Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 162. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SILFRAÐUR EGILL HELGASON RÆÐUR BARA EKKERT VIÐ KYNJAHLUTFALLIÐ >> LESBÓK LANDSLIÐSKONUR MÆTA FRÖKKUM HEIMSKLASSI UPPHITUN >> ÍÞRÓTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is MIKIL breyting verður á fyrirkomulagi veikindaréttar launafólks ef hugmyndir sem til umræðu eru á milli ASÍ og SA verða að veruleika í tengslum við gerð næstu kjara- samninga. Grundvallarhugmyndin er sú að launafólk búi við samræmd réttindi og vernd óháð starfsgrein ef það lendir í áföllum vegna veikinda og er fjarverandi frá vinnu um lengri tíma. Jafnframt á kerfið að virka hvetjandi á að viðkomandi hefji þátttöku á nýjan leik á vinnumarkaði. „Markmið ASÍ er að tryggja heildstæðan rétt, sem fólk geti gengið að vísum ef á reynir. […] Þetta sé gagnsætt kerfi, tiltölulega einfalt og að rétt- indi séu tryggð sem eru vel þekkt og skýr og þau séu í öllum aðalatriðum samræmd á vinnumarkaði,“ segir Halldór Grönvold, að- stoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Núverandi kerfi um veikindarétt launa- fólks er flókið og margþætt og þau réttindi sem launamenn njóta ef þeir verða fyrir langvinnum veikindum mjög mismunandi eftir starfssviðum. Í reynd eru þau bundin við það hversu lengi viðkomandi hefur starf- að hjá fyrirtæki. Eftir að greiðslum frá fyr- irtæki lýkur taka svo sjúkrasjóðir stétt- arfélaganna við og greiða út bætur og síðan koma lífeyrissjóðir og Tryggingastofnun (TR) til skjalanna. Margir sem hafa t.d. ný- lega skipt um starf þegar veikindin byrja geta í núverandi kerfi orðið fyrir mikilli tekjuskerðingu eftir ákveðinn tíma. Aukin réttindi og meiri kostnaður Forsvarsmenn launþega leggja áherslu á að breytingin feli í sér aukin réttindi og henni muni því væntanlega fylgja aukinn kostnaður. Er meginhugmyndin sú að ein- staklingur njóti tveggja mánaða veik- indaréttar hjá fyrirtæki sem hann starfar hjá en ef hann er lengur fjarverandi vegna veikinda fær hann framfærslugreiðslur í allt að fimm ár frá sérstökum áfallatrygg- ingasjóði, eins og atvinnurekendur hafa nefnt sjóðinn. Áhersla er lögð á starfsend- urhæfingu til að gera viðkomandi sem fyrst kleift að hefja á ný störf. Ekki er frágengið hvernig staðið verður að fjármögnun en ASÍ og SA vinna að kostnaðarmati. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn verði myndaður að hluta af núverandi greiðslum sjúkrasjóða og lífeyr- issjóða, framlögum fyrirtækja og greiðslum TR. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Veikindaréttur launafólks er flókið kerfi. Réttarbót og hvati til vinnu Áfallasjóður tryggi greiðslur í allt að 5 ár EIGNARHALDSFÉLAGINU Samvinnu- tryggingum verður slitið og nýtt hlutafélag, Gift fjárfestingafélag ehf., mun taka við öllum eignum og skuldum félagsins. Hlutafé hins nýja félags verður m.a. skipt á milli fyrrverandi tryggingataka Samvinnutrygginga g.t. er áttu skilyrtan eignarrétt í Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum. Ákvörðun þessa efnis var tekin á fulltrúaráðsfundi eignarhaldsfélags- ins í gær, en hluthafar verða á fimmta tug þús- unda. Mun það ráðast af því í hve miklum tryggingaviðskiptum viðkomendur voru við Samvinnutryggingar g.t. hve stóran hlut þeir munu fá í hinu nýja hlutafélagi. Þórólfur Gíslason, stjórnarformaður eignar- haldsfélagsins, segir að um einstakan atburð í íslensku athafnalífi sé að ræða. „Þetta er í fyrsta sinn sem viðskiptavinir fyrirtækis eign- ast með þessum hætti fyrirtækið sjálft.“ Þeir sem teljast eiga skilyrtan eignarrétt í eignarhaldsfélaginu, og þar með tilkall til hlutafjár í hinu nýja félagi, eru þeir einstak- lingar og lögaðilar sem voru í tryggingavið- skiptum við Samvinnutryggingar á árunum 1987-1998. Lögaðilar verða að hafa haldið áfram viðskiptum við Vátryggingafélag Ís- lands, VÍS, til 1. júní 2006, en engin slík skilyrði íþyngja einstaklingum. Eins og áður segir var eignarrétturinn skil- yrtur og felur það í sér að hann var ekki fram- seljanlegur og erfðist ekki. Eignarréttur þeirra einstaklinga sem látist hafa frá árinu 1988 gekk því ekki til erfingja þeirra heldur til Samvinnu- sjóðsins sjálfseignarstofnunar. Mun sjóðurinn því verða stærsti hluthafinn í hinu nýja félagi. „Ekki hefur enn verið ákveðið hvort félagið verði skráð í Kauphöll Íslands að skiptum lokn- um, en ljóst er að tryggja verður að eðlileg við- skipti geti átt sér stað með hluti í jafn fjöl- mennu hlutafélagi,“ segir Þórólfur. „Einstakur atburður í íslensku athafnalífi“ Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar leyst upp og nýtt hlutafélag stofnað Í HNOTSKURN » Samvinnutryggingar voru gagn-kvæmt tryggingafélag, en það rekstr- arform þýðir að eigendur eru þeir sem eru í viðskiptum við það á hverjum tíma. » Við stofnun VÍS hættu Sam-vinnutryggingar beinni þátttöku í tryggingasölu og til varð eignarhalds- félagið Samvinnutryggingar.  Samvinnutryggingum | 14 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FYRIR framúrskarandi ævistarf í þágu leiklistar á Íslandi hlutu leik- ararnir Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson heiðurs- verðlaun Leiklistarsambands Ís- lands sem voru afhent á Grímunni, Íslensku leiklistarverðlaununum 2007, í gærkvöldi. Það var forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Gríms- son, sem afhenti þeim verðlaunin undir dynjandi lófataki hátíð- argesta í Íslensku óperunni. Herdís minntist þess að þau Ró- bert hefðu oft leikið hjón en til- hugalífið hefði líklega byrjað í Iðnó árið 1945 þegar þau léku elskendur í leikritinu Manni og konu og síðan þá hefði gagnkvæm virðing og vin- átta haldist þeirra á milli. | 20Morgunblaðið/Kristinn Heiðurs- verðlaun Dubai, Gaza. AFP. | Útlægur leiðtogi Hamas-samtak- anna palestínsku, Khaled Meshal, fullyrti í gær að alþjóðasamfélagið ætti með „þögn sinni um glæpi Ísraela“ mesta sök á þeirri ringulreið og klofningi sem nú ríkir í Palestínu. Það hefði ekki verið ætlun Hamas að leggja Gaza undir sig en þau hefðu neyðst til þess að hrifsa völdin af öryggissveitum Mahmoud Abbas forseta, leiðtoga Fatah. Meshaal, sem er í útlegð í Sýrlandi, hvatti til við- ræðna milli flokkanna tveggja og sagði hvorki Fatah né Abbas vera vandamálið. „Við virðum bróður okkar, Abu Mazen [Abbas]. Við berum virðingu fyrir lögmæti hans, enginn dregur það í efa. Hann er kjörinn forseti,“ sagði Meshaal. Talsmenn Fatah slógu þegar á sáttahönd Hamas og sögðu samtökin hafa staðið fyrir skipulögðu valdaráni á Gaza. | 16 Leiðtogi Hamas býður sættir Khaled Meshaal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.