Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 27
bar að garði því hvorugt barnanna var heima þar sem dóttirin, sem út- skrifaðist sem stúdent í fyrra, er nú á frönsku Rivíeríunni að læra frönsku og syninum, sem nemur tölvunarfræði við HÍ, hafði áskotn- ast gott togarapláss í sumar. Gróttuvitinn í stofunni „Afi var bankastarfsmaður og amma var í alls konar viðskiptum. Hún rak m.a. blómabúð, var með konfektgerð og var auk þess með tvær vinnukonur á heimilinu við að búa til slaufur og bindi fyrir karl- menn. Hún var svakalega dugleg kona,“ segir Lóa, sem sjálfri er ým- islegt til lista lagt því heimilið ber vott um að í húsmóðurinni blundi listaeðli. „Ég er bara að dunda mér við ýmislegt sem ég hef gaman af og hef aðstöðu í kjallaranum fyrir sköpunarkraftinn,“ útskýrir Lóa og hleypur reglulega niður til að huga að ofninum, sem er á fullu við að framleiða falleg glerlistaverk, sem Lóa hefur mótað eftir kúnstarinnar reglum. Leirlistaverkin hennar Lóu prýða líka veggi og borð og uppi á veggjum hanga myndir eftir hús- móðurina og tengdamóðurina Sig- ríði Gyðu Sigurðardóttur ásamt myndverkum fjölda annarra lista- manna enda hafa hjónin gaman af myndlist, að sögn. „Þessa mynd málaði til dæmis Tolli fyrir manninn minn sérstaklega. Hann varð að fá eitthvað af Nesinu hingað inn til að horfa á,“ segir Lóa og bendir á myndverk sem sýnir Gróttuvitann. Fluttu með sér útidyrahurðina Húsið, sem stendur á horni Karfavogs og Gnoðarvogs og er á þremur hæðum, er um 95 fermetrar að grunnfleti auk bílskúrs. Auk listasmiðju Lóu er í kjallaranum þvottaaðstaða, gestaherbergi og geymslur. Miðhæðin hýsir borð- stofu, stofu og sjónvarpsherbergi með brakandi upprunalegu eikarp- arketi auk risastórs eldhúss, sem tekið var í nefið enda er eldhúsið hjarta hússins, eins og Lóa orðar það. Útidyrahurðina, sem er afar bresk, fluttu þau með sér frá Bret- landi og gestasnyrting sem og snyrtingin uppi á efstu hæðinni hafa verið gerðar afar hlýlegar og nota- legar og í anda gamla stílsins. Barnaherbergin tvö sem og hjóna- berbergið eru um tuttugu fermetrar hvert og á þriðju hæðinni er auka- sjónvarpsrými með upprunalegum „eldhússkápum“ því þar var einu sinni íbúð með öllu. „Það má í raun segja að við höfum tekið við húsinu eins og amma skildi við það. Hér voru rauð plussteppi, gullveggfóður og rokkokkóstíll út um allt, en það hentaði auðvitað ekki okkur þegar til kom. Við höfum því smám saman verið að bæta og laga og erum nú búin að taka allt í gegn nema kannski húsið að utan. Það er næst á dagskrá. Við endurnýjuðum allar hurðir. Í eldhúsið völdum við gegnheila eikarinnréttingu frá Ikea og gráan tón á móti í gólfefnum og eldhúsbekkjum, sem mér finnst koma vel út, en eldhúsið samanstóð af mörgum vistarverum hér áður fyrr. Rósettur og lista í lofti létum við halda sér og í fyrra tókum við garðinn í gegn en hann var mikið áhugamál afa og ömmu. Maðurinn minn smíðaði og ég bæsaði. Gos- brunnurinn hans afa fékk auðvitað að halda sér sem og gróðurinn að hluta, en við urðum að höggva tré sem farin voru að skyggja á. Við skiptum um allt gras þar sem kom- inn var mikill mosi, settum niður heitan pott, smíðuðum palla og tré- verk út um allt og í garðinum erum við á góðviðrisstundum,“ segir Lóa. Þegar spurt er um stíl segist Lóa vera bæði fyrir nýtt og gamalt þótt heimilið beri kannski meiri vott um gamalt. „Þegar við byrjuðum að búa áttum við ekki neitt, en svo áskotn- aðist okkur eitt og annað gamalt sem við höfum verið að bæta upp með ýmsu nýju sem passar við gamla dótið. Við höfum bæði mjög gaman af því að bæta og fegra og næsta verkefni er til dæmis hjóna- herbergið þar sem ég ætla að láta smíða alvöru fataskáp í staðinn fyrir þrjá innbyggða fataskápa með hurð- um sem amma og afi létu gera til að nýta súðina. Og svo er ég búin að kaupa rosalega fallegt kremað vegg- fóður frá Lauru Ashley sem á að fara á einn vegginn. Það er svo skemmtilegt að breyta til svona stöku sinnum,“ segir lista- konan Lóa. Gróttuvitinn Húsbóndinn, sem er Seltirningur í húð og hár, varð að fá eitthvað af Nesinu heim í stofu. Sígilt Kínversku engiferpottana keyptu húsráðendur í Bretlandi. Svipsterkar Þessar fallegu ragú- grímur eru handverk Lóu Sigríðar. Stofustáss Skenkinn átti amma Sigurðar á Sauðárkróki. daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 27 Sending barst að norðan fráRúnari Kristjánssyni á Skagaströnd með innganginum: Sitthvað andann getur glætt, glóðir kveikt í brjósti. Berist manni af Blöndalsætt bögur hér í pósti. Rímsins afl í okkar sál eðlis fylgi vöku, þroski í öllu þjóðlegt mál, þrumi í hverri stöku. Pétur Stefánsson er kominn aftur á Moggabloggiðog má finna svohljóðandi kveðskap á slóðinni: www.peturstef.blog.is: Ég get eins og aðrir menn ybbað gogg og „hoggið“. Hingað kominn er ég enn inn á Moggabloggið. Sagt var frá því á Mbl.is að ráðamenn í Japan og Kína hefðu hvatt starfsfólk til orkusparnaðar með því að mæta léttklætt í vinnu. Sjálfur tók Pétur sér það til fyrirmyndar og orti: Víst er minn áhugi vakinn, og veit ég að kætist nú makinn; Ég ætla að spara orku, og fara að yrkja á bloggið mitt nakinn. VÍSNAHORNIÐ Af nekt og rímsins afli pebl@mbl.is tækið sjálft upptækt, þegar um stórfelldan eða ítrekaðan hrað- akstur er að ræða eða akstur, sem telst sér- staklega vítaverður. Það er ekki fráleitt að ætla, að þeir ökuníð- ingar, sem hér eru á ferð hugsi sig um tvisv- ar, ef ökutæki þeirra verður gert upptækt. Þess vegna er það rétt hjá sýslumanninum á Selfossi að láta á þetta lagaákvæði reyna í því tilviki, sem mesta at- hygli vakti nú í vikunni. Hinir siðprúðari vél- hjólamenn munu auðvitað líta svo á að umræður sem þessar séu nei- kvæðar fyrir þá. Þó er athyglisvert, að gerðar eru athugasemdir við framkomu mjög stórs hóps véhjóla- manna á Þingvöllum, raunar svo margra, að erfitt verður að segja, að ökuníðingarnir séu örfáir, sem setji svartan blett á ökumenn þessara farartækja. Vélhjólum hefur fjölgað mjög. Þeir sem aka þeim telja það sérstaka lífsreynslu. Það væri of langt gengið að banna þessi tæki. En það er hægt að gera þá kröfu til þeirra, sem aka þeim að þeir stofni lífi annars fólks ekki í hættu, þótt þeir virðist hirða lítt um eigið líf. Ólafur Helgi Kjart- ansson á marga stuðningsmenn. Það er ástæða til aðfagna því, að Ólaf- ur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, hyggst láta hart mæta hörðu í samskiptum við vélhjólamenn. Nú er að vísu ljóst að stór hópur þeirra, sem aka um á véhjólum, er til fyr- irmyndar í umferðinni en í öðrum tilvikum eru á ferð menn, sem koma fram við sam- borgara sína með svo ótrúlegum hætti að orð fá varla lýst. Hvað er sá maður að hugsa, sem ekur um með son sinn, 13 ára gamlan, á vél- hjóli á 181 km hraða? Hvað voru þeir menn að hugsa, sem lögreglan var að eltast við á dögunum á ofsahraða? Flestir vegfarendur hafa orðið varir við vélhjól á ofsahraða á vorin og sumrin, þegar engin lögregla er í nánd. Og í þessu samfélagi návígisins hika menn enn við að kæra þá, sem þannig haga sér, hvort sem þeir eru á vélhjólum, bifreiðum eða á flutn- ingabílum. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður, minnir á það í Morg- unblaðinu í gær, að á þessum vetri hafi verið samþykkt á Alþingi lög, sem heimili lögreglu að gera öku-           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Bæjarráð Reykjanesbæjar tók af- stöðu til mótmæla íbúa vegna aðal- og deiluskipulagsbreytinga á Hákots- tanga í Innri-Njarðvík á fundi sínum á fimmtudagsmorgun, en fjögur há- hýsi hafa verið teiknuð á tangann. Margar athugasemdir bárust bæjar- yfirvöldum, auk undirskriftalista, og telur bæjarráð mikilvægt að tekið verði tillit til þeirra sjónarmiða sem þar koma fram. Málinu hefur verið vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs til frekari skoðunar.    Hópur ungs listafólks hefur hreiðrað um sig í samkomuhúsinu í Höfnum og hefur á undanförnum dögum breytt húsinu í listasmiðju. Listamennirnir eru þátttakendur í verkefni sem gengur undir nafninu Díónýsía. Þeir lögðu land undir fót í vikubyrjun og settust að í fámennustu byggðarlög- um landsins. Heimamenn eru virkj- aðir í þessu verkefni og að sögn Hörpu Daggar Kjartansdóttur, sem fer fyrir hópnum í Höfnum, hefur fjöldi heimamanna lagt þeim lið, fólk sem tengist leiklist, tónlist og mynd- list. Hópurinn mun taka þátt í hátíð- arhöldunum 17. júní og bjóða gestum og gangandi að heimsækja vinnustof- una og jafnvel taka þátt í sköpuninni.    Annars verður 17. júnídagskráin með hefðbundnu sniði og ef marka má veðurspá virðist sem veðrið ætli að verða með ágætum. Þó skyldi spyrja að leikslokum í þeim efnum. Sýningar hefjast í listasölum Duus- húsa klukkan 13 og af nýjum sýning- um má nefna Húsafellsmyndir Ás- gríms Jónssonar í Listasafninu, Rokkmyndir í Bíósalnum klukkan 13 og 15 og sýningu á verkum Steinunn- ar Einarsdóttur í Gömlu búð. Dag- skráin í skrúðgarðinum hefst klukkan 14.    Biblía foreldra á sumrin er sumar- bæklingur Menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs sem leit dagsins ljós í síðasta mánuði. Þar er að finna öll námskeið sem eru í boði fyrir börn og unglinga yfir sumarið. Úrvalið er gott þótt þau allra yngstu geti einungis valið um sundnámskeið. Mesta úrval- ið er fyrir börn 6-13 ára og þau sem eldri eru geta valið sér annars konar sundnámskeið, nefnilega sportköfun.    Og af því að biblía var nefnd hér að ofan þá ætlar Keflavíkursókn að brydda upp á skemmtilegri nýjung í sumar, nefnilega útimessum og gönguferðum í einum og sama pakk- anum. Ferðirnar verða þrjár og þar fer saman heilbrigð útivera, helgihald og fróðleikur um sögu og náttúru. Rannveig Lilja Garðarsdóttir leið- sögumaður mun leiða göngurnar. Sú fyrsta verður 24. júní um söguslóðir Keflavíkurkirkju og hinn 15. júlí verður stefnumót við Prestsvörðu, þar sem tveir gönguhópar munu leggja af stað frá Keflavíkurkirkju annars vegar og Útskálakirkju hins vegar og mætast á miðri leið við Prestsvörðu. Síðasta ferð sumarsins verður 12. ágúst en þá verður Presta- stígurinn genginn, frá Höfnum að Grindavík.    Þeir sem hyggjast stunda nám við Keili – Miðstöð vísinda, fræða og at- vinnulífs á gamla varnarsvæðinu næsta vetur, þurfa að fara að huga að umsóknum. Frestur til að leggja inn umsóknir rennur út 30. júní næst- komandi en stefnan hefur verið sett á að hefja nám í frumgreinadeild og flugakademíu næsta haust. Þar með verður háskólanám orðið mjög blóm- legt í Reykjanesbæ því Keili til við- bótar er Íþróttaakademía, sem ný- verið útskrifaði fyrstu einkaþjálfar- ana, og fjölbreytt fjarnám í gegnum Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Úr bæjarlífinu Gönguferðir og útimessur undir kjörorðinu Döggin blikar, grund- in grær! er meðal nýjunga hjá Keflavíkursókn í sumar. REYKJANESBÆR Svanhildur Eiríksdóttir blaðamaður Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Sími: 533 6050 www.hofdi.is Til sölu fallegur og vel byggður sumarbústaður í landi Dagverðarness í Skorradal. Skiptist m.a. í 2 svefnherb. og stofu með kamínu. Geysi- fagurt útsýni yfir Skorradalsvatn og alla leið til Snæfellsjökuls. Verð 14 millj. Nánari upplýsingar veitir Runólfur á Höfða í síma 892 7798. Sumarhús í Skorradal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.