Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sveinn SteindórGíslason fæddist á Varmá í Hvera- gerði 1. febrúar 1947. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands aðfaranótt 7. júní síðastliðins. Foreldrar hans eru Sigurbjörg Svanhvít Steindórsdóttir hús- móðir, f. 22. júlí 1925 og Gísli Jón Oddsson garð- yrkjubóndi, f. 6. júlí 1922, d. 5. janúar 1995. Foreldrar Sigurbjargar voru Þorkelína Sigurbjörg Þorkels- dóttir, f. 25. júní 1894, d. 20. maí 1945 og Steindór Sigurbergsson, f. 12. júní 1890, d. 26. maí 1930. For- eldrar Gísla voru Þuríður Jóns- dóttir, f. 7. nóvember 1889, d. 22. nóvember 1983 og Oddur Ólafsson, f. 12. júlí 1886, d. 13. júní 1978. Systur Sveins eru: a) Sigurbjörg, f. 19. september 1945, gift Hannesi urbjörg Sara, f. 3. júlí 1973, gift Þorsteini Karlssyni, f. 12. febrúar 1971 börn þeirra eru Ásdís Erla, f. 15. desember 1992, Katrín Ósk, f. 5. apríl 2000 og Bjarkar Sveinn, f. 4. júlí 2005. 3) Eva Rós, f. 25. októ- ber 1984. Haustið 1951 flutti Sveinn með foreldrum sínum og systrum að Brúnalaug í Eyjafirði þar sem faðir hans rak garðyrkjustöð fyrir Kaupfélag Eyfirðinga. 1964 flyst fjölskyldan aftur til Hveragerðis og hefur Sveinn átt heima þar síð- an. Sveinn nam húsasmíði hjá Reyni Gíslasyni mági sínum og lauk sveinsprófi í þeirri iðn árið 1972 og fékk meistararéttindi 1975, hann vann við iðn sína til 1980 að þau hjón keyptu garðyrkjustöðina Álfafell og ráku hana til 1996 að hann tók aftur upp hamarinn og vann við smíðar til ársloka 2006. Útför Sveins fer fram frá Hvera- gerðiskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Kristmundsstni, f. 29. september 1945, þau eignuðust þrjá syni, einn er látinn, þau eiga tvö barnabörn, b) Svanhvít, f. 5. mars 1950, gift Reyni Gísla- syni, f. 3. apríl 1937, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Sveinn kvæntist 31. ágúst 1968 Magneu Ásdísi Árnadóttur, f. 31. ágúst 1950. For- eldrar hennar eru Anna Aðalheiður Ólafsdóttir, f. 4. febrúar 1920, d. 17. september 1993 og Árni St. Hermannsson, f. 28. júlí 1929, í sambúð með Ingibjörgu Kristjáns- dóttur, f. 4. október 1926. Börn Sveins og Magneu eru: 1) Árni Steindór, f. 30. ágúst 1969, kvænt- ur Jóhönnu Sigurey Snorradóttur, f. 21. janúar 1972, börn þeirra eru Snorri Þór, f. 30. desember 1990 og Eva Björg, f. 27. ágúst 1999. 2) Sig- Elsku pabbi. Hvað lífið getur verið ósanngjarnt, maður á besta aldri skuli kallaður burt. Núna þegar þið mamma ætluðuð að fara að lifa lífinu meira, fara til Kanarí og nota húsbíl- inn meira en svona fór þetta eftir frekar stutt en illvíg veikindi. Það er margs að minnast, ferðalag- anna á Broncounum sumar sem vet- ur, Akureyrarferðanna og fleira og fleira. Þú varst alltaf boðinn og búinn ef einhvern vantaði aðstoð við hvað sem er og alltaf var opið hús hjá ykk- ur. Hver man ekki eftir gestagang- inum í Álfafelli, þar sem allir voru velkomnir? Vinahópurinn minn gisti stundum helgi eftir helgi og var það aldrei neitt mál, við vorum bara vakt- ir í helgarsteikina allir saman. Pabbi, við vorum góðir vinir og spjölluðum um margt sem var bara okkar á milli. Ég leitaði alltaf til þín með mínar hugmyndir, sem betur fer, því sumar voru svo arfavitlausar og þú náðir að tala mig til. Já, margt hefur verið gert, t.d. smíðuðum við okkur saman hvor sinn húsbílinn sem gefið hafa okkur margar ánægju- stundirnar. Og nú síðast keypti ég mér fokhelt hús sem þú innréttaðir með mér. Já, handbragðið þitt sést alls staðar, ekkert fum, fát eða fúsk. Þú eyddir ómældum tíma í húsið, varst þarna í tíma og ótíma. Það þurfti aldrei að biðja þig, það var frekar að þú spurðir hvenær ég ætl- aði að mæta. Aldrei vildirðu borgun fyrir vinnu þína og sennilega væri ég gjaldþrota ef ég hefði þurft að kaupa alla þessa vinnu sem þú gafst okkur. En húsið kláraðir þú og fæst það aldrei fullþakkað. Maður gæti haldið endalaust áfram en minningarnar geymum við í huganum. Og eitt máttu vita að við, afkomendur þínir og fjölskyldur okkar munum hugsa vel um mömmu og láta henni líða vel. Með söknuði á þessari kveðju- stund bið ég þig að hvílast vel í friði og ró. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þinn sonur, Árni Steindór (Litli) Elsku pabbi, nú hefur þú kvatt okkur og þennan heim allt of snemma, eftir stutt en mjög erfið veikindi. Minningarnar streyma fram í huga mér. Þegar ég og Árni vorum lítil þá voruð þið mamma dugleg að fara í ferðalög með okkur í A-tjaldinu góða. Þið vorið nú mjög dugleg að ferðast yfirleitt, það var mjög oft farið norð- ur á Akureyri, í Oddagötuna til Jóns og Láru og verið þar í nokkra daga í senn. Í Oddagötunni lagaðir þú allt sem laga þurfti, svo sem að setja upp innréttingar, rífa baðherbergi og búa til baðherbergi á öðrum stað og svona get ég lengi talið. Þú varst duglegur að fara með Jóni í veiðiferðir og þið mamma fóruð með Láru í berjamó. Oft var skroppið norður í Bálkastaði, þó ekki væri nema bara í kaffi og aft- ur heim. Og þó það væri vont veður þá stoppaði það ykkur ekki, það var bara búið sig betur. Ég man alltaf eftir ferðinni til Akureyrar, þegar að við vorum 5 klukkutíma bara yfir Holtavörðuheiðina. Þú mokaðir og mokaðir og komst svo inn í bíl á milli, til þess að fá heitt kakó og brauð- sneið, og varst með svo mikinn snjó í skegginu og kaldur. Á meðan lágum við krakkarnir aftur í með kodda og undir heitri sæng. Þessi ferð er samt bara ein af svo mörgum ferðum sem ég get talið upp. Mér fannst þú aldrei vera fyrir mikið margmenni og stórar veislur, en þú hafðir gaman af því að vera í góðum hópi þar sem þú gast hlegið og best var ef þú gast strítt svolítið líka. Það eru fullt af fólki sem á sér föstu nöfnin sem þú gafst þeim eins og t.d.: Fína mín, Lauga Hrútfjörð (eða Grísa), bangsarnir, Bangsína, Sperð- ill, Sprettur, Lappi, Gróðinn, Verpó og fleiri. Núna í veikindunum þínum og eftir að þú fórst, þá hafa svo ótrúlega margir komið á tal við mig. Þú hefur snert svo marga á svo einstakan hátt, bara það hversu rólegur og hlýr þú varst. Þú varst góður hlustandi og gott að leita til þín. Svo þarf ég aðeins að minnast á það út af áhuga þínum fyrir því að ferðast, að núna í fyrsta skipti hef ég orðið búnað fyrir mig og fjölskylduna mína, og langaði að geta farið með ykkur. En í staðinn minnist ég þín þegar ég ferðast, og ekki síst þegar handverk þitt (húsbíllinn) verður með í för. Eftir lifir minningin um þig hjá mér, Þorsteini, Ásdísi Erlu, Katrínu Ósk og Bjarkari Sveini, sem er svo lítill ennþá að hann mun því miður fljótt gleyma þér. Við fáum að njóta þín svolítið í honum því að hann er glettilega líkur þér, bæði í sér (stríðn- in) og eins viss svipbrigði hjá honum. Elsku pabbi, nú kveð ég þig og veit að þú ert kominn á betri stað og orð- inn hress á ný. Þú varst lífs míns blómstur blítt, sem bliknaði í vetur, og í staðinn annað nýtt aldrei sprottið getur. (Auðólfur Gunnarsson, 1937.) Kær kveðja, Sigurbjörg Sara. Í dag kveð ég föður minn, Svein Steindór, sem lést hinn 7. júní eftir stutt en erfið veikindi. Það er erfitt að hugsa til þess að maðurinn sem mótaði mig hvað mest að þeirri manneskju sem ég er sé fall- inn frá og verði ekki sitjandi í stóln- um sínum inni í stofu þegar ég kem næst heim eða verði ekki að dútla eitthvað niður á verkstæði næst þeg- ar maður rekur þar inn nefið. Að hann reki mig ekki aftur í það að bóna bílinn eða hringi til þess að biðja um hjálp við að bera með sér bygg- ingarefni er nær óhugsandi. Pabbi var einstakur maður, hann var hæverskur í hugsunum og verki, hann var stríðinn og lífsglaður, hann var vandvirkur en hlédrægur en hann var fyrst og fremst einstakur faðir og vinur. Hann átti auðvelt með að laða fólk að sér og var oftar en ekki hrókur alls fagnaðar þó svo að hann væri ekki mikið fyrir athyglina. Hon- um fannst fátt skemmtilegra en að gera at í fólki og stríða því, og eins og flestir vita átti hann ótrúlegustu gælunöfn á fólk sem það fékk af hin- um ýmsu ástæðum. Og munum við varðveita þau með minningu hans. Margt var á hann lagt sem ekki all- ir hefðu getað tekist á við, en hann tókst á við hverja þrautina á fætur annarri af æðruleysi. Og er aðdáun- arvert hversu vel hann tókst á við líf- ið, og hversu vel honum tókst til. Elsku pabbi, ég kveð þið með sökn- uði en ég veit að þér líður vel núna og ert laus við alla þá erfiðleika sem á þig herjuðu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín dóttir, Eva Rós (Pentudósin). Þá er lífi Sveins sonar míns og bróður okkar lokið hér á jörð. Svo skyndilega eftir stutta og erfiða bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Eftir stönd- um við sem lömuð og söknum sonar og bróður. Það var yndislegt að sjá hversu vel Magga og börnin stóðu við hlið hans og hlúðu að honum í þessari baráttu. Síðustu vikurnar voru þau hjá honum dag og nótt. Við systkinin erum öll fædd hér í Hveragerði og bjuggum fyrstu æviárin á Varmá. Í endurminningunni var alltaf sólskin og blíða, þó minnumst við okkar í regnkápum og með sjóhatta að leika okkur í pollunum á veginum uppi í dal, ásamt systrunum í Álfafelli. Það kom líka fyrir að stolist var yfir Varmána þótt það væri að sjálfsögðu bannað. Við eldri systkinin mundum líka bæði eftir því þegar Jónína ljós- móðir kom með töskuna sína upp að Varmá og Svanhvít systir okkar kom í heiminn. Fjölskyldan flyst 1951 bú- ferlum norður í Eyjafjörð þar sem foreldrar okkar tóku við garðyrkju- stöðinni á Brúnalaug. Fyrsta daginn á Brúnalaug fórum við systkinin að skoða okkur um á nýja staðnum, er mamma kom út og spurði á hvað við værum að horfa þá sagði Sibba: „Hvar eru fjöllin heima?“ En Svenni sagði: „Við keyrðum yfir tvö fjöll.“ Við áttum 13 ágætis ár í Eyjafirð- inum og eignuðumst öll okkar vini og leikfélaga á næstu bæjum, einkum Klauf, Uppsölum og Borgarhóli. Halldór bróðursonur pabba var hjá okkur nokkur sumur, en þeir voru jafngamlir frændurnir. Þeir voru eitt sinn spurðir um skyldleikann, svar- Sveinn Steindór Gíslason ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN PÉTURSSON húsasmíðameistari og formaður Félags nýrnasjúkra, Dverghömrum 18, Reykjavík, andaðist þann 30. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 19. júní kl. 11:00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Félag nýrnasjúkra, s. 568 1865 (Salóme). Auður Thorarensen, Sólrún Lísa Kristjánsdóttir, Olaf Möller, Garðar Kristjánsson, Kristín Snore, Magnús Arnar Sveinbjörnsson, Jófríður Ósk Hilmarsdóttir, Axel Örn Kristjánsson, Kristján Örn Kristjánsson, Steinunn Ýr Hjaltadóttir og barnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR Á. BJARNASON rafvirkjameistari, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 9. júní. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu föstu- daginn 22. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunar- heimilið Sunnuhlíð. Ágúst H. Bjarnason, Sigrún Ragnarsdóttir, Guðmundur H. Bjarnason, Egill H. Bjarnason, Margrét Ríkarðsdóttir, Kjartan H. Bjarnason, Ásdís Ámundadóttir, Þórarinn Benedikz, Sigurður Óli Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGUNN SIGRÍÐUR SIGFINNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, áður til heimilis á Kirkjubóli, Stöðvarfirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað miðvikudaginn 13. júní. Útför auglýst síðar. Fyrir hönd annarra vandamanna, Sigurjóna Sigurjónsdóttir, Nína Jenný Kristjánsdóttir, Björn Kristjánsson, Þórey Sigfúsdóttir, Guðný Elísabet Kristjánsdóttir, Jóhann Jóhannsson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, Baldur Bjarnason bifreiðastjóri, Borgarnesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 14. júní. Hólmfríður Sigurðardóttir, Ása Baldursdóttir, Sveinn G. Hálfdánarson, Erlendur S. Baldursson, Kristrún Ísaksdóttir, Kristín I. Baldursdóttir, Flemming Jessen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, HARALDUR EINARSSON, Vesturbergi 52, áður Vesturvallagötu 7, Reykjavík, lést þann 13. júní. Þóra Haraldsdóttir, Óskar Ármannsson, Guðrún Haraldsdóttir, Óli V. Antonsson, barnabörn, barnabarnabarn og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.