Morgunblaðið - 16.06.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 16.06.2007, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Páll Guðbjarts-son fæddist á Láganúpi í Kollsvík við Patreksfjörð 4. ágúst árið 1931. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 8. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðbjartur Guðbjartsson og Hildur Magn- úsdóttir sem bjuggu á Láganúpi. Páll var yngstur 10 barna þeirra hjóna. Þau hétu: Fríða, Einar Tómas, Magnús, Guðbjartur Halldór, Jón Ingvar, Guðrún Anna Magdalena, Ingvar Jón, Össur Guðmundur og Henrí- etta Fríða. Guðrún og Fríða lifa bróður sinn. Páll var heitbundinn Sigríði Þórjónsdóttur sem lést í febrúar árið 1958 ásamt ófæddu barni þeirra. 15. júlí árið 1959 gekk Páll að eiga Herdísi Guðmundsdóttur, f. 11. desember árið 1930, og lifir hún mann sinn. Þau bjuggu í Borg- arnesi alla sína hjúskapartíð að undanskildum þremur árum sem þau bjuggu í Bifröst. Dóttir Her- starf. Páll vann ýmis verslunar- og skrifstofustörf til ársins 1962, gerðist þá kennari við Samvinnu- skólann á Bifröst til ársins 1965 þegar hann tók við starfi aðalbók- ara hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Árið 1972 var hann ráðinn fram- kvæmdastjóri hjá Vírneti hf. þar sem hann starfaði til ársins 1999 er hann settist í helgan stein. Eftir það var hann þó ekki af baki dott- inn, hann tók pungapróf árið 2000 og hlaut leiðsögumannsréttindi á Vesturlandi og Vestfjörðum árið 2006. Einnig tók hann að sér ýmis verkefni, m.a. fyrir Safnahús Borgarfjarðar. Páll var ötull félagsmálamaður, starfaði um árabil með Lionsklúbbi Borgarness og Oddfellowstúkunni Agli á Akranesi. Einnig starfaði hann með Björgunarsveitinni Brák, Norræna félaginu og Skóg- ræktarfélaginu auk þess sem hann starfaði með Félagi eldri borgara í Borgarnesi síðustu árin. Páll gegndi fjölda trún- aðarstarfa, hann var í kjörstjórn síns kjördæmis, sýslunefnd og barnaverndarnefnd svo dæmi séu nefnd auk þess sem hann var síð- asti hreppstjóri Borgarneshrepps. Hann átti einnig sæti í stjórnum allnokkurra fyrirtækja. Útför Páls verður gerð frá Borg- arneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. dísar og kjördóttir Páls er Gréta Þur- íður, f. 1952, en sam- an eignuðust Páll og Herdís tvö börn, Her- borgu, f. 1960, og Einar Guðbjart, f. 1965. Elsti sonur Grétu, Snorri Páll, f. 1970, ólst upp hjá afa sínum og ömmu. Gréta Þuríður er gift Ægi Ellertssyni, f. 1946, börn þeirra eru: Atli Týr f. 1978, Hjalti Snær, f. 1981, og Gunnhildur, f. 1988. Herborg var gift Sigurgrími Vernharð- ssyni, f. 1958, d. 1992, þau eign- uðust dæturnar Herdísi, f. 1980, og Hildi, f. 1986. Seinni eiginmaður Herborgar er Úlfar Guðmundsson f. 1940, og eiga þau dótturina Guð- rúnu, f. 1996. Einar er kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, f. 1957, börn þeirra eru Nanna, f. 1987, Gréta Sigríður, f. 1989, Elín Elísabet, f. 1992 og Páll f. 1996. Unnusta Snorra Páls er Iris Hansen, f. 1970. Páll gekk í Samvinnuskólann í Reykjavík veturna 1951-1953 og dvaldi á vegum Samvinnuskólans í Stokkhólmi 1953-1954 við nám og Hann pabbi minn er dáinn. Þessi einstaki maður sem mótaði líf mitt alla tíð. Hann hafði svo mikil áhrif þrátt fyrir sitt hægláta fas eða kannski var það einmitt vegna þess að fasið og framkoman einkenndust af rósemi, prúðmennsku og hlýju að hann markaði svo djúp spor. Hann pabbi minn átti sér mörg hlutverk í lífinu. Það fyrsta var þegar hann kom inn í fjölskyldu sína sem 10. og yngsta barn foreldra sinna og varð þá sonur og bróðir. Ég man lítið sem ekkert eftir honum í sonarhlut- verkinu því ég var mjög ung þegar afi minn og amma dóu en ég minnist þess að hann talaði alla tíð af virðingu og hlýju um foreldra sína. Ég kynnt- ist því hins vegar vel hvernig pabbi var sem bróðir því systkinahópurinn var samrýndur og systkinin hittust eins oft og kostur var. Þær samveru- stundir einkenndust af glaðværð og glettni. Ég sóttist eftir því að vera ná- lægt þegar fullorðna fólkið var að spjalla og finna þau áhrif sem það hefur á andrúmsloftið þegar fólk gleðst innilega yfir að hittast og njóta samvista. Pabbi gekk inn í hlutverk eigin- manns þegar foreldrar mínir gengu í hjónaband hinn 15. júlí 1959. Sam- band þeirra einkenndist alla tíð af ástríki, trausti og virðingu fyrir hvort öðru og var okkur systkinunum sann- arlega til eftirbreytni. Pabbi minn var einstakur fjölskyldufaðir. Hann naut þess þegar við komum saman stórfjölskyldan og hvatti alltaf til þess að samverustundirnar væru sem flestar. Þau lögðu grunninn að þessum samvistum fjölskyldunnar, foreldrar mínir, og voru alltaf sam- taka í því og samhent. Þau mótuðu bæði tvö það andrúmsloft sem við ól- umst upp í systkinin og lögðu sitt af mörkum til þess að gera það svo eft- irsóknarvert að njóta samfunda inn- an fjölskyldunnar sem raun ber vitni. Ég veit að við munum búa að því og fjölskyldur okkar um ókomna fram- tíð. Enn eitt hlutverk pabba míns var afahlutverkið. Barnabörnin urðu ell- efu talsins og ég veit að hann taldi þau vera dýrmætan fjársjóð. Hann vakti yfir vexti þeirra og þroska og lagði sannarlega sitt af mörkum til að annast þau og sinna þeim. Ég sé hann fyrir mér með þau í fanginu við mat- borðið, matandi þau og sig til skiptis. Ég sé hann fyrir mér í bílskúrnum að smíða báta, fugla, flugdreka eða hvað það annað sem barnabörnin töldu sig vanhaga um. Það mátti líka ganga að því sem vísu að á háttatíma væri ósk- að eftir því að afi fylgdi barnabarninu í háttinn og segði sögu því hann var listamaður í því að segja sögur. Föðurhlutverkið þekki ég þó allra best af öllum hlutverkum pabba enda um náið samspil okkar tveggja þar að ræða. Þar reyndist hann mér svo að ég verð ævinlega þakklát og stolt yfir því að hafa átt hann að sem föður. Hann var mér dýrmæt fyrirmynd. Ekki var hann þó hávær eða stjórn- samur. Hann gaf hins vegar gott for- dæmi með því hvernig hann hagaði lífi sínu og hvernig hann umgekkst annað fólk. Hann pabbi minn skilur eftir sig dýrmætar minningar og ég er innilega þakklát fyrir það sem hann var mér. Vertu kært kvaddur pabbi minn. Þín dóttir, Herborg. Hann pabbi minn er farinn í síð- asta róðurinn. Það viðraði vel nóttina sem hann fór, það var kyrrt veður og ládauður sjór, blíðviðri. Hann hefur sjálfsagt aflað vel við Þormóð og Grænhólma, komið síðan við fyrir vestan og rennt á Patreksfjarðarfló- anum, kannski á Skandanum, áður en hann hélt áfram á lokaáfangastaðinn. Hann pabbi var nefnilega alltaf að draga björg í bú og hefur örugglega viljað leggja eitthvað á borð með sér í nýjum heimkynnum. Það verður stórt skarð eftir þar sem hann pabbi var áður, það er svo margt sem verður öðruvísi. Hver á til dæmis að ráðleggja mér þegar ég þarf að smíða eitthvað? Hver á að segja mér sögur af skrýtnum köllum fyrir vestan? Hver á að fara með vís- ur fyrir mig? Hver á að gera allt hitt sem hann gerði? Með hverjum eigum við mamma að drekka kaffi þegar ég kem í Hamravíkina? Hver á að vera mér vinurinn sem hann var mér? Það kemur enginn til með að fylla í það skarð, við hin verðum bara að halda áfram og muna eftir honum eins og hann var. Guð gefi honum pabba mínum góða ferð og góða heimkomu. Einar Guðbjartur. Páll Guðbjartsson hlaut sterka mótun í sinni æskusveit, Kollsvík. Þar var afmarkað, einangrað en sterkt samfélag þar sem búið var með fjölbreyttum hætti og öll gæði lands og sjávar nýtt til hins ýtrasta. Hann var alinn upp á stóru heimili og í sterkri nánd við aðra íbúa í Kollsvík- inni þar sem allir lærðu að hjálpast að og létta hver öðrum amstur daganna. Hann var því fjölhæfur og sjálfbjarga og kunni til flestra verka, hvort sem það voru hefðbundin störf, veiði, fuglatekja eða smíðar. Jafnan var hann tilbúinn til liðsinnis ef eitthvað stóð til. Hann þekkti bæði land og sjó og hafði ungur gróið saman við landið okkar og kennileiti þess. Hann sótti sér síðan menntun víða heima og er- lendis er hann óx úr grasi en grunn- urinn að persónuleikanum var lagður heima. Þar fléttuðust saman margir þeir kostir sem prýða mega góðan mann. Ævistörfin urðu enda einnig fjöl- breytt og víða var komið við. Skrif- stofustörf, kennsla, smíði nytjahluta af góðum hagleik, vinna við söfn og sögusýningar, rekstur á iðnfyrirtæki sem óx og styrktist á hans árum. Ferðalög, veiði og margháttuð sam- vera með vinum og þó sérstaklega fjölskyldu hans. Hann vakti virðingu og væntumþykju þeirra er til hans þekktu. Þar eru nærtækust sam- skipti hans við sín börn og síðan barnabörnin. Afabörnin hændust sérstaklega að honum enda sinnti hann þeim af mikilli natni og gaf þeim góðan tíma. Páll var lifandi sagna- maður og kunni ógrynni af vísum og ljóðum. Óskiptur var sá drjúgi sjóður til reiðu fyrir afabörnin. Var það verðmætur arfur er hann skilaði til yngstu kynslóðarinnar, sem er mér sem foreldri þakkarefni ásamt góð- um samverustundum. Ég kveð tengdaföður minn með þakklæti og virðingu og bið öllum sem til hans þekktu blessunar Guðs. Úlfar Guðmundsson, Eyrarbakka. Hann afi er dáinn, eftir stutt en erfið veikindi. Ekki grunaði mig um síðustu páska að fjöruferðin á skír- dag yrði síðasta skiptið sem ég sæi hann við fulla heilsu. Við fráfall afa rifjast upp svo marg- ar minningar. Einkum stundirnar sem við Hjalti og Herdís áttum með honum í Borgarnesi og víðar á æsku- árum okkar. Hann var handlaginn maður og smíðaði oft handa okkur ýmislegt dót úr efni sem féll til, bæði í bílskúrnum á Þórólfsgötunni og við framkvæmdirnar í Múlakoti. Þar má til dæmis nefna báta sem hann smíð- aði handa okkur úr spýtum og máln- ingardollum. Svo var farið með bátana í kappsiglingu á læknum við sumarbústaðinn. Einnig minnist ég veiðiferða á bryggjunni í Borgarnesi. Þangað fór- um við gjarnan með honum og veidd- um kola, sem síðan var hafður í kvöldmatinn. Stundum heimsóttum við hann líka í vinnuna í Vírneti og komum þaðan kyrfilega merkt fyrirtækinu, íklædd bolum og húfum, með spil og penna í vösunum. Og ekki má gleyma öllum ferðalög- unum um landið, bæði stuttum og löngum. Hvort sem það voru skrep- pitúrar upp í sumarbústað, lengri ferðalög, s.s. um Snæfellsnes eða Vestfirði, eða bara bíltúrar um Borg- arnes og nágrenni. Afi var hafsjór af fróðleik um sögu þessara staða og náttúruna og landslagið þar í kring. Hann fræddi okkur um Egilssögu og sýndi okkur helstu söguslóðir henn- ar. Hann unni náttúrunni og vissi nafnið á hverju einasta fjalli og hól sem við fórum framhjá og sagði okk- ur sögur sem voru tengdar þessum stöðum. Síðasta sumar fór ég svo ásamt afa, ömmu, pabba, mömmu og Gunn- hildi til Svíþjóðar, í tilefni af stóraf- mælum tengdafeðganna. Þar skoðuð- um við meðal annars æskustöðvar afa í Stokkhólmi, þar sem hann dvaldi þegar hann var ungur. Margt gerðum við fleira þarna og á kvöldin var gott að setjast niður á veitinga- staðnum Lasse i Parken. Þetta var góð ferð. Ég er þakklátur fyrir allar þessar stundir sem ég átti með afa. Ótal mörg augnablik mætti tína til í við- bót, en hér skal staðar numið. Allt á þetta eftir að lifa í minningunni. Fyrir tæplega ári síðan, þegar afi og amma fluttu af Þórólfsgötunni, rifjaði afi upp fyrir mér þegar við Hjalti og Herdís jörðuðum fugl í garðinum hjá þeim. Á leiði fuglsins var útbúinn kross, sem fannst við flutningana. Á krossinn var letrað: „Hér hvílir fugl – Megi hann hvíla í friði.“ Það er við hæfi að ljúka þess- um orðum með því að óska afa þess sama: Megi hann hvíla í friði. Atli. Það er ekki rétt að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég þurfti ekki að missa afa til þess að vita hvers virði hann var mér og fjöl- skyldunni allri. Engu að síður verður mér orða vant við að reyna að lýsa því hvað mér og okkur öllum þótti vænt um hann. Augun stara tóm á tölvu- skjáinn og fingurnir hvíla ráðalausir á lyklaborðinu. Afi hefði ekki verið orðlaus sjálfur, hann var það sjaldn- ast. Óþrjótandi uppspretta sagna og vísna, hlýr, skemmtilegur og mikill fjölskyldumaður. Hann vissi fátt skemmtilegra en að hafa alla fjöl- skylduna saman komna við langa borðstofuborðið í Borgarnesinu, þá lék hann við hvern sinn fingur. Við systurnar sóttum í að koma í heimsókn til afa og ömmu og gátum gengið að því vísu að afi ætti sögu að segja okkur. Við gátum líka stólað á að hann fyndi sér tíma til þess að skreppa með okkur niður á bryggju að veiða kola. Hann hafði alltaf tíma fyrir þá sem honum þótti vænt um. Heimili afa og ömmu var fasti punkturinn í tilverunni meðan okkar heimili var síbreytilegt. Þrátt fyrir að ég hafi aldrei formlega búið hjá afa og ömmu, þá var það mitt annað heimili í gegnum tíðina. Að koma þangað var að koma heim. Það var sama hvernig við veltumst og velkt- umst í lífinu, afi og amma í Borgar- nesi voru kjölfesta á erfiðum tímum og heimahöfn eftir langt og lýjandi ferðalag. Og nú er það afi sem er lagður í hann í hinsta sinn, hann lagði upp í björtu og blíðu veðri. Allar góðar vættir leggjast á árarnar með honum en við sitjum eftir og söknum góðs drengs. Góða ferð afi minn, ég vona að ég hitti þig einhvern tíma aftur á falleg- um degi á fengsælum miðum. Herdís Sigurgrímsdóttir Elsku afi, við munum alltaf sakna þín. Þú varst besti afi sem hægt er að hugsa sér og minningarnar um allar góðu stundirnar sem við fengum með þér eru ómetanlegar. Veiðiferðirnar, sögurnar og allt. Hafðu það gott á himnum. Afi minn er einstakur. Afi minn heldur í höndina á mér þegar ég er hrædd. Ég er hrædd um fuglinn sem liggur á jörðinni en afi minn hjálpar mér að grafa hann í garðinum. Afi minn leyfir mér að sitja í kjöltu sinni og afi minn sér mig hlaupa um allt. Afi minn gefur mér meira en nammi. Afi minn fer með mig í bíltúr, segir mér nöfn á fuglum, huggar mig þegar ég dett og hrufla mig á hnénu. Afi minn heldur í höndina mína, afi minn er góður, afi minn er bestur. Nanna Einarsdóttir, Gréta Sigríður Einarsdóttir, Elín Elísabet Einarsdóttir, Páll Einarsson. Páll föðurbróðir minn, eða Palli frændi, var fastur þáttur bernsku minnar og unglingsára. Eins árviss og sumarkoman var ferð bræðranna Einars og Páls með fjölskyldur sínar á bernskuslóðir í Kollsvíkinni, oftast í samfloti. Foreldrar þeirra bjuggu þá hjá sonum sínum í Víkinni. Sumarheimsóknirnar voru ungvið- inu tilhlökkunarefni. Okkur bættist liðsauki í leiksystkinahópinn og svo voru þeir bræður ótrúlega þolinmóð- ir að hafa okkur öll í kringum sig. Hvort sem var í gönguferðum eða á mávaskytterí niður við Garða, sem var fastur liður ef vindátt var hag- stæð. Þá var lagst fyrir í byrginu og beðið eftir að mávurinn kæmi í skot- færi, fljúgandi með fjörukambinum. Því miður held ég að þrátt fyrir góða tilsögn hafi næsta kynslóð trénast upp í veiðiskapnum. Að haglaskot- hylkin sem enn má finna í byrginu séu leifar frá síðasta fulltrúa sannra veiðimanna í Kollsvíkinni. Svo var farið í róður á Voninni, en þessi bátur pabba og Inga frænda var ekki stór- skip og ekkert vélknúið nema benz- ínvélin. Stundum fengu stuttvaxnir bátsverjar fiðring í maga þegar ylgja var. En að sitja í sumarblíðunni úti fyrir Víkinni, rýna útyfir borðstokk- inn eftir þyrsklingum á króknum, henda innvolsi til múkkans. Það var lífið. Bernskan leið og þegar farskóla- kennslu lauk þurfti að leita námsleiða fjarri heimabyggðinni. Þá komu Páll og Herdís til skjalanna og hjá þeim dvaldi ég í þrjá vetur þar til lands- prófi var náð. Heimili Páls og Einars tóku við mörgum okkar frændsystk- ina til veturvistar og lögðu sitt fram til að koma okkur til manns. Ekki hefur það alltaf verið auðvelt, umsvif sem liðinu fylgdu hafa vafalaust reynt á þolrif heimilismanna. En Páll fylgdist með hvernig nám- ið gekk, veitti góð ráð og taldi kjark í mig þegar heimþráin lagðist á sálar- lífið. Hann talaði við alla sem jafn- ingja, fullorðna sem börn og ung- linga. Hann var einstaklega jafnlyndur, þrátt fyrir að ættin okkar sé ekki þekktust fyrir þolinmæði og rólyndi. Enda vinsæll af samstarfs- mönnum og öðrum sem hann um- gekkst. Þegar skólagöngu í Borgarnesi lauk tóku við tveir vetur á Bifröst og þann tíma átti ég athvarf hjá Páli og Herdísi ef á þurfti að halda. Vil ég færa þeim kæra þökk fyrir allt sem þau hafa fyrir mig gert. Eftir Bifrastarárin lá leiðin austur til Hornafjarðar og orðin vík milli vina. Þá strjáluðust okkar samfundir, en voru alltaf góðir þegar leiðir lágu saman. Við fráfall góðra vina vaknar sökn- uður yfir að tíminn hafi ekki verið nýttur nægilega vel til samfunda á þessu tilvistarstigi. En ég veit að við Páll frændi minn eigum eftir að spjalla saman síðar. Ég held reyndar að nú séu þeir bræður að ræða veiði- horfur til sjós og lands þar sem þeir eru staddir og mér finnst ég innst í hugskoti mínu heyra Kollsvíkurhá- vaðann þegar þeir gera út um málin á sinn hátt. Ég þakka Páli frænda mínum fyrir það sem hann var mér og mínum. Við Agnes biðjum almættið að styrkja Herdísi, börn þeirra og aðra í fjöl- skyldunni við fráfall hans. Guðbjartur Össurarson. Páll Guðbjartsson Minn indæli afi var alltaf á kafi í að segja sögur og hálfgerðar bögur. Ef við færum í göngur myndi vera gleði, glaumur og söngur. Amma útbyggi nesti en alltaf myndi afi vera sá besti. Guðrún Úlfarsdóttir. Elsku afi Úti á sjó með öldunið, iðinn, vill með bögu svara, gerir við að gömlum sið, glettinn situr og tálgar þara. Svona vil ég minnast þín. Þín Hildur. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.