Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SEM femínisti, kona og fé- lagsfræðingur sé ég mér ekki annað fært en að svara grein Önnu S. Páls- dóttur sem birtist í Morgunblaðinu 20. maí sl. Anna hefur greinina á því að efast um tilveru kynbundins launamun- ar. Þessi fullyrðing Önnu er óskiljanleg þar sem allar stærri kann- anir sem hafa verið gerðar hérlendis (t.d. á vegum Félagsvís- indastofnunar Háskóla Íslands og Verzl- unarmannafélags Ís- lands) hafa sýnt fram á að launamunur kynjanna er staðreynd, bæði fyrir og eftir að búið er að taka tillit til vinnutíma, starfsald- urs, aldurs, stéttar og menntunar. Konum eru borguð lægri laun fyrir það eitt að vera konur. Anna heldur áfram og segir: „Eftir því sem femínistar segja sjálfir miðar ekkert áfram í jafnréttismálum, engin breyting hefur orðið á launamun og stöðumun kynjanna lengi og hvar- vetna eru blikur á lofti.“ Auðvitað hef- ur margt áunnist en því verður ekki litið framhjá að á sumum sviðum hef- ur lítið gerst. Kannanir á launamuni kynjanna sýna að lítið sem ekkert hef- ur þokast í þeim málum undanfarin ár. Konum í stjórnum fyrirtækja er ekki að fjölga og hlutur kvenna á Al- þingi fer ekki eða lítt batnandi. Sama má segja um hlut kvenna í fjölmiðlum. Að auki má nefna að Stígamót kynntu fyrir stuttu að fleiri konur leituðu sér nú hjálpar en áður vegna lyfjanauðg- ana, hópnauðgana, kláms og vændis svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Allt eru þetta þættir sem tiltölulega einfalt er að staðreyna. Hvernig Anna getur lit- ið framhjá þessum tölulegu gögnum er mér mikil ráðgáta, jafnvel þó hún sé ekki femínisti. Að líkja femínisma á Íslandi við þúsunda manna stofnun eins og CIA sem hefur orðið skrifræðinu að bráð og gerir allt til að mála óvininn sem stærstan til að tryggja sjálfri sér áframhaldandi lífdaga er í besta falli grátbroslegt. Haldi Anna að hérlendis starfi stórar bjúrókratískar fem- ínískar stofnanir skjátlast henni hrapalega. Ef Anna hefði rétt fyrir sér mætti þá ekki segja hið sama um réttindabaráttu samkynhneigðra, fatlaðra og umhverfisverndarsinna? Ef notuð væru rök Önnu mætti segja að allir þessir hópar væru bara að reyna að láta stöðu sína líta sem verst út til að fólk geti haldið áfram að vinna í tímafrekri sjálfboðaliðavinnu fyrir frjáls félagasamtök. Augljóslega gengur þessi röksemdafærsla Önnu ekki upp. Anna ræðir því næst aftur um launamun kynjanna og bendir á að hagfræðilega séð sé það fyrirtækjum fyrir bestu að borga öllum sanngjörn laun. Það kann vel að vera satt hjá henni. Staðreyndin er þó sú að stjórn- endur fyrirtækja virðast ekki hafa til- einkað sér þessa sömu hagfræði og Anna, sem sést best á því að margir hverjir borga þeir konum ekki sömu laun og körlum. Auk þess kom meðal annars fram í nýlegri íslenskri rann- sókn að atvinnurek- endur eru með íhalds- samri viðhorf til jafnréttismála heldur en launafólk og nemar. Margoft hefur verið bent á að afnám launa- leyndar myndi stórbæta samningsaðstöðu kvenna á vinnumarkaði. Skilyrði frjáls markaðar eru meðal annars að þú sért upplýst um á hvað keppinautar þínir verð- leggja sína vöru. Varla þarf að fjölyrða um bága aðstöðu fyrirtækis sem ekki hefur upplýs- ingar um gangverð þeirrar vöru sem það hyggst selja. Meðal launafólks er vinnan varan þeirra. Til að skil- yrði frjáls markaðar séu uppfyllt þarf því að af- létta launaleynd. Anna heldur því fram að femínismi líti framhjá kvenna- menningu og verkakonum en bendir ekki á nein rök máli sínu til stuðnings. Ég hef starfað innan geirans og num- ið kynjafræði bæði á grunn- og meist- arastigi hérlendis og erlendis og hef aldrei orðið vör við þetta viðhorf sem Anna lýsir. Þvert á móti hafa femín- istar verið óþreytandi á að benda á aðstæður verkakvenna og hygla kvennamenningu. Nægir þar að nefna Rauðsokkurnar, Kvennalistann og Femínistafélag Íslands. Ef athug- að er hvers kyns rannsóknir hafa ver- ið gerðar á sviði kynjafræða hérlendis má einnig sjá að kvennamenningu og stöðu verkakvenna hafa þar verið gerð ágætis skil. En af hverju er femínismi nauðsyn- legur? Þegar þú ert stödd í samfélagi þar sem líklegra er, ef þú ert kona, að þú verðir fyrir heimilisofbeldi, kyn- ferðisofbeldi, að þér séu borguð lægri laun, að þú munir vinna innan kvennastéttanna sem eru meðal lægst launuðustu stétta landsins og að þú munir vinna stóran hluta ólaun- aðra heimilisstarfa, er ekki hægt að vísa á einstaklinginn og segja: „Þú þarft að vera duglegri góða mín“. Að kenna einstaklingnum alfarið um af- leiðingar kerfisbundins misréttis brýtur hann niður. Auðvitað er nauð- synlegt að hvetja konur áfram. En samfara hvatningunni til einstakling- anna verðum við að sjá heildarmynd- ina, viðurkenna hið kerfisbundna mis- rétti sem konur verða fyrir í íslensku samfélagi og miða að því að leiðrétta það. Þetta er markmið femínisma. Fyrst eftir að það hefur verið gert geta einstaklingarnir notið raunveru- legs frelsis. Nokkur orð um femínisma Auður Magndís Leiknisdóttir svarar grein Önnu S. Pálsdóttur Auður Magndís Leiknisdóttir Höfundur er félagsfræðingur og femínisti. » Að kennaeinstak- lingnum alfarið um afleiðingar kerfisbundins misréttis brýtur hann niður. SUNNUDAGINN 20. maí síðast- liðinn birtist grein eftir Önnu Stellu Pálsdóttur undir fyrirsögninni Hættulegur femínismi. Þar rekur höfundur ástæður þess að femínismi sé úrelt fyrirbæri sem hafi í raun aldrei haft neitt gagn og sé beinlín- is skaðlegur konum. Ég sem femínisti get ómögulega setið undir þessum yfirlýsingum án þess að svara fyrir mig. Femínismi Það er algengur mis- skilningur, að mínu mati, að femínismi sé einlitt og einsleitt fyr- irbæri. Það eru til margar gerðir fem- ínisma þó svo að grunn- hugmyndin sé sú sama, það er að segja, að kyn- in séu metin jöfn að verðleikum og það skuli endurspeglast í sam- félagi okkar. Jafnan hefur femínisminn ver- ið flokkaður í þrjár bylgjur út frá baráttu- málum, baráttuaðferð- um og sögulegu samhengi. Fyrstar komu á sjónarsviðið súffragetturnar sem börðust hetjulega fyrir kosn- ingarétti og kjörgengi. Sú tegund femínisma hefur verið nefnd borg- aralegur femínismi. Næstu bylgju má tengja 6́8-kynslóðinni og Rauðsokku- hreyfingum, þar mátti finna róttæk- an femínisma og sósíalískan fem- ínisma ásamt öðru. Þriðja bylgjan er samtímafemínismi sem er afar póst- módernískur í eðli sínu. Upp hafa sprottið hópar undir formerkjum femínismans víðsvegar um heim. Femínistafélag Íslands er eitt dæmi um slíkan femínisma og við getum tekið samtök íslamskra femínista í Ír- an sem annað dæmi. Það er sum sé ekki til neinn einn femínismi og hefur líklega aldrei verið til. Vissulega vilja sumir greina á milli kvenréttindabaráttukvenna og fem- ínista en fyrir mér er það eitt og hið sama; barátta kvenna fyrir jafnrétti. Ég velti því fyrir mér um hvaða femínista Anna Stella er að tala. Er hún að tala um Fem- ínistafélag Íslands? Ef svo er verð ég að minna hana á að ekki eru allir yfirlýstir femínistar landsins í því félagi og geta því ekki svarað fyrir aðgerðir eða stefnu félagsins. Er hún kannski að tala um Rauðsokkuhreyf- inguna, sem margir telja upphaf femínism- ans hér á landi? Er það sú hreyfing sem valdið hefur hvað mestum skaða? Skaðsemi femínismans Anna Stella telur að skaðsemi femínismans sé fyrst og fremst að finna „í fordómum í garð þess sem þykir kvenlegt og minnimáttarkennd- arblandaðri aðdáun á því sem talið er til karlmannlegra einkenna“. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því við hvað hún á hér við, svo ég verð bara að geta í eyðurnar. Þessi setning gæti túlkast sem svo að Anna Stella telji að ákveðin einkenni séu kvenleg og önnur karlmannleg og að femínism- inn hafi að einhverju leyti ógnað þess- ari skiptingu. Hér finnst mér Anna Stella vera komin hættulega nálægt eðlishyggju. Ég held að Anna Stella hafi ásamt öðrum tekið þau áform femínisma, til dæmis Rauðsokkuhreyfingarinnar og Femínistafélagsins, að víkka hug- myndir um kvenleika og karl- mennsku sem persónulega árás á sig og sín störf. Auðvitað voru (og eru) til femínistar sem réðust að hús- mæðrum og störfum þeirra en bar- áttan beindist þó einkum að frelsi til að verða fjárhagslega sjálfstæðar og vinna utan heimilisins. Það er að segja, velja sér starfssvið óháð kyn- ferði. Gagnrýnin var á takmarkanir í hlutverki kvenna sem mæður og eig- inkonur en ekki á mæður og eig- inkonur sem slíkar. Eins er farið með kvennastéttirnar sem Anna Stella setur í gæsalappir af einhverjum ástæðum. Flestir geta tekið undir það að vinnumarkaðurinn á Íslandi er afar kynskiptur og því al- gjörlega óhætt að tala um sérstakar karla- og kvennastéttir. Meginmistök Önnu Stellu í yfirlýsingum sínum varðandi kvennastéttir, hvort sem um er að ræða kennara, hjúkr- unarfólk eða verkakonur, er að gera ráð fyrir því að meðal þeirra sé ekki að finna femínista sem hafa barist og halda áfram að berjast fyrir auknum réttindum og jafnrétti. Það finnst mér lítilsvirðing. Markmið femínisma, eins og ég túlka hann, er ekki að „brjóta konur niður með endalausu tali um að staða þeirra sé næsta vonlaus því þær verði ekki metnar að verðleikum“ , heldur að benda á þá staðreynd að margar konur eru ekki metnar að verðleikum einfaldlega vegna þess að þær eru konur og því þarf að breyta. Femínismi er hættulegur Ég er þó ekki ósammála Önnu Stellu að öllu leyti. Femínismi er hættulegur og hann á að vera hættu- legur, ekki konum sem slíkum heldur þeim einstaklingum eða stofnunum sem beita kynjamisrétti og koma þannig í veg fyrir að stór hópur sam- félagsþegna fái sín notið. Femínismi er hættulegur Valdís Björt Guðmundsdóttir svarar grein Önnu S. Pálsdóttur » Það er al-gengur mis- skilningur, að mínu mati, að femínismi sé einlitt og eins- leitt fyrirbæri. Valdís Björt Guðmundsdóttir Höfundur er mannfræðinemi. ÉG er nýkominn frá Múrmansk, annarri af mikilvægustu flotahöfnum Rússa. Hún er á Kolaskaga, skammt frá landamærum Nor- egs. Þetta var fyrsta ferðin mín til Rússlands og erindið var að rifja upp kunningsskap við ungan Rússa, hann Dima, sem hjálpaði okkur Vinnslustöðv- armönnum á erfiðum tímum við rekstur á togara sem við áttum hlut í og fiskaði í Bar- entshafinu undir rúss- neskum fána. Á þeim sex árum sem liðin eru hefur Rússinn ungi, nú þrítugur að aldri, stofn- að þrjú fyrirtæki sem ganga hvert um sig með ágætum. Það var bjart yfir vini mínum þegar hann tók á móti okkur Íslendingunum í Kirke- nes og keyrði með okkur til heimabæjar síns. Dima var líka glaður og reifur þegar hann bauð okkur daginn eftir á skrifstofur sínar í miðbæ Múrmansk, sem er ólíkur vestrænum miðbæjum. Alls staðar eru sjö hæða íbúðablokkir, versl- unargluggar sjást ekki og dæmigerð skrifstofuhús eru vart finnanleg. Dima sagði okkur að skrifstofur fyr- irtækja væru yfirleitt á fyrstu hæðum íbúðablokka og inn í eina slíka bauð hann okkur. Ég skal játa að ég hrökk verulega við þegar ég kom inn í stiga- ganginn, sem við Íslendingar köllum gjarnan „sameign“. Gangurinn var ómálaður og engin efni á gólfum. Lyktin var ekki góð og maður passaði að stíga aðeins tæpt á mitt þrepið, annars lenti fóturinn í einhverju sem hvorki var gott að vita hvað væri né hve gamalt! Þegar kom- ið var inn á skrifstofuna blasti við allt annar veruleiki. Þar var allt hreint og þrifalegt og loftræsting í góðu lagi. Þarna inni sátum við Dima ásamt fleirum og ræddum möguleg við- skipti Íslendinga og Rússa. Hann hafði engu gleymt, alltaf jafn glað- ur, áhugasamur og spurull og stökk í öll verk ef svo bar undir. Dima hafði jafn góða og alúðlega nærveru og áður. En ég hafði mig ekki í að spyrja hvers vegna sameignin í hús- inu væri sjúskuð og subbuleg og styngi svona í stúf við skrif- stofuna? Við fórum ásamt Dima á fund margra Rússa, sumra af gamla skólanum með ræðu- höldum og tilheyrandi vodkasnöfsum, annarra af yngri kyn- slóðum athafnamanna. Þeir síð- arnefndu eru einbeittir og skipulagðir og bjóða einungis upp á vatn eða kaffi. Alltaf sat þessi andskotans spurning í mér: Hvers vegna var stigagangurinn svona illa útlítandi? Svo rann upp lokakvöld heimsókn- arinnar með tilheyrandi veisluföng- um, allt upp í hálft svínslæri borið var fyrir einn gestanna. Sá ljómaði upp líkt og Steinríkur í Ástríksbókunum. Svo var auðvitað skálað í Russian Standard, vodkanum góða, eftir ræð- ur um glæsta framtíð og ævarandi vináttu. Vínið afléttir hömlum eins og allir vita og eftir fáeina snafsa lét ég spurninguna vaða á vin minn: „Dima, af hverju er sameignin í blokkinni hjá þér ómáluð, gólfefnalaus, skítug og illa lyktandi?“ „Sjáðu til, Binni,“ svaraði Dima, „stigagangurinn er sameign þjóð- arinnar. Rússneska ríkið kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar og á sameign- ina í öllum íbúðablokkum landsins. Þegar við keyptum íbúðirnar, og breyttum í skrifstofur, var sameignin undanskilin. Í kaupsamningum var ákvæði um gjald sem íbúðaeigendur skyldu greiða ríkinu fyrir nýtingu á sameigninni, sameign þjóðarinnar. Ríkið á að sjá um að mála, leggja gólf- efni, þrífa og loftræsta en gerir ekki nokkurn skapað hlut. Það sést aldrei nokkur maður frá ríkinu þarna. Þú veist hvernig þetta er!“ „En þessu er verið að breyta núna,“ hélt Dima áfram. „Fyr- irkomulagið er svo illa þokkað að nú ætlar ríkið að afsala sér stigagang- inum, sameign þjóðarinnar, til þeirra sem eiga íbúðirnar og nýta sameign- ina. Ný lög kveða á um að stigagangar í blokkum verði sameign þeirra sem nýta þá. Ég veit að það er búið að reyna þetta annars staðar í Rússlandi og þá breytist allt. Fólkið skipuleggur þrif, greiðir fyrir viðhald í sameig- inlegan sjóð og hugsar miklu betur um eign sína enda er það þess hagur að hún sé vel máluð með þokkalegum gólfefnum, hrein og vel lyktandi. Eða hvað heldur þú, Binni?“ Mér varð hugsað til umræðunnar heima á Íslandi um sameign þjóð- arinnar á náttúruauðlindum! Sumir telja að ríkisvæðing auðlinda sé það sem koma skuli á Íslandi en Rússar þokast í hina áttina. Sameignin sam- eign þjóðarinnar Sigurgeir B. Kristgeirsson segir frá hugarfari Rússa til sameiginlegra eigna Sigurgeir B. Kristgeirsson Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. » Sumir teljaað ríkis- væðing auðlinda sé það sem koma skuli á Íslandi en Rússar þokast í hina áttina. Veitingahús til sölu! Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Sími: 533 6050 www.hofdi.is Stórt veitingahús til sölu í stóru bæjarfélagi á höfðuborgarsvæðinu. Um er að ræða rekstur með góðri veltu í eigin húsnæði. Húsnæðið telur tvo veitingasali, eldhús með öllu og spilasal. (Gullnáman) Mikil spilun. Nánari upplýsingar veitir Ásmundur Skeggjason á Höfða fasteignasölu í síma 565 8000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.