Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is PERSÓNULEGA er ég ekki sátt- ur við boðskap leiksins, en ég virði hins vegar rétt sendanda til að senda leikinn inn og vil helst ekki láta það stjórnast af geðþótta- ákvörðun einstakra stjórnenda hvort leikurinn sé í dreifingu eða ekki,“ segir Svavar Lúthersson, eigandi lénsins torrent.is og einn af stjórnendum vefjarins, spurður um hvað honum finnist um að tölvu- leikur sem kennir fólki að nauðga sé aðgengilegur í gegnum lénið hans. Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um leikinn RapeLay, jap- anskan þrívíddarleik þar sem markmið þátttakenda er að þjálfa sig í nauðgunum með því að nauðga þremur kvenkyns fórnar- lömbum, ýmist bundnum eða á al- menningssalerni. Á þriðja hundrað íslenskra notenda torrent.is hafa sótt leikinn, samkvæmt heimildum blaðsins. Notendur vefjarins eru úr öllum aldurshópum, því engin ald- urstakmörk eru sett á notendur. Eins manns drasl er annars fjársjóður Spurður um hvort það sé ekki siðferðileg skylda eiganda lénsins að fjarlægja slíkan leik af vefnum svarar Svavar því til að siðferði sé víðtækt orð og það fari eftir hverj- um og einum hvað sé siðlegt og sið- laust. „Eins manns drasl er annars fjársjóður,“ segir Svavar. Hann segir að þótt nauðgun sé alvarleg- ur atburður gildi það sama um hann og morð og fjöldi leikja sé til sölu í verslunum um land allt sem hvetji til ofbeldis og manndrápa. „Maður verður ekki nauðgari af því að spila leikinn, ekki frekar en maður verður morðingi af því að spila morðleiki,“ segir Svavar. Hann telur að leikurinn verði ekki fjarlægður af torrent.is fyrr en það sé beinlínis komið fram að hann sé ólöglegur eða dreifing hans feli í sér brot á lögum. „Ég hef ekki séð neina lagagrein sem segir að efnið sé ólöglegt,“ segir Svavar. Að sögn Svavars hafa yfirvöld ekki haft samband við hann vegna málsins og segir hann það í raun koma sér nokkuð á óvart að kyn- ferðisbrotadeild lögreglunnar hafi ekki haft samband við sig. Annars býst hann við fjölgun notenda léns- ins torrent.is, en nú eru 18.500 not- endur skráðir á vefinn, en ekki 14.000, eins og fram kom í umfjöll- un blaðsins í gær. „Umfjöllun sem þessi leiðir venjulega til vinsælda, það eru fleiri sem vita af torrent.is fyrir vikið,“ segir Svavar. Rannsókn málsins hafin „Það getur hver sem er sagt sér hvað okkur finnst um svona skemmtun,“ segir Guðrún Jóns- dóttir, talskona Stígamóta, spurð um frétt blaðsins í gær. Hún bend- ir á að 180 einstaklingar hafi leitað til samtakanna vegna nauðgunar- mála á síðasta ári. „Mér finnst ótrúlegt að ofbeldi sé „normalíser- að“ á þennan hátt, að kynferðisof- beldi sé gert að einhverju sem leika megi með. Það segir sig sjálft að okkur sem störfum í þessu um- hverfi dag frá degi finnst leikir sem ganga út á nauðgunarþjálfun alls ekki við hæfi.“ Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, Björgvin Björgvins- son, segir að rannsókn málsins sé hafin og í athugun sé hvaða lög geti átt við um háttsemina. „Netið er fullt af alls konar ofbeldis- og nið- urlægingarleikjum og það er alveg ljóst að þetta er afar, afar ósmekk- legur leikur,“ segir Björgvin og tekur fram að Netið sé ekkert venjulegt svæði; erfitt sé að koma lögum yfir saknæma háttsemi í netheimum og lögreglan þurfi að hafa lagalegar forsendur til þess að bregðast við, til dæmis með því að hafa uppi á ábyrgðarmanni lénsins. Eigandi lénsins segist ekki munu fjarlægja leikinn Umfjöllun um nauðgunarþjálfunarleikinn RapeLay vekur hörð viðbrögð AF BLOGG.IS Fríða Rakel Kaaber »Svo er fólk að furða sig á þvíað nauðgunum fjölgi. kaaber.blog.is Hallgrímur Óskarsson »Vonum að í þessu tilviki náiyfirvöld að stöðva útbreiðslu þessa tölvuleiks og að þeir sem stuðla að dreifingu efnisins sjái samhengi þess að dreifa efni af þessum toga og að eiga von á því að þetta leiði til enn fleiri nauðg- ana. ho.blog.is Sigurður Sigurðsson »Það hafa verið til „nauðg-unarleikir“ í langan tíma. […] Ég tel það varla vera frétt að þessi viðbjóður sé til og að hægt sé að nálgast hann. ssigurds.blog.is Ingibjörg Stefánsdóttir »Mér finnst að minnsta kostisjálfsagt að fylgjast með svona viðbjóði og loka þeim vef- svæðum sem birta þetta. […] Því þetta hlýtur að vera brot á lögum. ingibjorgstefans.blog.is Gunnsteinn Þórisson »En það er of mikið hype íkringum þetta eina atvik, það eru mun fleiri og verri leikir af sömu gerð þarna úti, sem er hægt að nálgast auðveldlega utan Tor- rent.is. Það er augljóslega verið að gera torrent.is-vefsíðuna að skotmarki og koma höggi á hana. gussi.blog.is HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ríkið af kröfu Öryrkjabandalagsins um að viðurkennt yrði, að komist hefði á samkomulag um að grunn- lífeyrir þeirra, sem metnir hefðu verið 75% öryrkjar eða meira 18 ára eða yngri, skyldi tvöfaldast en lífeyrisviðauki þeirra, sem metnir hefðu verið með sömu örorku 19 ára eða eldri, fara lækkandi um 2,04% fyrir hvert aldursár eftir 18 ára til og með 66 ára aldurs, að teknu tilliti til skerðingarákvæða í lögum. ÖBÍ krafðist einnig viðurkenn- ingar á því að ríkinu bæri að greiða sérhverjum öryrkja nánar til- greindar skaðabætur í samræmi við kröfuna. Í dómi segir að kröfur ÖBÍ hafi verið reistar á því, að komist hefði á bindandi samningur þessa efnis milli aðila, sem kynntur var á blaðamannafundi 25. mars 2003 og að ríkið hefði vanefnt hann. Dóm- urinn vísar m.a. til þess, að í frétta- tilkynningu, sem dreift var á fund- inum, hafi m.a. komið fram að gert væri ráð fyrir allt að tvöfaldri hækkun grunnlífeyris þeirra sem yngstir yrðu öryrkjar og að skip- aður yrði starfshópur til að gera endanlegar tillögur að breytingum á almannatryggingalögum. Dómur- inn vísar þá til þess, að fljótlega eft- ir kynningu samkomulagsins hafi komið í ljós að forsvarsmenn ÖBÍ töldu að samið hefði verið um ákveðna hlutfallslega lækkun grunnörorkulífeyris frá tvöföldun- inni, sem miðuð var við 18 ára ald- ur. Í gögnum, sem lutu að sam- komulaginu, hafi hvergi komið fram að bundið hefði verið fastmælum hver hækkun yrði á lífeyri þeirra, sem yrðu öryrkjar 19–67 ára. Ekki hefði heldur verið getið um hver kostnaðurinn væri af breytingunum að öðru leyti en því, að í tilkynning- unni sagði að hann yrði rúmur milljarður kr. á ársgrundvelli. Gegn þessu var ekki talið að ÖBÍ hefði sannað, að sú tilhögun, sem dóm- kröfur þess byggðust á, hefði verið þáttur í samkomulaginu og að ekki hefði annað verið leitt í ljós en að koma hefði átt í hlut starfshópsins að móta nánari tillögur. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sig- urbjörnsson. Starfshópurinn átti að móta nánari tillögur ÖBÍ tókst ekki að sannfæra Hæstarétt í máli gegn ríkinu „ÉG HUGSA að ég muni selja það og nota peninginn,“ segir Sigrún Þórólfsdóttir, vinningshafi í happ- drætti DAS, um forláta Harley Dav- idson-vélhjól sem hún hlaut í vinn- ing, ásamt þremur milljónum króna í reiðufé. „Við erum að byggja og veitir ekkert af peningunum.“ Hún segir munu koma í ljós hvað hún og eiginmaður sinn, Magnús H. Björnsson, fái fyrir hjólið, líklega verði einhver afföll af fullu verði. Aðspurð hvort það myndi ekki kitla Magnús að fá eitt stykki Har- ley til að þeysa á í vinnuna segir Sigrún að „örugglega þætti honum það ekkert leiðinlegt“. Af því verði e.t.v. einn góðan veðurdag síðar. Hún bætir því við að vinning- urinn hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti, byggingarkostn- aður sé fram yfir áætlanir og „stór- kostlegt að fá svona glaðning“. Sigrún hefur tekið þátt í happ- drættinu með sama númerið í um fimm ár og mun vinningsféð nýtast einkar vel til að leggja lokahönd á framtíðarheimilið sem er nú rétt tilbúið undir tréverk. „Eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Við vélfákinn Hjónin Magnús H. Björnsson og Sigrún Þórólfsdóttir þakka Sigurði Á. Sigurðssyni, forstjóra DAS. ÓLAFUR Walle- vik, prófessor í byggingarverk- fræði við Háskól- ann í Reykjavík, hlaut á miðviku- dag ein virtustu verðlaunin í heimi byggingariðnað- arins fyrir „frammúrskar- andi framlag“ til steinsteypurann- sókna. Ólafur, einn helsti sérfræðingur heims í flotfræði steypu, hlaut verð- launin á hinni virtu CANMET/ACI- steypurannsóknaráðstefnu í Varsjá og segir í umsögn dómnefndar að valið hafi staðið á milli fjölda hæfra manna víðsvegar að úr heiminum. ACI er eitt stærsta félag steypusér- fræðinga í heimi og segir í umsögn- inni að Ólafur hafi kynnt fræði sín á á fjórða tug námskeiða í 15 löndum. Ólafur hefur starfað hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins og m.a. rannsakað hástyrkleikasteypu. Í fremstu röð í steypu- rannsóknum Ólafur Wallevik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.