Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI SVERRIR Pálsson, fyrrverandi skóla- stjóri, opnar fyrstu málverkasýningu sína á morgun kl. 14 í Ketilhúsinu. Þar verða 64 myndir. Hann segir það gamla tóm- stundaiðju að rissa og teikna „en þetta var aldrei nein alvara; bara leikur.“ Sverrir og eiginkona hans fluttu í nýtt hús árið 2000 og er hann með vinnuaðstöðu í bíl- skúrnum. „Ég fór í kvöldskóla til Arnar Inga og var hjá honum í þrjá vetur, en hætti þegar ég varð áttræður; síðan hef ég verið í sjálfsmennsku í bílskúrnum. Ég geri þetta mér til skemmtunar og afþreyingar; lífs- fyllingar. Ég hugsaði með mér að gaman væri að prófa að sýna og athuga hvort ég yrði hrópaður niður! Ég hef haft gaman af þessu og ef einhver hefur gaman af því með mér að umgangast þessar myndir þá er það mín ánægja líka. Ef ekki, þá það; hver hefur sinn smekk. Ég þröngva mynd- unum ekki upp á neinn.“ Sýningin verður opin daglega til 17. júní, að þremur dögum frátöldum.  Útskriftarsýning Lilju Guðmunds- dóttur, fyrrverandi kjötiðnaðarmanns, frá Myndlistarskóla Arnar Inga hefst í Arn- arauga, Óseyri 6, kl. 14 á morgun, Sýn- ingin verður opin 14-18 laugardag og sunnudag. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Landslag Sverrir Pálsson, fyrrverandi skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akureyri. Skemmtun og lífsfylling FÉLAGSFUNDUR í íþróttafélag- inu Þór hafnaði í fyrrakvöld til- lögum Akureyrarbæjar um upp- byggingu á svæði félagsins í Glerárhverfi. Aðalstjórn KA og stjórn knattspyrnudeildar eru hins vegar sáttar við hugmynd bæjaryf- irvalda um framtíðaruppbyggingu á svæði félagsins við Dalsbraut. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að leggja Akureyrarvöll af, eins og margoft hefur komið fram, og byggja þess í stað upp keppn- isaðstöðu fyrir knattspyrnu á svæðum bæði KA og Þórs. Landsmót ungmennafélaganna fer fram á Akureyri 2009 og þess vegna þarf að koma upp fullkom- inni aðstöðu til keppni í frjáls- íþróttum. Staðið hefur til að hún yrði á Þórssvæðinu. Á Þórsfund- inum þar sem tillögum bæjarins var hafnað, var jafnframt sam- þykkt að fela stjórn félagsins að halda áfram viðræðum við bæinn. Þórsarar eru óánægðir með tvennt; annars vegar að í nýjum til- lögum bæjarins hefur áhorf- endastúka verið færð vestur fyrir knattspyrnuvöllinn en er ekki leng- ur á milli hans og frjálsíþróttavall- arins eins og gert var ráð fyrir í fyrri hugmyndum. Hins vegar eru þeir ósáttir við að bæjaryfirvöld skuli ekki bjóða félaginu fébætur fyrir það land sem fer undir frjáls- íþróttavöllinn. Félagið fær, skv. til- lögunni, nýtt æfingasvæði á milli félagsheimilisins Hamars og versl- unarmiðstöðvarinnar Sunnuhlíðar, en það finnst Þórsurum ekki nóg. Forráðamenn Knattspyrnu- félags Akureyrar eru sáttir við hugmyndir bæjaryfirvalda um uppbyggingu á svæði félagsins. Upphitaður og flóðlýstur gervi- grasvöllur KA á að verða tilbúinn vorið 2009 og áhorfendastúka reist norðan við völlinn á árunum 2011 til 2013. Auk þess verður hluti æf- ingasvæðis félagsins tekinn upp og lagfærður. „Sameiginlegur fundur að- alstjórnar KA og knattspyrnu- deildar KA fagnar tillögum frá Ak- ureyrarbæ vegna uppbyggingar á íþróttasvæði KA og telur það til mikilla framfara fyrir íþróttalífið hjá KA og í bænum almennt,“ segir í bréfi félagsins til formanns Íþróttaráðs. Fundurinn bendir hins vegar á að hafa verði í huga að skv. leyfiskerfi KSÍ verði ekki hægt að keppa á völlum án stúku frá árinu 2010. Því verði að tryggja að á Akureyrarvelli eða KA-svæði verði hægt að leika við löglegar að- stæður á öllum tímum. Fáist áframhaldandi undanþága frá KSÍ verði að byggja bráðabirgðaað- stöðu fyrir áhorfendur á KA- svæðinu þar til stúkan verði risin. Tillögur Akureyrarbæjar gerðu ráð fyrir að upphitaður gervigras- völlur yrði tilbúinn á Þórssvæðinu 2009 og á árunum 2011 til 2013 yrði stúkan reist og sett upp flóðlýsing. KA-menn eru sáttir við sitt Þórsarar hafna tillögum bæjarins um uppbyggingu á félagssvæðinu Framtíðin Tillaga að uppbyggingu á KA-svæðinu, sem KA-menn eru sáttir við. Keppnisvöllur klæddur gervi- grasi vestan við íþróttahúsið og áhorfendastúka norðan vallarins – en hana á að reisa eftir nokkur ár. Í HNOTSKURN »Þórsarar telja að þegarhugmyndir um frjáls- íþróttaaðstöðu á fé- lagssvæðinu voru fyrst reif- aðar, árið 2003, hafi stjórn Þórs verið veitt heimild til að bjóða bæjaryfirvöldum uppá að byggt yrði á svæðinu og annarri starfsemi hleypt þangað inn, í þeim tilgangi að bjarga rekstri félagsins. Bætur fyrir það hafi verið aðalforsenda málsins. FLEST hús Seltjarnarness hafa verið tengd við ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur og geta íbúar þess nú nýtt sér þá fjöl- breyttu þjónustu sem í boði er á netinu. Samkomulag um ljósleið- aravæðinguna var undirritað í árs- lok 2004 og nú er farið að sjá fyrir endann á verkinu. Um ljósleiðarann geta heimili og fyrirtæki fengið helstu fjarskipta- og afþreyingarþjónustu sem til þessa hefur verið send í gegnum símavíra og sjónvarpsloftnet. Birg- ir Rafn Þráinsson, framkvæmda- stjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, segir að ljósleiðarinn sé gagna- flutningaleið framtíðarinnar. Sel- tirningar hafi sýnt mikla framsýni þegar þeir riðu á vaðið fyrir tæpum þremur árum og nú standi þessi öfluga þjónusta íbúum Seltjarnar- ness til boða, án þeirra flöskuhálsa sem einkenni eldri flutningsnet. Opnar nýjar víddir Jónmundur Guðmarsson, bæjar- stjóri Seltjarnarness, segir að bær- inn hafi verið leiðandi í þróun raf- rænnar þjónustu en nú opnist nýjar víddir. „Það að hvert einasta heimili í bænum hefur nú aðgang að ljósleiðaranetinu opnar mikla möguleika til náms, afþreyingar og starfa í upplýsingatækni framtíð- arinnar,“ segir Jónmundur. Hann segir að með ljósleiðaravæðingunni hafi bæjarfélagið verið að auka samkeppnishæfni Seltjarnarness sem framsækins bæjarfélags auk þess sem fyrir bæjaryfirvöldum hafi vakað að varðveita og bæta lífsgæði Seltirninga og standa vörð um verðgildi fasteigna á nesinu, en raunin sé sú að fasteignaverð þeirra eigna sem hafa verið ljós- leiðaravæddar erlendis hafi hækk- að um 3-5%. Nesið ljós- leiðaravætt Mótorhjólamessa verðurhaldin í Digraneskirkjuað kvöldi annars hvíta-sunnudags kl. 20.00. Þar munu flestir mótorhjólaklúbbar landsins eiga fulltrúa og mót- orhjólafólk annast helgihaldið að stórum hluta. Messan er haldin í samstarfi þjóðkirkjusafnaða og hvítasunnukirkjunnar. Séra Íris Kristjánsdóttir, prestur í Hjalla- kirkju og Snigill og Skutla, mun pre- dika. Auk hennar taka þátt í mess- unni séra Gunnar Sigurjónsson, prestur í Digraneskirkju, en hann er Snigill og IFMR, séra Egill Hall- grímsson í Skálholti, sem er Postuli, Vörður Leví Traustason, for- stöðumaður Hvítasunnukirkjunnar, sem er Trúboði, og Jón Þór Eyjólfs- son, aðstoðarforstöðumaður Fíladel- fíu, sem bæði er Snigill og Trúboði. Þorvaldur Halldórsson mun annast tónlistarflutning ásamt Meme-group sem er gospelkór unglingastarfsins í Digraneskirkju. Séra Íris var spurð hvort það væri eilífðarþráin sem ræki þjónandi presta á bak mótorfákum? „Nei, þetta er nú fyrst og fremst áhugamál sem tengist ekki beint starfsvettvangi fólks. En áhuga- málið sameinar fólk úr öllum stétt- um, hvort heldur presta, preláta, lögfræðinga eða aðra.“ Íris sagðist vita af a.m.k. fjórum prestum þjóð- kirkjunnar sem ættu mótorhjól, auk forystumanna í hvítasunnukirkj- unni. Hún nefndi að mótorhjóla- klúbburinn Trúboðarnir væri ein- mitt tengdur þeirri kirkju. Íris sagði að ímynd mótorhjólafólks hefði oft á tíðum þótt hrjúf. Það hefði þó ekkert með sportið að gera. „Mótorhjólasportið sem slíkt snýst fyrst og fremst um ákveðna frels- istilfinningu – og það er mjög trúar- legt hugtak,“ sagði Íris. „Þetta er það sem maður kemst næst því að fljúga. Maður fær ákveðna tilfinn- ingu á mótorhjóli sem maður finnur ekki annars staðar. Maður samein- ast hálfpartinn náttúrunni og al- mættinu. Finnur vindinn leika um sig. Því að vera á mótorhjóli á ferð fylgir ákveðin frelsistilfinning sem ekkert slær við.“ Íris er nú búin að hjóla í ein þrjú ár og vera með prófið í fjögur eða fimm ár. Hún sagðist hafa verið á skellinöðru á unglingsárunum og líklega hefur bakterían kviknað þá. Nú er Íris á nýju hjóli, Yamaha Mid- night Star 1300, sem Íris segir vera „algjöran sófa“. Hún sagðist fara á mótorhjólinu til sinnar kirkju, en ef hún þyrfti að fara eitthvert annað með skrúðann þyrfti hún að fara á bílnum. Gallinn við mótorhjólið væri að erfitt væri að taka með sér far- angur. Aðspurð sagðist Íris ekki hafa orðið þess vör að fólki þætti óviðeigandi að presturinn væri á mótorhjóli. „Ég hef hins vegar orðið vör við að fólki finnst þetta „rosa- lega töff“, en ég er nú ekki að þessu þess vegna. Svo hefur fólk orðið skemmtilega hissa! Ég hef ekki fengið gagnrýni fyrir þetta.“ Íris er í Sniglunum, bifhjóla- samtökum lýðveldisins, og einnig í Kvenhjólaklúbbnum Skutlunum frá stofnun hans í ágúst 2005. Í Skutl- unum eru um 40 konur eins og sjá má á heimasíðu þeirra (www.skutl- ur.is). Íris segir að Skutlurnar séu frá tvítugu og upp í sextugt, fjöl- breyttur og líflegur félagsskapur. „Við erum að fara í Stykkishólm fyrstu helgina í júní og hringinn kringum landið í lok júní. Við hitt- umst einu sinni í viku og það er heil- mikið á döfinni.“ En hvers vegna að halda mót- orhjólamessu? „Okkur þótti viðeigandi að safnast saman til þess að biðja fyrir sumr- inu. Fara með ferðabæn og biðja um blessun. Það er mikið talað um að hjólafólk fari á skrið á sumrin og hætturnar eru margar. Vissulega þurfum við líkt og aðrir að fara gætilega í umferðinni.“ Íris sagðist alltaf fara með bæn í upphafi ferðar, hvort sem hún hjólaði eða æki bíl. Hún sagði mótorhjólafólk vissulega hafa það á bak við eyrað að sportið gæti verið hættulegt. Hraðakstur væri mjög mikill, fyrst og fremst á bílum, og hann væri hættulegur. Ör- yggi á vegunum skipti mót- orhjólafólk miklu máli. Þess vegna hefði t.d. verið gagnrýnt að sett voru víravegrið á Suðurlandsveg af þeirri gerð sem hefur reynst mjög hættu- leg fyrir mótorhjólafólk. Allt áhugafólk um mótorhjól og umferðarmenningu er boðið vel- komið í messuna í Digraneskirkju. Mótorhjól verða til sýnis fyrir utan kirkjuna og eins í anddyrinu. Leð- urklæðnaður og annar öryggisbún- aður á mótorhjólum er viðeigandi messuklæðnaður. Ólýsanleg frelsistilfinning Prestur og Snigill „Áhugamálið sameinar,“ segir sr. Íris Kristjánsdóttir. Mótorhjólamessa verður haldin í Digraneskirkju að kvöldi annars í hvítasunnu HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.