Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 35 aði Svenni því til að þeir væru syna- bræður og hefur sú nafngift haldist við þá frændur síðan. Á Brúnalaug byggðu þeir sitt fyrsta hús sem varð búkofinn okkar og var nefndur Álf- heimar, byggður 1957, þá voru þeir 10 ára. Báðir áttu þeir eftir að verða smiðir. Nokkuð snemma var svo byrjað að vinna í gróðurhúsunum, oft fannst okkur ansi vel heitt og erfitt að halda það út. Það kom fyrir að pabbi sagði: „Jæja, nú er ekki meira að gera, þið megið eiga frí það sem eftir er dagsins.“ Eitt af því sem Svenni hafði mjög gaman af frá unga aldri var að gefa öllum aukanöfn, þar fengu flestir sinn skerf. Fjölskyldan flyst aftur til Hvera- gerðis 1964. Hér hefur Svenni búið alla tíð síðan. Við sendum Möggu og fjölskyld- unni okkar innilegustu samúðar- kveðju og biðjum góðan Guð að styrkja þau. Víst er það sárt, er hverfur hinzta von í húmið inn, ó vinur kær! Ó bjarti, blíði son! ó bróðir minn! Allt er nú breytt – og önnur jörð en var, og undarlegir skuggar flögra þar. En – okkar skjól, þá ógna veðrin ströng, er ástin þín. Hún kemur enn og syngur okkar söng, unz sólin skín. Allt, sem er hreint, er hafið yfir grand: þín hjartablóm, þitt fagra draumaland. Hver er sú nótt, er hljóminn svæfa má í hjarta manns? Hvert er það bál, er eytt fær æðstu þrá í eðli hans? Lífið er sterkt, þótt standi á yztu nöf, – að stendur af sér jafnvel dauða og gröf. Hvíl þú í ró við lands þíns ljósa barm, ó ljúfi vin! Bros þitt er geymt – og bak við þyngstan harm er bjartast skin. Þakklát og bljúg sem blóm, er hneigja sig, við breiðum krónu lífsins yfir þig. (Jóhannes úr Kötlum) Með saknaðarkveðju Mamma, Sigurbjörg, Svanhvít og fjölskyldur. Látinn er fyrir aldur fram mágur okkar, svili og kær vinur, Sveinn Steindór Gíslason, eftir erfiða bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Svenni byrjaði ungur að vinna í byggingariðnaði, lærði trésmíði og varð trésmíðameistari. Segja má að það orð ætti að rita með stórum staf í hans tilfelli því leitun er að jafn vönd- uðum og nákvæmum vinnubrögðum. Þá var þekking hans og áhugi á bílum mikill og sem dæmi um það má nefna að húsbíll þeirra hjóna var smíðaður frá grunni og bar eiganda vott um ágæti. Ég var 14 ára og að fara í skóla í Hveragerði þegar ég flutti inn á heimili þeirra Möggu systur, þau nýbúin að eignast frumburðinn Árna Steindór og hans átti ég að gæta og hafa til kvöldmat fyrir Svenna þegar hann kæmi heim úr Iðnskólanum. Þetta með kvöldmatinn fór reyndar fyrir ofan garð og neðan enda Svenni mun betri við matargerðina en ég. Hjá þeim var ég í 3 vetur og var nú margt brallað á þeim tíma. Í tilhugalífi undirritaðra bjuggum við um tíma inni á heimili þeirra Svenna og Möggu í Borgarhrauninu og eftir að við hófum eigin búskap var ávallt mikill samgangur á milli heim- ilanna. Það var hjálpast að við hús- byggingar, flutninga og margt fleira eftir því sem við átti. Þegar við fórum að velta því fyrir okkur að flytja í sveit og vildum skoða það sem í boði var á milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur þá buðust þau Svenni og Magga strax til þess að fara með okkur. Síðan þá höfum við oft gantast með að það væri Svenna að kenna/þakka að við end- uðum á Bálkastöðum. Því það var hann sem stoppaði og spurði hvort við vildum nú ekki skoða bæinn þann áður en við héldum heim á leið. Það var heldur ekki að því að spyrja, þau voru mætt á Bálkastaði daginn eftir að við fluttum og hjálpuðu okkur við að koma okkur fyrir. Þau eru mörg handtökin sem hann Svenni á hér hjá okkur í smíðum; við íbúðarhúsið, í fjárhúsunum, í girðingarvinnu og víð- ar. Hefur aðstoð hans reynst okkur ómetanleg. Alltaf var sjálfsagt að við fjölskyld- an fengjum gistingu í Álfafelli þegar við vorum á Suðurlandi þó þar væru í heimili tvö móðursystkini okkar Möggu. Eins var það með stelpurnar okkar sem dvöldu oft á tíðum hjá þeim, ekki síst yfir sumarið eða um helgar eftir að þær fóru í mennta- skóla. Við höfum ferðast mikið saman í gegnum tíðina og voru þær ófáar páskaferðirnar okkar norður á Ak- ureyri hér á árum áður. Þá eru óupp- taldar aðrar ferðir okkar um landið, meðal annars mjög skemmtileg ferð síðasta sumar. Svenni var ávallt fljótur að sjá spaugilegu hliðarnar á málunum. Hann var stríðinn á góðlegan hátt og fann uppnefni á flesta sem mörg hver hafa fest sig í sessi, samanber Lilli, Bangsarnir, Verpó og Frímann. Um- gengni sýnir innri mann og var um- gengni Svenna við fólk og allt hvað- eina öðrum til fyrirmyndar. Hvar var þessi magnaða mildi, nú myrkvar í sálu, það finn. En minning um glaðværð og gildi greypt er í huga minn. (ÁJE) Svenni, við þökkum þér af heilum hug fyrir samfylgdina. Magga, Árni, Sibba Sara, Eva Rós og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur. Sigurlaug og Árni Jón. Við viljum minnast hans Svenna með nokkrum orðum. Við systur höf- um alltaf átt greiðan aðgang að heim- ili þeirra Möggu móðu í gegnum tíð- ina og þau boðin og búin að gera allt fyrir okkur. Strax á unga aldri vorum við heimagangur hjá þeim og eftir að við fluttum á Bálkastaði dvöldum við oft hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Á sumrin komum við meðal annars til að fara á sundnámskeið, taka þátt í 17. júní hátíðarhöldum eða til almennrar skemmtunar. Allt fram til dagsins í dag höfum við, ásamt fjölskyldum okkar, notið þess að heimsækja þau Svenna og Möggu og höfum við systurnar oft talað um þau sem okkar annað sett af foreldrum. Eiginmenn okkar tengdust Svenna einnig vel og þótti okkur vænt um það. Eins og hér má lesa á milli lína þá hafa þau reynst okkur óskaplega vel og langar okkur að nefna hér nokkur dæmi um hvernig þau hafa dekstrað við okkur systur í gegnum tíðina. Fyrst ber að nefna fallegu, rauðu stígvélin en þau birtist Svenni með óvænt og alveg óumbeðinn handa einni okkar. Þá eru það pylsurnar í sjoppunum í Ártúnsbrekkunni en það þótti ekki tiltöku mál að stoppa í hverri ferð og jafnvel bæði á leiðinni inn og út úr bænum fyrir „svanga“ ferðalanga. Mysingur var eitthvað sem við gátum alltaf gengið að vísum þar eins og heima hjá okkur, en einni okkar fannst hún víst ekki fá nóg af honum heimafyrir og sagðist einfald- lega aldrei fá mysing heima. Fyrir vikið sá Svenni til þess að hún fengi mysing eins og hún gat í sig látið þeg- ar við dvöldumst hjá þeim. Þessu dekstri lauk ekki þótt barnskónum væri slitið og var Svenni alltaf dug- legur að bjóða fram aðstoð sína ef við stóðum í framkvæmdum. Reyndist sú aðstoð ómetanleg. Þegar við lítum til baka og hugsum um Svenna þá birtist hann okkur sem traustur, rólyndur maður en engu að síður með góðlegt glott og kímni í augum. Enda ekki að ástæðulausu að hann fékk viðurnefnið Svenni stríð frá einni okkar. Samferð okkar mun ávallt í háveg- um höfð. Elsku Magga, Árni, Sibba Sara, Eva Rós og aðrir fjölskyldumeðlimir, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð og vonum að góður Guð styðji ykkur á erfiðri stund. Bangsarnir Þórey Arna, Sóley Lára og Valey Sara. Góður vinur er fallinn frá langt um aldur fram. Við kynntumst Sveini Gíslasyni fyrir um fjörutíu árum, þegar hann kynntist Magneu eigin- konu sinni, sem er besta vinkona Vig- dísar. Við vorum ung og hress og nut- um lífsins bæði í vinnu og leik. Fljótlega komu í ljós mannkostir Svenna. Hann var mikill húmoristi þótt hann færi ekki með hávaða í þeim málum. Hann var fljótur að sjá hinar kómísku hliðar mannlífsins. Sveinn var afskaplega ljúfur mað- ur og bóngóður, gat ekki neitað fólki um greiða, ef hann gat leyst úr mál- inu. Hann kinkaði kolli og leysti svo málið án bægslagangs. Hann var traustur maður og orðheldinn og sagði ekki styggðaryrði um nokkurn mann. Sökum mannkosta sinna var Sveinn vel látinn og vinsæll og fólk talaði af hlýhug um Svenna. Sveinn lagði fyrir sig húsasmíðar og vann lengst við það starf. En um tíma vann hann við garðyrkju, nokk- uð sem hann var alinn upp við. Svenni og Magga voru samhent hjón, sem stóðu saman í blíðu og stríðu, komu upp þremur mannvæn- legum börnum og tengsl þeirra við börnin voru náin og sterk. Barna- börnin voru sólargeislar á heimili þeirra og Svenna var mjög annt um velferð barna og barnabarna. Við kveðjum nú Svein eftir fjörutíu ára samfylgd og vináttu. Allt í einu er hann okkur horfinn og kemur ekki aftur. Við ornum okkur við hlýjar minningar. Við sendum Möggu, börnum og barnabörnum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megir þú hvíla í friði, gamli vinur. Guð blessi minningu Sveins Gísla- sonar. Vigdís Karlsdóttir, Gunnar I. Birgisson. Mig langar að minnast Svenna í Álfafelli, eins og margir kölluðu hann, með nokkrum orðum. Ég vissi frá því ég var barn hver Svenni var en kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar ég sótti um vinnu hjá honum vorið 1986. Starfið fékk ég og hann varð þar með fyrsti vinnuveitandi minn eftir að ég lauk námi frá Garð- yrkjuskólanum. Þau hjónin, Svenni og Magnea Árnadóttir, ráku þá garð- yrkjustöð í Álfafelli í Hveragerði. Þar voru ræktuð afskorin blóm og potta- plöntur af mikilli alúð og mér fannst ég hafa himin höndum tekið að kom- ast inn í þennan blómaheim. Svenni var skemmtilegur vinnuveitandi. Hann var léttur í lund og alltaf til í smá glens og grín. Hann hafði mjög gaman af því að útbúa góðlátleg upp- nefni á vini og fjölskyldumeðlimi og ég fékk um tíma nafnið Inga gamla á löppinni vegna þess að ég þurfti að ganga í vinnuna um nokkurra mán- aða skeið. Svenni var líka einn af ör- fáum sem komist hefur upp með að kalla mig Ingu án þess að ég hafi maldað í móinn. Það bara passaði ein- hvern veginn þegar hann sagði það. Í Álfafelli voru miklir bílaáhuga- menn á þessum árum þar sem voru þeir Svenni, Árni sonur hans og vinir hans nokkrir sem allir voru nýkomn- ir með bílpróf. Ég þurfti því litlar áhyggjur að hafa af bílnum mínum, hann fór iðulega heim fyrir helgar nýþveginn, bónaður og jafnvel ný- smurður líka. Ekki mátti á milli sjá hver var áhugasamastur í þessu brasi, 17 ára pjakkarnir eða sá fer- tugi. Ég vann í Álfafelli í um 3½ ár og naut þess út í ystu æsar. Eftir að ég hætti þar þá minnkuðu samskiptin eðlilega en í litlu samfélagi eins og Hveragerði þá missir maður ekki svo glatt sjónar á þeim sem maður þekk- ir. Ég hélt áfram að rekast á Svenna og Möggu á ýmsum stöðum og fylgj- ast með þeim og þau með mér. Það var mikið reiðarslag að heyra af veik- indum hans nú í vetur og hversu hratt meinið lagði góðan dreng að velli. Um leið og ég þakka Svenna ánægjuleg kynni, sendi ég Möggu, Árna, Sibbu, Evu Rós og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Inga Lóa. Sveinn vinur okkar og félagi hefur nú kvatt eftir stutta baráttu við erf- iðan sjúkdóm. Við slík tímamót koma fjölmargar minningar upp í hugann um samskipti og samverustundir með þeim Möggu og Svenna, eins og þau voru ævinlega kölluð hér á Hrauni. Magga kom hingað fyrst barnung en fjölskylda hennar bjó hér meðan þau voru að byggja sér hús í Þorlákshöfn. Hún var síðan hér í mörg ár kaupakona, eins og það var kallað. Er Svenni kom inn í líf henn- ar hófu þau búskap í Hveragerði þar sem þau hafa búið æ síðan. Traust vinátta myndaðist fljótt með okkur og urðu þau eins og ein úr fjölskyld- unni á Hrauni, enda búin mannkost- um sem eftirsóknarvert var að kynn- ast. Þegar litið er aftur um farinn veg og þeirra samskipta sem orðið hafa milli okkar stendur upp úr tryggðin, gestrisnin og hlýhugurinn. Í fari Svenna var margt sem prýð- ir mannkostamann, tryggð, heiðar- leiki, reglusemi, hógværð, glettni og gamansemi. Hann var góður verk- maður. Vandvirkni og natni voru hans aðalsmerki. Það fór ekki mikið fyrir honum við vinnu, en honum vannst vel og handbragðið var óað- finnanlegt. Hann var eftirsóttur tré- smiður, sérstaklega í verk þar sem reyndi á góðan frágang. Við fengum að njóta starfskrafta hans við upp- byggingu og í viðhaldi, bæði úti og inni. Það var lærdómsríkt að vinna með Svenna. Hann skipaði ekki fyr- ir, heldur lagði fram álit sitt á hóg- væran hátt þannig að eftir var tekið. Svenni var þrautseigur og fylgdi sínu eftir þótt ekki næðist það alltaf fram í fyrstu lotu. Hann fylgdist vel með og lagði rækt við skyldmenni sín og vini. Gaman var að fylgjast með þegar glettnin og stríðnin komu upp í honum og sér maður fyrir sér brosið sem færðist yfir andlit hans á slíkum stundum. Hann átti til, í sinni góðlátlegu stríðni, að gefa fólki önn- ur nöfn og hélt þeim vel á lofti þann- ig að þau munu fylgja viðkomandi ævilangt. Svenni var „bíladellukall“ og átti alltaf góða bíla. Hann innrétt- aði ferðabíl með Árna syni sínum og ber hann merki góðs handbragðs þeirra feðga. Á síðustu árum var margur „rúnturinn“ tekinn um land- ið á honum, enda nutu þau þess að ferðast. Gaman var að kynnast reglusemi og gestrisni sem einkennt hefur heimili þeirra. Alltaf var pláss fyrir dætur okkar þegar þær voru í skóla í Hveragerði og þurftu af einhverjum ástæðum að dvelja þar tímabundið. Magga og Svenni eignuðust þrjú börn sem bera foreldrum sínum gott vitni. Sú alúð og umhyggja sem þau lögðu í uppeldi barna sinna bar vott natni þeirra við allt sem þau tóku sér fyrir hendur. Við hjónin kveðjum góðan vin með söknuði og sendum fjölskyldunni samúðarkveðjur. Sigríður og Hrafnkell. Kveðja frá Skátafélaginu Strók í Hveragerði og St. Georgsgildinu í Hveragerði Sveinn kom inn í skátastarfið með barni sínu Evu Rós eins og margir foreldrar gera. Fljótlega var hann kominn í hús- nefnd Skátafélagsins og sat þar í rúman áratug. Síðastliðinn vetur var nefndin að finna lausn á húsnæðismálum skát- anna eftir að skátaheimilið brann Þar kom sér vel fagmennska Sveins við ráðgjöf í nefndinni. Sveinn og Magga kona hans gengu svo í félag eldri skáta sem heitir St. Georgsgildið í Hveragerði, þegar það var stofnað árið 2000. Svenni sótti helst alla dagskrárliði félagsins og naut félagsskaparins. Kjörorð skát- anna „ávallt viðbúinn“ átti vel við Svein. Þessi tvö félög votta Möggu og fjölskyldunni allri sína dýpstu samúð og þakkar góðum dreng samfylgdina. F.h. Skátafélagsins Stróks og St. Georgsgildisins Helga Jósefsdóttir gildismeistari. 30-50% afsláttur af granít legsteinum ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og kveðjur við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ELISAR STEFÁNS ANDRÉSSONAR vélstjóra, Bogahlíð 14, Eskifirði, Aðalheiður Ingimundardóttir, Ingimundur Elisson, Halla Jóhannesdóttir, Guðni Þór Elisson, Lára Metúsalemsdóttir, Andrés Elisson, Svana Guðlaugsdóttir, Njóla Elisdóttir, Jón G. Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Ása Engilbertsdóttir, Grýtu, Djúpavogi, lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað, þriðjudaginn 12. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Steingrímur Ingimundarson, Ingimundur Steingrímsson, Óskar Steingrímsson, Sólrún Sverrisdóttir, Hafsteinn Steingrímsson, Kristbjörg Eiríksdóttir, Ragnhildur Steingrímsdóttir, Vilberg M. Ármannsson, Drífa Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.