Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Útiloka ekki virkjun  Landsvirkjun er tilbúin að skoða þann möguleika að leggja fjármuni í vega- gerð í Flóahreppi og tengja hann við nýja vatnsveitu  Viðræður halda áfram Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is LANDSVIRKJUN er tilbúin að ræða um að koma með einhverjum hætti að vegalagningu í Flóa- hreppi og einnig að tengja hreppinn við nýja vatnslögn. Þetta var niðurstaða fundar fulltrúa Landsvirkjunar og Flóahrepps sem fram fór í gær um byggingu Urriðafossvirkjunar. Fyrr í vikunni samþykkti sveitarstjórn Flóa- hrepps að gera ekki ráð fyrir Urriðafossvirkjun í aðalskipulagi sínu. Ástæðan var sú að sveitar- stjórn taldi ekki „nægilegan ávinning af slíkri virkjun fyrir Flóahrepp og íbúa hans að bættur verði sá skaði sem áhrif virkjunarinnar hefðu fyrir vatnsverndarsvæði, ferðaþjónustu, lífríki í Þjórsá og landnotkun í nágrenni virkjunarinnar“. Aðalsteinn Sveinsson, oddviti Flóahrepps, segir að það sé margvíslegur skaði sem hljótist af virkj- uninni og það liggi ekki fyrir hvernig hann verði bættur. Til viðbótar fái sveitarfélagið engar tekjur af virkjuninni því að stöðvarhúsið verði í Ása- hreppi og samkvæmt lögum séu fasteignaskattar aðeins greiddir af húsum en ekki af stíflum, skurð- um, görðum eða öðru því sem fylgir virkjunum. Meta kosti og galla fyrir Flóahrepp Aðalsteinn sagði að Flóahreppur hefði átt í við- ræðum við Landsvirkjun um þessi mál og eftir fund með fulltrúum fyrirtækisins í gær hefði nið- urstaðan orðið sú að halda þeim áfram. „Við verð- um að meta kosti og galla þess fyrir Flóahrepp og íbúa hans að vera með Urriðafossvirkjun. Þá erum við ekki að hugsa bara um stöðuna í dag heldur til framtíðar.“ Aðalsteinn sagði að það lægi fyrir að margvís- legur skaði yrði af virkjun Urriðafoss og spurn- ingin snerist ekki síst um til hvaða mótvæg- isaðgerða yrði gripið til þess að bæta þann skaða. Í tilkynningu frá Flóahreppi segir um viðræð- urnar við Landsvirkjun: „Í því sambandi er m.a. rætt um samgöngur og ferðaþjónustu á svæðinu, vatnsvernd, lífríki Þjórsár, landnotkun í nágrenni virkjunarinnar og mögulegar mótvægisaðgerðir.“ Helgi Bjarnason, verkefnisstjóri hjá Lands- virkjun, segir að fulltrúar Flóahrepps hafi bent á að með virkjuninni hverfi Urriðafoss og það muni hafa áhrif á framtíðartekjur sveitarfélagsins af ferðamönnum. Landsvirkjun sé tilbúin að skoða þann möguleika að styrkja stöðu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu með því að flýta lagningu malbik- aðs vegar í sveitarfélaginu. Helgi sagði að eins væri talið líklegt að virkj- unin hefði áhrif á vatnsverndarsvæði hreppsins. Landsvirkjun væri tilbúin að skoða þann mögu- leika að afleggja þetta vatnstökusvæði og tengja hreppinn við aðrar vatnsveitur. HÁSKÓLA unga fólksins var slitið við þéttsetna athöfn í gær. 211 nemendur voru útskrifaðir en þetta er þriðja sumarið sem skólinn er starfræktur og þátttaka hefur aldr- ei verið jafnmikil. Háskóli unga fólksins er viku- langur sumarskóli á vegum Há- skóla Íslands þar sem börn og ung- lingar á aldrinum 12–16 ára geta valið sér sex til átta námskeið af einum þrjátíu mismunandi fræða- sviðum háskólans. Á meðal fræði- greina má nefna ýmis tungumál, lögfræði, læknisfræði, tölvuverk- fræði og margt fleira. Að sögn Ástu Hrannar Maack, deildarstjóra markaðs- og sam- skiptasviðs HÍ, voru nemar jafnt sem foreldrar afskaplega ánægðir með námskeiðin. Mikil gleði hefði ríkt í skólanum og mikil stemning í hópi nemenda. Vinsælustu nám- skeiðin, að hennar sögn, voru í tungumálum og grunnfræðigrein- um. Ásta segir sumarskólann dýr- mætan fyrir háskólann. Hann sé leið til að koma á framfæri því sem skólinn sé að gera en jafnframt dýr- mætur fyrir samfélagið. Dýrmætur fyrir HÍ og samfélagið Morgunblaðið/Kristinn Þéttsetin útskrift Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, tekur við merki skólans frá Þóru Kristínu Jónsdóttur, stoltum útskriftarnema. Merkið var gert í örtæknikjarna sem nemendur nanótækninámskeiðs fræddust um. Háskóli unga fólksins útskrifar unga og fróðleiksfúsa Rjúpnastofninn er á niðurleið um allt land ann- að árið í röð samkvæmt rjúpnatalningu Náttúrufræði- stofnunar Ís- lands (NÍ) nú í vor. Að með- altali nam fækk- unin 27% sam- anborið við 12% fækkun árið 2006. Árin tvö þar á undan, þ.e. 2003– 2005 þegar rjúpnaveiðibann var í gildi, óx stofninn um 80–100% á milli ára. Í samtali við Ólaf K. Nielsen fuglavistfræðing bendir hann á að íslenski rjúpnastofninn sveiflist mikið af náttúrulegum orsökum. „Síðasti hái toppurinn í rjúpnahá- mörkum var árið 1955, en síðan hefur hallað undan fæti hjá rjúp- unni.“ Spurður hvað valdi hnignun rjúpunnar segir Ólafur um ýmsa samspilandi þætti að ræða. „Það er margt í umhverfinu sem er rjúp- unni óhagkvæmt miðað við það sem áður var,“ segir Ólafur og nefnir í því samhengi bæði girð- ingar og raflínur sem liggi vítt og breitt um landið. „Þessar girð- ingar virka sem drauganet í sjó,“ segir Ólafur og áætlar að árlega farist tugþúsundir rjúpna við að festast í girðingum og línum. Af öðrum þáttum nefnir Ólafur ágang minks og betri búnað veiðimanna. Eins og kunnugt er lagði NÍ árið 2003 til fimm ára veiðibann. Á end- anum varaði bannið aðeins tvö ár. „Í kjölfar veiðibannsins urðu mikl- ar breytingar á afkomu rjúpunnar til hins betra. Það dró mikið úr af- föllum og stofninn tók gríðarlega stórt stökk upp á við. Um leið og banni var aflétt byrjaði þessi dýfa niður á við.“ Aðspurður hvort ástæða hefði verið til þess að láta bannið gilda lengur segir Ólafur að gagnlegt hefði verið að láta það gilda í þrjú ár að minnsta kosti. Rjúpnastofn- inum hnignar enn milli ára Færri Rjúpum fækkar milli ára. EF fer sem horf- ir stefnir í ógöngur í næstu kjarasamnings- gerð framhalds- skólakennara. Það er skoðun Aðalheiðar Steingríms- dóttur, formanns Félags fram- haldsskólakenn- ara, sem segir hljóðið þungt í mörg- um kennurum. Hún segir launabil framhaldsskólakennara og viðmið- unarhópa innan Bandalags há- skólamanna hafa aukist og vera nú um 6%. Það sé ósk félagsins að gerð verði launaleiðrétting svo jafnstaða haldist við viðmiðunarhópa. Mikil þensla hafi verið í samfélaginu og launaskrið í mörgum atvinnugrein- um en kennarar hafi farið varhluta af því. Að mati Aðalheiðar er nauðsyn- legt að bæði Félag framhaldsskóla- kennara og ríkisvaldið noti tímann vel fram að næstu kjarasamningum sem verða í apríl á næsta ári til að koma í veg fyrir vandræði. Hún segir það óviðunandi ástand að grípa þurfi til róttækra aðgerða en einungis sé beðið um skilning og að komið verði til móts við óskir og þarfir framhaldsskólakennara. Aðalheiður minnist verkfallsins haustið 2000 sem stóð í átta vikur og vonar að sagan endurtaki sig ekki. Eins og staðan er í dag séu kennarar ekki vongóðir. Verkfall framundan? Aðalheiður Steingrímsdóttir ÞYRLUR Landhelgisgæslunnar voru ræstar út þegar tilkynning barst í gærdag um að rúta vægi salt á klettabrún skammt frá Beruvík á Snæfellsnesi. Í tilkynningunni, sem barst lögreglu og neyðarlínu, kom fram að rútan hefði runnið til á veg- inum og stæði fram af brúninni með 40 ferðamenn innanborðs. Ellefu mínútum síðar var þyrluaðstoðin aft- urkölluð þegar ástandið reyndist ekki eins alvarlegt og talið var í fyrstu. Að sögn lögreglunnar á Snæ- fellsnesi fór eitt hjól rútunnar út af veginum þegar bílstjórinn misreikn- aði sig í beygju. Verktakar sem unnu við vegaframkvæmdir drógu hana aftur upp á veginn. Um 40 franskir ferðamenn voru í rútunni en engan sakaði og rútan skemmdist ekki. Rútuslys Mikill viðbúnaður var þegar rúta fór út af vegi og voru björgun- arsveitir kallaðar út. Farþegum var boðin áfallahjálp en þeir afþökkuðu. Rútan í minni hættu en óttast var í fyrstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.