Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 24
matur 24 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Tími fyrir vini og ættingja Það eru eflaust margir sem ætla að njóta komandi hvítasunnuhelgar í ró og næði með fjölskyldu og vinum, ýmist heima við eða að heiman. Á þeim landsvæðum þar sem ekki snjóar er kannski kominn tími til að huga að garðhreinsun, grænmetisræktun og sum- arblómum, en þeir íbúar landsins sem enn búa við hret og slyddu, þrátt fyrir að júnímánuður sé handan hornsins, ættu kannski að bíða um sinn með alvöru vorverk og nýta tímann í stað- inn í annars konar útivist og uppákomur sem í boði eru. Kirkjuganga um hvítasunnu Fyrir gönguglaða er upplagt að skella sér í hvítasunnugöngu að kirkjustöðum Mosfells- bæjar sem atvinnu- og ferðamálanefnd Mos- fellsbæjar efnir til á morgun, laugardag. Geng- ið verður að kirkjustöðum sveitarfélagsins og lagt af stað frá Lágafellskirkju kl. 10.00 í fyrramálið. Gengið verður að Varmá, Hrísbrú og Mosfelli og sagt frá fornum og nýjum kirkjustöðum sveitarfélagsins. Frá Mosfelli verður ekið til baka að Lágafelli um kl. 13.00. Leiðsögumaður verður Magnús Guðmundsson sagnfræðingur. Allir eru velkomnir í ferðina og er ekkert rukkað fyrir þátttöku. Skíðaglaðir í Hlíðarfjalli Nægur snjór er enn í brekkum Hlíðarfjalls fyrir ofan Akureyri og verða lyftur opnar frá föstudegi til mánudags milli kl. 8.00 og 14.00. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segist fagna kuldakasti síðustu daga sem geri það að verkum að lítil bráðnun hafi orðið og mönnum hafi tekist að safna snjó í brekkurnar. „Flestum skíðasvæðum heims hefur nú þegar verið lokað og það er frábært að geta boðið upp á opnar lyftur og gott skíða- færi svona langt fram á vorið, en það gerðist síðast vorið 2002 að við gátum haft opið þessa helgi.“ Kajakmenn í Hólminum Í Stykkishólmi ætla kajakmenn að halda ár- lega sjókajakhátíð um hvítasunnuhelgina, kennda við Eirík rauða. Hátíðin stendur í þrjá daga, en markmiðið er að auka kynni meðal kajakræðara, byrjenda sem lengra kominna, ásamt því að fá fremstu kajakræðara heims til að flytja inn nýja þekkingu í greininni. Nýliða- kynning verður haldin í kvöld og þá geta áhugasamir nýliðar prófað sig áfram í kajak- siglingum. Fótboltafár á mánudag Fyrir boltaglaða er upplagt að bregða sér á völlinn annan dag hvítasunnu, en þá eru fjórir leikir á dagskrá meistaradeildarinnar í knatt- spyrnu. Fylkir tekur á móti ÍA kl. 17.00 og kl. 19.15 tekur Keflavík á móti HK, KR á móti Víkingi og Breiðablik á móti Val. mælt með … Eftir Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur gudbjorg@mbl.is Við erum alltaf að hugsa um góðan mat,jafnvel draumfarir okkar snúast umfiskinn og auðvitað erum við enda-laust að þróa og leita leiða til að koma með uppskriftir að einhverju nýju og spenn- andi,“ segja æskuvinirnir Eyjólfur F. Pálsson og Halldór Halldórsson sem reka saman fisk- búðina Hafið – fiskiprinsinn í Hlíðarsmára. Þeir sérhæfa sig í tilbúnum fiskréttum á grillið og í ofninn þótt þeir selji auðvitað líka ferskan fisk. „Við höfum verið að þróa ný fiskispjót og for- réttaspjót fyrir þetta sumar og svo erum við alltaf að lauma einhverju nýju inn.“ Þeir eru hrifnir af humri og selja hann fersk- an og frosinn. „Humarsúpan okkar er vinsæl. Við erum með grunninn sem fólk kaupir hjá okkur og svo bætir það út í súpuna því sem hentar. Þar að auki sjáum við um humarveislur fyrir fólk, gerum að humrinum og höfum hann tilbú- inn á grillið fyrir viðskiptavini. Humar er nátt- úrlega ótrúlega góður á grillið.“ En vinsælust er þó lúðan í smjörkryddinu og laxinn í teríakílegi. Þeir eiga þá rétti yfirleitt alltaf í fiskborðinu. Eyjólfur segir að neysla á þorski sé alltaf að aukast og þorskhnakkarnir séu hreint sælgæti á grillið. Þá mæla þeir líka með steinbít á grillið, segja hann sérstaklega feitan og góðan á sumr- in. – En hver er galdurinn við að grilla góðan fisk? „Fyrsta flokks hráefni er auðvitað forsendan en síðan mælum við ekki með því að fólk sé að grilla í álbökkum. Það borgar sig að þrífa grillið vel, strjúka yfir það með sundurskornum lauk og grilla svo fiskinn beint á grindinni. Fólk verður svo bara að gæta þess að snúa ekki of oft og grilla ekki of lengi. Ofeldaður fiskur er aldrei góður. Flest fiskstykki þurfa bara nokkrar mín- útur og sum stykki borgar sig að grilla bara á roðhliðinni eins og bleikjuflökin. Við gefum okk- ar viðskiptavinum auðvitað alltaf ráðleggingar þegar þeir eru að kaupa á grillið því auðvitað er mismunandi hversu lengi á að grilla hvað og með hvaða hætti.“ Í lokin fáum við nokkrar vinsælar fisk- uppskriftir hjá þeim félögum. Humar með hvítlauk og steinselju Allir réttirnir eru fyrir fjóra. 12 stórir humarhalar í skel hvítlaukssmjör með steinselju maldon-sjávarsalt fersk steinselja Klippið skel humarhalans eftir endilöngu og notið þumlana til að opna skelina. Smyrjið hvít- laukssmjörinu ofan í skelina og stráið fing- urbjörg af maldonsalti og vel saxaðri steinselju yfir hvítlaukssmjörið. Næst eru halarnir lagðir á vel heitt grillið og látnir grillast í u.þ.b. sex mínútur. Forréttarspjót 8 risarækjur 4 stórir hörpudiskar Hot spot mango jalapeno glaze-lögur Hot spot Texas honey marinade maldon-sjávarsalt 4 lítil grillspjót Látið risarækjurnar liggja í Texas honey- sósunni og hörpudiskinn liggja í mango jala- peno-leginum í u.þ.b. fjóra tíma. Raðið svo upp á lítil grillspjót. Spjótin eru svo grilluð á heitu grillinu í þrjár mínútur á hvorri hlið og smá- vegis maldonsalti er stráð yfir meðan þau grill- ast. Fiskispjót 200 g lax roðlaus og beinlaus 200 g lúða roðlaus og beinlaus 200 g langa roðlaus og beinlaus 200 g steinbítur roðlaus og beinlaus Hot spot teriyaki-sósa grænt pestó curry paste frá Rajah satay-sósa frá Thai choise 4 stór grillspjót Skerið fiskinn í 50 gramma bita. Leggið svo fiskinn í legina; laxinn í teriyaki, lúðan fer í karrímaukið, langan í græna pestóið og stein- bítur í satay í u.þ.b. fjóra tíma. Raðið svo fisk- inum sitt á hvað upp á spjótin. Grillað á heitu grillinu í fimm mínútur á hvorri hlið. Keila í indversku karríi 1 kg keila, roðlaus og beinlaus, skorin í steikur 1 hvítur laukur 1 chili 1⁄2 hvítlauksgeiri 50 g ólífur, bæði svartar og grænar 50 g sólþurkaðir tómatar 1 tsk. salt 1 tsk. pipar 2 tsk. karrí 1 tsk. paprikuduft 1 tsk aromat 2 dl ólífuolía Krydd, grænmeti og olía er sett í mat- vinnsluvél og maukað saman. Keilan er svo látin liggja í u.þ.b. fjóra tíma í leginum. Keilan er sett á vel heitt grillið í fjórar mín- útur á hvorri hlið. Mjög gott er svo að hafa kryddlöginn og pensla honum á meðan grillað er. Að lokum mæla þeir Eyjólfur og Halldór með góðu kartöflusalati, ýmsum útgáfum af salati, bökuðum kartöflum, köldum grillsósum, hrís- grjónum eða kúskús sem meðlæti með grillfisk- inum. Morgunblaðið/Ásdís Fiskiprinsar Eyjólfur F. Pálsson og Halldór Halldórsson með fisk og annað sjávarfang tilbúið á grillið. Þá dreymir góða fiskrétti Freistandi Forréttaspjót að hætti fiskiprinsins. Fiskispjót Fyrir sumarið bjóða félagarnir Halldór og Eyþór upp á þessa nýjung. Humar Vinsæll veislumatur sem bregst ekki þegar hann er settur á grillið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.