Morgunblaðið - 25.05.2007, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 25.05.2007, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 49 WWW.SAMBIO.IS eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 6 - 8 - 10 - 11:30-POWER B.i. 10 ára GOAL 2 kl. 6 B.i. 7 ára / AKUREYRI / KEFLAVÍK PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is eee S.V. - MBLA.F.B - BlaðiðHraðskreiðir bílar, súpermódel og partý... Þarf ekki eitthvað meira til að sanna að þú sért frábær leikmaður? HILARY SWANK SUMT ER EKKI HÆGT AÐ ÚTSKÝRA MEÐ VÍSINDUMHÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM FRÁ D.FINCHER LEIKSTJÓRA SE7EN & FIGHT CLUB. “BESTA KVIKMYND FINCHER TIL ÞESSA.” David Ansen, Newsweek “MÖGNUÐ KVIKMYND!” Leonard Maltin, E.T. “ÁN EFA BESTA MYND ÁRSINS TIL ÞESSA” Ó.F. eeee V.J.V. TOPP5.IS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee H.J. MBL. eeee F.G.G. FBL. FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS 30.000 MANNS! FRJÁLSAR TÓPASÁSTIR! TÓPAS TIL FÓLKSINS  Volta, nýjasta plata Bjark- ar Guðmundsdóttur, hrapar niður sölulista beggja vegna Atlantsála. Platan situr í 28. sætinu í Bretlandi, en komst hæst í sjöunda sætið í síðustu viku. Fallið er hins vegar enn hærra í Bandaríkjunum, en þar fellur hún úr níunda sæt- inu í 38. sætið milli vikna. Í Japan fellur platan úr 12. sætinu í 17. sætið og úr þriðja sætinu í áttunda sætið í Frakklandi. Í Þýskalandi stökk Volta hins vegar beint í níunda sætið og situr þar sem fastast. Á sérstökum heimslista, United World Chart, er platan í fjórða sætinu og samkvæmt aðstandendum listans hafa 157.000 eintök af plötunni selst á heimsvísu. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær þurfti Björk að víkja af toppi íslenska sölulistans fyrir Garðari Thór Cortes. Volta hrapar niður sölulista  MAGNÚS Þorlákur Lúðvíksson, 18 ára menntaskólanemi, fór með sigur af hólmi í spurningaþættinum Meist- arinn sem sýndur er á Stöð 2. Þetta er öðru sinni sem yngsti keppandi þáttaraðarinnar sigrar. Magnús hlaut fimm milljónir króna í verð- laun, en þarf reyndar að borga hluta af því í skatt. Magnús segist ætla að ávaxta vel það sem eftir stendur. Hann ætti að vera í góðri þjálfun fyrir spurn- ingakeppni þar sem hann er liðs- maður Gettu betur-liðs Mennta- skólans í Reykjavík, sem vann keppnina í ár. Hann lagði 34 ára lækni frá Akureyri í úrslitaviðureigninni, Pálma Óskarsson. Undir lok keppninnar var staðan jöfn og svaraði Magnús þá rétt spurningu um leiðtoga breska Íhaldsflokksins. „Ef maður vissi nú svarið við því,“ svaraði Magnús í gær þegar blaðamað- ur spurði hann hvernig hann færi að því að vita svona mikið. 18 ára menntskæl- ingur varð Meistari Fróður Magnús Þ. Lúð- víksson með vinningsféð.  Hljómsveitin Rivulets er Íslend- ingum að góðu kunn, enda hefur hún haldið ferna tónleika hér á landi á undanförnum árum. Nú er sveitin enn á ferð og leikur að þessu sinni í Kaffi Hljómalind, mánudaginn 28. maí kl. 20. Rivulets er í raun einn maður, Nat- han Amundson, en hann hefur gefið út undir þessu nafni frá því fyrsta breiðskífa hans kom út 1999. Erindi Amundsons hingað að þessu sinni er að kynna nýjustu breiðskífu sína, „You Are My Home“, sem kom út seint á síðasta ári. Áður hafa komið út plöturnar „Rivulets“ og „Debrid- ment“ og eins fjölmargar stuttskífur, þ.á m. „Thank You Reykjavik“, sem tekin var upp í hljóðveri Rásar tvö 2001. Eins og getið er hefjast tónleikar í kaffihúsinu Hljómalind á Laugavegi mánudagskvöldið næstkomandi en auk Rivulets leika þar Rökkurró og The Carpet Show . Rivulets með fimmtu Íslandstónleikana Íslandsvinur Rivulets er hingað kominn til að leika í fimmta sinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.