Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORMLEG stjórnarskipti fóru fram á ríkisráðsfundum á Bessastöðum í gær. Ný ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar undir for- ystu Geirs H. Haarde tók við völdum en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fór frá. Sjö nýir ráðherrar eru í ríkisstjórninni sem tók við völdum í gær. Stjórnarskiptin fóru fram með hefðbundnum hætti. Fráfarandi rík- isstjórn kom saman til fundar kl. 11 og að fundi loknum bauð Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ráðherrum og mökum þeirra til há- degisverðar. Eftir matinn kvöddu sjö ráðherrar sem létu af embætti í gær. Sex þeirra voru úr Framsókn- arflokki, Jón Sigurðsson, Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Jónína Bjart- marz og Magnús Stefánsson, og einn úr Sjálfstæðisflokki, Sturla Böðv- arsson. Guðni og Valgerður hafa verið ráðherrar samfleytt í 12 ár. Um kl. 14 hófst ríkisráðsfundur þar sem annað ráðuneyti Geirs H. Haarde tók formlega við völdum. Í ríkisstjórninni sitja, auk Geirs, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra, Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra, Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra, Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Þór- unn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Tveir af sex ráðherrum Samfylk- ingarinnar hafa áður verið ráðherrar en það eru Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson. Þrettán ár eru frá því Jóhanna var ráðherra, en hún var félagsmálaráðherra á ár- unum 1987–1994. Össur var um- hverfisráðherra 1993–1995. Yngsti ráðherrann er Björgvin, en hann er 36 ára gamall. Næstyngstur er Guðlaugur Þór sem verður fer- tugur síðar á þessu ári. Jóhanna er elst ráðherranna, 64 ára gömul, en næstelstur er Björn Bjarnason sem er 62 ára gamall. Meðalaldur ráð- herranna er u.þ.b. 50 ár. Af núverandi ráðherrum hafa Björn og Geir lengst verið ráð- herrar, Björn í u.þ.b. 11 ár og Geir í 9 ár. Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde tók formlega við völdum á Bessastöðum í gær Sjö nýir ráð- herrar í nýju ríkisstjórninni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fráfarandi Fyrst kom ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum, en hún lét af völdum í gær. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ný stjórn Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar voru brosmildir í gær á ríkisráðsfundinum á Bessastöðum. EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur sent Byrgismálið svokallaða til sýslumannsins á Selfossi til frekari rannsóknar. Telur saksóknari að kanna þurfi betur ýmis atriði áður en hægt sé að taka ákvörðun um hvort kærur verða felldar niður á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrr- verandi forstöðumanni Byrgisins, eða hvort ákært verður. Byrgis- málið er flókið enda eru átta kær- endur og því er hver kæra rann- sökuð sem einstakt mál. Sigríður Friðjónsdóttir, sak- sóknari hjá ríkissaksóknaraemb- ættinu, tjáði Fréttavef Morgun- blaðsins að búið væri að fara í gegnum öll rannsóknargögn sem sýslumannsembættið á Selfossi sendi ríkissaksóknara í apríl síð- astliðnum. Ekki er gefið upp hvaða atriði það eru sem send eru til nánari rannsóknar en Sigríður segir það ekki óalgengt að mál séu send frá embættinu til frekari rannsóknar. Það sé gert til að taka ákvörðun um afgreiðslu mála, það er hvort mál falla niður eða hvort ákært verður í þeim. Byrgismál aftur til sýslumanns Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÞAÐ kemur Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra Félags íslenskra stórkaupmanna, nokkuð á óvart að veruleg styrking íslensku krónunnar skuli ekki hafa skilað sér út í verðlag- ið. Bent var á það í Morgunblaðinu í gær að bensínverð hefur hækkað þrátt fyrir sífellt hærra gengi krónu en hið sama á einnig við um matvöru- markaðinn. Mun verð á mat- og drykkjarvörum hafa hækkað talsvert í apríl, eða um 1,3%. Bandaríkjadalurinn kostaði í jan- úar um 70 krónur, en nú er gengið um 62 krónur. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, rifj- ar upp að við þær aðstæður sem voru í upphafi árs hafi birgjar séð sig neydda til að hækka verð á matvöru, m.a. með þeim rökum að krónan hefði veikst. Segir Jóhannes að neytendur eigi heimtingu á því að fyrirtæki grípi nú til sömu ráðstafana, en í hina átt- ina; þ.e. lækki verð tafarlaust. „Það liggur fyrir að krónan hefur verið að styrkjast. En það er því mið- ur svo að þeir aðilar sem eru fljótir að hækka þegar krónan veikist eru sjaldnast jafn fljótir þegar krónan styrkist,“ segir Jóhannes. Forsvarsmenn stóru smásölukeðj- anna, Kaupáss og Haga – en Kaupás rekur Nóatúnsverslanirnar, 11-11 og Krónu-búðirnar og Hagar reka Bón- us, Hagkaup og 10-11 – benda á hinn bóginn á að aðeins um 30% matvör- unnar á markaðnum séu innflutt. Stærsti hluti matvörunnar er land- búnaðarframleiðsla, eða um 45%, og 25% eru síðan innlend iðnaðarfram- leiðsla. Þeir segja að aðeins lítill hluti matvörunnar sé því gengistengdur með beinum hætti. Hækkun á mat- vörumarkaði skýrist af verðhækkun á innlendum vörum, ekki síst land- búnaðarafurðum. „Innfluttar vörur, sem eru háðar gengi, eru ekki nema hluti af okkar heildarvöruframboði. Innfluttar mat- vörur hafa verið að lækka hjá okkur,“ segir Eysteinn Helgason hjá Kaupási. Finnur Árnason, forstjóri Haga, tekur í sama streng og segir ekki svigrúm til verðlækkana hjá þeim. Afkomutölur fyrirtækisins staðfesti þetta. Finnur segir að verðlag hafi lækkað töluvert 1. mars þegar vöru- gjald var fellt niður og virðisauka- skattur á matvöru lækkaður. Hins vegar séu blikur á lofti, því að sama dag og tekin var ákvörðun um að lækka virðisaukaskattinn hafi verið gerð tollabreyting á grænmeti. 1. júlí muni það því annað hvort gerast að innflutningi á grænmeti frá löndum utan Evrópusambandsins verði hætt, eða þá að veruleg hækkun verði á þeim vörum. Finnur gagnrýnir fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústsson, og segir að yfirlýsingar hans um að tollabreytingar, m.a. á kjötvörum, myndu leiða til lækkunar fyrir neytendur hafi ekki átt við rök að styðjast. Það hafi sýnt sig þegar Guðni hafnaði beiðni frá Högum um innflutning á 100 kg af nýsjálensku lambakjöti; kjöti sem Hagar borguðu þó fullan toll af. Hagsmunir neytenda hafi ekki ráðið þar ferðinni hjá ráð- herranum. Aðspurður segist Finnur vera full- ur bjartsýni um að nýr landbúnaðar- ráðherra, Einar K. Guðfinnsson, beiti sér þannig að íslenskir neytendur finni fyrir því. Hann segir að Hagar muni gera aðra tilraun til að fá heim- ild til innflutnings á nýsjálenska lambakjötinu, en markmið fyrirtæk- isins hafi verið að bjóða neytendum upp á lambakjöt á hagstæðu verði. Verð ætti að lækka Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri FÍS, segir að matvöruheildsal- ar hafi misjafnar aðferðir til að bregðast við gengisbreytingum. Sumir bregðist kannski við tvisvar á ári, skoði þá þróun á gengi og erlend- um hækkunum á t.d. hálfs árs tíma- bili. Aðrir bregðist hraðar við breyt- ingum á gengi og öðrum áhrifaþáttum. „Almennt séð gengur smásalan, eða viðskiptavinir þeirra, eftir því að það verði verðbreytingar í takt við gengisbreytingar, sérstak- lega ef gengið er að styrkjast. Miðað við það hvernig þessi samskipti eru milli sölustiganna má búast við því, undir venjulegum kringumstæðum a.m.k., að við þessar aðstæður sem nú eru lækki verð,“ segir Andrés. Hann segist þó þurfa að kanna bet- ur hvar skýringanna sé að leita. „Það kom mér aðeins á óvart að þetta hefði ekki skilað sér út í verðlagið. Ég á eft- ir að leita skýringa á því.“ Styrking krónu ekki skilað sér út í verðlagið Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 1,3% milli mánaða Í HNOTSKURN »Verð á mat- og drykkjar-vöru hækkaði milli mán- aða, apríl og maí, um 1,3%. » Íslenska krónan hefurstyrkst verulega, í janúar kostaði bandaríkjadalur um 70 krónur en nú er gengið hins vegar um 62 krónur. »Aðeins um 30% matvör-unnar eru hins vegar inn- flutt, 45% eru innlendar land- búnaðarvörur og 25% innlend iðnaðarframleiðsla. ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir mennta- málaráðherra verður staðgeng- ill Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra. Hún hefur leyst Geir af frá því hann varð forsætisráð- herra á síðasta ári. Eftir kosn- ingarnar 2003 varð að samkomulagi milli stjórnarflokkanna að formenn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks leystu hvor annan af, en eftir að Halldór Ásgrímsson sagði af sér ráðherraembætti breyttist þetta fyrirkomulag. Þorgerður Katrín varð þá staðgengill Geirs og verður engin breyting á því við ríkisstjórn- arskiptin. Þorgerður leysir Geir af Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir LÖNGUM hafa bændur verið mjög fjölmennir á Alþingi Íslend- inga. Á nýkjörnu þingi náði aðeins einn bóndi kjöri, Valgerður Sverr- isdóttir, fráfar- andi utanrík- isráðherra. Hún er bóndi á Lóma- tjörn í Grýtubakkahreppi. Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum á Rangárvöllum, náði ekki kjöri á Al- þingi, en hún hefur undanfarin ár verið formaður landbúnaðarnefnd- ar þingsins. Einn bóndi eftir á þingi Valgerður Sverrisdóttir Bók sem beðið var eftir! Bók sem gleður unga sem aldna kynslóð fram af kynslóð. Það er ekkert skrýtið hvað hún er vinsæl! 1. sæti Metsölulisti Eymundssonar Barnabækur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.