Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 47 JAZZKLÚBBUR Seltjarnarness gerði vel að fá Tore Brunborg, hinn norska saxófónsnilling, til að leika hér að nýju með tríó Sunnu Gunnlaugs- dóttur, en þau léku á Jazzhátíð Reykjavíkur í vetur við vonlausar að- stæður. Á efnisskránni voru fjögur verk eftir Sunnu, tvö eftir eiginmann hennar og trommara, Scott McLe- more, tvö af Tid svoog Lucie af nýj- ustu skífu hans, Gravity. Það er svo- lítið vandspilað verk en Sunna er óhrædd við slíkt. Upphafslag tón- leikana var eftir hana, Bump, og sam- ið er hún bar fyrsta barn sitt undir belti. Þetta er glaðlegt lag en undir- liggjandi spenna gaf því dýpt. Sunna var sterk í hljómunum og bæði spuni hennar og undirleikur einkenndist af meiri krafti en við höfum átt að venj- ast frá henni. Hún er svo sannarlega ekki stöðnuð í list sinni; sóló hennar í Tunnel Vision, nýlegu verki eftir Scott, var skemmtilega rýþmísur, massífir hljómar og stundum ómur af rómantískri klassík. Scott var mel- ódískur og Þorgrímur Jónsson, bassaleikari, spilar alltaf vel. Tore er saxafónleikari sem hæfir Sunnu og hefur þroskast mikið síðan hann kom hér fyrst með Arild Andersen. Stund- um er hann svo brothættur að maður hættir næstum að anda – síðan brýst krafturinn fram; en hinn norræni tónn ríkir alltaf. Það mátti heyra að þau leika ekki oft saman, en þetta var indæl stund og öll skiluðu þau hlut- verki sínu með prýði. Kröftug Sunna TÓNLIST Félagsheimili Seltjarnarness Laugardaginn 9.6. 2007. Tore Brunborg og tríó Sunnu Gunnlaugs- dóttur  Vernharður Linnet Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FYRSTA breiðskífa Seabear, The Ghost That Carried Us Away, kom út fyrir stuttu hér á landi. Seabear er hljómsveit sem stendur, en byrj- aði sem eins manns föndur Sindra Más Sigfússonar. Sindri Már gaf á sínum tíma út sólóskífu sem hann gerði að öllu leyti einn, samdi músíkina, spilaði hana og tók upp og föndraði síðan umslagið sjálfur. Sú plata hét Sing- ing-Arc og kom út fyrir tveimur ár- um, heimabrennd. Nú ber annað við, The Ghost That Carried Us Away kemur út á vegum Morr út- gáfunnar þýsku hér á landi, í ágúst í öðrum löndum Evrópu og síðan í september vestan hafs. Stækkandi hljómsveit Seabear er stækkandi hljóm- sveit, eða hefur í það minnsta stækkað á síðustu mánuðum, er nú sjö manna sveit að því Sindri Már segir og hann bætir við: „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist, en við erum orðin sjö. Verðum ekki fleiri, held ég.“ Hann tekur undir það að það séu töluverð viðbrigði frá því að vera einn að bjástra við músík, „en vera svo kominn með fótbolta- lið“, segir hann og vísar til þess að sveitin ætlar sér stóra hluti í fót- boltakeppni tónlistarmanna í sum- ar. Sindri segir að The Ghost That Carried Us Away hafi orðið til á löngum tíma, meðal annars fyrir það að hann var búinn að taka upp stóran hluta af plötunni, en síðan var það allt tekið upp aftur meira og minna þegar hann var farinn að vinna með hljómsveit, enda hljóm- aði það svo miklu betur að því hann segir. Fyrirtæki og fótboltalið „Það er frábært að vinna með hljómsveitinni, en ég skil ekki hvers vegna þau hlusta á mig, þau eru öll svo miklu betri en ég,“ segir hann og bætir við að hann hafi byrjað frekar seint að fást við tón- list; „svo er ég alltíeinu kominn með fyrirtæki og fótboltalið“, segir hann hálfhissa. Sindri og félagar hans í Seabear halda utan til tónleikahalds um það leyti sem platan kemur út, spila lík- lega vía í ágúst og september og síðan aftur í nóvember og ein ferð til er fyrirhuguð í janúar. Meðfram þessu er hann svo að fást við laga- smíðar, setur saman grunna og vinnur hugmyndir sem hann ætlar síðan að þróa áfram með sveitinni eftir því sem færi gefst. Útgáfu- tónleikar hér á landi verða svo væntanlega í júlí. Sjöfaldur Seabear Morgunblaðið/Eggert Seabear Sveitin stendur í ströngu um þessar mundir. BÚR SALTAÐ FRYST og HERT w w w . s j o m i n j a sa f n . i ssýningin A l l t a f h e i t t á k ö n n u n n i SJOMINJASAFNIÐ Í REYKJAVÍK Grandagarði 8 Opið alla daga nema mánudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.