Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 25
tíska MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 25 www.leikhusid.is sími 551 1200 Þjóðleikhúsið fyrir alla! LEG „Yndislega geggjaður og "morbid" húmor“. Lísa Páls, Rás 2 „Tónlistin sem Flís sá um var æðisleg... ég hlakka sjúklega til að komast yfir diskinn“. Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is „Leg er skemmti-legasta leikrit sem ég hef séð“. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, Fréttablaðið HJÓNABANDSGLÆPIR HÁLSFESTI HELENU LISTIN AÐ LIFA Síðasta sýning vorsins í kvöld! Síðasta sýning vorsins í kvöld! „Hilmir Snær Guðnason og Elva Ósk Ólafsdóttir eru hreint út sagt frábær í hlutverkunum tveimur...“ Ísafold, Jón Viðar Jónsson PARTÍLAND eftir Jón Atla Jónasson Leikfélagið Gilligogg í samstarfi við Þjóðleikhúsið á Listahátíð í Reykjavík 2007 Leikfélag Fljótsdalshéraðs Sýningar í Kúlunni 7. og 8. júní kl. 20.00 eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur Athyglisverðasta áhugasýning leikársins! Aðeins ein sýning 26. maí kl. 20.00 „Leikararnir stóðu sig fantavel...“ „...áhrifarík upplifun og fróðleg innsýn í heim sem okkur Vesturlandabúum er að mestu hulinn...“ Blaðið, Ingimar Björn Davíðsson „Það hefur tekist vel að vinna úr efniviðnum hér og verkið er heillandi...“ „Þessi sýning situr í mér.“ Víðsjá, Rás 1, Þorgerður Sigurðardóttir „Leikurinn er því þörf áminning um svívirðu sem allir vita af.“ Fréttablaðið, Páll Baldvin Baldvinsson lega kölluð sláttuorf. Í ljósi þess að orf er ekki til í annarri merkingu en amboð til að slá með er alveg óþarfi að bæta sláttu- fyrir framan. x x x Víkverji botnar ekk-ert í mótmælum íbúa á Njálsgötu við heimili fyrir heim- ilislaust fólk, sem áformað er að opna þar. Víkverji hefur búið hér og hvar í gamla bænum. Stundum var ágangur útigangsfólks vandamál; það svaf t.d. í ruslaskýlum og kjallaratröppum. Eini staðurinn, þar sem Víkverji varð ekki var við nein slík vandamál, var í næsta nágrenni við Gistiskýlið í Þingholtsstræti, gamla Spítalann. Einhvern tímann þegar hann var ný- fluttur spurði Víkverji nágranna sína, sem áttu lengri sögu í hverfinu, hvort ekki væri neitt ónæði af ógæfufólkinu, sem þar átti stundum höfði að að halla. Svörin voru á þá leið, að útigangsfólkið abbaðist aldr- ei upp á sitt næsta nágrenni, því að þá vissi það að hætta væri á að það fengi ekki gistingu. Þetta varð líka reyndin á meðan Víkverji var ná- granni Gistiskýlisins. Íbúar á Njáls- götu ættu því fremur að fagna heim- ilinu en mótmæla. Víkverji varð káturþegar hann sá auglýsingu um sláttu- vélar frá Garðheimum í Morgunblaðinu í gær. Þar var mælt með raf- magnssláttuvél fyrir allt að 400 fermetra grasflöt, benzín- sláttuvél fyrir grasflöt allt að 1.200 fermetr- um og öflugri benzín- sláttuvél fyrir stærri flatir. Víkverja finnst nefnilega alveg furðu- legt hvað fólk streitist við að slá blettinn hjá sér með háværum benzínsláttuvélum; fólk sem er jafn- vel búið að helluleggja garðinn og byggja sér pall, þannig að það á bara fáeina tugi fermetra af grasi eftir. Sjálfur slær Víkverji sinn pínulitla blett með rafmagnssláttuvél sem er álíka hávær og ryksuga, ódýrari, hentugri og umhverfisvænni í alla staði. Um leið og menn hafa komizt upp á lag með að slá ekki í sundur snúruna eru þeir í góðum málum. x x x Fyrst Víkverji er farinn að fjallaum sláttuvélaauglýsingar má hann til með að fjasa einu sinni enn yfir hinni krónísku orðbólgu, sem hrjáir höfunda slíkra auglýsinga. Þegar auglýsa á vélorf eru þau iðu-      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Ólafur Stefánsson vekur athygliá því að bjart sé framundan hjá ferðaglöðum nautnaseggjum, því Mogginn hafi skýrt frá þeim vísindum að Viagra gagnist einnig gegn flugþreytu. Þegar núna frjálsir flakka ferðaglaðir nautnamenn, þá er allt í einum pakka, upprisa og hvíld í senn. Davíð Hjálmar Haraldsson bætir við: Slæm er þessi furðufrétt. Á flugrekendum bitnar (segi Moggi satt og rétt) er sætisbakið slitnar. Konráð Erlendsson sat yfir prófum og barði saman: Yfir prófin fer ég fljótt, fölna vangar, drýpur sviti. Úr mér dregur allan mátt enginn hér með fullu viti. Daginn eftir var bjartara yfir: Um sálarljóra sólin skín sveipast andlit ljóma. Allir fá nú aðra sýn enda próf með sóma. VÍSNAHORNIÐ Af prófum og Viagra pebl@mbl.is Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Nei, ég er ekkert meðheimþrá. Ég hef veriðbúsett í Danmörku mjöglengi eða í heil fjörutíu ár og því farin að skjóta rótum hér nokkuð vel,“ sagði fatahönnuðurinn Ingibjörg Ólafsdóttir þegar Daglegt líf náði tali af henni í vikunni, en hún ætlar að opna vinnustofu sína fyrir gestum um hvítasunnuhelgina í tengslum við menningardagana Vestsjællands Kunstdage. Ingibjörg er með vinnustofu heima hjá sér í Holbæk þar sem hún rekur líka verslun, en hönnun hennar er ekki seld annars staðar. Vinnustofan hennar Ingibjargar er yfirleitt opin gestum og gangandi, en þessa daga ætlar hún að standa fyrir ýmsum uppákomum og skemmtilegheitum. Meðal annarra ætlar óperusöngkonan Sólrún Bragadóttir að troða upp kl. 13.00 og 15.00 á laugardaginn, en á vinnustof- unni gefst gestum kostur á að skoða kjóla, jakka og annan sérhannaðan kvenfatnað sem Ingibjörg hefur ver- ið að vinna að undanfarið. Saumar sín föt eftir máli Ingibjörg ólst upp í Hafnarfirði. Að afloknu námi á Íslandi lærði hún hönnun og saum hjá hinu virta Tilskærer-akademiet í Kaupmanna- höfn. Hún hannar og saumar föt eftir pöntunum og segist mestmegnis taka að sér glæsikjóla og jakka, brúðarkjóla og annan veislufatnað fyrir konur sem leggja áherslu á stíl og útlit. „Og nú er ég búin að taka að mér rosalega spennandi verkefni sem ennþá er algjört leyndarmál,“ segir Ingibjörg. Ull og silki í miklu uppáhaldi Uppáhaldsefniviðurinn sem ís- lenski fatahönnuðurinn í Holbæk kýs að vinna í er ull og svissneskt glæsisilki, sem hún og sonur hennar, myndlistarmaðurinn Ólafur Elías- son, hafa saman keypt og flutt inn til að hanna og sauma úr. Ingibjörg segist ekki leggja neina áherslu á sérstakar fatalínur tvisvar á ári, eins og margir hönnuðir gera, heldur hafi hún sinn eigin stíl og hanni aðallega fyrir einkaaðila sem panti sérhönnuð og sérstök klæði til að vera í við hin ýmsu tækifæri. „Svissneska silkið er svakalega flott, en fokdýrt. Ég held að það sé ekki við hæfi að nefna nein- ar tölur í þessu efni að svo stöddu.“ Fatahönnuðurinn Ingibjörg Ólafsdóttir við vinnu sína. Svissneska silkið er svakalega flott Hún hannar og saum- ar föt eftir pönt- unum og segist mestmegnis taka að sér glæsikjóla og annan veislufatnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.