Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 43 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Jónsmessukaffi. Farið verður í Jónsmessukaffi að Básum í Ölfusi undir stjórn Ólafs B. Ólafssonar, hljóðfæraleikara. Á leiðinni austur verður ekið um nýju hverfin í Grafar- og Norðlingaholti. Brottför frá Aflagranda 40 kl. 12.30. Verð kr. 2.500. Skráning í afgreiðslu og í síma 411 2700. Félagsheimilið Gjábakki | Á morg- un 17. júní verður hátíðardagskrá í Gjábakka kl. 15-16. Davíð Ólafsson og Valgerður Guðnadóttir syngja revíulög við undirleik Helga Hann- essonar og tónlistarhópur frá Skapandi sumarstörfum flytja tón- listaratriði. Hátíðarhlaðborð. Húsið opnar kl. 14.30. Allir velkomnir. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9. Hana-nú ganga kl. 10. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 18: Hin árlega Gullsmára- grillveizla eldri borgara og skemmtiatriði. Félagsstarf Gerðubergs | Þriðjud. 19. júní kl. 13 verður púttvöllur við Breiðholtslaug formlega tekinn í notkun, með áherslu á þjónustu við eldri borgara, í samstarfi við Vinnuskóla Reykjavíkur. Miðvikud. 20. júní: Jónsmessufagnaður í Básnum, lagt af stað kl. 13.15. Skráning hafin s. 5757720. Furugerði 1, félagsstarf | Jóns- messukaffi í Básnum miðvikudag 20. júní. Ólafur B. Ólafss. og Ingi- björg Aldís syngja og leika fyrir gesti. Lagt af stað kl. 13.15. Skrán- ing í Furugerði í s. 553-6040. Hjálpræðisherinn í Reykjavík | Kaffisala 17. júní kl. 14-18 á Hjálp- ræðishernum að Kirkjustræti 2, Reykjavík. Mikið af góðum kökum í boði. Söngstund kl. 16.30 í umsjá Miriam Óskarsdóttur. Hraunbær 105 | Miðvikudaginn 20. júní. Jónsmessukaffi að Básum í Ölfusi undir stjórn Ólafs B. Ólafs- sonar, hljóðfæraleikara. Á leiðinni austur verður ekið um nýju hverfin í Grafar- og Norðlingaholti. Brott- för frá Hraunbæ kl. 13. Verð. 2.500 kr. Skráning á skrifstofu eða í síma 587-2888. Hvassaleiti 56-58 | Föstudaginn 22. júní verður hið árlega Sum- argrill haldið í Hvassaleiti 56-58, hátíðin hefst kl. 18 með fordrykk, matur fram borinn, skemmtiatriði og dans. Allir velkomnir, skráning á skrifstofunni og í síma 535-2720. Við óskum öllum öllum gleðilegrar þjóðhátíðar á morgun 17. júní.. Hæðargarður 31 | Gönguferðir alla morgna kl. 9 á laugardögum kl. 10. Listasmiðjan opin. Tölvusveitin hittist á þriðjud. og miðvikud. kl. 13.-15. Púttvöllurinn opnar 20. júní. Kennsla í pútti alla miðvikudaga í sumar kl. 17-18. Hádegismatur síð- degiskaffi. Kíkið við og fáið alla dagskrána. S. 568-3132. Norðurbrún 1 | Grillveisla verður haldin fimmtudaginn 21. júní og hefst kl. 18.30. Allir velkomnir. Upplýsingar í síma 5686960. Kirkjustarf Kristniboðsfélag karla | Kristni- boðsfélag karla heldur fund mánu- daginn 18. júní kl. 20 á Háaleit- isbraut 58-60. Bjarni Gíslason sér um Biblíulestur. Allir karlmenn vel- komnir. Brúðkaup | Í dag, 16. júní, verða gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík Gróa Björg Gunnarsdóttir og Valdimar Björn Ásgeirsson. Þau eru til heimilis í Hæðar- garði 16, Reykjavík. 70ára. Á morgun, sunnu-daginn 17. júní, verður Snorri Rafn Jóhannesson, Asparholti 6, sjötugur. Af því tilefni taka hann og fjölskylda hans á móti gestum í Bjarkar- húsinu, Haukahrauni 1 í Hafnarfirði, milli kl. 17 og 20. dagbók Í dag er laugardagur 16. júní, 167. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Sjá, Drottinn mun út fara frá bústað sínum, mun ofan stíga og ganga eftir hæðum jarðarinnar. (Mík. 1, 3.) Hundaskóli Hundarækt-arfélags Íslands hefur út-skrifað hundruð hunda oghundaeigenda á þeim mörgu árum sem skólinn hefur starfað. Kennsluaðferðir við skólann hafa tekið breytingum í samræmi við nýjustu þjálfunarrannsóknir hverju sinni, og er nú unnið að innleiðingu hunda- námsskrár með nýjum áherslum. „Við stöndum í öflugu uppbyggingarstarfi og fáum hingað til lands sænska þjálfara sem munu kenna leiðbeinendum Hundaskóla HRFÍ. Eru sérlega spenn- andi tímar framundan,“ segir Valgerður Júlíusdóttir sem situr í skólanefnd Hundaskólans. Grunn- og sérhæfð námskeið Hundaskólinn býður upp á ólík nám- skeið sniðin að mismunandi þörfum hunda og eigenda þeirra: „Grunnurinn að allri hundaþjálfun eru hin hefð- bundnu hvolpa- og grunnnámskeið. Þetta eru langvinsælustu námskeiðin hjá skólanum og veita mörg sveitarfélög afslátt af hundaleyfi þeim hundum sem útskrifast hafa úr náminu,“ segir Val- gerður. „Grunnnámskeiðin eru opin öllu hundum, hreinræktuðum jafnt sem blendingum, en svo stendur Hundaskól- inn einnig fyrir sérhæfðum námskeiðum sem aðeins eru ætluð hreinræktuðum hundum. Ákveðnar tegundir þurfa að gangast undir vinnupróf til að öðlast tiltla, og höldum við sporleitarnámskeið, námskeið fyrir standandi fuglhunda og veiðihundanámskeið fyrir þá hunda.“ Valgerður segir einnig hafa færst aukið líf í hundafimi hérlendis: „Við er- um með hóp af frambærilegu ungu fólki sem vinnur öflugt starf í hundafimi og geta hundar sem orðnir eru að minnsta kosti árs gamlir tekið þátt í sérstökum æfingatímum sem haldnir eru reglu- lega.“ Boðið er upp á einkatíma fyrir þá sem þess óska, en Valgerður segir yfirleitt best að þjálfa hunda í hóptímum þar sem hundarnir venjast áreiti af öðrum hundum og fólki. „Á námskeiðum skýr- ast skilaboðin milli hunds og eiganda. Auk þess að læra hvernig á að fá hund- inn til að hlýða lærum við um tjáning- arform hundsins,“ segir Valgerður að lokum. Finna má nánari upplýsingar á www.hrfi.is. Dýrahald | Hundaskóli HRFÍ býður upp á fjölbreytt námskeið Styrkir hund og eiganda  Valgerður Júl- íusdóttir fæddist í Reykjavík 1960. Hún lauk stúdents- prófi frá Flens- borgarskólanum 1980, B.Ed. gráðu frá KHÍ 1985, B.Sc. í viðskiptafræði frá Tækniháskóla Íslands 2002 og leggur nú stund á MPA nám við HÍ. Valgerður hefur starfað við kennslu í mörg ár. Hún er nú deildarstjóri sérkennslu í Öldu- túnsskóla. Valgerður er gift Jens Guð- björnssyni yfirtollverði og eiga þau tvö börn og fjóra hunda. Tónlist Angelo | Biggo kl. 23, föstudag og laugadag. Café Paris | DJ Börkur aka Kuggur kl. 22. Hallgrímskirkja | Rússneski organistinn Daniel Za- retsky, frá Sankti Pétursborg, leikur á tónleikum í dag, 16. júní kl. 12. Tónlist eftir Bach, Böhm og Buxtehude. Tónlistarhátíð Babalú, Hljómalindar og S.L.Á.T- .U.R | Á Hljómalind leika Elín Ey og Elísabet Ey- þórsdóttir, Þóra Björk, Toggi og Úlpa kl. 15-19, í S.L.Á.T.U.R. eru síðdegistónar / slátrun kl. 16-19 og í Babalú leika Faðirvor, For a Minor Reflection, Eva Williams og DJ Miquel kl. 18-23. Ókeypis er á alla tónleikana. Myndlist Handverk og hönnun | Aðalstræti 10. Nú stendur yfir sýning Sigríðar Ágústsdóttur „Á skörinni“ á handmótuðum og reykbrenndum. Sýningin stendur til 28. júní. Listasafn Reykjanesbæjar | Húsafellsmyndir Ás- gríms Jónssonar verða til sýnis á Listasafni Reykjanesbæjar í sumar. Um er að ræða bæði vatnslitaverk og olíuverk og kemur sýningin frá Listasafni Íslands. Sýningin stendur til 26. ágúst. Ráðhús Reykjavíkur | Heidi Strand sýnir í Tjarn- arsal Ráðhússins í Reykjavík 17 ný textilverk og 2 skúlptúra. Söfn Minjasafn Austurlands | Kl. 15.30-17. Sýningin „Komdu og skoðað’ í kistuna mína“ opnuð. Félagar úr Hljómvinum koma og syngja lög við ljós Páls Ólafssonar. Þjóðmenningarhúsið | Kl. 11-17. Sýnd eru ýmis merkustu skinnhandritin frá miðöldum. Hin fornu handrit geyma einstæðar sögur, kvæði og frásagnir sem varpa ljósi á samfélag, trúarbrögð og hug- arheim hinna norrænu þjóða frá ásatrú í gegnum umbreytingatímabil landafunda, landnáms og kristnitöku. Skemmtanir Gaukur á stöng | Gleðisveitin Buff ásamt Matta „Papa“ laugardagskvöldið 16. júní. Frítt inn til mið- nættis og 1.000 krónur eftir það. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | 29 júní: Þjórsárdalur- Veiðivötn. 2.-6. júlí: Vestfirðir, Ísafjörður- Bolungarvík-Flateyri-Þingeyri-Patreksfjörður- Rauðisandur-Látrabjarg. Upplýsingar og skráning í síma 892-3011, Hannes. Krókur á Garðaholti í Garðabæ er lítill báru- járnsklæddur burstabær. Hann var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Í Króki eru varðveitt ýmis gömul húsgögn, og gefur bærinn því glögga mynd af húsakosti og lifn- aðarháttum alþýðufólks á fyrri hluta 20. aldar. Í Króki var búið allt til ársins 1985. Bæjarhúsin ásamt útihúsum og innbúi voru gefin Garðabæ árið 1998 af afkomendum þeirra hjóna Þorbjargar Stefaníu Guðjóns- dóttur og Vilmundar Gíslasonar í Króki, en þau voru síðustu ábú- endur á jörðinni. Þau skilyrði fylgdu gjöfinni að bærinn yrði end- urbyggður. Öllum er velkomið að heimsækja Krók í sumar. Bærinn stendur á ská til móts við samkomuhúsið á Garðaholti. Opið hús í Króki á Garðaholti sunnudag frá 13-17 Tækifæri til að kynnast húsa- kosti á fyrri hluta 20. aldar FRÉTTIR VINSTRI græn á Norðurlöndum hafa sent frá sér sameiginlega yf- irlýsingu þar sem skorað er á ríkisstjórnir Norðurlanda að við- urkenna sjálfstæði Vestur-Sahara (Saharawi Arab Democratic Republic). Meira en 35 ár eru lið- in síðan Spánn yfirgaf þessa fyrr- verandi nýlendu sína en allar göt- ur síðan hefur Marokkó hersetið landið og íbúar þess lifað undir oki þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað ályktað að Vestur- Sahara skuli fara með sjálfs- stjórn, en án árangurs. Nú síðast bókaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að reyna skyldi til þrautar að ná pólitískri nið- urstöðu með það að markmiði að Vestur-Sahara fari með stjórn eigin mála. Dagana 18. og 19. júní fara fram samningaviðræður í New York um stjórnskipan þessa svæðis. Íbúar Vestur- Sahara þurfa því nauðsynlega á stuðningi að halda í sjálfstæð- isbaráttu sinni næstu daga og vikur. Vinstri græn á Íslandi ásamt Vänsteralliansen í Finn- landi, Socialistisk Vensterparti í Noregi og Vänsterpartiet í Sví- þjóð skora á stjórnvöld að styðja Vestur-Sahara í komandi samn- ingaviðræðum. Besti stuðning- urinn væri að sjálfsögðu að við- urkenna Vestur-Sahara sem sjálfstætt ríki. Íslensk stjórn- völd viðurkenni sjálfstæði Vestur-Sahara FYRSTI hópur reykvískra grunn- skólakennara útskrifaðist úr námi í svokölluðum Tölvutökum fimmtudaginn 14. júní. Námið felur í sér þekkingu og færni til að samþætta betur upp- lýsinga- og samskiptatækni í kennslu. Tölvutökur eru eitt viða- mesta símenntunarverkefni sem ráðist hefur verið í hjá grunn- skólum Reykjavíkur, það er til þriggja ára og er unnið í sam- starfi Menntasviðs Reykjavík- urborgar og K.H.Í. Alls útskrifuðust 182 þátttak- endur við hátíðlega athöfn í Sal Menntasviðs að Fríkirkjuvegi 1. Námið í Tölvutökum hefur farið þannig fram að hópur handleið- ara, sem sótti sérstakt námskeið, hefur leitt aðra þátttakendur í gegnum námsefnið. Kennt er að nota helstu forrit með höf- uðáherslu á að nýta þau í starfi með nemendum. Námsefnið og námstilhögun er að danskri fyr- irmynd og hefur verið í stöðugri þróun síðustu ár. Námskeið í Tölvutökum stendur öllum grunnskólakennurum í Reykjavík til boða og er vonast til að flestir þeirra ljúki því. Gert er ráð fyrir að þessu símennt- unarverkefni ljúki á árinu 2009. Um 200 grunn- skólakennarar útskrifast úr Tölvutökum FYRSTU trén voru gróðursett í Kolvið- arskógi á Íslandi síðastliðinn fimmtudag, 14. júní. Í tilkynningu vegna gróðursetn- ingarinnar segir að með þessum áfanga sé lagður grunnur að fyrsta skóginum á Ís- landi sem ætlað sé að binda kolefni úr and- rúmsloftinu og hamla gegn þeirri lofts- lagsvá sem spáð sé að geti haft alvarlegar afleiðingar á veðurfar í heiminum. Upphaf verkefnisins var markað með gróðursetningu á stæðilegum birki- plöntum. Það gerðu fulltrúar bakhjarla verkefnisins, þeir Ingólfur Helgason for- stjóri Kaupþings, Einar K. Guðfinnsson ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og Brynjar Stefánsson frá Orkuveitu Reykjavíkur ásamt forsvarsaðilum og stjórn Kolviðar. Við þetta sama tækifæri handsöluðu Guðfinna S. Bjarnadóttir formaður stjórn- ar Kolviðar og Sigríður Heiðmundardóttir formaður skógræktarfélags Rangæinga þjónustusamning, en félagið mun hafa um- sjón með öllum skógræktarframkvæmdum á Geitasandi. Kolviður áætlar í þessari fyrstu lotu að gróðursetja um 50 þúsund plöntur. Á svæðinu verða notaðar allt að sex trjáteg- undir en með þeim hætti verður skógurinn fjölbreyttur að gerð. Fjölbreytt tegunda- samsetning mun jafnframt auka útivist- argildi svæðisins, auk þess sem skógvist- kerfið verður betur í stakk búið til að standast áföll af völdum veðurs eða skor- dýra. Hér er því um nokkurskonar áhættu- dreifingu að ræða enda er sjóðurinn að taka á sig skuldbindingar sem eiga að standa til langframa og því mikilvægt að hugsa fram í tímann. Þá verður öll kolefn- isbinding sem á sér stað í Kolviðarskóg- inum mæld og vottuð af sérfræðingum á fimm ára fresti. Umsjón með allri vottun sjóðsins hefur KPMG. Um miðjan maí sl. var opnuð vefsíða Kolviðar www.kolvidur.is þar sem fyr- irtækjum og einstaklingum hefur gefist möguleiki á því að kolefnisjafna sam- göngur með skógrækt. Kolefni bundin varanlega Gróður Ingólfur Helgason, forstjóri Kaup- þings, Einar K. Guðfinnsson ráðherra og Brynjar Stefánsson, Orkuveitu Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.