Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● LITLAR breytingar urðu á Úrvals- vísitölunni í kauphöllinni í gær en hún hækkaði um 0,14% og er loka- gildi hennar 8.176,35 stig. Mosaic Fashions hækkaði um 4,29% og 365 um 2,17%. Teymi lækkaði um 0,79% og Icelandair um 0,54%. Krónan styrktist um 1,09% í gær samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Gengisvísitalan var 114,15 stig þeg- ar viðskipti hófust í dag en var komin í 113 stig þegar þeim lauk. Velta á millibankamarkaði nam 20 millj- örðum kr. Gengi Bandaríkjadals er nú 62,27 kr., gengi evru er 83,23 kr. og pundið kostar 123,12 kr. Litlar hreyfingar í Kauphöllinni ● KAUPÞING banki býður nú höfuðstóls- tryggðan innláns- reikning sem tekur mið af gengi Banda- ríkjadals og gulli. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á reikning með slíka tengingu hér á landi. Höfuðstóll reikningsins er tryggður en ávöxtun er án takmark- ana. Reikningurinn er lokaður í eitt ár eftir að sölutímabili lýkur, 19. júní, lágmarksinnlegg er 500 þúsund krónur. Kristín Erla Jóhannsdóttir hjá fjár- stýringu Kaupþings segir reikninginn svipaðan þeim fjárfestingarmögu- leikum sem hingað til hafa aðeins verið í boði fyrir stærri atvinnu- fjárfesta. Nýi reikningurinn sé hins vegar hugsaður fyrir almenning og einstaklinga. Eins og áður segir er ávöxtun án takmarkana og auk þess er þátttaka í hækkunum á dollar eða gulli 115%. Þetta þýðir að verði 10% hækkun á árinu mun ávöxtun viðskiptavina nema 11,5%. Nýstárlegur reikn- ingur hjá Kaupþingi ● EFTIR að Baugur keypti hlut Disks- ins í 365 hf. og gerði afleiðusamning við Landsbankann er bankinn nú skráður fyrir 14,61% hlut í 365. Af þeim eru 14,12% í framvirkum samningum. Andvirði þessa hluta er rúmir þrír milljarðar króna. Fyrir þessi viðskipti var Landsbankinn skráður fyrir 7,98% í 365 hf. eða öllu heldur sjóður á hans vegum, LI-Hedge. Ef framvirku samningarnir við bankann eru taldir með er hlutur Baugs og tengdra félaga í 365 kominn í um 38% og ekki langt í yfirtökuskylduna sem miðast við 40% eignarhlut. Landsbankinn skráður fyrir 14,6% í 365 hf. ● BOEING spáir tvöföldun á flug- vélaflota heimsins og þreföldun á fjölda farþega næstu 20 árin. Frá þessu er greint í Vegvísi Landsbank- ans en þetta mun vera hækkun á fyrri spám Boeing. Samkvæmt spánni nú verður þörf fyrir 28.600 nýjar flugvélar á tímabilinu. Í Vegvísi segir ennfremur að gengi hlutabréfa Boeing hafi aldrei verið hærra en nú, eftir mikið bakslag í flugvélafram- leiðslu í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september árið 2001. Þá hefur Boeing að undanförnu selt meira af flugvélum en Airbus. Munar þar mest um tafir sem hafa orðið hjá Airbus í framleiðslu á tveggja hæða A380 risaþotunni og A350 breiðþotunni, sem á að keppa við B787 Dreamliner-vél Boeing. Spá tvöföldun á flug- flota næstu 20 árin GENGI hlutabréfa á heimsmörkuð- um hélt áfram að hækka á meðan skuldabréfamarkaðir voru enn að jafna sig eftir mjög miklar sveiflur undanfarna daga. Hefur ávöxtunar- krafa á tíu ára ríkisskuldabréf beggja vegna Atlantsála hækkað til muna og hafa fjárfestar í kjölfarið flutt sig í nokkrum mæli frá skulda- bréfum til hlutabréfa. Bandarísk ríkisskuldabréf urðu sérstaklega illa úti í viðskiptum vik- unnar, en fjárfestar hafa af því áhyggjur að hækkandi verðbólga í öðrum ríkjum hafi áhrif á getu og vilja þarlendra fjárfesta til að kaupa bandarísk skuldabréf. Sterka stöðu bandarískra skulda- bréfa hefur hingað til mátt rekja til vaxtamunar milli Bandaríkjanna og ríkja í Evrópu og Japans. Hækkandi verðbólga í þessum ríkjum hefur hins vegar valdið því að stýrivextir þar hafa verið hækkaðir eða munu líklega verða hækkaðir með þeim af- leiðingum að vaxtamunurinn minnk- ar. Verða bandarísk ríkisskuldabréf því ekki eins fýsilegur fjárfestingar- kostur í augum erlendra fjárfesta. Ein hugsanleg afleiðing hækkandi stýrivaxta er sögð sú að umbreyt- ingafjárfestar svokallaðir geti átt erfiðara með að afla sér lánsfjár og muni það leiða til fækkunar yfir- takna og samruna fyrirtækja um nokkurt skeið að minnsta kosti. Skuldabréfamark- aðir enn að jafna sig Samvinnutryggingum skipt upp milli fyrrverandi tryggingataka EIGNARHALDSFÉLAGINU Samvinnutryggingum verður slitið og nýtt hlutafélag, Gift fjárfestinga- félag ehf, mun taka við öllum eignum og skuldum félagsins. Hlutafé hins nýja félags verður m.a. skipt á milli fyrrverandi tryggingataka Sam- vinnutrygginga g.t. er áttu skilyrtan eignarrétt í Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum. Ákvörðun þessa efnis var tekin á fulltrúaráðs- fundi eignarhaldsfélagsins í gær, en hluthafar verða á fimmta tug þús- unda. Mun það ráðast af því í hve miklum tryggingaviðskiptum við- komandi voru við Samvinnutrygg- ingar g.t. hve stóran hlut þeir munu fá í hinu nýja hlutafélagi. Þórólfur Gíslason, stjórnarfor- maður eignarhaldsfélagsins segir að um einstakan atburð í íslensku at- hafnalífi sé að ræða. „Þetta er í fyrsta sinn sem viðskiptavinir fyrir- tækis eignast með þessum hætti fyr- irtækið sjálft.“ Ástæðuna fyrir breytingunum nú segir Þórólfur vera þá að eignarhaldsfélagið sé nú í nær engum tengslum við trygginga- starfsemi eftir að hlutur félagsins í VÍS var seldur til Exista í fyrra. Því hafi þótt rétt að breyta rekstrar- formi félagsins með þessum hætti. Eigið fé 30 milljarðar Í janúar 1989 var ákveðið að sam- eina tryggingastarfsemi Samvinnu- trygginga og Brunabótafélags Ís- lands, en ekki var talin ástæða til að halda áfram gagnkvæma fé- lagsforminu. Því var stofnað hluta- félag, Vátryggingafélag Íslands, VÍS, sem tryggingafélögin tvö áttu að jöfnu. Tryggingastofnar þeirra voru fluttir í VÍS og við þetta breytt- ist eðli Samvinnutryggginga, úr því að vera starfandi gagnkvæmt trygg- ingafélag í það að vera eignarhalds- félag sem átti meirihluta eigna sinna í VÍS. Þegar Exista keypti svo hlut Samvinnutrygginga í VÍS í fyrra var eignarhaldsfélagið því hætt trygg- ingastarfsemi eins og áður segir. Á fundinum í gær var kjörin þriggja manna skilanefnd sem sjá mun um fjárhagslegt uppgjör skipta Samvinnutrygginga. Eigið fé Eign- arhaldsfélagsins Samvinnutrygg- inga losar nú 30 milljarða króna. Stærstu eignir félagsins eru hlutafé í Exista hf, íslenskum fjármálastofn- unum og óbeinn eignarhlutur að tæpum þriðjungshlut í Icelandair. Eins og áður hefur verið sagt verður hlutafénu skipt milli fyrrver- andi tryggingataka síðustu tveggja heilu rekstrarára Samvinnutrygg- inga g.t. Fyrirtæki og lögaðilar þurfa að hafa haldið viðskiptatryggð við VÍS eftir það, en í tilviki einstaklinga er nóg að hafa verið í viðskiptum við Samvinnutryggingar g.t. árin 1987- 1988. Stærsti einstaki eigandinn verður Samvinnusjóðurinn sjálfs- eignarstofnun, áður Samvinnutrygg- ingasjóðurinn, en til sjóðsins hafa á umliðnum árum fallið skilyrt eign- arréttindi þeirra fyrrverandi trygg- ingartaka sem látist hafa, orðið gjaldþrota, hætt starfsemi eða hætt viðskiptum við Vátryggingafélag Ís- lands hf. Eignarréttindi í Samvinnu- tryggingum voru nefnilega skilyrt á þann hátt að þau voru ekki framselj- anleg og erfðust ekki, heldur féllu til áðurnefnds sjóðs. Öflugt fjárfestingafélag „Hlutafé það sem til einstakra hluthafa mun renna tekur mið af um- fangi viðskipta þeirra við Samvinnu- tryggingar g.t. og munu því stærstu viðskiptavinirnir vera nokkrir lögað- ilar sem áttu í miklum viðskiptum við tryggingafélagið á þessum tíma,“ segir Benedikt Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga. Skiptalokum á að ljúka næsta haust. „Við skiptalok Eignarhaldsfélags- ins Samvinnutrygginga, sem lýkur í fyrsta lagi næsta haust, þá munu á fimmta tug þúsunda fyrrum við- skiptamanna Samvinnutrygginga g.t. verða orðnir hluthafar í Gift fjár- festingarfélagi ehf., sem verður þá jafnframt eitt öflugasta og fjölmenn- asta fjárfestingarfélag landsins,“ segir Benedikt. Á fundinum var jafnframt staðfest skipulagsskrá fyrir Samvinnusjóð- inn sjálfseignarstofnun, sem hefur það að markmiði að ráðstafa arði af eignarhlutnum til samfélagsverk- efna og almenningsheilla. Í HNOTSKURN » Samvinnutryggingar vorustofnaðar árið 1946 og var um að ræða gagnkvæmt trygg- ingafélag, en eigendur slíkra fé- laga eru tryggingatakar á hverj- um tíma. » Slík eignarréttindi eru hinsvegar skilyrt, eru ekki fram- seljanleg og erfast ekki. » Eigendur Eignarhalds-félagsins Samvinnutrygg- inga voru því þeir einstaklingar og lögaðilar sem voru í trygg- ingaviðskiptum við Sam- vinnutryggingar síðustu tvö starfsár tryggingafélagsins. Morgunblaðið/Kristinn Einsdæmi Þórólfur Gíslason, stjórnarformaður Eignarhaldsfélagsins Sam- vinnutrygginga, og Benedikt Sigurðsson, framkvæmdastóri félagsins, segja skipti Samvinnutrygginga einsdæmi í íslensku athafnalífi. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is heimsins myndu endast í 41 ár og árið 1986 að olíulindirnar yrðu uppurnar eftir 39,8 ár. Þetta sýnir að þrátt fyrir að olíunotkun aukist með ári hverju virðist ganga ágæt- lega að halda birgðunum við og má leita ástæðna þess í aukinni olíuleit og bættri olíuhreinsunartækni. Á síðasta ári jókst olíuneysla heimsins um 0,7% frá árinu þar áð- ur og eru það Bandaríkjamenn og Kínverjar sem nota mest af gullinu svarta. Bandaríkjamenn standa fyrir fjórðungi af allri olíunotkun og Kínverjar um 9%. BRESKA olíufélagið BP, sem sam- kvæmt lista bandaríska tímaritsins Forbes yfir stærstu fyrirtæki heims er þriðja stærsta olíufélag veraldar, spáir því að olíubirgðir heimsins muni duga í 401⁄2 ár til viðbótar og verða uppurnar árið 2047. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu fyrirtækisins um olíu- notkun heimsins og olíubirgðir en vitanlega miðast þessi spá BP við þær olíubirgðir sem í dag eru þekktar. Athygli vekur að fyrir tíu árum síðan spáði BP því að olíubirgðir Olíubirgðir heimsins endast næstu 401⁄2 ár Reuters Olía Samkvæmt spá BP munu olíubirgðir, sem til staðar eru í heiminum í dag, duga næstu 40 ár og sex mánuðum betur, eða til ársins 2047. )  '* +,& - , & , '* ( ./  0& 1 # 23 " &'  ( ( )'!  ! $%  &' $ % $   % (  ()* $ + &'  ++ , &' * &' &  - + # . +'   /   '0 - +  - + /   1  1 % * "     *2#-# 3  *! "&#   () .4 * &' 5%   &'  5% % &' 67"2 819 $ : :;   , <  ,  () +,)$ -( . = ; $  &   ' 2  / (0 1) 2                                                                                    +'    :- > +   '   ?@ #!?#A!! ??#B?C#!DA CC#C!E#@! BCC#ED! EB#A@#D!D C!?#@B# E? B@#DE #ABA EAA#C @#?CA C@#DB#A! E#DAC#ECB DA#A!#ED CB#A! #?AB C#!@C#BAE @AE#E?#CA C#ECC#BC B? # @!#D@A  @#?!!#A    DD#CAB#!D ?@#D!A  EC#AAA   DB @@DA E@! CCCAAA @A@ ?@A B?!A B@!A EADA CA?AA @BA @@A C A BA@! CAEAA !A BAB BD!A  A C@!A !AB ?AA ?!AA CC!A D @?AA E?! CCAAA @C@ DABA B?!! B@!! ECA CA?EAA @EA @EAA CDCA BCA! CA!AA  A BA! BD A  ? C?AA !A ?! EA?AA CBAA DAA < +'  > +F $:# G $ "    *2,  +' ? C! ! D @ CD BC E@ CB E EC  C D C  !    @ C  C   H    +# C!# #BAAD C!# #BAAD C!# #BAAD C!# #BAAD C!# #BAAD C!# #BAAD C!# #BAAD C!# #BAAD C!# #BAAD C!# #BAAD C!# #BAAD C!# #BAAD C!# #BAAD C!# #BAAD C!# #BAAD C!# #BAAD C# #BAAD C!# #BAAD CB# #BAAD # #BAAD E#C#BAAD C!# #BAAD C!# #BAAD CC# #BAAD C!# #BAAD CE# #BAAD B!#!#BAAD 819 819    ! ! I I 819  9    ! ! I I HJ K 6  L     ! ! I I *:. H$9     ! ! I I 819 6C! 819 +EA     ! ! I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.