Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 33 mömmu Grétu að skoða nýfædda barnið var ljósmóðir fyrir utan, ströng á svip, og spurði hver ég væri. Ég flýtti mér að segjast vera systir Grétu. Ljósmóðirin ætlaði að malda í móinn en skipti svo um skoðun og hleypti mér inn. Þá fékk ég að sjá hana nýkomna í heiminn, svo undur- fallega. Ég og fjölskylda mín höfum fengið að eiga margar samverustundir með Emmu Katrínu og allri fjölskyld- unni. Eftir að mín eigin börn fædd- ust léku þau sér mikið við Emmu og Greip og dáðust ákaft að Baldvini stóra bróður. Kata, fjögurra ára, leit upp til Emmu og tók hana sér mjög til fyrirmyndar. Emma var svo ótrúlega lifandi stelpa, hugrökk, glöð, endalaust sjálfsörugg en samt viðkvæm. Átti margar vinkonur, stóra fjölskyldu, alltaf líf og fjör í kringum hana. Svo mörgum þótti vænt um hana Emmu og því eru margir sem eiga núna um sárt að binda. Ein dæmisaga af sjálfsöryggi Emmu og því að hún gafst aldrei upp er að þegar hún kom til okkar í heim- sókn í Garðastrætið náði hún í tafl- borð og taflmenn og settist galvösk fyrir framan Lárus og bað um skák. Þó að hún tapaði alltaf endurtók hún leikinn aftur og aftur og aftur. Elsku fallega, hugrakka fjöl- skylda, á þessum erfiða tíma á með- an Emma var veik hafið þið sýnt ótrúlegan styrk og síðustu vikur og daga Emmu var hún umvafin ást og gleði. Vefsíðan sem Gréta bjó til hjálpaði okkur hinum að fylgjast með hvar sem við vorum í heiminum, hvort sem það var í Chicago, Malaví, Svíþjóð eða Reykjavík. Heimasíðan varð líka að tæki til að gleðja Emmu því að hún las kveðjurnar sínar á hverjum degi og fékk þannig kveðjur og stuðning frá fleirum en ella. Gréta, þú ert snillingur að hafa haft styrk og úthald í að skrifa á hverjum degi svo fallegan og lýsandi texta. Á okkar heimili hafa verið miklar umræður síðustu vikuna um hvar Emma er núna og erum við fjöl- skyldan sannfærð um að Emma sé engill á himnum. Hún er vernd- arengillinn okkar og hún fylgist með okkur öllum þaðan. Það besta er að núna líður henni ekki lengur illa, hún er auðvitað fullfrísk og glöð og eitt vitum við og það er að hún er fín um hárið. Kvöldið áður en hún skildi við ákvað hún að fá sér hárgreiðslu og var mikið fyrir því haft, því hún var auðvitað sárkvalin, en hún var alveg ákveðin og lét sig hafa það. Þegar ég kvaddi hana um kvöldið var hún komin með fínar fastafléttur eins og hún væri að undirbúa sig fyrir veislu og rúmum hálfum sólarhring síðar var hún farin og komin í veislu með hinum englunum. Að kveðja hana Emmu í dag er svo óskaplega sárt en hún lifir í hjarta okkar. Það hafa verið forréttindi að þekkja hana alla ævi. Andlát Emmu minnir mann á að lífið er stutt og hvetur okkur hin til að vera góð við þá sem okkur þykir vænt um og nýta tímann vel. Elsku Gréta og Gísli, það er von, vonin er lífið sjálft. Tanya, Lárus, Mikael, Katrín og Lilla. Við kveðjum nú litlu vinkonuna okkar, Emmu Katrínu. Eftir lifir minningin um kraftmikla, glaðværa og óvenjugreinda stúlku. Iðulega var Emma miðpunktur athyglinnar enda var hún bæði opinská og orðheppin. Fallega brosið leyndi ekki nýju full- orðinstönnunum, hjá glæsilegu stúlkunni sem var alveg að verða níu ára. Síðustu vikurnar voru erfiðar en Gréta og Gísli gerðu allt til að gleðin fengi að ráða ríkjum á litlu stofunni á Barnaspítalanum. Við dáumst að styrk þeirra og nærgætninni sem þau sýndu þegar þau bjuggu Emmu bestu aðstæður sem unnt var á erf- iðum tímum. Þar nutu þau góðs stuðnings starfsfólks spítalans sem lagði mikla alúð í að hlúa að Emmu litlu og styðja við bakið á foreldr- unum. Til að varðveita minningu Emmu nutum við aðstoðar Héðins Unn- steinssonar sem setti saman eftirfar- andi kveðju: Til Emmu Þitt glaðværa eðli, þín gefandi hönd, gladdi okkar hjörtu, batt vináttubönd. En böndin ei rofna þó burt fari önd og berst síðan tær yfir frelsarans lönd. Við munum þig ávallt og minningin þín með okkur lifir, er stjarna sem skín. Þinn kærleikur ríkti svo heill og svo hlýr. Hann í oss lifir og að eilífu býr. Við vottum foreldrunum Grétu og Gísla, bræðrunum Baldvini og Greipi, fjölskyldunni allri og vinum okkar dýpstu samúð og óskum þess að Guð veiti þeim styrk í þeirra miklu sorg. Auður, Ásdís Halla, Ásta, Halldóra, Hanna Birna, Inga Dóra, Jóhanna María, Ragnheiður Elín og Þorgerður Katrín. Þeir segja þig látna, þú lifir samt og í ljósinu færð þú að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið þú þurftir að kveðja. Í sorg og gleði þú senda munt ljós, sem að mun okkur gleðja. (Guðmundur Ingi Guðmundsson) Elsku Gréta, Gísli, Baldvin, Greip- ur og aðrir aðstandendur, ég bið þann Guð sem huggar að vaka yfir ykkur í sorg ykkar, megi ríkidæmi minninganna um yndislega stúlku styrkja ykkur. Elísabet Pálmadóttir (Lísbet). Í tæpa tvo mánuði fylgdumst við með baráttu Emmu Katrínar fyrir lífi sínu. Baráttu sem ljóst var orðið nokkru áður en henni lauk að ekki gæti farið nema á einn veg. Sorgin og vanmátturinn eru allt að því óbærileg og horft er niður í hyldýpi tilgangsleysis. Á sama tíma er ekki hægt annað en að fyllast aðdáun á þeim ótrúlega krafti, dugnaði og æðruleysi sem einkenndi þessa litlu manneskju þar sem hún tókst á við sársauka og aðstæður sem enginn ætti nokkurn tíma að þurfa að ganga í gegnum. Við trúðum því kannski aldrei alveg að vonin væri farin – enda þá ekki mikið eftir. Fréttin að nú væri öllu lokið var því reiðarslag, þrátt fyrir að við hefðum haft vitn- eskju um það í tæpa viku að ekkert fleira væri hægt að gera. Vonin er líf- seig, þótt búið sé að bannfæra hana, hún lætur ekki að sér hæða og grær innra með okkur þótt að jarðvegur- inn sé vart til staðar. Náskyld voninni er trú okkar á að hlutirnir hljóti að hafa tilgang. Við getum ekki sætt okkur við að barn eins og Emma sé einfaldlega tekið frá okkur í fullkomnu tilgangsleysi. Hún sem var svo lífsglöð og dugleg, ljúf og á sama tíma framtakssöm, ein af þeim sem framtíðin beið eftir með útbreiddan faðminn. Þær þjáningar sem Emma og fjölskylda hennar hafa þurft að ganga í gegnum og sú sorg og sá söknuður sem fráfall hennar ber með sér geta ekki annað en haft tilgang. Þótt ekki sé hann annar en að leiða huga okkar að kær- leikanum og mikilvægi manngæsku og vináttu. Gréta og Gísli hafa verið fastir punktar í tilveru okkar þriggja frá því við vorum undir tvítugu. Aldrei hefur nokkurn skugga borið á þá vináttu, börnin okkar allra hafa kynnst hvert öðru og góðu sambandi verið haldið, þrátt fyrir að öll höfum við búið til lengri og skemmri tíma á hinum ólíklegustu stöðum veraldar- innar. Það hefur alltaf verið tilhlökk- unarefni að hitta hópinn þegar sem flestir hafa verið staddir á landinu, eiga saman skemmtilegar stundir og skapa góðar minningar. Einhvern veginn var það þannig að þegar ein- hvern vantaði í hópinn þá var það vegna þess að hann var í útlöndum og það skipti ekki öllu máli – hann yrði bara með næst. Barátta Emmu og fjölskyldunnar hefur orðið til þess að við skiljum enn betur en áður hversu ótrúlega mikils virði góðir vinir eru okkur – þeir eru okkar önnur fjölskylda, næring sem sálin getur ekki blómstrað án. Þegar við misstum Emmu þá misstum við eitt af okkar börnum, við verðum aldrei söm aftur. Elsku vinir, Gréta, Gísli, Baldvin og Greip- ur. Sorg ykkar er mikil en minning um fallega og bjarta stúlku lifir í hjörtum okkar allra. Sigfríður, Elín, Eiríkur og fjölskyldur. Það er drungalegur vordagur. Golan leikur um kinn og í loftinu eru væntingar um hlýindi og bjarta sum- ardaga. Þá berast tíðindin, Emma Katrín er farin úr þessu jarðlífi. Það er eins og himnarnir opnist, úrkom- an skellur á með látum, það hefur ekki rignt jafnkröftuglega um langa hríð. Emma Katrín var nemandi minn. Hún hóf nám í píanóleik fyrir tveim- ur árum, þá sjö ára, og mætti viku- lega í tíma með mömmu sinni. Það er svo merkilegt að í nemend- um á maður alltaf smápart, og mér fannst ég eiga sérstaklega mikið í Emmu, ekki síst þar sem ég hafði fylgst með henni frá fæðingu. Gréta og Gísli, vinafólk systur minnar, leit- uðu til mín um kennslu fyrir bráð- gera dóttur sína. Var mér ljúft að verða við þeirri bón. Að hitta barn vikulega og spila með því og spjalla við það gefur oft ótrúlega sterk tengsl. Emma Katrín hafði sérstaklega sterka nærveru. Hún hafði góða greind og var fljót að læra. Vildi nú lengi vel bara taka það í sínar hendur hvað hún spilaði fyrir mig og í hvaða röð. Það var nú svolít- ið skemmtilegt, en auðvitað þurfti hún að læra að það er kennarinn sem leggur línurnar. Við urðum, held ég, enn betri vinkonur fyrir vikið. Hún var líka einstaklega hugmyndarík og opin. Á milli þess sem hún sýndi mér afrakstur heimaæfinga vikunnar var mikið spjallað. „Heyrðu Elín, hef- urðu heyrt um …“ og svo fuku einn eða tveir brandarar. Litla Emma, algjör kópía af pabba sínum og augasteinn hans. Ég hafði gaman af því að heyra hvað pabbi hennar var ótrúlega montinn af af- kvæminu í þeim afmælisboðum, sem við hittumst í, á fyrstu æviárum Emmu. Emma sagði þetta og gerði hitt. Emma byrjaði snemma að lesa og lærði vísur og ljóð eins og að drekka vatn. Fyrir stolti pabbans var innistæða. Barnið var í raun og veru einstaklega vel af guði gert. Mamman var hógværari, en eftir að við kynntumst betur í gegnum viku- lega píanótíma var ljóst að Emma Katrín átti ekki aðeins frábæran pabba, heldur alveg einstaka mömmu. Hún veitti Emmu þá stað- festu og einbeitingu sem til þurfti til að skila glæsilega af sér náminu, auk þess að vera henni ástrík móðir. Emma átti tvo bræður, sem henni voru báðir mjög hugleiknir. Baldvin, sá stóri, sem verndaði hana og hugs- aði svo óendanlega fallega um í veik- indunum. Greipur, sá litli, sem Emma tók eins og litla barnið. Þol- inmóð og dugleg að hafa vit fyrir. Reyndar var það nú svo, að þegar Greipur fór líka að læra á píanó eins og Emma, þá var Emma búin að læra hvernig foreldrar barna í Su- zukitónlistarnámi kenna börnum sínum að vinna. Þá takta notaði hún óspart á Greip. Mér er minnisstætt, þegar pabbi Emmu sagði fyrir nokkru að hún væri svo kraftmikil og fyrirferðar- mikil að stundum þætti þeim nóg um. En þegar hún væri ekki heima þá væri svo tómlegt, að þau biðu óþreyjufull eftir að fá hana heim. Nú þarf fjölskyldan að takast á við þessa erfiðu staðreynd og það er örugglega ekki auðvelt verkefni. En ég veit að þau munu komast í gegnum það og standa enn þéttar saman. Ég er þakklát og stolt af því að hafa kynnst og fengið að eiga sam- leið með Emmu Katrínu Gísladóttur. Megi algóður guð vernda og styrkja fjölskyldu hennar, þegar þessi þungi harmur er nú að þeim kveðinn. Bjartar minningar um einstakt barn munu ylja öllum þeim sem hana þekktu. Elín Hannesdóttir. Af hverju? Hvað ef? Þessi litlu orð verða að svo stórum spurningum sem ekki fást svör við þegar litlu lífi er kippt úr þessum heimi. Maður ósjálfrátt endurmetur tilgang lífsins en fær engan botn. Okkar kynni af Emmu Katrínu urðu strax við fæð- ingu hennar og sáum við fram á að nýfædd dóttir okkar, Oddný Lind, eignaðist vinkonu í götunni, og varð sú raunin. Smáangar, saman á leik- skóla, urðu þær perluvinkonur og nánast óaðskiljanlegar fram á síð- asta dag. Emma varð fljótt mikill heimilisvinur og kom oft til okkar eftir skóla ásamt Oddnýju og léku þær sér saman fram eftir degi. Emma Katrín var mikill snillingur og kurteis. Má ég? spurði hún iðu- lega og gerði aldrei neitt án þess að spyrja um leyfi. Hún átti það líka til, allt frá því að hún fór að tala, að koma til okkar hjóna og spjalla. Þurfti að spyrja mikið og segja frá miklu, enda hafði hún ótrúlega frá- sagnargetu miðað við aldur. Ekki var orðaforðinn síðri og hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum, jafn- vel pólitík. X-D, það var málið, mað- ur varð oft á tíðum forviða þegar barnið opnaði munninn og tjáði sig um ýmis mál, hvernig veit hún það? En nú er Emma Katrín farin frá okkur og það skarð sem hún skilur eftir verður ekki fyllt, það kemur ekki alltaf maður í manns stað. Tóm- leikinn er mikill og tilfinningin und- arleg. Við viljum bara minna fólk á að vera gott við sína nánustu, því að við vitum ekki hvað við höfum þá lengi. Það er ekki spurt að aldri þegar kall- ið kemur. Við viljum votta Gísla, Grétu, Baldvini og Greipi okkar dýpstu samúð og trúum því að minningin um yndislega stelpu muni leiða þau gegnum sorgina og styrkja. Sigurgeir, Stella og dætur, Neshömrum 6. Skutlurnar okkar Emmu eru í hill- unni, þar sem hún gekk frá þeim. Þær fljúga ekki meir. Samt finnst mér að hún komi bráðum í gættina, bjarthærð og falleg hnáta, og stingi upp á því að við förum í flugkeppni með skutlunum, sem við skírðum Sæfaxa og Skýfaxa. Emma átti Ský- faxa. Það fylgdi nafninu að fljúga hátt og lengi. Myndirnar af Emmu koma upp í hugann ein af annarri. Við, starfs- fólkið í Valhöll, höfum notið heim- sókna hennar og hún lífgaði svo sannarlega upp á vinnudaginn. Hún var ekki há í loftinu, þegar hún kom með teikningarnar sínar og gaf okkur. Kíkti rétt yfir skrifborðs- röndina með glettni í bláum augum. Teikningarnar urðu flóknari og hún var rétt fjögurra ára þegar hún var farin að lesa og skrifa skýringar með myndunum. „Á ég að syngja fyrir þig,“ sagði hún einn daginn. Svo söng hún af hjartans lyst fyrir okkur starfsfólkið. Hún kunni óvenjumargar vísur og ljóð og naut sín vel í hlutverki söng- konunnar. „Veistu hver tannálfurinn er,“ spurði hún eitt sinn og sýndi mér skarðið. „Ég er búin að missa tönn.“ Hún var hissa á því að ég hafði ekki heyrt tannálfsins getið. Ég naut þess auðvitað að heyra hana segja frá þessum furðulega álfi. Þegar Emma kíkti inn til mín fékk ég alltaf skemmtilegar sögur af því sem hún var að fást við hverju sinni. Það var gaman að fylgjast með hvað hún þroskaðist hratt. Hún var óvenjulega skörp lítil hnáta og glögg á umhverfi sitt. Hún sagði okkur frá viðfangsefnunum í skólanum og þau virtust vera henni mjög auðveld. Heimsóknirnar til mín enduðu yf- irleitt alltaf á skutlukeppninni okkar. Við gerðum okkur skutlur, sem báru alltaf sömu nöfn, þó að þær væru endurnýjaðar og fullkomnaðar eftir því sem árin liðu. Keppnin var háð á ganginum fyrir framan skrifstofurn- ar. Markmiðið var að skutlurnar okkar kæmust alla leið inn í mið- stjórnarherbergi Sjálfstæðisflokks- ins. Þetta er töluverður spotti og við Emma gerðum alls konar tilraunir með nýjar gerðir af skutlum til að við næðum settu marki. Við breyttum vængjum og stéli, allt eftir því hvernig skutlurnar flugu og hve mik- ið vantaði upp á að þær kæmust alla leið inn í miðstjórnarherbergið. Síðasti skutluleikurinn okkar gekk ljómandi vel, það vantaði smá- vegis upp á að við næðum alla leið. Lítil bjarthærð stúlka geislaði af gleði, gekk frá skutlunum okkar á hillunni, því við vorum sammála um að breyta þeim ekki í bráð, því þær væru svo góðar og færu eflaust alla leið næst. Skutlurnar fljúga ekki meir. Við sitjum hnípin og syrgjum ynd- islega litla vinkonu. Kæru Gréta, Gísli, Baldvin og Greipur. Ég samhryggist ykkur meir en orð fá lýst og vona að allar góðar vættir verði með ykkur. Ágúst A. Ragnarsson. Mig langar til að skrifa nokkur minningarorð um frænku mína, hana Emmu. Ég man fyrst eftir Emmu áður en hún fæddist. Þá var ég níu eða tíu ára og við fjölskyldan frá Þórshöfn vorum í Reykjavík í Kringlunni að borða á Stjörnutorginu. Síðan man ég að Gréta kom að hitta okkur og hún var þá ólétt að henni Emmu. Ég man ekki meira fyrr en Gréta var farin og pabbi sagði að það færi Grétu vel að vera ólétt. Það var líka engin furða, það var svo ljómandi lagleg stelpa í bumbunni. Síðan fæddist Emma. Hún var fjörug og ákveðin og það fór aldrei framhjá neinum ef hún Emma Katr- ín var á svæðinu því orkan í kringum hana var svo mikil. Þegar ég var tólf ára var ég barnapía hjá Grétu og Gísla og var að passa Emmu. Einn daginn var Emma að leika sér í að mig minnir einhvers konar eldhúsleik. Ég sá að hún var bara til- tölulega róleg og undi vel við sitt svo ég ákvað að hafa mig hæga líka og lesa aðeins í bók. Þegar ég hafði lesið í smástund heyrði ég að það var allt orðið hljótt. Í fyrstu fékk ég fyrir hjartað og hélt að Emma hefði farið út. En það var eiginlega ekki mögu- leiki. þ.e.a.s. það hefði ekki farið framhjá mér. Í móðursýkiskasti leit- aði ég um allt hús ásamt Baldvini. Síðan kallar Baldvin á mig úr holinu og hann brosti og benti á sófann. Emma hafði verið beint fyrir framan nefið á okkur allan tímann þar sem hún svaf ósköp vært í sófanum í hol- inu. Mér var mjög létt. Ég minnist Emmu sem stelpu sem var fjörug, dugleg, ákveðin og stelpu sem fannst rosalega gaman að teikna. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Rósa Guðmundsdóttir) Elsku Gísli, Gréta, Baldvin og Greipur, ég votta ykkur alla mína samúð og megi allt það góða í heim- inum gefa ykkur styrk. Bryndís Þórðardóttir. Emma Katrín litla frænka er farin frá okkur, einkennilegt að þurfa allt í einu að tala um hana í þátíð. Vegir Guðs eru víst órannsakanlegir. Emma Katrín var bráðgreind og skemmtileg lítil stúlka, kringum hana var alltaf líf og fjör. Ég minnist Emmu fyrst sem lítillar hnátu í heimsókn hjá okkur á Þórshöfn, allt- af syngjandi, spyrjandi spurninga af öllu tagi, jafnt heimspekilegra sem annarra. Hún gaf það ekki eftir að fá svör við spurningum sínum – það þýddi ekkert að svara henni út í hött. Emma var félagslynd og glaðlynd, hún var ekki búin að vera marga klukkutíma á Þórshöfn þegar hún hafði kannað sitt nánasta umhverfi og eignast vinkonu í næsta húsi. Emma Katrín var sannkölluð sam- kvæmisdama og víst var hún bæði SJÁ SÍÐU 34 Samúðar og útfaraskreytingar Bæjarhrauni 2 • sími 565 0300 Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.