Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 17 Við gerum nýjan 27 holu golfvöll og frístundasvæði á Indriðastöðum í Skorradal www.indridastadir.is Kynningarfundur á Indriðastöðum í Skorradal laugardaginn 26. maí Kl. 14:00 Stofnfundur Golfklúbbs Skorradals Á Indriðastöðum er unnið að uppbyggingu á einu glæsilegasta golfsvæði á landinu. Verið er að vinna að 27 holu golfvelli með fyrsta flokks aðstöðu í einstakri náttúruumgjörð. Allir golfáhugamenn sem vilja gerast stofnfélagar eru boðnir velkomnir á fundinn. Skráning á www.indridastadir.is Kl. 15:30 Kynning á framtíðaruppbyggingu Indriðastaðalandsins Á þessu fallega svæði er hafin sala á lóðum fyrir frístundahús. Lóðirnar eru í hlíðinni fyrir ofan golfvöllinn með útsýni yfir dalinn og vatnið og til Snæfellsjökuls í vestri og Langjökuls í austri. Deiliskipulag gerir ráð fyrir sveigjanleika í stærð og gerð húsa. Lóðirnar eru sólríkar og njóta kvöldsólarinnar sérstaklega vel. Stutt er á golfvöllinn og á Indriðastöðum verður góð aðstaða til íþróttaiðkunar, siglinga, gönguferða og klettaklifurs auk þess sem skilyrði til skógræktar eru ein hin bestu á Íslandi. Kaffiveitingar á staðnum. Indriðastaðir eru aðeins um klukkustundarakstur frá höfuðborginni. Ekið er sem leið liggur í átt að Borgarnesi en í stað þess að fara yfir Borgarfjarðarbrúna er beygt til hægri rétt áður en komið er að henni. Ekið eftir vegi númer 50 og síðan er beygt aftur til hægri inn á veg númer 508 þar til komið er að vesturenda Skorradalsvatns en þar eru Indriðastaðir á hægri hönd. BRESKA stjórnin hefur kynnt áætl- un um hvernig fullnægja eigi orku- þörf Bretlands þegar fram líða stundir og hún leggur áherslu á að kjarnorka gegni mikilvægu hlut- verki í því sambandi þrátt fyrir and- stöðu umhverfisverndarsamtaka. Ráðherrar breska Verkamanna- flokksins vilja að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis með því að auka kjarnorkuframleiðsluna og þrefalda notkun endurnýjanlegra orkugjafa fyrir árið 2015, eða úr fimm prósentum í 15%. Áhersla lögð á kjarnorku       !"  #$%& -./01(0-/ + 230456 3   .      I?CJA 8B .I 4<  J I 3  L C .M I ; B    NMI J I NOP75NPFN         = 1*4>L1          ;1<=, >;?-><@  >;?-+?> 7 #?A5<-=,   C    @    A     % '! '% "! - Q#& Q#( Q# Q## Q%% Q%" Q%' Q% Q%$ Q%! Q%& ; B ' 4<  J I  *<B5 <<  ? +?>B  I?CJA      3   .   .I  7   L C   J I  3     '! !% 8B   .M I NMI <!8! >;?-: +?>B9A? #?A5<-=& 4  '(   )" *    8  R  / G 9 *G SG   G  YFIR 300.000 manns söfnuðust saman í miðborg Dam- askus í gær til að láta í ljósi stuðning við Bashar Assad, forseta Sýrlands. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram á sunnudag um hvort Assad eigi að gegna embættinu í sjö ár til viðbótar og talið er nánast öruggt að það verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Reuters Fylkja sér um forseta Sýrlands HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Bandaríkjunum sögðust í gær vera að kanna hvort tannkrem, sem flutt er til landsins frá Kína, innihéldi eit- urefni, að því er fram kom á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær. Áður höfðu stjórnvöld í Panama og Dóminíska lýðveldinu skýrt frá því að efnið diethylín glýkól, sem notað er í kælivökva í vélar, hefði fundist í tannkremi frá Kína. Þetta efni fannst einnig í hóstasaft sem varð rúmlega 50 manns að bana í Panama í fyrra. The New York Times sagði að kín- versk efnaverksmiðja hefði selt efnið sem glýserín, en það er oft notað í tannkrem, sápur og snyrtivörur. Diethylín glýkól, sem er ódýrara, er stundum notað í staðinn fyrir glýser- ín og kínverskir tannkremsframleið- endur hafa sagt að lítið magn af efn- inu sé hættulaust í tannkremi. Yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu og Panama segja að efnið hafi fund- ist í tveimur kínverskum tannkrems- tegundum, Excel og Mr Cool, sem hafi verið fluttar inn ólöglega. Yf- irvöld í Kína segjast vera að rann- saka málið. Eiturefni í tannkremi? Rannsakað hvort kínverskt tannkrem inniheldur eitur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.