Morgunblaðið - 16.06.2007, Qupperneq 16
Í HNOTSKURN
»UtanríkisráðuneytiBandaríkjanna birtir ár-
lega skýrslu um mansal þar
sem 164 lönd eru rannsökuð
með tilliti til þess hve mikið
þau geri til að hamla mansali.
»Nú eru 16 lönd á „svartalistanum“.
» Í skýrslunni segir að800.000 manns séu flutt
nauðug milli landa árlega, þar
af eru 80% konur og allt að
helmingur undir lögaldri.
Eftir Arndísi Þórarinsdóttur
arndis@mbl.is
BANDARÍKJAMENN komu
nokkuð á óvart þegar þeir bættu
nokkrum bandamönnum sínum
fyrir botni Miðjarðarhafs á svartan
lista í mansalsskýrslu sem gefin
var út í vikunni. Skýrslan er gefin
út árlega og er úttekt bandarískra
yfirvalda á aðgerðum fjölda landa
til þess að hamla því að fólk sé þar
selt í þrældóm, vændi, hernað eða
aðra nauðungarvinnu.
Í skýrslu þessa árs var Barein,
Kúveit, Óman og Katar bætt á
listann yfir þau lönd sem þykja
standa sig svo illa í baráttunni
gegn mansali að sérstakra refsiað-
gerða sé þörf. Auk þessara banda-
manna Bandaríkjanna var Mið-
baugs-Gíneu og Alsír bætt á
listann, sem og Malasíu, en sterkt
viðskiptasamband er á milli Malas-
íu og Bandaríkjanna.
Það er ekkert spaug að lenda í
þessum skammarkrók. Bandaríkin
beita ýmsum refsiaðgerðum, m.a.
efnahagslegum, til þess að hvetja
ríkin til aðgerða.
Condoleezza Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, var ómyrk í
máli þegar hún kynnti skýrsluna.
„Í skýrslunni eru hrollvekjandi
sönnunargögn þess efnis að tíðni
málshöfðana hefur jafnast út alls
staðar. Í sumum löndum er mansal
alvarlegt vandamál en bara örfáir
menn hafa verið sakfelldir. Þetta
er ekki hægt að umbera og þetta
skal ekki verða umborið.“ Rice var
bersýnilega stolt af því sem Banda-
ríkin hafa lagt af mörkum í barátt-
unni gegn mansali. „Þegar við hóf-
um fyrst baráttuna gegn þessu
máli fyrir nokkrum árum, þá var
mansal ekki ólíkt fjölskylduleynd-
armáli. Menn vissu af því, en það
var sjaldan fært í orð“
Umdeild vinnubrögð
Ekki eru allir ánægðir með
skýrsluna, og fara þeir vitaskuld
fremstir í flokki óánægra sem
fengu skömm í hattinn. Utanríkis-
ráðherra Malasíu, Syed Hamid Al-
bar, sakaði Bandaríkin í gær um að
haga sér allt í senn eins og „rann-
sóknarlögregla, saksóknari og
dómari“. Hann sagði að það væri
alls ekki stefna Malasíu að ýta und-
ir mansal, enda væru hörð viðurlög
við því í landinu. Þess er vænst að
ný löggjöf um málefnið taki gildi
síðar í mánuðinum. Malasía var
sett á gátlista skýrslunnar í fyrra,
en var lækkuð í tign niður á svarta
listann í ár, sökum þess að Banda-
ríkin töldu að fullnægjandi fram-
farir hefðu ekki orðið.
Það hefur lengi vakið athygli að
Indland, sem er talið glíma við al-
varleg mansalsvandamál, er nú á
„gátlista“ skýrslunnar, frekar en á
svarta listanum, ásamt bæði Rúss-
landi og Mexíkó. Mark Lagon,
aðalráðgjafi Rice í mansalsmálum,
varaði þessi ríki við og sagði að
endurmat væri mögulegt. Indland
hefur mótmælt veru sinni á listan-
um og segir aðgerðir yfirstand-
andi.
Kína, Armenía og Suður-Afríka
voru öll á gátlistanum, þriðja árið í
röð. Singapúr, sem hafði verið í
efsta lagi flokkunarinnar, var fært
niður í annað lagið, á þeim for-
sendum að það uppfyllti ekki al-
gjörlega lágmarkskröfur Banda-
ríkjanna um útrýmingu mansals.
Srí Lanka var fært á gátlistann,
sökum þess að það gat ekki sýnt
fram á nægilega aukinn viðbúnað
gegn mansali.
Bólivía, Brasilía, Indónesía, Ísr-
ael, Taívan, Perú og Jamaíka þóttu
hafa sýnt bót og betrun og voru
fjarlægð af gátlistanum.
Svarti listinn
lengist enn
Árleg skýrsla Bandaríkjanna um
mansal segir ástandið víða afleitt
7 &)) . ( 8)'0
(
'.
(
8
9 . 0!!8
(
8!
(,
(
8
4: .
+,!2;%
;"
,
/
(
" ) ()
!
()!8
<#
=
%
(
8
()
0,8
)
0'!!8
8 (
'.
(
8
!
9 . 0!!8
))
(,
(
8
6. .
(
8
8 (
()%)
. 8
( )
(
8
# () ()
>
D#??B
#@@!
# C@
!#@A@
(
/
(
98
;"
7 " ! (2
@
7 (
+,!
;%
4: .
4.
4.
"
;
)
; )
A8
9
B("
0 ()
-
M
, >
; ", "
>+2
0
"N "2'
"N
; 2
>+2
$02F
-
+
$02F
2
;2F C
, '';
++,
+
F
-
O:<($P#
C
, ;
-
'';
+, :<($#
C
, Q ,+
R 0;+2
0
+ #
C
'';
++ +, :<($# ,
7
++
#
$%
&
, 43
' &3 41 52+1 6
5 , & &
7, +&
3 ,
3 +
8 ,
&* & 3 7 , & 3
83&,, #
9$ 9: 5;< :9
%
' =(
16 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Óþrjótandi
verkefni!
Ef þú ert arkitekt og langar að vinna að fjölbreyttum og ögrandi
verkefnum, þá erum við hjá deiliskipulagsdeild Skipulags- og
byggarsviðs Reykjavíkur að leita að frjóum og skemmtilegum
starfsfélaga. Hér er góður hópur teymisarkitekta sem hlakkar til
að fá þig um borð.
Nánari upplýsingar um starfið má
finna á vefsíðu sviðsins, skipbygg.is.
Brussel, Ramallah. AFP, AP. | Samein-
uðu þjóðirnar, Bandaríkin, Rússland
og Evrópusambandið, „kvartettinn“
svonefndi, lýstu í gær yfir fullum
stuðningi við Mahmoud Abbas Pal-
estínuforseta í deilu hans við Hamas-
samtökin sem nú hafa lagt algerlega
undir sig Gazasvæðið. Abbas skipaði
í gær nýjan, óflokksbundinn for-
sætisráðherra, Salam Fayyad, í stað
Hamasliðans Ismail Haniyeh.
Fayyad er hagfræðingur og var
fjármálaráðherra í þjóðstjórn Han-
iyeh sem skipuð var liðsmönnum
Fatah, flokks Abbas forseta, Hamas-
mönnum og óháðum sérfræðingum
og tók við völdum í mars. Fayyad
nýtur mikils álits í vestrænum ríkj-
um fyrir að hafa reynt að uppræta
spillingu í stjórnsýslunni.
Hamas fordæmdi þegar á fimmtu-
dag ákvörðun Abbas um að fela
Fayyad að mynda neyðarstjórn og
sagði að um „valdarán“ væri að
ræða. Aðgerð Abbas bryti gegn lög-
um ríkisins en Hamas hefur öruggan
meirihluta á þingi. Segir Haniyeh að
stjórnin muni sitja áfram, og hvetur
hann forsetann til að afturkalla skip-
un Fayyad.
Sumir stjórnmálaskýrendur telja
að valdataka Hamas á Gaza hafi ver-
ið örvæntingarfull tilraun samtak-
anna til að öðlast með valdbeitingu
þá alþjóðlega viðurkenningu sem
þau hafa ekki fengið þrátt fyrir
kosningasigurinn í janúar 2006.
Stórveldin hafa neitað að viður-
kenna lögmæti Hamas nema sam-
tökin samþykki tilvistarrétt Ísraels
og fordæmi hryðjuverk. Bæði
Bandaríkin og Evrópusambandið
skilgreina Hamas sem hryðjuverka-
samtök.
Stórveldin lýsa yfir
stuðningi við Abbas
Reuters
Harka Menn Abbas handtaka Ham-
asliða á Vesturbakkanum í gær.
ÞRIÐJA vika verkfalls opinberra
starfsmanna í Suður-Afríku er haf-
in. Hundruð þúsunda starfsmanna
hafa lagt niður störf. Á miðvikudag
lamaðist samgöngukerfi og sorp-
hirða lá niðri meðan verkafólkið
flykktist um götur allra stærstu
borga landsins og mótmælti kjörum
sínum.
Verkfall lamar
Suður-Afríku
FLUGFARÞEGAR á leið til og frá
Gatwick-flugvelli á Englandi hafa
rekið upp stór augu undanfarna
daga þegar flogið hefur verið yfir
akur nokkurn, þar sem auglýsing
fyrir einkadansa á netinu hefur
verið mörkuð í svörðinn.
Umdeild auglýs-
ing í Surrey
AP
Umdeilt Sveitarfélagið hótar lög-
sókn á hendur auglýsandanum.
JARÐLESTARGÖNG sem kennd
eru við Lötschberg í Sviss voru opn-
uð í gær og munu þau stytta lestar-
ferðina milli Þýskalands og Ítalíu
úr þremur og hálfri stund í tæpar
tvær stundir. Göngin eru rúmir 34
kílómetrar að lengd og þau þriðju
lengstu í heimi, lengri eru Seikan-
göngin í Japan og göngin undir
Ermarsund. Vinna við Lötschberg-
göngin hefur tekið átta ár og er
áætlaður kostnaður um 4,3 millj-
arðar svissneskra franka, um 220
þúsund milljónir króna.
Þriðju lengstu
göng heims
Kabúl. AP. | Að minnsta kosti sex
börn, þrír óbreyttir borgarar og
einn hollenskur hermaður féllu í
sprengjuárás á bílalest Atlantshafs-
bandalagsins, NATO, í gær. Árás-
armaðurinn ók bíl sínum inn í lest-
ina, þar sem bíll hans sprakk svo í
loft upp með fyrrgreindum afleið-
ingum. Bæði konur og börn voru
meðal hinna slösuðu. Breska ríkis-
útvarpið, BBC, fullyrðir að aldrei
fyrr hafi svo mörg börn fallið fyrir
hendi sjálfsmorðssprengjumanns í
landinu.
„Þessi heigulslega árás sýnir
hvers eðlis óvinir okkar eru. Þeir
vilja bara drepa, hvort sem fórnar-
lömb þeirra eru hermenn eða
börn,“ sagði varnarmálaráðherra
Hollands.
Talsmenn talíbana hafa varað al-
menna borgara við því að vera í ná-
munda við bílalestirnar, því þeir
segjast ekki vilja granda þeim að
óþörfu. Sjálfsmorðssprengingar
granda þó mun oftar almennum
borgurum en ætluðum hernaðar-
legum skotmörkum, eins og NATO
þreytist ekki á að benda á.
Ofbeldi hefur aukist mikið í Afg-
anistan undanfarið. 2.300 manns
hafa fallið þar það sem af er árinu.
Börn farast í sprengjuárás