Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING www.101skuggi.is H im in n og ha f/ SÍ A MUNU ósánir akrar vaxa, nýr sálmur eftir Matthías Johann- essen og Atla Heimi Sveins- son, verður fluttur við messu í Dómkirkjunni á morgun, þjóðhátíðardaginn kl. 11. Sálmurinn var frumfluttur í Krýsuvíkurkirkju um hvíta- sunnuna. Í tilefni af því að þá voru 10 ár síðan Sveinn Björnsson málari var jarð- settur í Krýsuvík og 150 ár frá því að kirkjan sem nú stendur var reist, var þess farið á leit við Matthías Johannessen, skáld og rit- höfund, að hann semdi ljóðið og umbeðinn kvaðst Atli Heimir strax fús að semja við ljóð Matthíasar. Ljóðlist og tónlist Sálmur Matthíasar og Atla í Dómkirkju Dómkirkjan ENN er hátíð á Sólheimum og í dag er komið að þriðju tón- leikunum í tónleikaröð Menn- ingarveislu Sólheimakirkju. Það er gítarleikarinn Kristján Kristjánsson, betur þekktur undir nafninu KK, sem kemur og syngur og spilar. Tónleik- arnir hefjast klukkan 14, að- gangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir. KK hefur samið og spilað tónlist fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarp, átt sam- starf með mörgum af leiðandi tónlistarmönnum Íslands, þar á meðal Björk, auk þess að eiga far- sælan sólóferil. Hann gefur út sólóplötu í haust. Tónlist KK í Menningar- veislu Sólheima KK með hatt. ÓLÖF Arnalds verður stofu- gestur að Gljúfrasteini á stofutónleikum kl. 16 á morg- un, þjóðhátíðardaginn. Ólöf flytur lög af nýju plötunni sinni, Við og við. Tónlist Ólaf- ar er þjóðlagaskotin melódísk popptónlist. Ólöf Arnalds fæddist í Reykjavík 4. janúar 1980. Hún hóf tónlistarnám árið 1986 og lauk B.A. gráðu í tónsmíðum og nýmiðlun frá Listaháskóla Íslands vorið 2006. Ólöf hefur unnið með mörgum þekktum íslenskum tónlist- armönnum og hljómsveitum. Þar mánefna Skúla Sverrisson, múm, Slowblow og Mugison. Tónlist Ólöf Arnalds á Gljúfrasteini Ólöf Arnalds „HANN er lif- andi goðsögn,“ sagði José Lladó Fernández- Urrutia, forseti spænsku list- verðlaunanna Astúríasprins- ins, þegar þau voru veitt í Madríd í vikunni. Verðlaunahafinn og goðsögnin var enginn annar en Bob Dylan. Í áliti dómnefndar sagði að Dylan væri ein mikilvægasta tónlistarmann- eskja okkar tíma og að í tónlist sinni sameinaði hann fegurð ljóðs- ins og manngildishugsjón. Bob Dyl- an er 66 ára. Bob Dylan Dylan heiðr- aður á Spáni ♦♦♦ „… LOKSINS hefur stórkostleg am- erísk ópera verið smíðuð,“ sagði Wes Blomster, gagnrýnandi Opera Today um nýja óperu eft- ir bandaríska tón- skáldið David Carlson. Ópera Carlsons heitir Anna Karenina, og er byggð á sögu Tolstoys, en það var Colin Gra- ham, óperuleik- stjórinn kunni, sem samdi óperutextann í samvinnu við tónskáldið. Þessi nýja ópera er eitt heitasta umræðuefnið meðal tónlist- arfólks vestanhafs. Það þykir ganga kraftaverki næst að þeim Carlson og Graham skuli hafa tekist að sjóða mörg hundruð síðna skáldsögu niður í tveggja og hálfs tíma óperu, og margir voru vantrúaðir á að það myndi takast. Óperan var frumsýnd í Flórídaóper- unni í apríl, en er nú sýnd víðar um Bandaríkin. Graham lést þrem vikum fyrir frumsýninguna. „Falleg tónlist, vel saminn óperu- texti, stórkostlegar raddir og áhrifa- mikil sviðsmynd, – allt þetta átti sinn þátt í því að gera frumsýninguna á Önnu Kareninu eftir David Carlson að sannkölluðu meistaraverki,“ sagði Daniel Fernandez, gagnrýnandi á blaðinu El Nuevo Herald á Flórída. Síðustu ár hefur mikið verið rætt um hvort dagar óperunnar verði senn taldir, þar sem þótt hefur vanta góð ný verk sem standast þeim eldri og vinsælli snúning. Ópera um Önnu Karenínu slær í gegn David Carlson GRÍMAN, íslensku leiklistarverð- launin, var afhent við hátíðlega at- höfn í Íslensku óperunni í gær- kvöldi. Handhafar Grímunnar 2007 eru: Sýning ársins: Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson í sviðsetningu Leikfélags Reykjavíkur. Leikstjórn annaðist Hilmir Snær Guðnason. Leikskáld ársins: Benedikt Erlings- son fyrir einleikinn Mr. Skallagríms- son í sviðsetningu Söguleikhúss Landnámsseturs. Leikstjóri ársins: Benedikt Erlings- son fyrir leikstjórn í leiksýningunni Ófögru veröld í sviðsetningu Leik- félags Reykjavíkur. Leikari ársins í aðalhlutverki: Benedikt Erlingsson fyrir hlutvek sitt í leiksýningunni Mr. Skalla- grímssyni. Leikkona ársins í aðalhlutverki: Sigrún Edda Björnsdóttir fyrir hlut- verk sitt í leiksýningunni Degi von- ar. Leikari ársins í aukahlutverki: Þröstur Leó Gunnarsson fyrir hlut- verk sitt í leiksýningunni Killer Joe í sviðsetningu leikhússins Skámána. Leikkona ársins í aukahlutverki: Charlotte Bøving fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Ófögru veröld. Leikmynd ársins: Gretar Reynisson fyrir leikmynd í leiksýningunni Ófögru veröld. Búningar ársins: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir fyrir búninga í söng- leiknum Legi í sviðsetningu Þjóð- leikhússins. Lýsing ársins: Halldór Örn Óskars- son fyrir lýsingu í leiksýningunni Ófögru veröld. Tónlist ársins: Hljómsveitin Flís fyrir tónlist í söngleiknum Legi. Söngvari ársins: Bjarni Thor Krist- insson fyrir hlutverk sitt í óperunni Brottnáminu úr kvennabúrinu í svið- setningu Íslensku óperunnar. Dansari ársins: Erna Ómarsdóttir fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Mysteries of love í sviðsetningu Ernu Ómarsdóttur og Jóhanns Jó- hannssonar. Danshöfundur ársins: Erna Ómars- dóttir og Margrét Sara Guðjónsdótt- ir fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Mysteries of love. Barnasýning ársins: Abbababb! eftir Gunnar Lárus Hjálmarsson í sviðsetningu leikhópsins á Senunni í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhús- ið. Útvarpsverk ársins: Harún og sagnahafið eftir Salman Rushdie í þýðingu Karls Emils Gunnarssonar. Heiðursverðlaun Leiklistarsam- bands Íslands: Herdís Þorvaldsdótt- ir og Róbert Arnfinnsson fyrir fram- úrskarandi ævistarf í þágu leiklistar. Sýning ársins er Dagur vonar Sæl Sigrún Edda Björnsdóttir hampar hér kát verðlaunagripnum sem besta leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Degi vonar sem var sett upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Í HNOTSKURN » Íslensku leiklist-arverðlaunin, Gríman, voru fyrst veitt sumarið 2003. » Leiklistarsamband Ís-lands stendur fyrir hátíð- inni. » Á hátíðinni eru sviðsverkog útvarpsverk verðlaun- uð og listamönnum veittar við- urkenningar fyrir fram- úrskarandi árangur í sviðslistum. » Verðlaunagripurinn,Gríman, er hönnuð af Sig- urði G. Steinþórssyni gull- smíðameistara, og er kenni- merki hátíðarinnar. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.