Morgunblaðið - 16.06.2007, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ATVINNULÍF OG
EFNAHAGSBROT
Það var vel til fundið hjá emb-ætti saksóknara efnahags-brota og Samtaka atvinnulífs-
ins að efna til umræðufundar í
fyrradag um efnahagsbrot. Alveg
sérstaklega vekur athygli að Samtök
atvinnulífsins skuli tilbúin til að
standa að slíkum umræðum í ljósi
þess, að margir þeirra, sem á und-
anförnum árum hafa legið undir
ásökunum um efnahagsbrot, eru
áhrifamiklir í þeim samtökum.
Tónninn í þessum umræðum ef svo
má að orði komast var líka athygl-
isverður. Þannig lýsti Helgi Magnús
Gunnarsson, saksóknari efnahags-
brota hjá embætti ríkislögreglu-
stjóra, þeirri skoðun, að nauðsynlegt
væri að efla rannsóknarvinnu vegna
þessara brota, stytta málsmeðferð
með því að bæta við sérhæfðu starfs-
fólki og samræma betur hlutverk eft-
irlitsaðila, jafnframt því, sem hann
hvatti til að sérfræðingar yrðu hafðir
með í ráðum í sambandi við löggjaf-
arsmíð.
Helgi Magnús benti á, að leggja
þyrfti áherzlu á að fá til þessara
starfa fólk, sem hefði þekkingu á við-
skiptum og jafnvel bakgrunn í við-
skiptum. Ástæðan væri m.a. sú, að
efnahagsbrot nú á dögum væru oft
mjög flókin og teygðu sig til annarra
landa. Saksóknarinn sagði líka að
meira fjármagn þyrfti til að halda í
starfsfólk.
Helgi Magnús setti fram athyglis-
verðar hugmyndir eins og þá, að
leggja mætti niður embætti skatt-
rannsóknarstjóra, sem væri óþarfur
milliliður á milli skattstofu og rann-
sóknaraðila.
Saksóknarinn lýsti áhyggjum yfir
því, að hér væru lagahefðir að þróast
í aðra átt en tíðkaðist á Norðurlönd-
um, þar sem hér væri farið að vísa
málum frá, sem hefðu farið í gegnum
réttarkerfið á Norðurlöndum. Hann
tók undir með settum ríkissaksókn-
ara í Baugsmálinu, sem gagnrýndi
frávísun Héraðsdóms og taldi að um
væri að ræða „tízkubólu í fræðun-
um“.
Garðar G. Gíslason lögmaður, sem
áður starfaði hjá skattrannsóknar-
stjóra, sagði að réttargæzlukerfið
væri alltof flókið, þegar kæmi að
rannsókn efnahagsbrota. Miklar
brotalamir væru innan kerfisins og
oft annmarkar á lögsókn og ákæru-
atriðum, sem kæmu í veg fyrir sak-
fellingu.
Málflutningur þessara tveggja
ungu manna bendir til þess að emb-
ættismenn, sem starfa innan réttar-
kerfisins, og menn, sem hafa áður
starfað í eftirlitsstofnunum, séu að
hefja gagnsókn í þeim umræðum,
sem hér hafa staðið síðustu árin um
efnahagsbrot og mál þeim tengd.
Það er jákvætt. Um leið og gera
verður kröfu til þess að sakborningar
njóti fyllstu sanngirni verður al-
menningur að geta treyst því að þeir,
sem sannanlega hafa gerzt brotlegir,
verði að horfast í augu við það.
ÁBYRGÐ EINSTAKLINGSINS
Hver er ábyrgð einstaklingsinsgagnvart umhverfi sínu og sam-
félagi? Þetta er ein af þeim spurn-
ingum, sem vakna við lestur viðtals
við Richard Horton, ritstjóra breska
læknatímaritsins The Lancet, í
Morgunblaðinu í gær. Horton er
gestur á þingi norrænna heimilis-
lækna, sem nú stendur yfir í Reykja-
vík. Hann er þekktur fyrir að spyrja
ögrandi spurninga. Horton hefur
verið gagnrýndur fyrir að hafa farið
út fyrir hefðbundið svið tímaritsins,
en hann telur hlutverk þess mun um-
fangsmeira en almennt gerist um
sérfræðirit.
Þess er skemmst að minnast að
The Lancet birti í fyrra rannsókn á
því hve margir hefðu fallið í Írak eftir
að stríðið hófst. Þar var áætlað að
655 þúsund Írakar hefðu látið lífið í
stríðinu, en því hafði verið haldið
fram að mannfallið hefði verið marg-
falt minna. Gagnrýndu bæði George
Bush Bandaríkjaforseti og Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands,
rannsóknina og sögðu hana ómark-
tæka.
Horton ver hins vegar greinina og
kveðst sannfærður um að niðurstaða
hennar sé rétt. Hann kveðst einnig
ósammála þeim, sem segja að greinin
hafi ekki átt heima í sérfræðitímariti
fyrir lækna.
„Læknarit eiga að fjalla um allt
sem viðkemur heilsu,“ segir hann.
„Ég held að mannkynið sé á kross-
götum og að afdrif okkar ráðist af því
hvað við gerum á næstu árum. Við er-
um að eyðileggja jörðina með meng-
un og stríðsrekstri. Jafnframt eykst
fátækt jafnt og þétt. Allt þetta eiga
læknarit að taka til skoðunar.“
Horton talar mjög afdráttarlaust
um hlutverk lækna í samfélaginu.
„Læknum ber skylda til að hlúa að
öllum í samfélaginu, sérstaklega
þeim sem minnst hafa,“ segir hann í
viðtalinu. „Þeir eiga að vera í fylking-
arbrjósti þeirra sem berjast fyrir fé-
lagslegum réttindum. Læknum ber
að taka í taumana þegar stjórnvöld
brjóta á almenningi eða ójöfnuður
verður of mikill.“
Horton talar gegn aðgerðarleysi
og eggjar lækna til dáða, en orð hans
ættu að verða öllum umhugsunarefni
um það hvernig bregðast eigi við
þegar það sem aflaga fer í samfélag-
inu blasir við. Hann varar við ótta við
að takast á við og ræða ágreinings-
mál og eldfim pólitísk efni og segir
þróun í þá átt ógnvænlega. „Það má
ekki gleyma því að vísindi og þekking
eru gagnslaus ef þau eru ekki nýtt til
góðs. Vísindi sem snúast um sjálf sig
eru einskis verð,“ segir Horton.
Orðum Hortons fylgir ferskur blær
og þau eru í tíma töluð. Þau lúta að
ábyrgð einstaklingsins, ábyrgð
þeirra, sem geta breytt einhverju, á
því að taka af skarið.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
með myndlistinni, auk leiklistarinnar – hver og
einn hefur sín áhugamál. Þegar ég kom inn í
ráðuneytið á sínum tíma ákvað ég að taka þetta
svið dálítið fastari tökum. Við höfðum fengið
gagnrýni fyrir þessa framkvæmd, sem var já-
kvætt, og ákváðum að nýta okkur hana þótt hún
hafi ef til vill ekki verið að öllu leyti sanngjörn.
Okkur hefur tekist að snúa vörn í sókn, það er
ljóst í dag að orðið hafa vatnaskil – ekki bara
fyrir listaheiminn heima heldur einnig fyrir
menningararfleiðina sem okkur er skylt að
standa vörð um. Þetta er hvatning til að gera
meira í samvinnu við fleiri.“
Rétt eins og menntamálaráðherra er Christ-
ian Schoen mjög ánægður með framlag Íslands
til Feneyjatvíæringsins í ár. Hann segir afar
mikilvægt hversu skálinn sé sýnilegur, „hver
einasti ferðamaður sem kemur til Feneyja
næstu mánuðina hlýtur að sjá hann. Hvað í því
felst varðandi aðsókn á þó eftir að koma í ljós.
Þetta er í fyrsta skipti sem CIA sér um fram-
kvæmdina og það var mikil áskorun, ekki síst
þar sem við erum einnig í fyrsta sinn utan að-
alsýningarsvæðisins. Húsnæðið sem slíkt er líka
áskorun, því það er mjög ólíkt venjulegu gall-
erísrými, en bæði Steingrímur Eyfjörð og
Hanna Styrmisdóttir stóðu sig gríðarlega vel í
að takast á við þá möguleika sem rýmið býður
upp á. Þau, með sínu aðstoðarfólki, hönnuðu
sýningu sem stenst allar kröfur.“
Erum að boða sjálfsmynd þjóðar
Hvað framkvæmdina varðar segir Christian
einnig mjög mikilvægt að vel hafi verið tekið eft-
ir þátttökunni nú – ekki síst á Íslandi. „Rík-
issjónvarpið kom t.d. til Feneyja til að fylgjast
með í fyrsta sinn og slíkt skiptir máli fyrir lista-
lífið á Íslandi. Það auðveldar almenningi að átta
sig á því í hvaða samhengi við erum að vinna – að
Feneyjatvíæringurinn er virtasti listviðburður í
heimi og móðir annarra slíkra.“
Christian er sammála menntamálaráðherra
um nauðsyn þess að Ísland eignist eigin sýning-
arskála inni á aðalsýningarsvæðinu og lítur á
það sem grundvallaratriði í allri stefnumótun
varðandi tvíæringinn og framtíðarþátttöku í
honum. Hann segist vona að það takist í sam-
vinnu við þá sem stýra tvíæringnum, enda knýi
nú fjölmargar þjóðir á um úrlausn sinna mála.
Núverandi sýningarsvæði sé of lítið en end-
urskipulagning á Arsenale skapi vonandi mögu-
leika fyrir fleiri skála en nú eru á aðalsýning-
arsvæðinu.
„Til að slíkt takist er mikilvægt að ríki og borg
vinni saman og að Ísland taki einnig þátt í arki-
tektatvíæringnum auk listtvíæringsins; sé sýni-
legt í Feneyjum á hverju ári. Við erum nefnilega
ekki einungis að taka þátt í sýningum hér – við
erum einnig að kynna sjálfsímynd þjóðar. Það
veit ég sem Þjóðverji því það blasir t.d. við í
hvert sinn sem ég kem hingað hvernig þýsku
listamennirnir finna sig knúna til að takast á við
þá staðreynd að þýski skálinn er frá tímum nas-
ista. Þátttakan hér snýst ekki bara um myndlist;
hún snýst einnig um arkitektúr – og síðast en
ekki síst þjóðarímynd.“
Hvað nánustu framtíð varðar, svo sem þátt-
tökuna 2009, segir Christian eðlilegast að reyna
að halda skálanum sem nú hýsir sýningu Stein-
gríms Eyfjörð. „Þannig er haldið í ákveðna
ímynd sem auðveldar vinnuna næst. Gallarnir
við að vera utan aðalsýningarsvæðisins eru nátt-
úrlega augljósir; fjarlægðin, ferðatíminn o.s.frv.
En það sem vinnur með okkur er að aðrir eru í
sömu stöðu, því í ár eru talsvert fleiri sýning-
arskálar í miðborginni heldur en á sýning-
arsvæðinu. Umferð listunnenda um borgina hef-
ur því aukist gríðarlega.
Næst ættum við að huga betur að því hvernig
við getum náð athyglinni, með sértækum að-
gerðum,“ segir Christian. „T.d. mætti bjóða upp
á sólarhringsopnun, með íslenskri tónlist, hanna
áberandi töskur eins og Ástralar hafa t.d. notað
núna til að vekja athygli, og þar fram eftir göt-
unum. En við höfum staðið okkur vel núna, þótt
Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur
fbi@mbl.is
L
istamennirnir sem tekið hafa
þátt í Feneyjatvíæringnum
fyrir Íslands hönd hafa auð-
vitað alltaf staðið fyrir sínu,
á því leikur enginn vafi.
Framkvæmd sýningarinnar
á þessu „heimsmeist-
aramóti“ þjóðanna í mynd-
list hefur hins vegar stundum verið umdeild. Af
sýningunni „Lóan er komin“ er þó augljóst að
mikið starf hefur verið unnið að undanförnu til
að standast þær ýtrustu kröfur sem gerðar eru
til sýningarhalds á jafnstórum viðburði sem
þessum. Menntamálaráðuneytið er sá aðili sem
sér um framkvæmdina fyrir Íslands hönd, en í
ár var vinnan við hana í fyrsta sinn falin CIA. Að
framkvæmd sýningarinnar á vegum CIA unnu
fyrst og fremst þau Christian Schoen frá CIA og
Hanna Styrmisdóttir, sem er sýningarstjóri sýn-
ingar Steingríms Eyfjörð, þótt fjöldi annarra
hafi komið þar að verki – auk listamannsins
sjálfs auðvitað.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra segir í samtali við Morgunblaðið
að ekkert ráðuneyti „stökkvi fullskapað inn í
hlutina. Við eigum, eins og aðrir, að læra af
reynslunni. Ég tel okkur nú vera að nýta þá
reynslu sem við höfum fengið, auk þess að hafa
vilja og metnað. Við finnum kraftinn sem er með
okkur núna, því á Íslandi hafa verið gerðir
glæsilegir hlutir í menningarlífinu undanfarið,
við erum t.d. nýbúin að vera við opnun á Vatna-
safninu í Stykkishólmi. Allt þetta ýtir á eftir
fleyinu fram á við og eykur hraðann.“
Borg og ríki vinni saman
að sýningum í Feneyjum
Þorgerður Katrín segir því ekki að leyna að hún
hafi verið ákaflega stolt er hún gekk inn í ís-
lenska skálann. Eins og kom fram í Morg-
unblaðinu sl. fimmtudag telur hún að sýningin
nú beri það með sér að verið sé að „byggja upp
nauðsynlega fagmennsku.“ Því starfi vill hún
halda ótrauð áfram. „Þetta kostar sitt og auðvit-
að höfum við verið gagnrýnd fyrir það að setja
ekki meira í þetta núna. En staðreyndin er sú að
við erum að auka fjárframlagið með hverju
þátttökuári – við bætum okkur stöðugt og sýn-
um það með verkum okkar.“
Hún segir það erfiða viðfangsefni að fara inn á
nýtt svæði og vinna með nýjan skála hafa verið
leyst stórkostlega af þeim sem báru hitann og
þungann af framkvæmdinni. Það sem blasi við
núna sé að halda áfram með þetta góða starf og
„sjá síðan hvernig framtíðinni verður borgið í
Feneyjum varðandi varanlega sýningaraðstöðu.
Það er risaverkefni þar sem við verðum að fá til
liðs við okkur fyrirtæki svo íslenska ríkið standi
ekki eitt að uppbyggingu sýningarskála í Fen-
eyjum. Reykjavíkurborg hefur verið að koma
svolítið sterkar inn í sýningarhaldið með okkur
núna og það er fyrirkomulag sem ég myndi vilja
sjá tekið aðeins lengra. Maður finnur meiri
áhuga hjá borginni en áður og jafnframt að þar
er ákveðinn vilji til staðar til að taka þátt í þessu
með okkur. Við sáum það t.d. á arkitektatvíær-
ingnum í Feneyjum í fyrra, þar sem þátttakan
var sameiginlegt verkefni ríkis og borgar sem
fólst í að kynna ráðstefnu- og tónlistarhúsið.
Stóra málið er þó listamaðurinn,“ segir Þor-
gerður Katrín, „hann verður að fá að njóta sín
og fá það svigrúm sem við getum skapað honum.
Steingrími hefur tekist að skapa frábæra sýn-
ingu sem maður finnur hjá sér löngun til að
njóta í friði.“
Tekist að snúa vörn í sókn
Aðspurð segist Þorgerður alveg geta tekið undir
það að ákveðin vatnaskil hafi orðið í þátttöku Ís-
lendinga og að það hafi verið henni nokkurt
keppikefli. „Maður hefur auðvitað alltaf fylgst
a
þ
n
S
C
v
h
M
Hvatning til að g
Þátttaka Íslands í Feneyjatvíæringnu
í góðan jarðveg Mikilvægt að byggja
S
Þátttaka Íslendinga í Feneyjatvíæringnum hefur aldrei tekist jafnvel og í ár. Þetta er sam-
dóma álit þeirra sem voru viðstaddir opnunina og þekkja til framkvæmdarinnar eins og hún
hefur þróast í gegnum tíðina. Húsnæðið sem hýsir íslenska skálann er bæði rúmgott og fallegt,
og þótt sá arkitektúr sem einkennir húsið hæfi ef til vill ekki öllum sýningum er ljóst að mjög
vel tókst að koma verkum Steingríms Eyfjörð þar fyrir – verkin unnu með umhverfinu og öf-
ugt. Aðstaðan í skálanum er sömuleiðis öll til fyrirmyndar og aðgengið einnig; byggingin blas-
ir við frá stóra síkinu Canal Grande, auk þess sem auðvelt er að finna hana við vinsæla versl-
unargötu Feneyjabúa. Öll umgjörð sýningarinnar er glæsileg; sýningarskráin er
eftirtektarverð hvað hönnun og efnistök varðar, og fjölmiðlamappa og ítarefni í henni er eins
og best verður á kosið. Kynning hefur verið betri en nokkru sinni áður – bæði hér heima og er-
lendis. Þó er það aldrei svo að ekki megi læra af reynslunni. Þau Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra, Christian Schoen, framkvæmdastjóri CIA (Kynning-
armiðstöðvar íslenskrar myndlistar) og Hanna Styrmisdóttir, sýningarstjóri íslenska skálans í
Feneyjum, deildu skoðunum sínum með blaðamanni Morgunblaðsins.