Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 33
Ein fyrsta minning mín um Pál föðurbróður minn er bílferð niður í fjöru á æskuslóðum okkar beggja á Láganúpi. Eins og venja er með fjöruferðir á þessum slóðum voru er- indin fjölmörg og ánægjuleg. Var Páll þar eins og vanalega með troð- fullan bíl af glaðværum börnum sín- um og annarra. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka. Náttúruskoðunarferðir og gönguferðir með upprifjun örnefna og gamalla sagna og atburða, oft með byssu í för þó sjaldan væri skotið en yfirleitt hæft í hverju skoti. Á uppvaxtarárum mínum á Lág- anúpi voru það sérstakir gleðidagar þegar Palli frændi kom í heimsókn með fjölskyldu sína, oftast nokkra daga á hverju sumri. Ég minnist til- hlökkunar föður míns að hitta bróður sinn enda samband þeirra mikið og gott meðan báðir lifðu. Einnig minn- ist ég með þakklæti þeirrar nærfærni og umhyggju er ég naut hjá þeim hjónum Páli og Herdísi í Borgarnesi þegar stráklingur úr afskekktri sveit hleypti heimdraganum og dvaldi hjá þeim vetrarlangt 15 ára gamall. Þá voru þegin fjölmörg óbrotgjörn ráð um lífið og tilveruna framundan og oftar en ekki á ferðum um hið víð- lenda Borgarfjarðarhérað þar sem Páll þekkti hvern bæ og marga bændur. Örnefni og ýmsar sagnir fylgdu oft með, gjarnan í gamansöm- um tón. Afrek Páls og farsæld í störfum sínum og einkalífi verða ekki tíunduð hér enda vel kunn þeim sem til hans þekktu. Kæra Herdís, börn, tengdabörn og fjölskylda, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Hilmar og fjölskylda frá Kollsvík. Páll Guðbjartsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri okkar, er látinn. Við sem unnum með honum í Vír- neti hf til margra ára, erum sammála um að hann skilaði góðu verki. Með þessum minningarorðum langar okk- ur að gefa örlitla mynd af Páli. Við skulum fara 20 ár aftur í tím- ann. Síminn hringir í Vírneti og við- komandi spyr: „Er Páll við“ Síma- stúlkan prófar að gefa samband inn til Páls, en án árangurs, svo hún svar- ar að bragði. „Hann er ekki á skrif- stofunni sinni, en ég sé að hatturinn hans er í fatahenginu, þannig að hann er hérna í húsinu“. Það að ekki var hægt að ganga að honum vísum í skrifstofustólnum, lýsir að einhverju leyti stjórnunar- háttum hans. Hann fylgdist vel með starfseminni út um allt hús og hafði gjarnan okkur hin með í ráðum. Hann kom við í öllum deildum og ræddi málin við þá sem þar unnu. Honum tókst að láta okkur, hvert og eitt, finna að við værum mikilvægur hlekkur í keðjunni. Um árabil var haldin þrettánda- gleði í Vírneti. Þar mættu starfs- menn uppábúnir og þáðu mat og drykk í boði fyrirtækisins. Páll hafði þá lagt vinnu í að útbúa skemmtiat- riði, til dæmis heimatilbúna spurn- ingakeppni, og hagyrðingakeppni var fastur liður, því Páll var alla tíð mikill áhugamaður um vísur og vísnagerð. Það var einnig fastur liður þegar líða tók á kvöldið, að einhverjir stálust til að setja upp hattinn hans Páls. Það má halda því fram að Páll hafi ástundað faglega starfsmannastjórn- un löngu áður en það hugtak varð til. Hann var í góðu sambandi við starfs- mennina og við kunnum vel að meta að hann gaf sér tíma til að drekka með okkur kaffi frammi í kaffistofu. Hann hafði svo þægilega nærveru. Hann lét sig varða persónulega hagi hvers og eins og var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd eða veita stuðning. Páll gerði aldrei mannamun. Páll var Vestfirðingur í húð og hár og á 30 ára afmæli Vírnets, var starfsmönnum og mökum boðið í helgarferð á heimaslóðir hans. Í rút- unni á leiðinni vildi Páll hafa leiðsögn. Ef eitthvert okkar var kunnugt á þeim slóðum sem við fórum um þá var sá hinn sami gerður að leiðsögu- manni. Það var gist í félagsheimili sveitarinnar og var heimamönnum svo boðið á kvöldvöku og ball. Þessi ferð og aðrar, sem á eftir komu og farnar voru út um land eru ógleym- anlegar. Það skapaðist svo ótrúlega góð stemning í þessum hópi, úti í Guðs grænni náttúrunni, undir hand- leiðslu Páls. Á ferðalögum var hatt- urinn heima en Páll var með Vírnets- húfu. Það voru stundum erfiðir tímar í rekstri Vírnets en Páll komst í gegn- um það allt með þrautseigju. Vinnu- dagurinn var oft langur og strangur hjá Páli og það var hans lán að eiga gott heimili og traustan lífsförunaut, hana Herdísi, sem studdi hann alla tíð. Við, fyrrum samstarfsmenn Páls erum ákaflega þakklát fyrir að hafa átt hann sem vinnufélaga og stjórn- anda. Í virðingar- og þakklætisskyni tök- um við öll ofan hattinn fyrir Páli. Við sendum Herdísi, börnunum og fjölskyldum þeirra, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd gamalla vinnufélaga í Vírneti hf. Þórey Jónasdóttir. Í dag verður borinn til grafar frá Borgarnesskirkju Páll Guðbjartsson, fyrrverandi forstjóri Vírnets í Borg- arnesi. Er ég sest niður til að skrifa fáein minningarorð um þennan gegna vin minn, safnast að mér fjöldi minninga um góðar samverustundir, sem ég og fjölskylda mín áttum með honum og fjölskyldu hans. Þegar við hjónin og fjölskylda okkar fluttum í Borgarnes í húsið Þórólfsgötu 15 haustið 1969, bjuggu þau Páll og Herdís Guðmundsdóttir kona hans með fjölskyldu sinni í húsinu Þórólfs- götu 20, nánast gegnt húsi okkar. Mjög fljótlega tókst gott og náið sam- band okkar við þau. Í upphafi hjálp- aði það til við að mynda góð tengsl að við Herdís ræktum frændsemi og ég hafði áður kynnst bróður Páls að góðu. Þá voru sonur þeirra og yngri sonur okkar jafnaldrar og áttu sam- leið í skóla og er enn mikil vinátta á milli þeirra. Alla tíð síðan voru tíðar ferðir yfir götuna milli okkar og mörgum kvöld- um eyddum við saman, drógum í spil eða spjölluðum saman. Við Páll höfð- um báðir gaman af að renna fyrir fisk og fórum gjarna saman í veiðiferðir. Þegar hann lét af störfum hjá Vírneti vegna aldurs keypti hann gangmik- inn smábát, sem hann reri á til fiskjar þegar þannig viðraði og annað kallaði ekki að. Oft tók hann mig með í þess- ar ferðir mér til mikillar ánægju. Auðfundið var að Páll naut sjóferð- anna og ég hygg að þar hafi hann upplifað tengsl sín við upprunann, en hann var uppalinn í Kollsvík í Rauða- sandshreppi þar sem sjósókn á smá- bátum var á uppvaxtarárum hans þáttur í daglegu lífi fólksins. Margoft kom það fram hvað tengsl hans við bernskustöðvarnar voru sterk. Páll var miklum hæfileikum búinn og átti mörg áhugamál. Hann var virkur í félagsmálum og á því sviði var hann valinn til margs konar trún- aðarstarfa, en allir sem kynntust honum treystu honum til góðra verka. Hann hafði áhuga á sögu lands og þjóðar og varði hluta af tíma sín- um á síðustu misserum til að kynna sér sögu Borgarness og þá einkum verslunarsögu byggðarinnar. Þá mun áhugi hans á þessu sviði hafa átt drjúgan þátt í því að hann, eftir að hann komst á eftirlaunaaldur, tók þátt í námskeiði fyrir leiðsögumenn og aflaði sér réttinda á því sviði. Af sama meiði var áhugi hans á gamalli sagnahefð en hann var góður sögu- maður. Sunnudaginn 15. apríl síðastliðinn vorum við hjónin með þeim Páli og Herdísi á fundi aldraðra í Borgarnesi þar sem Páll stjórnaði fundi. Eftir fundinn fórum við heim til þeirra og áttum þar góða stund eins og svo oft áður. Ekki óraði okkur fyrir því þá að það yrði síðasta samveran með þeim báðum, en viku síðar var Páll kominn á sjúkrahús, þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Nú þegar Páll Guðbjartsson hefur horfið yfir móðuna miklu er hugur okkar fullur sárum söknuði, en með okkur lifir eftir minningin um góðan dreng sem gott var að eiga samleið með og blanda geði við. Páll var góður heimilisfaðir og lét sér mjög annt um fjölskyldu sína og hag hennar. Missir Herdísar og fjöl- skyldunnar er mikill. Við vottum þeim innilega samúð og biðjum þann sem öllu ræður og allt veit að fara um þau mildum höndum. Bjarni Arason. Bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu heiður er þinn vorhiminn hljóðar eru nætur þínar létt falla öldurnar að innskerjum – hvít eru tröf þeirra. (Hannes Pétursson) Þessum ljóðhendingum skaut ósjálfrátt upp í hugann þegar barst sú harmafregn að góður vinur og samferðamaður til marga ára, Páll Guðbjartsson, væri látinn. Einhvern veginn var eins og þessar hugljúfu ljóðlínur og ljóðið allt römmuðu inn minningarnar sem nú lifa einar eftir. Hann var fæddur í lítilli sveit út við ysta haf og ólst upp við það að hafið og landið voru örlagavaldar um alla afkomu, en jafnframt að bjarmaði af nýjum degi nýrra tækifæra og nýrra möguleika. Þetta samspil mótaði hann svo mjög, rótgróinn fjarlægum heimahögum, en samt svo lifandi í samtímanum. Þó ævistarfið væri að mestu á sviði rekstrar og fram- kvæmda var eðlislæg ástríða til sam- vista við náttúruna, landið og fólk ætíð nálæg. En hann var ekki einn hann Páll, við hlið hans og með hon- um var hún Herdís og saman komu þau miklu í verk. Þau skópu börnum sínum og fjölskyldu yndislegt heimili og hamingjureit. Þau tóku unglinga, bæði skylda og óskylda, sem ekki áttu þess kost að ljúka skólagöngu í heimabyggð inn á heimilið til lengri eða skemmri vistar og veittu þeim leiðsögn gegnum erfið unglingsárin af alúð sinni og hjartahlýju. Kynni okkar hófust einmitt með þeim hætti að þau Páll og Herdís fóstruðu hana Soffíu okkar um þriggja vetra skeið meðan hún var að ljúka grunnskóla í Borgarnesi og reyndust henni eins og bestu foreldrar allan tímann og ávallt síðan. Smám saman varð til vinskapur sem aldrei hefur borið skugga á. Margar stundir höfum við átt saman í eldhúskrók eða í stofu á Þórólfsgötunni í spjalli um heima- slóðirnar vestfirsku, sögur og sagnir frá liðinni tíð jafnt og úr samtímanum og svo um landsins gagn og nauð- synjar. Það var aldrei neinn asi eða fum þar sem hann Páll var annars vegar. Engar málalengingar, engin fljótaskrift. Hvort það verk sem þurfti að vanda, vinátta sem átti að vara, leiðsögn um lífsins veg eða góð saga, allt þurfti sinn tíma. Þannig var hann í öllu, staðfastur, tryggur og ávallt til staðar. Fyrir um ári síðan tóku þau Páll og Herdís sig upp og fluttu sig um set í Hamravíkina og hugðust eiga nýjan tíma í nýju um- hverfi. En skjótt skipast veður í lofti, eins og þruma úr heiðskíru lofti kom váfrétt, erfiður sjúkdómur greindist á háu stigi. Þessi glíma var ekki til að vinna og undrabrátt var komið að hinstu kveðjustund. Héðan í frá mun- um við ekki eiga samverustundir með honum í stofukrókum í Hamravík- inni, með útsýnið út á Borgarvoginn, í spjalli um liðna tíð eða samtíð sí- kvika. Nú mun minningin ein lifa og ylja. Í dag er Páll Guðbjartsson bor- inn til hinstu hvílu, ævisól hans er hnigin til viðar og við tekur hið eilífa líf almættisins. Elsku Herdís og fjöl- skyldan öll, langt úr fjarlægð sendum við ykkur innilegar samúðarkveðjur og megi algóður Guð styðja og styrkja á sorgarstund. Guð blessi minningu hans. Steinunn, Magnús, Soffía, Jón og fjölskyldur, Hvanneyri. Ekki fer hjá því að ský dragi fyrir sólu, þegar góður félagi og vinur til margra ára fellur frá eftir skamma glímu við illvígan sjúkdóm. Vitund um skarð sem höggvið er í ásýnd um- hverfisins og söknuður, að eiga ekki framar kost að skiptast á orðum, hlýða á góða sögu eða glettið vísu- korn, gerir litlitla daga grárri, goluna svalari. Kynni okkar Páls hófust haustið 1962, er hann kom til kennslu við Samvinnuskólann á Bifröst, en ég var þar fyrir. Slíku starfi fylgja ýmsar spurning- ar, sem gott er að ræða í sínum hóp og hefur eflaust borið á góma í sam- ræðum okkar, en það var margt ann- að og miklu fleira sem um var rætt og fljótlega fundum við að með skoðun- um okkar og áhugamálum var mjög margt sameiginlegt. Báðir vorum við sveitamenn að uppruna, höfðum ríka trú á gildum og úrræðum samvinnunnar og fé- lagslegri samhjálp til umbóta og þjóðfélagslegs réttlætis, en áttum einnig ríkan áhuga á þjóðlegri menn- ingu og hinum sérstæða arfi bænda- samfélagsins í ljóðum, vísum og sögnum. Þetta tengdi okkur fljótlega bönd- um vináttu og gagnkvæms skilnings. Þó að Páll væri hógvær og laus við að trana sér fram kom skjótt í ljós, að hann bjó yfir farsælli greind og traustri skapgerð, en átti líka næmt skopskyn og frábæra frásagnarhæfi- leika, einnig lipra hagmælsku. Því var hann aufúsugestur hvar sem menn komu saman, ávann sér fljótt traust fólks og virðingu og var kvaddur til fjölþættra trúnaðarstarfa á vegum fyrirtækja, félaga og opin- berra aðila. Komu þessir eiginleikar ekki síst í ljós í starfi hans sem fram- kvæmdastjóra Vírnets hf., sem hann tók við á brauðfótum en skilaði á stoðum úr stáli. Naut hann jafnan óskoraðrar vin- áttu starfsmanna og fullkomins trausts viðskiptavina fyrirtækisins. Ég á margar ljúfar minningar um samverustundir með Páli, en kannski eru minnisstæðastar stundirnar í „söguklúbbnum“ sem starfaði um tíma mest fyrir áhuga Páls. Þar komu fram margir helstu kostir hans; kímnigáfa, virðing fyrir mann- legum sérkennum og eðlisþáttum og sterk tilfinning fyrir náttúru, sögu og mannlífi landsins. Það ræktaði hann með námi sem leiðsögumaður, eftir að reglubundnu starfi lauk. Þarna áttum við ánægjustundir, sem ekki gleymast. Páll Guðbjartsson kom ungur í Borgarfjörð af vestfirskum ættarslóðum, sem hann var bundinn sterkum taugum. Hér festi lífstré hans nýjar rætur, hér skilaði hann sínu ævistarfi, hér sér verka hans stað og hér er hann kvaddur með þökk og virðingu að dagsverki loknu. Verka hans verður minnst, en þó er það öðru fremur mynd mannsins bak við störf og verkefni sem hugurinn geymir. Minning heilsteypts dreng- skaparmanns sem miðlaði yl og gleði þeim sem með honum áttu samleið á vegferð lífsins. Við Eygló sendum Herdísi, stoð hans og styttu á lífsleiðinni, afkom- endum þeirra og öllum er nú sakna og syrgja einlægar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu hans í gleði og sorg. Snorri Þorsteinsson. Í dag er borinn til grafar föður- bróðir minn, Páll Guðbjartsson í Borgarnesi, og eru þeir þá allir farn- ir, bræðurnir frá Láganúpi, en tvær systur þær Gunna og Lilla, lifa bræð- ur sína. Fjölskylduböndin voru sterk og varla leið það sumar að Palli kæmi ekki vestur í Kollsvík. Oftast var það um heyskapinn eða smalamennsku á haustin, þegar mest var þörf fyrir hjálp til sveita, enda bregður honum víða fyrir í æskuminningunum mín- um ásamt þeim Dóra og Einari bræðrum hans. Palli var yngstur af systkinum sín- um og reyndar fannst okkur strákun- um hann vera einn af okkur, hann var líka oft líklegur til að taka okkur með t.d. niður að Görðum að skjóta á flug- inu eða jafnvel í róður. Eitt sumarið kom hann vestur með kærustu og gerði sér lítið fyrir og kvæntist henni, í fyrstu leist okkur strákunum ekkert á þetta hjá honum, þau leiddust hönd í hönd og töldum við að hann hefði líklega lítinn tíma fyrir veiðitúra og skyttirí. En áhyggj- ur okkar reyndust að sjálfsögðu ástæðulausar, hann eltist ekkert svo mikið við þetta. Ég fann reyndar löngu seinna, nú á síðustu árum, að hann hafði ekki ennþá elst svo nokkru næmi. Þau Palli og Herdís hafa síðan leiðst hönd í hönd gegnum lífið og á heimili þeirra hefur alltaf ríkt ástúð og gagnkvæm virðing, það duldist ekki nokkrum af þeirra fjöl- mörgu vinum og samferðafólki að þar voru hamingjusöm hjón. Palli gekk til liðs við Oddfellow- regluna er hann vígðist í stúkuna nr. 8, Egil á Akranesi þann 1. febrúar 1989, þar sem hann beitti kröftum sínum í mannúðar- og mannræktar- starfi reglunnar. Nú síðustu árin hafa leiðir okkar Palla legið saman á ný en við tókum þátt í stofnun Oddfellow- búða nr. 4, Borg á Akranesi. Það hef- ur verið mér tilhlökkunarefni að við hittumst þar reglulega, því hann var ekki síður félagi og vinur en góður frændi. Ég bið algóðan Guð að hugga og styrkja Herdísi og fjölskylduna í sorginni, það er erfitt að skilja og sætta sig við svona skyndilega og, að okkur finnst, ótímabæra brottkvaðn- ingu. Við verðum að trúa því að hann hafi nú hitt aftur horfna ástvini. Ég trúi því að við eigum eftir að hittast aftur og ef til vill fara saman á skytt- irí. Kveðja Snæbjörn. Kveðja frá Oddfellowstúkunni nr. 8, Agli Í dag kveðjum við Pál Guðbjarts- son einn af félögum okkar í stúkunni. Páll fæddist 4. ágúst 1931 og var því á sjötugasta og sjötta aldursári þegar hann lést 8. júní síðastliðinn. Hann greindist með hvítblæði fyrir nokkrum vikum og var lagður á Landspítala háskólasjúkrahús til meðferðar við því. Sú meðferð lofaði góðu en þá veiktist hann af lungna- bólgu sem ekki réðst við og dró hann til bana. Fyrir þessi veikindi kenndi Páll sér ekki meins og var virkur þátttak- andi í ýmsu félagsstarfi öðru en stúk- ustarfinu og má til dæmis nefna að nýverið birtist eftir hann grein í Borgfirðingabók um upphaf verslun- arreksturs í Borgarnesi. Páll vígðist í stúkuna nr. 8 Egil fyrsta febrúar 1989. Hann varð strax mjög virkur í stúkunni og tók þátt í öllu starfi hennar þann tíma sem hans naut við. Létt lund hans, já- kvætt viðhorf og starfsgleði skóp honum vinsældir innan stúkunnar. Hann var ætíð boðinn og búinn að sinna öllum þeim verkefnum sem far- ið var fram á við hann og hann tókst á við þau með ánægju og dugnaði og þeirri gagnrýnu nákvæmni sem ein- kenndi hans störf og varð til þess að honum var treyst fyrir mikilvægum verkum eins og reikningshaldi og endurskoðun. Hann bjó auk þess yfir skemmtilegri frásagnargáfu með saklausri kímni og það var gaman að hlýða á hann segja frá enda var hann fróður um menn og málefni og sögu þjóðarinnar. Páll gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir stúkuna og var meðal annars gjaldkeri í stjórn hennar. Á síðustu árum tók Páll að sér að hafa samband við stúkubræður í Borgarnesi og nágrenni fyrir fundi til að athuga hvort þeir ætluðu að mæta og raða niður í bíla. Þetta varð til þess að hann var í betra sambandi við þá en margir aðrir og vissi hvernig högum þeirra var háttað en það er einmitt eitt af hlutverkum stúku- starfsins að hópurinn haldi saman. Páll hafði tekið að sér leiðsögn um Borgarnesi í gönguferð stúkunnar 23. maí síðastliðinn þar sem hann þekkti mjög vel til Egils sögu Skalla- grímssonar, verslunarsögu staðarins og þróunar byggðar og atvinnuhátta á síðustu áratugum. Því miður nutum við ekki leiðsagnar hans í þessari ferð þar sem hann var þá orðinn veikur. Þetta var síðasta verk sem hann var beðinn að sinna fyrir stúkuna. Við bræðurnir í st. nr. 8 Agli höfum nú misst einn af okkar bestu bræðr- um og við eigum eftir að sakna þess sárt að eiga ekki oftar samvistir við hann. Fjölskyldunni, Herdísi, börnum, tengdabörnum og barnabörnum sendum við stúkubræður innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau í sorginni og vera ljós þeirra á komandi vegferð. Minn- ingin um góðan mann lifir og yljar um ókomna tíð. F.h. st. nr. 8 Egils, Guðmundur Guðmarsson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.