Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 37 ✝ Brynleifur Jó-hannesson fæddist á Hellu í Blönduhlíð í Skaga- firði 3. ágúst 1930. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 15. maí síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Jó- hannesar Guð- mundssonar bónda á Hellu og Sig- þrúðar Konráðs- dóttur húsfreyju. Systkini hans eru Tobías, f. 1914, d. 5.6. 1998, Ingi- björg, f. 1919, og Heiðbjört, f. 1933. Árið 1948 kvæntist Brynleifur Aðalheiði Ágústu Axelsdóttur, f. 24.10. 1931, d. 27.7. 1992. Börn þeirra eru: 1) Jón Axel, f. 1951, í sambúð með Ingunni Sigurð- ardóttur. Synir Jóns Axels: a) Brynleifur Heiðar, b) Ágúst Hilm- ar, sonur Ágústs Hilmars er Jón Þór. 2) Brynja Ingibjörg, f. 1953, maður hennar Phillip Mallios. Sonur Brynju: Jósep Lárus, börn Jóseps eru Ágústa, Nolin og Hun- ter. 3) Jóhannes Guðmundur, f. 1956, kona hans Sigríður Garð- arsdóttir. Börn þeirra: a) Aron, d. 15.4. 2004. b) Pétur Freyr, c) Númi Snær. Synir Jóhannesar: a) Brynleifur, d. 14.11. 2000, b) Kristófer. 4) Karl Heiðar, f. 1958. Kona hans Jónína Skaftadóttir. Börn þeirra: Ást- hildur Ósk, Karen Helga og Margrét Ósk, sem er dóttir Jónínu. 5) Tobías Rúnar, f. 1960, kona hans Margrét Jóns- dóttir. Börn þeirra: a) Aðalheiður Ósk, b) Róbert Þór. Eftirlifandi sam- býliskona Brynleifs er Lilja Markús- dóttir. Brynleifur ólst upp hjá foreldrum sínum á Hellu. Er hann var 14 ára fluttist fjölskyldan til Akureyrar. Fljótlega fór hann að vinna á bif- reiðaverkstæði BSA á Akureyri og lærði þar bílamálun. Árið 1954 lá leið fjölskyldunnar til Keflavík- ur þar sem Brynleifur starfaði í lögreglunni um nokkurt skeið, síðan hjá bæjarfógeta. Síðan opn- aði hann Bílasprautun Suðurnesja og rak hana til margra ára þar til hann opnaði Bílasölu Brynleifs á Vatnsnesvegi sem síðar varð Toyota-umboðið þar sem hann starfaði til 75 ára aldurs. Bryn- leifur var einn af stofnendum björgunarsveitarinnar Stakks á Suðurnesjum. Ferðalög og íslensk náttúra voru honum hugleikin allt til síðasta dags. Jarðarför Brynleifs verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi minn. Það er ekki langt síðan við fengum þetta símtal, ég og Jósep sonur minn, um að þú værir orðinn veikur. Símtal sem við vildum ekki fá og enginn vill fá. Því var erfitt að trúa þessu pabbi minn, því þú varst alltaf svo stór og sterkur maður. Þegar við Jósep fluttum heim frá Bandaríkj- unum tókuð þið mamma á móti okk- ur opnum örmum og tókuð Jósep son minn að ykkur og óluð hann upp og fékk hann föðurnafnið Brynleifs- son. Húsið heima var þegar fullt af strákum og tóku þeir hann strax sem bróður sinn og voru tilbúnir til að vernda hann sem einn af þeim. Oft og mörgum sinnum stóð Jósep með hendur á lofti og sagði ömmu sinni að hann ætti allt í heiminum. Amma hans var ekki alveg sammála. Þá fór hann út á lóð og ræddi við Guð og kom svo inn smástund og sagði ömmu sinni að Guð segði að hann mætti eiga helminginn af heim- inum og „þá get ég gert það sem ég vil“. Í dag getur þú verið hreykinn af stráknum, pabbi minn, því hann á í dag þrjú yndisleg börn, Ágústu, Nol- in og Hunter, og er mjög hreykinn af börnunum sínum. Söknuðurinn sem við Jósep fundum fyrir þegar mamma dó var mikill og erum við ekki enn búin að sætta okkur við það og nú ert þú líka farinn frá okkur, elsku pabbi, en við vitum að hún mamma tekur á móti þér. Og öll þau tár sem ég hef grátið síðustu daga verða að gleðitárum því þið eruð saman á ný. Það var alltaf gott að koma heim til ykkar og mun ég sakna þeirra daga en þeir lifa í minn- ingunni hjá mér alla tíð. Ég var allt- af mikil pabbastelpa og mun sakna þín, en nú eru veikindin búin og nú hefur þú fengið hina hinstu hvíld. Guð blessi þig pabbi minn og við þökkum þér fyrir alla þá ást og um- hyggju sem þú gafst okkur. Þín dóttir, Brynja og Jósep. Elsku pabbi minn, ég kveð þig með söknuð í hjarta. Er ég hugsa til æskuáranna er við bjuggum á Vesturbrautinni kemur upp í hugann hvað þú sagð- ir mér margt um þína fjölskyldu og lífið í Skagafirðinum og hvernig upp- vaxtarárin þín voru. Ég var oft með þér í bílskúrnum þegar þú varst að vinna aukavinnu á frívöktunum, og vaknaði þá áhugi minn á bílamálun sem ég lærði síðan hjá þér. Við unn- um saman í mörg ár og vorum eins og bestu vinir. Það var ótrúlegt hversu oft þú tókst mig með í fjalla- ferðirnar þegar þið félagarnir fóruð ótroðnar slóðir á hálendinu. Einnig minnist ég allra ferðanna sem þið mamma fóruð með krakkaskarann bæði um fjöll sem og láglendi en oft- ast var komið við í Skagafirðinum eða dvalið á Akureyri hjá Jonnu og Begga. Þú hafðir gaman af ferðalög- um allt til síðasta dags. Ég er þakk- látur fyrir að hafa átt góða foreldra og mun ætíð sakna ykkar beggja. En þú og mamma fóruð allt of fljótt. Pabbi minn ég veit að þú varst ekki tilbúinn til að fara, en ég veit að þér mun líða vel á þeim fallega stað þar sem þú ert núna og veit að það verð- ur tekið vel á móti þér. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn sonur, Jón Axel. Í dag kveð ég tengdaföður minn Brynleif, ég kynntist honum allvel þótt ég sé ekki búin að vera mörg ár í þessari fjölskyldu. Áður en ég kom í fjölskylduna vissi ég vel hver hann var því það vissu allir hver Brynleif- ur á Bílasölu Brynleifs var. Við Jón fórum mikið út að ganga á kvöldin og var þá oft komið við á Baugholtinu þegar við vorum á heimleið úr göngunni. Þá var Bryn- leifur fljótur að ná í kaffi, það var ekki við annað komandi en að þiggja kaffisopa, og margt var þá spjallað og margar ferðasögur sagði hann um ferðir sínar og Aðalheiðar um Þýskaland á árum áður sem þau höfðu farið nokkrum sinnum. Hann var mjög hrifinn og heillaður af Þýskalandi. Einnig sagði hann frá veiðiferðum sem hann hafði farið í gegnum árin og ýmsar fjallaferðir voru honum minnisstæðar og hafði hann gaman af að segja frá, því ýmislegt hafði gerst í þeim ferðum. Fyrir tveimur árum ætluðum við Jón að fara með honum upp í Ásbjarnarvötn og var haldið norður í Skagafjörð. Voru Brynleifur og Lilja sambýliskona hans í húsbílnum, sem honum fannst svo gaman að ferðast á, og við vorum í fellihýsinu okkar. Það var indælt veður um kvöldið á tjaldstæðinu þar sem við vorum. Svo átti að halda af stað morguninn eftir í veiðina en það gerði mikið rok um nóttina sem var og allan næsta dag þannig að það varð ekkert úr veiðiferðinni í það skiptið. Við fórum þá til Akureyrar að finna betra veður og vorum þar í sólskini og blíðu. Það var síðan oft talað um að fara í veiði en úr því varð ekki. En við vorum oftar með þeim á Akureyri og var þá stundum hlegið mikið þegar við sátum hjá þeim í húsbílnum og ýmsar sögur voru sagðar um liðna tíð. Fyrir nokkrum mánuðum veiktist Brynleifur og var hann ýmist á sjúkrahúsi eða heima, en alltaf lét hann vel af sér þegar við komum í heimsókn til hans. Ég kveð þig með þessum fallega sálmi: Drottinn vakir, Drotinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson) Blessuð sé minning þín. Ingunn. Brynleifur Jóhannesson mjög góð og hugsunarsöm og mátu þau hana mikils. Ég man góðlátlegt karp þeirra Jóns tengdapabba, sem þau hafa örugglega tekið upp aftur nú við endurfundi. Við fórum ýmsar ferðir saman með nesti, börn og buru að ógleymdri kisu. Á gamlárskvöld vorum við oftast saman og var þá glatt á hjalla. Þessar og margar aðrar minningar er gott að rifja upp nú. Þegar Sigmar maðurinn minn lést 1986 var gott að eiga Agöthu að. Hún reyndist vinur í raun. Agatha og Baldur fyrrverandi maður hennar eignuðust 3 dætur sem allar eru vel gerðar stúlkur, Jóhanna, Stefanía Ellý og nafna mín Sigrún, en ég fékk að vera við- stödd hennar fæðingu, fyrir það er ég þakklát. Barnabörnin hennar Agöthu eru orðin 3 og var hún mjög stolt af gullmolunum sín eins og hún kallaði þau. Agatha mín, hjartans þakkir fyrir samveruna, innilegar kveðjur frá Önnu og Jonna sem þakka þér allar góðar stundir. Guð blessi alla þá sem Agöthu þótti vænt um, ég kveð þig með orð- unum sem þú kvaddir mig með tveimur dögum fyrir andlát þitt: „Love you.“ Þín, Sigrún. Hún Agatha vinkona okkar er látin langt um aldur fram. Hver hefði getað trúað því þegar við hitt- umst allar fjórar í Skriðustekknum 10. febrúar sl. að sú stund yrði sú síðasta sem við hittumst allar aftur. Við hlógum þvílíkt, að annað eins hefur ekki heyrst norðan Alpafjalla, og ákvörðun var tekin um að hittast næst í Kaupmannahöfn í júní þar sem Elín býr tímabundið. Öggu, eins og hún var oftast köll- uð, og fjölskyldu kynntumst við árið 1995 og urðum við allar góðar vin- konur upp frá því. Margs er að minnast. Öll hlátrasköllin í Hamra- berginu hjá Elínu þegar hún var að flytja og við að hjálpa til við að tína niður allar kaffivélarnar af háaloft- inu. Ferðir okkar systra til Ísa- fjarðar, þar sem setið var drykk- langa stund í eldhúsinu og lífið og tilveran rædd af miklum móð. Ak- ureyrarferðirnar, Húsafell, Blöndu- ós, Teigaselið og allar skemmtilegu stundirnar í Rósarima, s.s. söngur „Dónilídjús-systra“, fimmtíu ára af- mæli Maríu og fimmtíu ára afmæli Öggu, það voru yndislegar stundir enda kappkostað að gera sem mest grín að afmælisbörnunum með frumsömdum vísum. Agga lætur eftir sig þrjár gull- fallegar og yndislegar stelpur auk barnabarna sem henni þótti afar vænt um, fyrir utan að vera uppá- haldsfrænka margra, enda var hún mjög barngóð kona og kemur ævi- starfið sem hún kaus sér ekki á óvart en hún var lærð ljósmóðir. Hún á þrjú barnabörn og tók á móti þeim öllum í heiminn og við munum hvað hún var stolt amma. Agga söðlaði um árið 2006 og hóf störf hjá ESS á Reyðarfirði. Alltaf var gaman að heyra frá henni sím- leiðis og hafði hún frá mörgu skemmtilegu að segja. Hún var góð vinkona, alltaf boðin og búin að hjálpa þegar á þurfti að halda. Ósérhlífin var hún sem sést best á því, að þegar hún kom síðast í frí að austan, þá var heilsa hennar mjög slæm, en aldrei grunaði okkur að hún væri eins slæm og raun bar vitni. Inga var þess aðnjótandi að vera hjá henni langt fram á kvöld síðasta kvöldið sem hún lifði og fyr- ir það er hún afar þakklát. Það kvöld sagði Agga sögur og brand- ara eins og hennar var von og vísa og ekki að sjá að hún kveddi þennan heim morguninn eftir. Meira að segja kenndi hún okkur, sem þarna vorum í heimsókn, nýja lífsspeki með orðunum „Stundum verður maður að bíta í stoltið en ekki á jaxlinn“. Sama dag hafði hún fengið slæmar fréttir af heilsu sinni. Við viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki á 6A í Fossvogi fyrir þeirra frábæra starf og nota- legheit. Elskulegu vinkonu okkar Öggu viljum við kveðja með orðunum „Til lífs og til gleði með norðlenskri stórhríð, sunnlenskri blíðu og góðu skíðafæri„ en þetta orðatiltæki var okkur öllum afar kært. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Ingveldur, þú varst Öggu svo mikils virði og við vitum að þú saknar hennar sárt. Elsku Jóhanna, Stefanía Ellý, Sigrún og fjölskyldur og aðrir að- standendur, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin um góða vinkonu mun lifa. Inga G. Ingimarsdóttir og fjölskylda, Elín Eiríksdóttir og fjölskylda, María Alexandersdóttir og fjölskylda. Það er ekki oft sem kona á þrí- tugsaldri og kona á sextugsaldri verða bestu vinkonur, og hvað þá á fyrsta degi sem þær hittast. Við vissum hvorugar hvað hefði gerst, við klikkuðum bara svo vel saman og sá vinskapur sem við áttum var alveg einstakur. Við kynntumst í vinnu á Reyðarfirði og þar sem Kristín og Agatha komu saman var aldrei leiðinlegt, allavega ekki fyrir okkur! Þú varst svo skemmtileg og mér leið alltaf svo vel með þér. Það er skrýtið að hugsa til baka um alla góðu tímana sem við áttum saman en finna samt fyrir svona mikilli sorg og söknuði. Það hefði engan grunað að þú værir að kveðja okkur þar sem þú varst svo sterk og dug- leg. Við töluðum um allt og sögðum hvor annarri ævisögur okkar þó að þín hafi nú verið ívið lengri en mín. Þú varst aldrei stoltari en þegar þú sagðir mér sögur af dætrum þínum sem þú elskar svo mikið. Þá skein af þér stoltið og væntumþykjan. Þegar þú talaðir við þær í símann kom þessi ljúfi svipur og þessi setn- ing, „ókei ástin“. Þú varst svo mikill snillingur í að segja skemmtilegar sögur og stundum töluðum við sam- an í síma tímunum saman. Ég er því svo fegin að þú hafir komið á þjóðhátíð í fyrra og upplifað falleg- ustu stund ársins, síðasta lag brekkusöngsins sem var þjóðsöng- urinn. Allir stóðu upp í brekkunni og sungu með. Svo var kveikt á blysunum upp við fjallsgirðinguna sem lýstu upp allan dalinn og allt fólkið. Þér fannst þetta svo magnað og merkilegt. Það er svo erfitt í vinnunni án þín, þar sem allar sterku minningarnar um þig eru. Það er erfitt að labba í gegnum setustofuna og búast við að sjá þig sitja við borðið með brosið bjarta. Það er erfitt að líta á klukkuna kl. 4 að morgni og fatta að það þurfi ekki að hringja í þig og vekja þig. Þetta verður erfitt án þín en ég veit að þú mundir vilja að við héldum áfram á sömu braut og áður, mæta í vinnu með bros á vör, bjóða góðan daginn og takast á við krefjandi verkefni dagsins. Það voru algjör forréttindi að fá að kynnast þér Agatha og ég þakka guði fyrir það í dag hvað við vorum duglegar að spjalla saman og hittast utan vinnu. Minningin um þig mun alltaf lifa innra með mér og ég veit það að við hittumst aftur síð- ar en þangað til mun ég sakna þín hvern einasta dag. Í fyrra á afmæl- isdaginn þinn samdi ég ljóð til þín sem innihélt fallegan texta um góða vináttu og hamingju. Þú varst rosa- lega ánægð og þakklát fyrir ljóðið og last það fyrir marga. Elsku Jóhanna, Stefanía og Sig- rún. Hugur minn og hjarta er með ykkur á þessum erfiðu tímum. Hinsta kveðja, Kristín Halldórs. Fyrrverandi vinnufélagi okkar og vinkona, Agatha Sesselja ljósmóðir, er látin langt um aldur fram eftir stutt og erfið veikindi. Nú þegar geislar sólar leika um hafflötinn, fuglar hópa sig, vorlaukarnir stinga blöðum upp úr moldinni, sumarið í nánd, einmitt þá, þegar allt tekur á sig mynd lífsins, þá er maðurinn með ljáinn líka á ferðinni. Samt er það svo, að þegar kallið kemur, kemur upp í huga okkar sem eftir stöndum ólýsanlegt tóm og söknuður. Minningar leita á hug- ann. Samveran með kærum vini og samstarfsmanni öðlast nýja merk- ingu. Söknuðurinn og tómið breyt- ist í þakklæti fyrir lífið sem hún lifði með okkur, vináttuna og hlýjuna. Hið liðna flýgur um hugskotið, sjaldnast sem samfella, oftar sem brot minninga þar sem skiptust á skin og skúrir. Líf hvers manns mótast af minningum um atburði og samferðamenn, sem við höfum kynnst á lífsleiðinni og bundist tryggðarböndum. Agatha var góð og örugg ljósmóðir sem gott var að starfa með, alltaf hress og kát og stutt í húmorinn. Elsku Jóhanna, Stefanía Ellý, Sigrún og ástvinir allir. Nú eru sporin þung, sorgin sár og sökn- uður mikill, megi Guð styrkja ykk- ur í sorginni. Heill og blessun, frið- ur og farsæld veri með ykkur öllum ástvinum hennar um ókomna tíð. Við kveðjum Agöthu með kærri þökk og virðingu og biðjum henni blessunar á nýjum leiðum. Friður sé með sálu hennar. Samstarfsfólk á Héraðssjúkra- húsinu á Blönduósi. Frá skólasystrum í Ljósmæðraskóla Íslands Okkur setti hljóðar þegar við fréttum af veikindum Agötu og síð- an andláti hennar nokkrum dögum seinna án þess að átta okkur á að- stæðum og að það var orðið um seinan að kveðja. Hún lést úr krabbameini hinn 15. maí sl. Við hittumst Fjórtán skólasystur í sept- ember 1974 í Ljósmæðraskóla Ís- lands fullar af eftirvæntingu yfir náminu og hlökkuðum til að kynn- ast og deila saman næstu tveimur árum. Við féllum mjög vel saman og ríkti góð samstaða innan hópsins, gleði, samkennd og endalausar bollaleggingar um námið, starfið og einkamálin. Þessi ár gáfu okkur öllum mjög mikið og við skírðum hópinn okkar Dúfur og höfum heitið það síðan. Böndin milli okkar hafa aldrei slitn- að þó að liðin séu nær þrjátíu og þrjú ár og margs er að minnast. En nú er fyrsta Dúfan fallin í valinn langt um aldur fram. Við minnumst hennar fyrir glaðværð og hlátur, hispursleysi og löng símtöl. Guð blessi hana. Við vottum dætrum hennar og öðrum aðstandendum innilega samúð. Ljósmæður 1976.  Fleiri minningargreinar um Agathu Sesselju Sigurðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.