Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Agatha SesseljaSigurðardóttir fæddist að Hraun- gerði í Flóa 29. sept- ember 1953. Hún andaðist á Landspít- alanum í Fossvogi þriðjudaginn 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefanía Giss- urardóttir og Sig- urður Pálsson vígslubiskup. Tveggja ára fluttist hún með foreldrum sínum á Selfoss og ólst þar upp. Hún var yngst sjö systkina, sem eru Páll, Ólafur, Ingibjörg, Ingv- eldur, Sigurður og Gissur. Árið 1978 gekk Agatha að eiga Jóhann Baldur Jónsson, versl- unarmann á Blönduósi. Þau eign- uðust þrjár dætur: Jóhönnu, f. 1979, í sambúð með Jóhanni Kröyer, sonur þeirra er Bjarki Kröyer. Stefaníu Ellý, f. 1980, í sambúð með Guðna Karli Brynj- ólfssyni, börn þeirra eru Krist- ófer Karl og Júlía Marín. Yngst þeirra er Sigrún, f. 1988. Jóhann og Agatha slitu samvistum. Að loknu grunn- skólanámi varð Agatha skiptinemi í Los Altos í Kali- forníu í eitt ár og aupair í annað ár í Bandaríkjunum. Hún starfaði um skeið í Seðlabank- anum og fór þaðan í Húsmæðraskólann á Löngumýri. Árið 1975 til 1977 stundaði hún nám í Ljósmæðra- skólanum. Skömmu eftir útskrift þaðan flutti hún á Blönduós og var þar ljósmóðir í 19 ár. Eftir það var hún ljósmóðir á Ísafirði í fjögur ár og fór síðan til starfa á kvennadeild Landspítalans. Sein- asta æviárið starfaði hún hjá ESS á Reyðarfirði. Útför Agöthu verður gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku besta mamma mín. Aldrei óraði mig fyrir þessu. Þetta kom eins og þruma úr heið- skíru lofti. Guð hvað ég sakna þín mikið. Maður var ekki alveg búinn að meðtaka það að þú værir svona veik og svo ertu tekin frá okkur. En þú ert á betri stað núna og líður miklu betur, það er mér mikils virði að vita. Eins og litli prinsinn sagði svo fallega við Strúnu: „Mér þykir það leitt, Sigrún mín, en núna er hún komin á betri stað, þar sem hún lifir lengur.“ Þetta sagði hann af svo mikilli einlægni og svo fallega. Þú stóðst þig eins og hetja allan tímann. Gantaðist með þetta allt eins og þér var einni lagið. Ég sat þér við hlið þegar að þú varst að tala við gamla skólasystur þína og sagðir: „Verst hvað þetta er víð- áttubrjálað eins og ég“ og svo hnýttir þú við „og hægrisinnað í þokkabót“. Já, svona er þér vel lýst, elsku mamma mín. Naflastrengurinn á milli þín og mín slitnaði aldrei af minni hálfu og ekki þinni að ég best veit. Ég átti bara þig fyrir mömmu og enginn kemur í þinn stað. Ég er afskaplega stolt og þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir mömmu. Alltaf gat maður leitað til þín hvert sem vandamálið var og yfirleitt stóð ekki á svörunum. Allar skemmti- legu sögurnar sem þú sagðir mér, af mér þegar að ég var lítil. Ohh … þær eru yndislegar. Mér dettur í hug að ég á ennþá bréfið sem beið mín á herbergis- hurðinni þegar ég kom heim úr skólanum. Fyrirsögnin var: „Hér býr lítill sóði“ og þar á eftir komu nánari innihaldslýsingar á herberg- inu mínu (miður góðar). Svo endaði bréfið svona: „Það verða engar vin- konur og ekkert sjónvarp fyrr en að verki loknu.“ Gangi þér vel. Þín mamma. Núna ertu ábyggilega hlæjandi með mér. Ég móðgaðist nú ekki meira en það að ég geymdi bréfið sem nú er orðið að verðmætri minningu. Þú tókst á móti öllum ömmubörn- unum þínum sem eru þrjú talsins. Og þú stóðst þig eins og hetja í því enda mikil fagmanneskja á ferð. Þetta vildi ég bara að þú gerðir og ég er svo stolt af því að segja öllum að þú hafir tekið á móti mínum mol- um. Þú fékkst þau í hendurnar eins og þú sagðir. En aldrei fann maður fyrir óöryggi hjá þér. Það sýnir bara hversu sterk þú varst. Ég veit líka að Kristófer Karl og Júlía Mar- ín verða stolt af því að geta sagt: „Amma mín tók á móti mér.“ Stóri ömmustrákurinn þinn til- kynnti konunum í leikskólanum að nú værir þú engill hjá stjörnunum og værir að passa okkur öll. Hann sendir þér risaknús og rembingskoss beint á munninn og saknar ömmu mikið. Án efa gerir litla snúllan þín það líka. Það er margt fleira hægt að telja upp en ég vil bara hafa það fyrir mig og hlæja svo seinna að því með þér. Þú ert hetjan mín og svoleiðis vil ég minnast þín. Kveð ég þig í hinsta sinn og knúsa fast í huganum. Það var svo notalegt. Ég veit að þú skemmtir þér vel hjá öllu því góða fólki sem tekur á móti þér. Blessuð sé minning þín. „Love you“ Þín dóttir og litla óðagot, Stefanía Ellý. Æ, elsku mamma mín, það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin! Að ég fái aldrei aftur að faðma þig … þau voru svo hlý og notaleg faðmlögin okkar. Þú varst svo ynd- isleg, svo skemmtileg og sterk. Og það varstu alveg þangað til þú sofn- aðir frá okkur. Slóst á létta strengi, gerðir grín að sjálfri þér og talaðir út í eitt, eins og þér var einni lagið. Það er líklega þess vegna sem það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, því þú varst söm við þig allan tím- ann og virtist ekkert vera veik. Þú kláraðir þessa baráttu með mikilli reisn og ég er svo stolt af þér! Ég er þér svo þakklát fyrir að hafa tekið á móti Bjarka litla, þú stóðst þig svo vel og hjálpaðir mér svo mikið. Þið voruð orðin svo góðir félagar, og nú er hann alltaf með mynd af þér og kallar á ömmu sína. Við eigum svo margar minningar að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Því geymum við þær hjá okkur og varð- veitum vel. En nánast hver einasta minning fær mann til að brosa og jafnvel hlæja. Það var alltaf mikið um hlátur og fíflagang þegar við mæðgur komum allar saman, og það er örugglega mikið um það hjá þér núna … með öllu góða fólkinu sem þú ert komin til. Elsku mamma, ég skal passa stelpurnar þínar fyrir þig. Takk fyrir að vera mamma mín. Ég kveð þig með orðunum sem þú kvaddir mig alltaf með: Love you. Þín dóttir, Jóhanna. Jæja, mamma mín. Þetta var nú aðeins of snöggt. Heimurinn er svo furðulegt fyrirbæri. Maður heldur alltaf að svona komi ekki fyrir mann sjálfan eða manns nánustu, en viti menn, það ólíklegasta gerist. Það er svo margt sem við áttum eft- ir að gera. Við ætluðum alltaf út til „labbilá“ og gera allt vitlaust. En nú verður ekkert úr því. Þú verður með mér í anda en það er ekki eins. Þér líður samt vel núna, betur en þér hefur liðið lengi. Ef ég rifja upp nokkrar minn- ingar þá gleymi ég aldrei þegar ég var að fíflast með eyrnapinnana heima og grínast með að kasta þeim í þig en svo bara opnaðist eyrnap- innaboxið og þeir fóru allir yfir þig og á gólfið, þér til mikillar skemmt- unar. Þú varst alltaf að leiðrétta mig ef ég talaði eitthvað vitlaust mér til mikillar skemmtunar. Þú stríddir mér við öll tækifæri sem þú fékkst en núna kann ég vel að meta það þó svo að ég hafi ekki gert það þá. Ég man eftir einu besta afmæli sem ég hef átt en það var 12 ára afmælið mitt. Þegar þú komst með Manchester United- kökuna alla leið frá Reykjavík til Ísafjarðar. Það var eitt skemmti- legasta afmæli sem ég hef átt og bara eiginlega það langbesta. Ég veit líka hvað þér fannst Subway-bátarnir sem ég gerði fyrir þig góðir með fullt af honey must- ard-sósu, og ég er svo ánægð að ég gat gefið þér einn þannig áður en þú fórst. En ég veit að þér þótti mjög vænt um mig. Og mér þykir mjög vænt um þig þó svo að ég hafi aldrei getað sagt það eftir að ég fór að stækka. Ég elska þig svo mikið, mamma, og ég skil ekki af hverju þetta þurfti að gerast. Ég sakna þín svo mikið og það er svo erfitt að geta ekki hringt í þig, sent þér sms eða hitt þig. Ég veit samt að ég get talað við þig ennþá og þú verður hjá mér en það er ekki eins. En nú ertu komin á betri stað þar sem þú þarft ekki að kveljast leng- ur. Þar sem þú ert í fagnaði með ömmum mínum og öfum, frændum og frænkum og vinum og kunningj- um sem hafa fallið frá í gegnum tíð- ina. Þið sitjið þarna uppi og gætið okkar. Eins og Kristófer segir að nú sért þú bara engill á himninum hjá stjörnunum. Ég sé núna allt það sem þú gerðir mér gott. Það sem þú gafst mér og það sem ég fæ frá þér í persónu ein- kennum mínum og útliti. Eitthvað sem ég vildi aldrei viðurkenna áður, en núna bara verð ég að bíta í stolt- ið og segja það hér. En ég vil að þú vitir að það verður allt í lagi með okkur hér. Við munum ávallt sakna þín en við munum halda áfram. Barnabörnin þín eiga eftir að vaxa og dafna og þú munt sjálfsagt fylgjast vel með. Ég ætla að gera mitt besta í að vera þeim litlu sem góð fyrirmynd. Og þó svo að ég sé ekki í skóla núna þá ætla ég að láta verða eitthvað almennilegt úr mér. Ég bið að heilsa öllum þarna uppi hjá þér. „Love you“ eins og þú sagðir alltaf. Við sjáumst einhvern tíma aftur. Þitt litla dýr, Sigrún. Elsku amma. Hér eru nokkur orð til þín frá okkur. Svo lengi sem ég man eftir mér varstu til staðar, kenndir mér að elska aðra og að elska sjálfa mig. Þú varst alltaf tilbúin að hlusta, halda í höndina á mér og faðma mig. Lífsgleði þín og umhyggja höfðu mikil áhrif á líf mitt. Þakka þér fyr- ir að vera amma mín. Við sendum þér þrjá stóra fing- urkossa og risaknús. Þín ömmubörn, Kristófer Karl, Júlía Marín og Bjarki Kröyer. Lífið getur stundum verið erfitt. Ég segi þetta bara af því að ég var að missa frænku mína núna á þriðjudaginn eða 15. maí. Hún var 53 ára og hét Agga. Hún var ein af mínum bestu frænkum og mér þótti rosalega vænt um hana. Ég man til dæmis eftir einu af mörgum geggj- uðum kvöldum þegar ég gisti hjá henni en það var svona: Ég og litla systir mín komum til hennar um sex- eða sjöleytið og byrjuðum á því að panta pitsu, svo um áttaleytið löbbuðum við í Bónus video og keyptum gos, svo sá Agga nammi bar og sagði okkur að setja nammi fyrir okkur í sitthvorn nammipokann. Ég var eitthvað að taka 3 mola með skóflunni og Öggu fannst það ekki nóg svo að hún kenndi mér að nota skófluna og fyllti hana alla og setti í pokann minn. Pokinn endaði með því að vera fullur. Þegar við ætluðum að fara að borga sá Agga plagat þar sem var verið að auglýsa ódýran ís úr vél, hún spurði okkur hvort við vildum ís og við sögðum að sjálf- sögðu bara já, takk. Fórum svo að sofa um tólfleytið. Þetta var mjög eftirminnilegt og ég var ekki nema 10 eða 11 ára og núna er ég 12. Frænka veiktist svo af krabba- meini og það var mikið sjokk fyrir alla. Hún dó 3 vikum eftir að þetta kom í ljós. Mér finnst erfitt að tala um þetta vegna þess að ég sakna hennar svo mikið. Mér finnst gott að geta minnst hennar hér. Ég hef líka misst afa minn og sakna hans líka alveg ólýsanlega mikið. Afi var minn besti vinur. Ég trúi ekki alveg að afi og Agga séu bæði dáin, ég vona bara að þau fái að hvíla í friði. Þessi kveðja er til þeirra frá mér. Ég veit að ég er kannski væmin en svona er það bara á svona stundum. Elsku vinir og fjölskylda, við munum eftir henni eins og hún var, megi guð geyma hana. Rakel Lind Hjartardóttir. Agga Setta frænka mín er látin. Hart er það að missa af henni og sætta sig við sigur þjáninga sem ekki buðu upp á von. Fyrirvaralítið rann tíminn út og nú í síðasta skipti. Agga gerði sér grein fyrir því og talaði umbúðalaust um komandi dauða sinn þegar ég hitti hana síð- ast. Ég fann mikinn styrk hjá henni þrátt fyrir allt og þess vegna trúi ég að í nálægð frelsarans hafi verið hennar kærkomna von. En auðvitað skyldi hún gefa mér tiltal og gott veganesti. Elsku Agga sem þekkti mig á köflum betur en ég sjálf. Svona var hún, eitt og allt í senn. Og fyrir vikið bar ég alltaf mikla virðingu fyrir Öggu sem einu sinni var miklu eldri en ég en nú síðari árin mikil vinkona mín um margt. Þegar Agga var á leiðinni suður til ömmu þá var gaman. Tilhlökkun, matargerð, spennandi símtöl, búa upp rúmin og biðin eftir að bíllinn hennar Öggu kæmi upp Ártúnið. Við tók fyrirferðarmikil gleði, hlátur og um leið viss léttir hjá þeim mæðgum að ferðalaginu væri lokið. Hápunkturinn var að sjá stelpurnar sem áttu allan heiðurinn hjá Öggu. Þær voru allar þrjár í fangi hennar og hver frásögn varð ljóslifandi. En áður en það varð um seinan sagði hún gjarnan; nú ætla ég að skreppa til Ingveldar. Tilfinningin að fá Öggu og stemn- ingin sem kom með henni var alla tíð eins og hún væri komin til að vera. Það segir náttúrlega mest til um hana sjálfa, hvursu ræktarleg hún var við sína og í eðli sínu einlæg og þakklát. Seinna fundum við samsvörun í litrófi okkar og mættumst í sama skilningi. Í dag er það ekki sjálfsagt en leiðbeinandann mun ég rækta áfram og minna mig á. Slík gjöf skilur eftir sig og það er það sem skiptir máli. Agga var fær um að rata í innvið- inn, ef þurfti. Að eiga hana einnig að sem ljósmóður var mikið lán fyr- ir mig. Hún var flink ljósmóðir, nærgætin og gefandi með allan tím- ann á valdi sínu. Ég á henni svo sannarlega allt mitt öryggi að þakka, þrisvar sinnum. Ég einfald- lega gerði það sem hún sagði mér hverju sinni og það stóð heima. Hún átti bestu hendur fyrir Dagbjörtu dóttur mína. Það er mikil blessun að vera slík ljósmóðir. Tilveran er blendin en þegar tvær góðar koma saman þá er oft- ast hægt að gera gott úr henni, til- verunni. Þetta einkennir okkur frænkurnar og allar Ingurnar hennar Öggu sem betur fer, ekki fleiri orð um það að sinni. Nú vil ég kveðja þig síðan síðast stóra hetjan mín: Son Guðs ertu með sanni, sonur Guðs, Jesús minn, son Guðs, syndugum manni sonar arf skenktir þinn, son Guðs einn eingetinn, syni Guðs syngi glaður sérhver lifandi maður heiður í hvert eitt sinn. (H.P.) Elsku stelpurnar, Jóhanna, Stef- anía og Sigrún. Ég votta ykkur alla mína samúð við fráfall móður ykk- ar. Guð gefi ykkur, mökum og börn- um styrk og ljós í trú á eilíft líf. Stefanía Sigurðardóttir. Agga frænka er dáin. Hvernig getur það verið? Ég var hjá henni í þarsíðustu viku og þá var hún vissu- lega lasin en þó hin hressasta og full af baráttuhug og gríni. En þannig var hún, stolt kona með mik- inn húmor og skemmtilega frásagn- argáfu, beinskeytt en svo ótrúlega hlý og góð þegar á reyndi og sannur vinur vina sinna. Enda vinamörg með eindæmum og engin aldurs- mörk þar. Ég var níu ára gömul þegar ég fór fyrst í vist til Öggu Settu og Baldurs en þá var Agga ljósmóðir á Blönduósi og ný búin að eignast Jó- hönnu fyrstu dóttur sína. Um það bil ári síðar kom Stefanía Ellý og aftur mætti ég í vistina og einhver ár eftir það. Ég mun allaf dást að því hvað hún lagði sig fram við að mér leiddist ekki og að ég jafnaði mig á heimþrá sem ég fékk nokkuð reglulega enda var ég ekki gömul þá. Heilu kvöldin sátum við og spil- uðum kleppara með tilheyrandi lát- um, fórum á rúntinn á Blönduósi og fengum okkur ís, mér er í dag ómögulegt að skilja hvað við gátum rúntað lengi á ekki stærri stað en Blönduósi. En Agga hafði ótrúlega þolinmæði gagnvart mér þegar ég þurfti á upplyftingu að halda og tókst iðulega að ná upp brosi hjá mér. Því miður naut ég aldrei þess heiðurs að Agga tæki móti hjá mér því okkur tókst alltaf að vera hvor á sínu landshorninu þegar ég var á tíma en mikið var gott að geta hringt í hana og spurt um allt mögulegt sem viðkom meðgöngunni og fæðingunni. Við mæðgur söknum hennar sárt því hún var okkur öllum góð vin- kona. Stelpunum þótti það alltaf mikið ævintýri að fá að gista hjá Öggu frænku því hún var alltaf svo „ótrúlega góð“ sögðu þær alltaf „mamma við fengum pitsu og fullt af nammi og svo fengum við að fara seint að sofa“ já hún kunni á þetta. Sérstakt samband var milli Ingu Kristrúnar yngstu dóttur minnar og Öggu Settu en Agga var nánast sú eina sem Inga hlýddi umyrða- laust og bar hún ómælda virðingu fyrir frænku sinni. Daginn sem Agga Setta dó spilaði Inga Kristrún á tónleikum í píanóskólanum sínum en ég hafði sagt henni fréttirnar skömmu áður og ætlaði hún aldeilis að spila frænku til heiðurs. Þegar henni fannst tímabært að við legð- um af stað sagði hún „jæja, nú er Agga komin í besta sætið, við skul- um drífa okkur“ svo spilaði hún eins og hún hefði aldrei gert annað en að koma fram fyrir fullt af fólki, en þó var hún fyrst og fremst að spila til heiðurs uppáhaldsfrænku sinni. Elsku Jóhanna, Stefanía Ellý og Sigrún, ég get aðeins ímyndað mér hvað missir ykkar er mikill, en síð- ustu viku er ég aðeins búin að kynn- ast því hver sterkar þið eruð allar og ég veit að mamma ykkar væri af- ar stolt af ykkur nú eins og hún var ávallt. Ég bið góðan guð að vernda ykkur og fjölskyldur ykkar út lífið og gefa ykkur styrk í sorg ykkar og þið vitið að heimili mitt stendur ykkur alltaf opið. Elsku frænka, við kveðjum þig með trega og söknuði. Hvíl í friði. Inga Sigríður og dætur. Í dag kveðjum við Agöthu, það er ekki spurt um aldur þegar vágest- urinn krabbamein ber að dyrum. Við Agatha vorum giftar bræðr- um og bjuggum nálægt hvor ann- arri á Blönduósi, samgangur var mikill og góður milli heimilanna. Agatha var einstaklega hjálpsöm og alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd ef einhvers þurfti með. Hún virkaði stundum hrjúf en undir niðri var hún hlý og notaleg, talaði oft ansi mikið en aldrei heyrði ég hana hall- mæla nokkrum manni. Tengdaforeldrum okkar var hún Agatha Sesselja Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.