ofbeldi sé orðið skefjalausara en áður var, meðal annars vegna þess, sem haft er fyrir börnum og ungling- um í tölvuleikjum. Hvaða áhrif hefur það á einstaklinga að stunda leik, sem snýst um að þjálfa einstaklinga til að nauðga? Augljóst er að slíkur leikur ýti undir lítilsvirðingu gagnvart kon- um. Klámvæðing samfélagsins getur búið til sjúkt hugarfar þar sem stutt er í kynferðisofbeldi. Eyrún Jónsdótt- ir, deildarstjóri á neyðarmóttöku nauðgana, segir í Morgunblaðinu í gær að straumhvörf hafi orðið árið 2000 þegar aðgengi að klámi hafi auk- ist til muna á Netinu og tölvur orðið almenningseign í æ ríkara mæli. Lögregla á að beita þeim heimild- um, sem hún hefur til að stöðva dreif- ingu óboðlegs efnis á Netinu, og þeir, sem stjórna lénum og efnisveitum, eiga að sjá sóma sinn í að dreifa ekki slíku efni fremur en að fela sig bak við ranghugmyndir um að þeir séu að vernda rétt einstaklingsins. RUSL Í REYKJAVÍK Frumkvæði borgarstjórnarmeiri-hlutans í Reykjavík að vinna að hreinsunarátaki í borginni er mikil- vægt og þá jafnframt að það nái til nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur. Umgengni fólks um umhverfi sitt hefur stórversnað á nokkrum undan- förnum árum og gildir þá einu hvort horft er til höfuðborgarinnar sjálfrar eða annarra byggðarlaga. Þessi nei- kvæða þróun er í raun furðuleg í ljósi þeirra miklu umræðna, sem fram hafa farið um umhverfismál. Fyrir nokkrum áratugum henti fólk hverju sem var út um bílglugga, hvort sem var í þéttbýli eða dreifbýli. Þá var farið í mikla herferð til þess að venja Íslendinga af þessum ósið og sú herferð tókst svo vel, að segja má að í allmörg ár hafi tæpast nokkr- um manni dottið í hug að henda rusli út um bílglugga. Nú er þessi ósiður orðinn siður á ný og eftirtektarvert, að það er ekki sízt ungt fólk, sem hendir sígarett- um, tómum flöskum, sælgætisbréfum og hverju sem er út um bílglugga, hvort sem þetta fólk er á ferð í Reykjavík eða annars staðar. Nú er svo komið að þeir sem eru á ferð í bíl- um á höfuðborgarsvæðinu sjá þetta gerast á nánast hverjum degi. Fólk sem ekur á milli Reykjavíkur og byggðanna fyrir austan fjall tekur eftir því að plastflöskur eru að safn- ast upp meðfram þjóðveginum, sem er örugg vísbending um að þeim sé hent út um bílglugga, þegar þær eru orðnar tómar. Þeir sem búa í miðborg Reykjavík- ur eiga engin orð um það, sem blasir við á götum miðbæjarins eftir nætur- líf helganna. Út um allt höfuðborgarsvæðið er rusl hér og þar, örugg vísbending um að sá árangur, sem náðist fyrir all- mörgum árum að venja fólk á betri umgengni við umhverfi sitt er að fjúka út í veður og vind. Einstaka yfirvald er byrjað að taka hart á þessu framferði og sekta þá, sem staðnir eru að verki. Það er ástæða til að aðrir fylgi í kjölfarið og beiti m.a. þessum aðferðum til þess að venja fólk af þeim ósóma að henda rusli út úr bílum. Reykjavíkurborg þarf að herða á hreinsunarátaki sínu. Það var mjög sýnilegt í byrjun og er það að nokkru leyti enn en betur má ef duga skal. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu eiga að taka höndum saman og skera upp herör gegn ruslmenning- unni. Það þýðir lítið að tala og tala um umhverfismál ef gerðir fylgja ekki orðum. Umhverfismál snúast ekki bara um stóriðju og stórvirkjanir. Þau snúast líka um það hvernig við stöndum að málum í okkar daglega lífi. Eitt af því, sem þarf að fylgjast vel með er strandlengjan meðfram höfuðborgarsvæðinu. Hvaðan kemur allt þetta rusl í fjörunni? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ É G mun leggja mestáherslu á nýja atvilífið,“ sagði Össur héðinsson iðnaðarráðherra að hafa tekið við lyklum úr um Jóns Sigurðssonar fráf ráðherra. Jón óskaði Össur gengis í nýju verkefni. „Við mun gera það sem v um til að skapa jákvætt um kringum hátækni, sprotafy irtæki og hátækniiðnaðinn ferðaþjónustuna sem kemu ir þetta ráðuneyti. Það er s Iðnaðarráðuneyti Jón Sig Áhersla atvinnu Nýir ráðherra við völdum í r V el fór á með Magnúánssyni, fráfarandmálaráðherra, og n félagsmálaráðherra, Jóhö urðardóttur, þegar Magnú henti henni lykla að ráðun Eftir að hafa afhent Jóhön hefðbundna lykil dró Mag voldugan, gamlan lykil og „Ég afhendi þér einnig lyk velferð allra skjólstæðinga málaráðuneytisins og trey fyrir honum. Gangi þér ve okkar allra.“ Jóhanna tók við lyklunu blómum frá Magnúsi og sa vona að samstarf þeirra yr Félagsmálaráðuneytið M Kveður geta ko Þ að vafðist ekki fyrir nýjumheilbrigðisráðherra, Guð-laugi Þór Þórðarsyni, að sleppa lyftunni og hlaupa upp tröppurnar upp á fjórðu hæð í húsnæði heilbrigðisráðuneytisins í gær, þegar hann tók við lyklavöld- um af fyrirrennara sínum, Siv Friðleifsdóttur. Löngu er vitað að stiginn styrkir og eykur heil- brigði, ráðherra sem annarra. Ráðuneytið er til húsa í Vegmúla 3 og 50 manna starfslið vinnur þar. Fráfarandi ráðherra, Siv Frið- leifsdóttir afhenti Guðlaugi Þór lykla með nafni hans áletruðu á lyklakippuna og óskaði honum velfarnaðar í starfi og sagði hann eiga í vændum samstarf við gott starfsfólk ráðuneytisins. Guðlaugur Þór sagði Morg- unblaðinu að fyrstu verkefni sín sem ráðherra myndu felast í vinnu við skipulagsbreytingar í ráðu- neytinu í því skyni að skilgreina betur hlutverk þess. „Í annan stað vonast ég til þess að eiga sem best samstarf við þá aðila sem að þess- um málum koma og ætla að beita mér fyrir því. Einnig finnst mér mjög áhugaverð og spennandi sú áhersla í stjórnarsáttmálanum sem fjallar um forvarnir, sem eru sérstakt áhugamál mitt.“ Morgunblaðið/Eyþór Heilbrigðisráðuneytið Siv Friðleifsdóttir og Guðlaugur Þ. Þórðarson. Nýr heilbrigðisráð- herra valdi stigann E inar K. Guðfinnsson tókvið skeifu sem hangir ályklakippu landbún- aðarráðuneytisins úr hendi Guðna Ágústssonar sem lætur nú af emb- ætti landbúnaðarráðherra eftir átta ár. Sagðist Guðni treysta Ein- ari allra manna best af þeim sem sitja í nýrri ríkisstjórn til að fara með það fjöregg þjóðarinnar sem landbúnaðurinn er. Einar sagði það mjög ánægju- legt að taka við þessu merkilega ráðuneyti. Ásetningur sinn væri að standa vörð um öflugan íslensk- an landbúnað sem yrði að takast á við breytta tíma. „Ég er nú gamall sveitadrengur eins og Guðni og þó við eigum eftir að takast á, þá á ég eftir að fá hjá þér góð ráð,“ sagði Einar og bað Guðna um að lemja ekki mjög fast á nýrri ríkisstjórn. „Ég beiti svipunni hóflega fast,“ svaraði Guðni og sagði að sjávar- útvegurinn og landbúnaðurinn gæti að mörgu leyti farið vel sam- an en jafnræði yrði að vera með þessum gömlu atvinnuvegum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Landbúnaðarráðuneytið Einar K. Guðfinnsson og Guðni Ágústsson. Mun þiggja góð ráð forverans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.