Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞETTA ER GAMAN, JÓN HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ GERA VARÐANDI MAT? ÆTTUM VIÐ EKKI BARA AÐ PANTA KÍNVERSKAN OG SLAPPA AF UPPI Í SÓFA FYRIR FRAMAN GAMLA BÍÓMYND? HANN ER FREKAR TILFINNINGANÆMUR YFIR HÁTÍÐIRNAR ÉG HELD REYNDAR AÐ ÞETTA HAFI VERIÐ MATNUM AÐ KENNA SPILAR ÞÚ BARA KLASSÍSKA TÓNLIST? NEI, ÞVÍ MIÐUR ÉG VAR HRÆDDUR UM ÞAÐ GÆTI ÉG NOKKUÐ FENGIÐ ÞIG TIL AÐ SPILA VÖGGUVÍSU FYRIR HANA LITLU SYSTUR MÍNA SEM GREIÐA VIÐ MIG? BLAAH! HEFUR ÞÚ SETIÐ OG HORFT Á MAURA? SJÁÐU ÞENNAN! HANN HELDUR Á MYLSNU SEM ER STÆRRI EN HANN SJÁLFUR OG HANN HLEYPUR MEÐ HANA! OG EF ÉG SET EITTHVAÐ FYRIR HANN ÞÁ KLIFRAR HANN YFIR ÞAÐ EINS OG EKKERT VÆRI AUÐVELDARA! HANN LÆTUR EKKERT STOPPA SIG ÉG GET EKKI SAMSAMAÐ MIG MEÐ SVONA DÝRUM ÉG TRÚ EKKI AÐ ANNAÐ ÁR SÉ NÆSTUM ÞVÍ BÚIÐ HVAÐ VARÐ UM ALLA ÞESSA DAGA? ÞEIR URÐU AÐ NÓTTUM... ER ÞAÐ EKKI? ÉG HÉLT AÐ VIÐ HEFÐUM VERIÐ SAMMÁLA UM ÞAÐ AÐ FARA ALDREI REIÐIR Í RÚMIÐ GLEÐILEGA HÁTÍÐ LALLI! ÉG VONA AÐ ÞÚ VERÐIR JAFN HRIFINN AF GJÖFINNI MINNI OG ÉG AF ÞINNI ÖRUGGLEA ELSKAN MÍN ÞETTA ER HÚFA EINS OG ELMER FUDD GENGUR MEÐ ÉG SÁ ÞÆR ÚT UM ALLT Í ÁR HÚN ER ÚR GÆRU, ÞANNIG AÐ HÚN ER MJÖG HLÝ TAKK KÆRLEGA ELSKAN... ÞÚ HATAR HANA ER ÞAÐ EKKI? ÞAÐ ER FREKAR STERKT TIL ORÐA TEKIÐ ÞÓ SVO AÐ ÉG SÉ EKKI SÖNN OFUR- HETJA... FYRST ÞETTA ER SÍÐASTA KVÖLDIÐ MITT Á LÍFI... ÞÁ ÆTLAR TED CHAMBERS AÐ KVEÐJA MEÐ STÆL dagbók|velvakandi Hvað er að vera Íslendingur? VIÐ erum tvær stelpur í 10. bekk sem tókum samræmdu prófin í ár. Eftir samfélagsfræðiprófið blöskraði okkur, hreint út sagt, og við vorum alls ekki einar um það. Spurning- arnar í prófinu voru margar hverjar óviðeigandi og persónubundnar. Sem dæmi var spurt: „Hvað er að vera Ís- lendingur?“ Svarið við þessari spurn- ingu er mjög persónubundið og það er alls ekki hægt að búast við að allir 15–16 ára krakkar á Íslandi hafi sömu skoðun á þessu máli. Svarmöguleik- arnir voru: Að hafa búið á Íslandi í 3 ár, að hafa búið á Íslandi í 5 ár, að hafa íslenskan ríkisborgararétt eða að upplifa sig sem Íslending. Sam- kvæmt samfélagsfræðikennaranum okkar var rétta svarið að upplifa sig sem Íslending en við vitum um marga sem sögðu að þessi spurning hefði gjörsamlega slegið þá út af laginu og þeir hefðu bara merkt við eitthvað. Reyndar er heill kafli um þetta í einni bók sem var til prófs, en í honum kemur hvergi fram hvað það er að vera Íslendingur. Við lásum hann í gegn til að ganga úr skugga um það, eftir að okkur datt í hug að skrifa grein hér. Það sem kemur fram um hvað það er að vera Íslendingur eru viðtöl við sex Íslendinga þar sem þeir segja hvað þeim finnst vera að vera Íslendingur. Sýnir það að það er ekki hægt að segja nákvæmlega hvað það er að vera Íslendingur, þetta er skoð- un og hún er persónubundin. Auðvitað er ekki hægt að hunsa það að próf eins og þetta skiptir flesta sem taka það miklu máli. Prófin eru mælikvarði á það hvernig við stönd- um miðað við jafnaldra okkar og þau skipta miklu máli hvað framtíðina og áframhaldandi skólagöngu okkar varðar. Fólk á okkar aldri á ekki að þurfa að ganga í gegnum óþarfa stress vegna þessara prófa, ef það er bara vegna þess að prófið er ekki nógu vel unnið. Við hvetjum Náms- matsstofnun og aðra sem tengjast vinnslu prófanna til að ógilda þessa spurningu og leggja meiri vinnu í prófin í framtíðinni. E.M.H. og H.I.S. Árni Johnsen Manninum eflist móðurinn mjatlaðist seint á tánum á hnjánum gekk hann góðurinn gruggugt er á skjánum. Mér datt þetta í hug þegar ég sá Árna Johnsen falla á kné þegar hann flýtti sér til fundar við flokksformann sinn, Geir Haarde. Hann hefur kannski verið að hugsa um hvernig hann ætti að stýra sínum fótaburði þegar hann yrði ráðherra. Honum getur nú skrikað fótur eins og öðrum og hefur nú reyndar gert það. Von- andi verður hann Íslendingum þægur ljár í þúfu ef hann hlýtur ráðherra- embætti. Kristjana Vagnsdóttir. Hjól týndist HJÓLIÐ mitt hvarf úr miðbæ Reykjavíkur fimmtudaginn 17. maí og sakna ég þess sárt. Það er nokk- urra áratuga gamalt, svart kven- mannshjól, með hvítum handföngum og svörtum hnakk, án gíra, luktar og bögglabera. Dekkin eru óvenjustór, eða 28 tommur. Framan á hjólinu er málmmerki og á því stendur „Hus- qvarna“. Ef þú hefur séð hjólið mitt skaltu endilega hafa samband í síma 696 0802 eða á netfangið audurhal@- hi.is. Fundarlaun í boði. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is MIKIÐ fjör var í börnunum í 2. og 3. bekk í Hamraskóla á dögunum. Þau tóku sér frí frá bókum og brugðu á leik á Miklatúni. Morgunblaðið/G.Rúnar Boltaleikur Milljónaútdráttur Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 5. flokkur, 24. maí 2007 Kr. 1.000.000,- 1157 B 1761 E 1910 F 12982 E 14043 E 19351 E 20497 B 51105 B 53257 E 58820 E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.