Morgunblaðið - 16.06.2007, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 16.06.2007, Qupperneq 52
52 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ CODE NAME: THE CLEANER kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára OCEAN'S 13 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2 - 7:20 - 10:30 B.i. 10 ára DIGITAL ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ DIGITAL 3D / KRINGLUNNI OCEAN'S 13 kl. 3:50 - 5:30 - 6:30 - 8 - 9 - 10:40 B.i.7.ára OCEAN'S 13 VIP kl. 5:30 - 8 - 10:40 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 B.i.10.ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 VIP kl. 2 ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára BLADES OF GLORY kl. 1:50 - 3:50 B.i.12.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ / ÁLFABAKKA VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee H.J. MBL. eeee F.G.G. FBL. WWW.SAMBIO.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI ÞÓ ÞÚ SÉRT BARA EINN VERÐUR HEFNDIN FRÁ ÞEIM ÖLLUM ERTU KLÁR FYRIR EINA SKEMMTILEGUSTU MYND SUMARSINS? eeee KVIKMYNDIR.IS eee H.J. - MBL eee L.I.B. - TOPP5.IS Á EFTIRTALDAR SÝNINGAR SparBíó* 450kr PIRATES 3 KL. 2 Í ÁLFABAKKA OG 4 Í KEFL. BLADES OF GLORY KL. 1:50 Í ÁLFABAKKA www.SAMbio.is GOAL 2 KL.4 Í KEFL. MEET ROBINS. KL. 2 Í ÁLFABAKKA OG KL 4 Á AKUREYRI Er hægt að hugsa sér fegurramyndefni en myrtar fyr-irsætur? Sumar með iðrin úti, og búið að stela líffærunum, aðr- ar uppi í rúmi, kyrktar, enn aðrar með skotsár á hausnum! Er þetta ekki einmitt fegurðin (líflausu) holdi klædd? Ofanrituðum finnst það raunar ekki, en sumir virðast þó á öðru máli.    Greinarhöfundi var bent á ljós-myndir úr síðasta þætti af lönguvitleysunni óþolandi, Am- erica’s Next Top Model. Á mynd- unum eru fyrirsæturnar farðaðar sem lík – limlestar, marðar, skornar og tættar – og það á sérstaklega fag- mannlegan og grafískan hátt. Hin stórfurðulega dómnefnd þáttarins hefur vitaskuld rætt spekingslega um myndirnar og gefið þeim ein- kunn. Litlar stelpur víðsvegar um heiminn hugsuðu: „Æ, það eina sem ég þrái er að verða fallegt lík!“ Ég viðurkenni að hafa alltaf verið með þeim ósköpum gerður að finn- ast morð og fegurð fara illa saman. Morð eru í eðli sínu viðbjóðsleg. Þegar ég horfi á fórnarlamb morð- ingja, á ljósmynd eða á bíómynd, hugsa ég ekki: „Líkið sem ég sá í CSI; the Huttonfield Files var nú fal- legra en þetta lík.“ Ég sé bara lík. Ógeðfellt finnst mér ástandið þegar útlitsdýrkunin er orðin svo mikil að jafnvel líkunum eru gefnar einkunn- ir. Hver nennir að vera sætur og flottur eftir að hafa drepist? Og sér í lagi ef maður er á bömmer eftir að hafa verið myrtur? Aðalklikkunin felst vitaskuld í þessari samtengingu á milli kyn- þokka og ofbeldis. Hvað gæti til að mynda komið næst í amerísku slepjudrullunni? Módelin í sporum lúbörðu eiginkonunnar sem situr uppi með drykkfellda eiginmann- inn? Fyrirsætan Bonnie stendur við uppvaskið og dómararnir klappa fyrir handlegg með marblettum og andlitstúlkun hennar á angist, von- leysi og þreytu. Dómararnir meta vafalaust fegurð glóðaraugans. Nú predikar greinarhöfundur ekki þá skoðun að þetta sé rangt; hinsvegar hefur hann augljóslega ekki jafn- þjálfað auga fyrir fegurð og þátta- stjórnendur. Greinarhöfundi blöskr- ar þetta jafnframt ekki (enda sjaldgæft að nútímafólki blöskri); honum finnst aðeins áhugavert að velta því fyrir sér af hverju fólk fær til að mynda kikk út úr því að horfa á sexí fólk barið eða drepið. Er ekki betra að sexí fólk lifi? Erum við svo öfundsjúk útí kynbombur að við vilj- um þær feigar?    Ameríska glamúreitrið er skoekki eina dæmið um að ofbeldi og fegurð gisti sömu rekkju þessa dagana. Samband þessara bólfélaga er eitt hinna vinsælustu; nærtæk er furðuleg kvikmynd, Hostel 2. Á aug- lýsingaspjaldi stendur allsnakin kona með afskorið mannshöfuð í vinstri hendi. Einn aðstandenda myndarinnar segir að helsta mark- mið sitt sé að fólki blöskri – að- altakmarkið er svo að það æli. Flest- ir ættu að fallast á það að uppköst eru frekar þreytandi truflun á bíó- ferð; þó verður að viðurkennast að markmið þessa listamanns er dálítið frumlegt. En er það nóg? Vegg- spjaldið er samt eiginlega bara fá- ránlegt. Til hverra/hvers er höfðað? Af hverju endurvekjum við ekki bara hringleikahús að rómverskum sið – með nöktum, þrautþjálfuðum eðlakroppum sem kynþokkast um blóðugt sviðið með afskorið höfuð í eftirdragi og allskonar útlimi blakt- andi á þartilgerðum líkams- partastöngum? Það væri almenni- legt! Mér þætti allavega meira fútt í því. Stórar hollívúddbíómyndir eru hvort sem er að syngja sitt síðasta, flestar orðnar hundleiðinlegar og langdregnar. Fólk vill láta ofbjóða sér. Það er vitaskuld ekkert nýtt. En eitt hug- leiðir fólk sjaldan: Af hverju vill fólk láta ofbjóða sér? Já, af hverju í and- skotans djöflinum? Sexí dauð módel Kynlegt ofbeldi Búið er að fjarlægja morðmyndirnar af heimasíðu ANTM. AF LISTUM Sverrir Norland » Fólk vill láta ofbjóðasér. Það er vitaskuld ekkert nýtt. En eitt hugleiðir fólk sjaldan: Af hverju vill fólk láta ofbjóða sér? Já, af hverju í andskotans djöflinum? sverrirnor@mbl.is Hægt er að nálgast myndband með ljósmyndum úr umræddum þætti af America’s Next Top Mod- el á vefsíðunni www.youtube.com undir leitarorðinu „America’s Next Dead Model“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.