Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Karl Magnússonfæddist í Tröð í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi 30. mars 1928. Hann lést á St. Franc- iskusspítalanum í Stykkishólmi 19. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Guð- brandur Árnason bóndi í Tröð, f. í Holti á Brimils- völlum í Fróðár- hreppi 5.6. 1884, d. 28.2. 1963, og Ragnheiður Helga Skarphéðinsdóttir, f. 10.6. 1893 í Guðlaugsvík í Bæjarhreppi í Strandasýslu, d. 27.5. 1975. Systk- ini Karls eru: 1) Árni, f. 12.8. 1914, d. 16.10. 2004, kvæntist Láru eru: 1) Hörður, f. 15.9. 1955, d. 22.7. 1958. 2) Hrafnhildur, f. 20.7. 1957, giftist Hermanni Þór Krist- inssyni, f. 6.8. 1960, sonur þeirra Fannar Örn, f. 5.8. 1983, fyrir átti Hrafnhildur Guðrúnu Láru Bour- anel, f. 14.1. 1980. Þau slitu sam- vistum. 3) Hörður, f. 12.5. 1959, kvæntur Sigurborgu Leifsdóttur, f. 23.1. 1961. Börn þeirra Lára María, f. 13.9. 1984, Anna, f. 29.8. 1987, og Leifur, f. 16.12. 1994. Karl og Lára slitu samvistum 1965. Karl kvæntist árið 1974 Hall- fríði Eiðsdóttur, f. 24.7. 1924. Dóttir hennar Anna Eggerts- dóttir, f. 2.9. 1954, d. 6.2. 1986. Karl bjó mestan hluta ævi sinn- ar í Tröð í Fróðárhreppi og starf- aði aðallega við trilluútgerð og fiskvinnslu. Útför Karls verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Brimilsvöllum. Þórðardóttur, f. 30.6. 1919, d. 20.11. 1955, bjuggu í Keflavík, 2) Margrét Hulda, Jaðri í Ólafsvík, f. 20.2. 1918, giftist Sigurði Brandssyni frá Fögruhlíð í Fróðár- hreppi, f. 14.10. 1917, d. 31.5. 1996, 3) Ragna Jenný, f. 1.1. 1924, d. 1.4. 2002, giftist Alfonsi Sig- urðssyni frá Eski- firði, f. 17.12. 1916, d. 1.2. 2007, og 4) Skarphéðinn, f. 15.11. 1930, d. 3.6. 1946. Karl kvæntist árið 1955 Láru Ágústsdóttur frá Kötluholti í Fróðárhreppi, f. 8.11. 1935, og áttu þau saman þrjú börn, þau Tengdafaðir minn Karl Magnús- son er látinn eftir harða baráttu við þann sjúkdóm sem lagði hann að velli. Síðustu vikurnar kom vel í ljós hve lífsvilji hans var mikill, hann dreymdi um að fá að lifa sum- arið í sveitinni sinni. Það má segja að mín fyrstu kynni af Kalla, eins og hann var alltaf kallaður, hafi verið þegar hann bjargaði mér upp úr aur- bleytu. Ég var á leið til Stykk- ishólms úr minni fyrstu ferð til Ólafsvíkur að hitta tengdafólkið og tilvonandi eiginmaður farinn út á sjó. Vegirnir í Fróðárhreppnum voru ekki góðir í þá daga og hafði rignt mikið dagana áður. Hörður hafði beðið pabba sinn að fylgjast með mér þegar ég færi fram hjá Tröð. Þarna kynntist ég fljótt hjálpsemi Kalla sem einkenndi hann alla tíð, hann var ekkert að bíða heldur kom á móti mér á trak- tor og dró bílinn upp úr drullufor- inni. Þegar ég kom inn í fjölskylduna bjó Kalli í Tröð með seinni konu sinni Hallfríði, þar sem þau bjuggu nánast allan sinn búskap. Hvergi fannst honum betra að vera og þar vildi hann búa til dauðadags. Tröð- in var óðalið hans og þangað voru allir alltaf velkomnir. Glaðastur var hann þegar gesti bar að garði eða von var á einhverjum í heim- sókn. Ættarmót í Tröð með systk- inum hans og fjölskyldum voru stórhátíðir í hans augum. Lengst af stundaði Kalli trilluútgerð og réri Fríða kona hans með honum í mörg ár. Það var ótrúlegur dugnaður í þessari fullorðnu konu og voru þau mjög samhent í þessari vinnu sinni. Síðustu árin áttu þau sameig- inlegt hugðarefni sem var lítið gall- erí. Þar er að finna ýmislegt hand- verk eftir þau bæði, svo sem smíðahlutir og prjónaskapur. Þó tengdafaðir minn hafi verið glaðvær maður og mikið fyrir líf og fjör, átti hann líka sínar dökku hliðar. Snemma á lífsleiðinni lenti hann í áföllum sem eflaust hafa markað líf hans til æviloka. Fyrir tuttugu árum lenti hann í bílslysi sem olli því að hann átti erfitt með tjáskipti og meðtók ekki allt sem sagt var við hann. Orð eins og „apparat“ og „drasl“ komu oft í stað þeirra sem hann vantaði en kom ekki frá sér. Kalli fylgdist vel með börnunum sínum og var stoltur af þeim. Þó hann væri orðinn fársjúkur spurði hann um barnabörnin, sérstaklega ef hann vissi að þau væru á ferða- lögum. Síðustu mánuðina dvaldi Kalli á St. Franciskusspítalanum í Stykk- ishólmi þar sem hann naut góðrar aðhlynningar og er starfsfólkinu færðar kærar þakkir fyrir. Má segja að ég hafi kynnst tengda- föður mínum enn betur í veikind- um hans síðustu mánuði. Hann var þakklátur fyrir það sem fyrir hann var gert þennan erfiða tíma. Eft- irminnilegur er dagurinn þegar Sigurður frændi hans kom úr Reykjavík með harmonikuna og spilaði fyrir hann eins og þeir höfðu oft gert saman áður. Gleði- svipurinn sem færðist yfir andlit gamla mannsins er ógleymanlegur. Fjórum dögum síðar var hann all- ur. Guð veri með Fríðu, börnunum hans og barnabörnum sem sjá nú á eftir eiginmanni, föður og afa. Blessuð sé minning Karls Magn- ússonar. Sigurborg Leifsdóttir. Suður um höfin að sólgylltri strönd sigli ég fleyi mínu til að kanna ókunn lönd. En meðan ég lifi ei bresta þau bönd, sem bundið mig hafa við suðræna strönd. Hún kom sem engill af himni til mín, heillandi eins og þegar sólin björt í heiði skín. Og yndisleg voru þau ævintýr mín og yndisleg voru hin freyðandi vín. Þegar dagur var kominn að kveldi, þá var kátt yfir börnum lands, þá var veisla hjá innfæddra eldi og allir stigu villtan dans. Suður um höfin að sólgylltri strönd svífur minn hugur, þegar kólna fer um heimalönd. Og meðan ég lifi, ei bresta þau bönd, sem bundið mig hafa við suðræna strönd. (Skafti Sigþórsson) Þessi texti minnir okkur alltaf á afa. Þegar hann var í góðra manna hópi ljómaði hann og það þurfti alltaf mjög lítið til að gleðja hann. Þegar við heimsóttum hann á sjúkrahúsið talaði hann einmitt um hversu gaman væri að slá upp veislu og dansa fram á rauða nótt. Afi hafði nefnilega ótrúlega gaman af því að hlusta á tónlist og enn skemmtilegra þótti honum að grípa sjálfur í nikkuna. Við systurnar munum aldrei gleyma þeim stund- um sem við spiluðum með afa og Sigga frænda í galleríinu. Afi og Siggi á nikku og við á hljómborðið sem hann var svo stoltur af að hafa keypt á Kanarí. Þó svo að fingurnir væru eitthvað farnir að kreppast var ánægjan af tónlistinni alltaf til staðar. Takk fyrir allar góðu stundirnar elsku afi. Lára María, Anna og Leifur. Tíminn flýgur og Kalli horfinn héðan 79 ára, samt er það eins og gerst hafi í gær þegar ég sem 4-5 ára polli kom vestur sunnan úr Reykjavík og hann tók á móti okk- ur mömmu við vegamótin upp á heiði, þar sem við stigum inn í þessa fínu drossíu sem hann var þá búinn að kaupa. Þetta var nú eitt- hvað fyrir mig strákinn, sem kom- inn var með óstöðvandi bíladellu. Á þessum árum var ekki einu sinni búið að leggja almennilegan veg um sveitina, aðeins slóðar og engar brýr, en Kalli stýrði eðalvagninum af mikilli leikni yfir ár og torfærur alveg þangað til við komum að Holtsánni úti á eyrunum þá var þessari lúxusdrossíu, sem ætlað var að renna eftir malbikuðum göt- um í útlöndum nóg boðið, hún tók andköf í ánni og drap á sér. Kalli snaraði okkur strax þurrum í land og við löbbuðum svo þennan spotta sem eftir var heim að Tröð. Um kvöldið þegar fór að rökkva var rölt aðeins upp fyrir bæinn og hleypt vatni á litlu rafstöðina, þá einu í sveitinni, sem þessi móð- urbróðir minn hafði smíðað ásamt yngri bróður sínum og þegar ljósa- perurnar byrjuðu að lýsa daufri flöktandi birtu þá tók hann upp nikkuna og ég hlustaði alveg dá- leiddur á hvernig hann þandi instrúmentið af þeirri sönnu spila- gleði sem honum einum var lagið. Nokkrum árum síðar þegar Kalli hafði stofnað heimili í Ólafsvík þá dvaldi ég hjá honum nokkra daga og hafði mikla unun af því að kíkja við í smiðjunni þar sem hann vann og var alveg heillaður af vélunum þar, en innan um slíkar græjur naut hann sín alltaf vel. En hann var einnig ætíð maður mikilla hug- mynda og allt í einu var hann orð- inn einn stærsti kúabóndinn í Fróðárhreppi og auðvitað strax bú- inn að vélvæða mjaltirnar, kominn með súgþurrkun sem þá var að ryðja sér til rúms, var gæslumaður á hrikalegum bola sem sæðingar- mennirnir voru þá ekki búnir að leysa af hólmi, búinn að reisa æv- intýralegan súrheysturn með sér- hönnuðum og útreiknuðum stein- um sem fargi. Þarna var skúr fullur af allskonar verkfærum, log- suðugræjur, steypumót fyrir hrein- dýrshorn sem skrýddu hreindýrs- hausinn á húddi Willys-jeppans, skiptilyklar, fastir lyklar, stjörnu- lyklar, topplyklar og ég veit ekki hvað þar var ekki að finna. Einn daginn var hann búinn að hirða greiðuna af eldgamalli hestasláttu- vél sem stóð alltaf við merkjalæk- inn á milli Fögruhliðar og Traðar. Daginn eftir þegar menn sveittust blóðinu við að koma heyinu með handafli upp í galta, þá var komin hjá honum ýta aftan á traktorinn og galtarnir hrönnuðust upp án þess að mannshöndin kæmi þar nærri nema að mjög litlu leyti. Á seinni árum höfum við átt ótal ánægjustundir saman, sitjandi með nikkurnar og það er ótrúlegt hvað það veitti mér ætíð mikinn inn- blástur að spila með Kalla, jafnvel þótt fingur hans væru orðnir krepptir og heilsan farin að bila, þá var spilagleðin ætíð hin sama. Ég þakka þessum frænda mín- um fyrir allt sem ég fékk að njóta með honum og bið Guð að blessa hann. Sigurður Alfonsson. Nú þegar Kalli er horfinn úr þessum heimi vil ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Það verður erfitt að fylla í skarð- ið sem þessi öðlingur skilur eftir. Hann frændi minn var mikill vinur minn, góður og blíður maður. Margar ánægjustundirnar áttum við saman í sumarbústaðnum okk- ar í Tröð, sem hann sagði alltaf að væri best í heimi. Og veiðiferðirnar sem við fórum í saman munu seint gleymast. Sögurnar sem hann sagði okkur, flestar af honum sjálfum, munu lifa áfram. Við gleymum þeim ekki. Það verður tómlegt í Fróðár- hreppi án Kalla. Guð blessi minningu hans. Lára Þórðardóttir. Karl Magnússon foreldrum sínum og afmælisbörnum til sóma þegar hún mætti með fjöl- skyldu sinni í stórafmæli hér á Þórs- höfn fyrir tveimur árum. Hún skemmti sér vel, söng hástöfum með hljómsveitinni og sá um að hljóm- borðsleikarinn hefði nóg kók að drekka. Elsku litla frænka, gaman hefði verið að fylgjast með þér vaxa og dafna. Kannski hefur litla sálin þín valið sér þetta erfiða hlutverk í upp- hafi – og þá fjölskyldu sem gæti tek- ist á við það með þér. Því fær enginn svarað. Gréta mín og Gísli, Baldvin og Greipur, Guð gefi ykkur styrk til að bera ykkar mikla missi og djúpu sorg. Líney. Emma var ekki gömul þegar hún fór að koma með mömmu sinni, Grétu Ingþórsdóttur, framkvæmda- stjóra þingflokksins okkar, í heim- sókn á skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins. Hún heillaði okkur strax með einstakri útgeislun og var alltaf gam- an hjá okkur þegar Emma litla skokkaði á milli skrifstofuherbergj- anna í Valhöll. Oft var mikið um að vera til dæmis í aðdraganda kosn- inga, landsfundar eða prófkjara og kom þá ekki litla skottið og fékk okk- ur til að líta aðeins upp og gleyma stað og stund. Hún gaf okkur teikn- ingar sem hún hafði tileinkað hverj- um og einum, söng fyrir okkur, lagði fyrir okkur gátur eða bara ræddi um sín áhugamál. Við starfsfólkið rædd- um það oft okkar í milli hve mikið skýrleiksbarn hún væri og hversu þroskuð hún væri miðað við ungan aldur. Nú er Emma okkar farin og gangarnir í Valhöll, þar sem hún trítlaði svo oft um svo tómir, svo óendanlega tómir. Við sendum Grétu, Gísla, Baldvini og Greipi okkar dýpstu samúðar- og saknaðarkveðjur. Samstarfsvinir á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Við kynntumst Emmu þegar hún byrjaði hjá okkur í 2.-3. bekk í Hamraskóla haustið 2005. Lítil, ljós- hærð og skemmtileg stelpa. Hún var mjög hæfileikarík, frá- bær námsmaður og ófeimin að tjá sig um sín eigin verk. Gott var að eiga hana að til þess að aðstoða samnem- endur sína og alltaf var hún tilbúin að leiða söng þegar á þurfti að halda. Við minnumst þess þegar hún stóð uppi á borði og söng með vinkonum sínum, æfði með þeim dansa og leik- rit. Hún hafði gott skopskyn og sagði okkur óteljandi marga góða brand- ara. Fyrir jól lék hún svo einstaklega fallega fyrir okkur á píanóið í Graf- arvogskirkju að unun var á að hlýða. Emma var alveg ótrúlega dugleg í veikindum sínum. Í skólanum sagði hún sjálf bekkj- arsystkinum sínum frá þeim. Við upplifðum það að persónuleiki Emmu hélst óbreyttur fram á síð- asta dag. Við viljum þakka fjölskyldu Emmu Katrínar fyrir að hafa fengið að fylgjast með henni síðustu vikurn- ar. Það er okkur ómetanlegt. Starfsfólk og nemendur Hamra- skóla votta fjölskyldu Emmu Katr- ínar samúð sína. Minning Emmu Katrínar lifir í hjörtum okkar allra. Auður Bára, Elín Anna og Kristjana, umsjónarkennarar í 2.-3. bekk Hamraskóla. Elsku Emma hjartagull. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóh.) Vertu sæl um alla eilífð, elskulega góða barn. Þó að stöðugt þig við grátum þreytt og mædd um lífsins hjarn eigum við í huga hrelldum helga von og bjarta þrá að eiga vísa endurfundi aftur þig að mega sjá. (Guðrún Jóh.) Elsku Gréta, Gísli, Baldvin og Greipur, við biðjum góðan Guð og alla hans engla að halda utan um ykkur og veita ykkur allan þann styrk sem þið þurfið á að halda. Við sendum ykkur og öllum sem tengjast Emmu, fallega englinum ykkar, innilegar samúðarkveðjur. Siv, Þór, Emil og Embla. Emma Katrín Gísladóttir Vegna mistaka féllu undirskriftir barna- barna Guðna niður við birtingu greinar þeirra í Morgunblaðinu 24. maí. Við biðjum alla hlutaðeigandi af- sökunar og birtum greinina hér aft- ur. Í bænum okkar, besti afi biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér leiði þig að ljóssins vegi Guðni Aðalsteinn Ólafsson ✝ Guðni Aðal-steinn Ólafsson fæddist í Reykjavík 28. júní 1922. Hann andaðist á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 16. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 24. maí. lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen) Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði en þú verður alltaf í hjarta okkar, við vitum að nú ert þú kominn á góðan stað þar sem þér líður vel. Við verðum dugleg að passa ömmu Völlu fyrir þig. Þín afabörn, Íris Dögg, Birkir Freyr og Fjóla Björk. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.