Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 25
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 25 Gríptu augnablikið og lifðu núna Og1 fyrir stórar fjölskyldur Viltu geta hringt ótakmarkað milli allra heimasíma innanlands? Vertu með Heimasíma, GSM og Internet fjölskyldunnar í Og1 – og sparaðu bæði tíma og peninga. Farðu á www.vodafone.is, komdu við í verslun okkar eða hringdu í 1414 og skráðu þína fjölskyldu í Og1. Heimasími, GSM, og Internet – allt á einum stað F í t o n / S Í A F I 0 2 1 9 8 2 Ætli skógarþrösturinnog auðnutittlingurinnséu ekki vinsælustugarðfuglarnir í huga fólks og mjög velkomnir en flestir vilji vera lausir við hettumáva og sílamáva,“ segir Steinar Björg- vinsson, garðyrkjufræðingur og áhugamaður um fugla, í samtali við Daglegt líf. Steinar fjallaði nýlega um samspil fugla, skordýra og gróðurs í Grasa- garðinum í Laugardal og leiðbeindi gestum og gangandi um það hvernig laða mætti fugla að görðum með réttu plöntuvali. Gott fuglalíf er í Laugardalnum þar sem skráðar hafa verið um sjötíu fuglategundir og þar hafa verið sett- ir upp nokkrir varpkassar og fugla- böð. Greni vinsælt til hreiðurgerðar Að sögn Steinars eru til tré og runnar sem eru vel fallin til að laða að sér fuglalíf, en það eru einkum trjá- og runnategundir sem þroska með sér ber á haustin sem fuglar sækja í. „Þetta eru til dæmis reyni- tré, rifs, hlíðaramall og yllir, sem er einkar vinsæll meðal þrasta. Fyrstu berin koma á yllinn í ágúst og ber eru að þroskast fram í október á teg- undum á borð við gráreyni. Svo er grenið alltaf vinsælt sem varpstaður á vorin hjá skógarþröstum, svart- þröstum og auðnutittlingum því það er sígrænt og þétt en lauftrén laufg- ast tiltölulega seint miðað við varp- tíma.“ Hreiðurkassar og varphús úti í görðum og uppi í trjám eru mikið að- dráttarafl fyrir smáfulgana en ekki líkar öllum sama húsahönnunin. Þegar skógarþrestir kjósa sér opin hús með palli og þaki, kjósa star- arnir sér lokuð híbýli með pínulitlu gati til að troðast í gegnum, að sögn Steinars. Feitmeti, flot, brauð og epli Fuglar eru líka afskaplega fljótir að finna það út hverjir eru góðir hús- bændur og binda gjarnan tryggð sína við garða sem hafa eitthvert góðgæti í boði, sér í lagi ef kalt er í veðri. „Við getum laðað fuglana til okkar með fóðrun á veturna og á vorin. Best er að gefa þeim kolvetna- ríkt fæði, til dæmis feitmeti af kjöti, flot, brauð og kökur og svo finnst þeim ávextir, til dæmis eplabitar, einkar ljúffengir. Þrestir og starar eru sérstaklega ginnkeyptir fyrir fitu, sérstaklega ef kalt er í veðri. Auðnutittlingar og snjótittlingar sækja fremur í fræ og korn sem líka er orkuríkt. Tilbúið fuglafóður, sem selt er í verslunum, hentar alls ekki öllum fuglategundum. Það hentar t.d. ekki þröstum og störum heldur miklu fremur auðnutittlingum og snjótittlingum með gogg sem vinnur á hörðu fræi,“ segir Steinar. Bannað að hrófla við staranum Starinn er ekki aufúsugestur í öll- um íslenskum görðum, en að mati Steinars byggist sú „þjóðtrú“ á mis- skilningi og fordómum í garð star- ans. „Ég hef ekki kynnst þessu fári út í starann erlendis. Starinn verpir gjarnan í þakskeggjum húsa og það er auðvitað þekkt að staraflóin kemst í hús og bítur fólk, en það er ekki að hreiðrinu því þá fer flóin á flakk til að finna sér önnur fórn- arlömb. Starinn verður því að fá að unga út í friði ef hann er á annað borð byrjaður að verpa,“ segir Steinar. ekki algengt. Strangt til tekið er starinn alfriðaður á Íslandi sem þýð- ir að bannað er að hrófla við hreiðr- um og ungum. Það versta, sem fólk gerir, er að loka fyrir hreiðrin með spýtu eða öðru til að móðirin komist Hún söng dirrindí … Morgunblaðið/Eyþór Garðyrkjufræðingurinn Laða má litla fugla í garðinn m.a. með varp- húsum, fóðrun og réttu trjátegundunum. Snjallir Fuglar eru fljótir að finna út hverjir eru góðir húsbændur og binda gjarnan tryggð við garða sem hafa eitthvert góðgæti í boði. Fuglahús Starrinn vill hafa sín hús sem mest lokuð á meðan þrösturinn vill hafa sín hýbýli opin, helst bara með palli, þaki og tilheyrandi. Það getur verið af- skaplega notalegt að vakna á morgnana við fuglasöng. Jóhanna Ingv- arsdóttir spurði Steinar Björgvinsson, garðyrkju- fræðing og fuglaáhuga- mann, hvernig laða mætti fugla að görðum með réttu plöntuvali. Hass veldur bæði geðklofa og þung- lyndi. Margir halda það meinlaust efni, en hass getur kallað fram geð- klofa, geðtruflanir og þunglyndi. Fjöldi rannsókna sýnir að því meira hass sem fólk reykir, því meiri er hættan á að það verði veikt á geði, segir á fréttavef Berlingske Ti- dende í dag. Rannsóknir sýna að hass kallar fram geðtruflanir og geðklofa hjá fólki, sem hefði ekki orðið veikt ef það hefði ekki reykt hass. Það hrekur útbreidda skýringu á fylgni milli hassreykinga og geð- sjúkdóma, að hún sé vegna þess að fólk, sem sé veikt fyrir, noti efnið til þess að deyfa sjúkdómseinkenni. Átta af hverjum tíu hassreyk- ingamönnum með geðklofa veikjast vegna notkunarinnar á efninu. Í Danmörku þýðir það að um 1500 manns þjást nú af geðklofa vegna hassreykinga. Það er því áhyggjuefni að fjórir af hverjum tíu strákum og þrjár af hverjum tíu stelpum milli 16 og 20 ára segjast hafa prófað að reykja hass, sem gerir hass að öðru vinsælasta vímu- efni Danmerkur á eftir alkóhóli. Hass hættulegra en haldið var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.