Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 21
Morgunblaðið/Golli Afhending Þórarinn Eldjárn, faðir Kristjáns, og Unnur Sara Eldjárn, dóttir Kristjáns, veita Kristni H. Árnasyni verðlaunin í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Ég var eiginlega bara orðlaus,“ segirKristinn H. Árnason gítarleikarisem í gær hlaut verðlaun úr minn-ingarsjóði Kristjáns Eldjárns gít- arleikara. Minningarsjóðurinn var stofnaður af ættingjum Krist- jáns, vinum og sam- starfsmönnum eftir að hann lést 22. apríl árið 2002, tæp- lega þrítugur að aldri. Sjóðnum er ætlað að veita við- urkenningar fram- úrskarandi tónlist- armönnum og var Kristinn fyrstur til að hljóta þá við- urkenningu. „Þetta er gríðarlegur heið- ur þannig að ég er hæstánægður,“ seg- ir Kristinn, og bæt- ir við að það hafi sérstaka þýðingu fyrir sig að fá verð- laun úr þessum sjóði, enda hafi hann þekkt Krist- ján vel. „Við kennd- um saman um tíma í Tónlistarskóla Kópavogs. Við spil- uðum reyndar aldr- ei saman en ég þekkti hann vel og hann var stórkost- legur karakter og frábær gítarleikari. Hann hafði mikla tónlistarhæfileika og var mjög fjölhæfur því hann gat spilað bæði klassík, djass og rokk. Hann var skarpgáfaður, bráðskemmtilegur og var mikill frásagnamaður með mikla kímni- gáfu. Þá gat hann fundið skemmtilegar og frumlegar hliðar á öllu sem hann sá,“ segir Kristinn um vin sinn. Verðlaunaféð nemur hálfri milljón króna og segir Kristinn það koma sér vel. „Ég er að æfa nokkur prógrömm og ég held að ég muni nota féð til þess að kaupa tíma. Nú til dags er tími fé og allt verðlagt þannig að það er gott að geta keypt sér frið til að æfa sig og svo spila á tónleikum í kjölfarið,“ segir Kristinn, sem er meðal annars að æfa verk eftir Bach og Alben- iz sem hann hyggst flytja á tónleikum. Kristinn H. Árnason hlýtur verðlaun úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns Gríðarlegur heiður Í HNOTSKURN »Kristinn Árna-son hóf ungur nám í klassískum gítarleik, og lærði á Íslandi, í Bret- landi og Bandaríkj- unum, þaðan sem hann lauk BM námi með láði. Að námi loknu í New York fór Kristinn til Spánar þar sem hann nam hjá Jose Tomas. »Kristinn hefurhaldið fjölda tónleika á Íslandi og erlendis, og leikið inn á fjölda platna. Hann hlaut íslensku tónlist- arverðlaunin árið 1997 fyrir plötu með verkum eftir Sor og Ponce. Þá hefur hann leik- ið með hljómsveit- unum ISS, Júpí- ters, Hringjum og Rússíbönum. Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns: Reikn- ingur 0513 18 430830, kt. 650303-3180. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 21 MENNING Þetta gæti orðið útsýnið þitt! Fyrstu íbúðirnar í 2. áfanga komnar í sölu Í boði eru 13 íbúðir á efstu hæðum bygginganna og afhendast þær tilbúnar til innréttinga. Allar nánari upplýsingar á 101skuggi.is eða í síma 599 5000. ALÞJÓÐLEGT orgelsumar í Hallgríms- kirkju (til skamms tíma „Sumarkvöld við org- elið“) tjaldaði við upphaf 15. vertíðar danska organistanum Bo Grønbech (f. 1951) er starf- ar við St. Olai kirkju í Helsingjaeyri. Allt frá byrjun var auðheyrt að með því var sízt verið að slaka á háum gæðastaðli tónleikarað- arinnar, því leikur Grønbechs var ekki aðeins gegnmúsíkalskur heldur líka það örðulaus að gruna mætti jafnvel manninn um fullkomn- unaráráttu í anda Glenn Goulds. Hvergi var skeikað að sköpuðu enda hélzt spilamennskan tandurskýr allt til enda, og hnitmiðað radd- valið bar vott um næma tilfinningu fyrir því sem hentaði hverju verki bezt. Kannski engin furða þar eð organistinn hefur jafnframt sam- ið talsvert fyrir hljóðfæri sitt (ætli orgelið bjóði ekki upp á hæsta tónsmiðahlutfall allra greina meðal iðkenda?), eins og menn fengu reyndar að heyra í lokin. Í því ljósi – og úr því ekki var hægt að kvabba um flutning „í felum“ efra spilborðsins – mátti kannski helzt harma að hlustendur fengju ekki að heyra snarstefjaðan spuna af fingrum fram. Jafnvel þótt, eftir á að hyggja, sé merkilega langt frá síðasta dæmi um slíkt á þessum vettvangi, a.m.k. að mér viðstöddum. Verkefnavalið spannaði allt frá miðbarokki til nútíma. Eftir pedallausa en ljúfa Suite du deuxième Ton eftir L.-N. Clérambault (d. 1749) og 3 keltneskt seiðandi þætti úr Neuf Chants de Bretagne eftir Langlais, einn fyrr- um kennara einleikarans, kom Choral nr. III í a-moll eftir César Franck í djúpri en sveigj- anlegri túlkun. Þarnæst 3 verk eftir Dietrich Buxtehude, og af tvöföldu tilefni – 300. dán- arári „des großen Däne“, og því að sá var m.a. organisti á Helsingjaeyri, starfsbæ ein- leikarans. Það var enda ekki að sökum að spyrja; Grønbech var hér greinilega á heima- slóðum ef marka má hve undraferskur þessi nafntogaða fyrirmynd J. S. Bachs kom út í snjallri útfærslunni. Klykkt var út með bráðskemmtilegri „Fan- tasia in tre parti“ (1999) eftir sólistann, unn- inni úr þrem gömlum sálmalögum. Gráupp- lögðu dæmi um eðlilega þróun síðrómantíkur til sannfærandi og tilhöfðandi nútímatónmáls í sæmilegum friði fyrir svæsnari botn- langaútúrdúrum framúrstefnunnar. Alltjent saknaði maður ekki frumlegra tilþrifa – þrátt fyrir bullandi hlustvænleika. Frumlegt en hlust- vænt TÓNLIST Hallgrímskirkja Verk eftir Clérambault, Langlais, Franck, Buxtehude og Grønbech. Bo Grønbech orgel. Sunnudaginn 10. júní kl. 20. Orgeltónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson KRISTJÁN Eldjárn gítarleikari fæddist í Reykjavík 16. júní árið 1972, og hefði því orð- ið 35 ára í dag. Hann hóf ungur gítarnám í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistar- skólanum í Reykjavík og nam loks í Tónskóla Sigursveins hjá Einari Kristjáni Einarssyni og lauk þar burtfararprófi 1996. Jafnframt lagði hann stund á rafgítarleik við djassdeild Tónlistarskóla FÍH og lauk burtfararprófi þaðan árið 1995. Á árunum 1997 til 1998 stundaði hann framhaldsnám í klassískum gítarleik við Tónlistarháskólann í Turku í Finnlandi undir handleiðslu finnska gít- arleikarans Timo Korhonens og lauk þaðan einleikara- og kennaraprófi. Kristján kenndi um skeið við ýmsa tónlist- arskóla en starfaði fyrst og fremst sem hljóð- færaleikari og tónsmiður. Á árunum 1996 til 2000 hélt hann á annan tug einleikstónleika víða um land og rúmlega 130 skólatónleika. Hann kom fram með fjölda hljómsveita og hópa hér heima og erlendis, má þar nefna Stuðmenn, Caput-hópinn, finnsku hljómsveit- ina Giant Robot og finnsk-íslenska dúettinn Helvík. Hann lék inn á fjölmargar hljóm- plötur, sá um útsetningar og stjórnaði upp- tökum. Loks samdi hann og/eða lék tónlist við ótal leikverk, danssýningar, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar. Kristján lést árið 2002 og hefur fjáröflun minningarsjóðsins staðið yfir síðan. Hún byggist fyrst og fremst á frjálsum framlögum og sölu minningarkorta, auk þess sem sjóð- urinn hefur aflað fjár með því að gefa út hljómdisk og bók. Þegar ár var liðið frá and- láti Kristjáns voru haldnir veglegir minning- artónleikar í Íslensku óperunni þar sem fram komu fjölmargir tónlistarmenn og rann allur ágóði til sjóðsins. Gert er ráð fyrir að unnt verði að veita verðlaun úr sjóðnum annað hvert ár í fyrstu en árlega í framtíðinni. Áfram verður haldið að efla sjóðinn. Fjölbreyttur ferill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.