Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 23 LANDIÐ Á FYRSTA áratug tuttugustu aldar var farið að mótorvæða fiskibáta landsmanna. Eftir að fyrstu bátarnir höfðu sannað sig breiddist notkun mótora út eins og eldur í sinu. Þörfin fyrir þjónustu þeirra sem kunnu með vélar að fara og gátu gert við þær varð fljótt mjög mikil og ný stétt vélamanna varð til. Vélsmiðjur þar sem aðstaða var til að sinna þeim verkefnum sem urðu til vegna tækni- væðingarinnar spruttu upp víða um land. Meðal þeirra fyrstu var Vjela- smiðja Jóhanns Hanssonar, stofnuð 1907 og er hún jafnframt orðin sú elsta sem eftir er. Í dag, laugardaginn 16. júní kl. 15.00, verður opnuð ný sýning á Tækniminjasafni Austurlands, Seyð- isfirði. Sýningin verður í Vjelasmiðju Jóhanns Hanssonar sem er aldar- gömul á þessu ári. Fjallað verður um fyrstu áratugina í Vjelasmiðjunni og stofnandann Jóhann Hansson sem ferðaðist ungur út í heim til náms og gerðist síðan afkastamikill frum- kvöðull á afgerandi tímamótum í sögu þjóðarinnar. Töluverðar endur- bætur hafa verið gerðar á húsi Vjela- smiðjunnar og ný svæði verða opnuð almenningi. Ýmis búnaður frá stofn- árinu 1907 er á sýningunni. Stóri Cu- pola málmbræðsluofninn frá 1918, sem var stóriðja síns tíma, er nú loksins orðinn aðgengilegur frá öll- um hliðum. Einnig túrbínusamstæð- an og rafstöð Jóhanns frá 1911. Aðrar sýningar safnsins og safn- asvæðið er einnig opið. Tækniminja- safnið er opið alla daga frá 11-17. www.tekmus.is sími 472 1596. Strákurinn frá Djúpavogi sem höndlaði nútímann Aldarafmæli Vjelasmiðju Jóhanns Hans- sonar á Seyðisfirði Smíðar Á sýningunni verður fjallað um fyrstu áratugina í starfsemi Vjela- verksmiðju Jóhanns Hanssonar, en smiðjan er aldargömul á þessu ári. AUSTURLAND Vopnafjörður | Heilsugæslustöðinni á Vopnafirði og Bakkafirði hefur verið færður að gjöf stafrænn fram- köllunarbúnaður fyrir röntgen- myndatökur. Búnaðurinn kostar um fjórar milljónir króna og er gjöf frá HB Granda, Bílum og vélum, Mæli- felli, Kiwanisklúbbnum á Vopnafirði og Helgu Jónsdóttur. Baldur Frið- riksson, læknir á Vopnafirði, segir búnaðinn koma til með að auðvelda greiningu enda sé hægt að senda myndirnar stafrænt t.d. á FSA og fá sérfræðiálit á skömmum tíma. Þessi búnaður hentar einkar vel á stað eins og Vopnafirði en það get- ur tekið um eina og hálfa klukku- stund að koma sjúklingi á spítala og svo getur vetrareinangrun sett strik í reikninginn. Heilsugæslustöðinni færð vegleg gjöf Morgunblaðaið/Jón Sigurðsson Tækni Baldur Friðriksson læknir á Vopnafirði við framköllunarbúnaðinn. Eftir Björn Björnsson Skagafjörður | Ása Jakobsdóttir og Pálmi Ragnarsson, bændur í Garðakoti í Skagafirði, buðu nýlega gestum og gang- andi að skoða nýtt og verulega tækni- vætt fjós sem þau hafa nú tekið í notkun. Fjósið er fyrir áttatíu og fjóra gripi og er um níu hundruð og níutíu fermetrar að stærð en við það er um þrjú þúsund rúmmetra haughús. Kýrnar ganga laus- ar og um mjaltirnar sér mjaltaþjónn en annað vélmenni sér um alla hreinsun á flórum, og er sá hinn fyrsti sinnar gerðar hérlendis. Allur mjalta- og kælibúnaður er frá Alfa Laval, en flórhreinsarinn og allt járnverk er frá Vélavali í Varmahlíð. Eft- ir fjósinu endilöngu er brú, en ofan af henni og úr eftirlitsherbergi þar, er unnt að fylgjast með mjöltum og öllu því sem mjólkurframleiðslunni tengist í tölvu- kerfi hússins. Þarf að bæta við Pálmi sagði að mjög vel hefði gengið að aðlaga kýrnar hinu nýja húsi og mjaltaaðferðum, rétt væru um tíu dagar síðan fjósið var tekið í notkun og nú gengi allt eins og í sögu. Að sögn Pálma er búið nú með um tvö hundruð og þrjátíu þúsund lítra kvóta og með einu pennastriki. Fjölmargir gestir heimsóttu þau Ásu og Pálma í Garðakoti og skoðuðu þetta tæknivædda fjós og fylgdust með þeim störfum sem þar eru unnin og sann- anlega gekk allt eins og til var ætlast. „Já, hér virkar allt rétt, nema kannski ég,“ sagði Pálmi Ragnarsson hlæjandi og sagðist vilja þakka öllum þeim ágætu iðnaðar- og tæknimönnum sem hefðu komið að byggingu þessa glæsilega fjóss. ljóst að við hann yrði að bæta ef fullnýta ætti rýmið sem í fjósinu er. Hins vegar væri bændum sem mjólkurframleiðslu stunduðu mikil nauðsyn að fá um það upplýsingar hvort fyrirhugað væri að fella framleiðslurétt á mjólk niður, eins og hann vissi að fyrirhugað væri að gera í nágrannalöndunum, svo sem í Svíþjóð og Hollandi, óþolandi væri að leggja verulega fjármuni í kaup á þessum rétti, sem svo yrði ef til vill gerður verðlaus „Hér virkar allt rétt“ Morgunblaðið/Björn Björnsson Bændur Pálmi Ragnarsson og Ása Jakobsdóttir í nýju og glæsilegu fjósi í Garðakoti. Húsavík | Fyrir skömmu fóru rúmlega þrjátíu börn og ung- lingar ríðandi á hestum frá Saltvík út á Húsavík. Þessir ungu knapar hafa verið á reiðnámskeiðum í hestamiðstöðinni í Saltvík í vetur. Ferðin var lokapunkturinn á námskeiðunum og voru þeir þarna á ferð með leiðbeinendum sínum, auk þess sem einhverjir foreldrar voru með í för. Meðal knapanna var Ófeigur Óskar Stefánsson sem reið þessa leið með föður sín- um, Stefáni Haraldssyni. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Feðgar á ferð Landið er fallegra á löglegum hraða    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.