Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is ÝMSIR bæjarstjórar á höfuðborg- arsvæðinu eru síður en svo ánægðir með hvernig starfsbræður þeirra í nágrannasveitarfélögunum hafa staðið að því að bjóða stórum hópum íbúa að ferðast gjaldfrjálst með strætisvögnum. Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær að frá og með næstu áramótum yrði gjaldfrjálst fyrir alla íbúa Kópa- vogs í Strætó. Gunnar I. Birgisson segir breytinguna til komna vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar og Hafnarfjarðarbæjar um að veita ákveðnum hópum notenda fríar ferðir með strætisvögnum. Frá og með haustinu munu framhalds- og háskólanemar búsettir í Reykjavík geta ferðast með strætó án þess að þurfa að greiða fargjald og Hafnfirð- ingar eldri en 67 ára hafa frá og með síðastliðnum áramótum fengið far- miða gegn framvísun svokallaðs vildarkorts. Bæði þessi sveitarfélög ákváðu einhliða að veita sínum íbú- um þessa þjónustu og gagnrýndi Gunnar það á sínum tíma. „Mér þótti sú aðferð ekki góð en við notum hana núna og þá er bara jafnt með lið- unum,“ segir Gunnar. Hefðu viljað meira samráð Jónmundur Guðmarsson, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi, segist já- kvæður gagnvart ákvörðun bæj- arráðs Kópavogs og bendir á að bæjarstjórar á svæðinu hafi lengi rætt um að hafa gjaldfrjálst í strætó fyrir ýmsa hópa. „Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að verkefni af þessu tagi eigi sinn eðlilega vettvang innan veggja stjórnar Strætó bs. þar sem okkar fulltrúar sitja í mjög skýru umboði sinna sveitarfélaga. Þess vegna hefur mér fundist það svolítið bagalegt að hin og þessi sveitarfélög taki það upp hjá sér að fara út í svona ívilnanir ein og sér.“ Seltjarnarnesbær samþykkti nýlega að reyna ætti frá og með næsta hausti að veita bæði námsmönnum og eldri borgurum frítt í strætó og sjá hver árangurinn yrði. „Ef nýting þessara hópa á þjónustunni mun aukast verulega þá er eðilegt að menn skoði hvort bjóða eigi fleirum upp á þennan möguleika.“ Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir ákvörðun bæjarráðs Kópavogs koma sér á óvart. Hann segir að ekki hafi staðið á Hafnarfjarðabæ hvað það varðar að fella niður gjaldskylduna. „Í mín- um huga snýst þetta um að sveit- arfélögin séu samtaka í sínum áherslum,“ segir Lúðvík og bendir á að sér finnist sérkennilegt að þessi mál séu ekki rædd á sameiginlegum vettvangi Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) þar sem nú standi einmitt til að ræða málefni Strætó bs. Ekki sannfærð um ágæti þess að gjaldfrjálst sé í strætó Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar er sömu skoðunar hvað varðar samráðið. Líkt og Lúðvík bendir hann á að mikilvægt sé að sveitarfélögin stilli betur strengi sína í málaflokknum og fái rík- isvaldið í auknum mæli inn í fjár- mögnun. Álögur á strætisvagna- rekstur séu miklar og þjóðhagslega sé mikilvægt að öflugar almennings- samgöngur séu á höfuðborgarsvæð- inu. Hann gagnrýnir að sveit- arfélögin gefi út einhliða yfirlýsingar án þess að slíkt sé rætt í stjórn Strætó en fulltrúi Garðabæjar í stjórninni hefur óskað eftir fundi um málið. „Fyrst og fremst hefði ég vilj- að að stjórn Strætó fengi vinnufrið til að vinna að ákveðnum útfærslum í trausti síns baklands. Mér finnst með ólíkindum ef gengið er framhjá stjórninni með þessum hætti.“ Hvorki Gunnar né Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mos- fellsbæjar, er viss um ágæti þess að gjaldfrjálst sé í strætó. Bæði benda þau á að skynsamlegra sé að ferðir séu tíðar og komi mönnum á áfanga- stað. Á endanum séu það alltaf bæj- arbúar sem þurfi að greiða fyrir þjónustuna. Ragnheiður telur jafn- framt að þessi mál hefði átt að ræða á vettvangi SSH. „Auðvitað er það á forræði einstakra sveitarfélaga að auka þjónustu en ég tel afar óheppi- legt að einstök sveitarfélög séu með yfirlýsingar sem þessar vegna þess að þetta mun hafa ákveðin ruðn- ingsáhrif til okkar í hinum sveit- arfélögunum.“ Gagnrýna að ekki sé meira samráð milli sveitarfélaga um gjaldtöku í strætó Morgunblaðið/Sverrir Kapphlaup Hvert sveitarfélagið á fætur öðru lýsir því nú yfir að það hyggist greiða fargjöld ákveðinna eða allra íbúa sinna í strætó. Einungis Mosfellsbær og Garðabær hafa ekki ákveðið að fella niður einhverja gjaldskyldu. RÍKEY Pétursdóttir, hárgreiðslumeistari í Kópavogi, hefur allt frá árinu 2003 reynt að fá starfsleyfi til að reka hárgreiðslustofu með einum hárgreiðslustól á heimili sínu. Skipu- lagsnefnd Kópavogsbæjar hafnaði erindi hennar í fyrstu og vísaði til mótmæla nágranna í hverfinu. Lögmaður Ríkeyjar, Sveinn Guð- mundsson, segir að umbjóðandi sinn hafi mót- mælt þeirri niðurstöðu og óskaði nefndin í kjölfarið eftir umsögn lögmanns bæjaryf- irvalda. Í umsögn lögmannsins komi fram að á íbúðarsvæðum skuli fyrst og fremst gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði, en þar megi þó einnig gera ráð fyrir starfsemi sem sé eðlilegt að sé til reiðu fyrir íbúa viðkomandi hverfis, svo sem verslunum, hreinlegum iðnaði, handiðn- aðarfyrirtækjum og þjónustustarfsemi. Þrátt fyrir umsögnina hafi bæjaryfirvöld hafnað um- sókn um starfsleyfi þar sem tillaga um breytt deiliskipulag hefði ekki náð fram að ganga. Rétturinn til aflahæfis ótvíræður Mál Ríkeyjar var á nýjan leik tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi 12. júní sl. í sömu andrá og fjallað var um rekstur nekt- ardansstaðarins Goldfinger, sem haft hefur starfsleyfi frá Kópavogsbæ til margra ára, og segir lögmaður Ríkeyjar þetta endurspegla fá- ránleika málsins. „Ég hef í á annan áratug starfað sem lögmaður fyrir einstaklinga og fyrirtæki og aldrei fyrr hef ég séð jafnlítið mál stækka jafnmikið í smæð sinni eftir því sem fram líða stundir,“ segir Sveinn. Á umræddum fundi var afgreiðslu undanþágu Ríkeyjar frestað og vísaði Gunnar I. Birgisson, bæj- arstjóri Kópavogs, til þess að frekari lög- fræðilegrar ráðgjafar væri þörf og ennfremur væri nauðsynlegt að bæjarfulltrúar kynntu sér málið betur. Lögmaður Ríkeyjar telur frekari lög- fræðilegrar ráðgjafar ekki þörf í málinu, und- anþágu frá starfsleyfi sé hægt að veita án mik- illar lagaflækju. Hann segir rétt Ríkeyjar til aflahæfis ótvíræðan auk þess sem meginregla stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttarins leiði til þess að allar takmarkanir á hagnýtingu og umráði eigna beri að skýra þröngt. Hann segir bæjaryfirvöld ekki hafa rökstutt afstöðu sína fyrir synjun undanþágunnar og mótmæli eins nágranna nægi ekki til þess að synja mönnum um slík grundvallarréttindi. Auk þess hafi helstu mótmæli nágrannans lotið að aukinni umferð um hverfið, en þeirri röksemd verið hafnað af lögmönnum bæjarins, sem telja hvorki hættu á aukinni umferð né hættu fyrir íbúa götunnar ef starfsleyfið fær fram- göngu. Sveinn segir að fjölmörg sambærileg mál hafi komið á borð kærunefndar fjöleign- arhúsa og hafi þau ávallt fallið umráðamanni eignar í hag, þar sem allar undantekningar frá hagnýtingu eignar beri að skýra þröngt í ljósi stjórnarskrárvarinna mannréttinda umráða- mannsins. Telur engin málefnaleg rök mæla gegn afgreiðslu leyfisins „Afstaða okkar [minnihluta bæjarstjórnar] er alveg skýr. Við sjáum engin málefnaleg rök sem mæla gegn afgreiðslu leyfis fyrir þennan eina stól sem hún hefur í bílskúrnum,“ segir Guðríður Arnardóttir, fulltrúi Samfylkingar í bæjarstjórn. Hún bætir við að oft sé verið að samþykkja skipulagsbreytingar á hinum og þessum svæðum í bænum, þvert ofan í at- hugasemdir íbúa, þar sem þær vegi ekki nægi- lega þungt til þess að hafna skipulagsbreyting- unum. „Ég furða mig á því hvernig þetta mál hefur náð að velkjast í kerfinu þetta lengi,“ segir Guðríður og kveður töfina fyrst og fremst bæjaryfirvöldum að kenna; menn verði að taka af skarið með svona afgreiðslu, þrátt fyrir að athugasemdir nágranna liggi fyrir. „Við erum bara að bíða eftir þessu lögfræ- ðiáliti og þeim gögnum sem til staðar eiga að vera,“ segir Ómar Stefánsson, formaður bæj- arráðs Kópavogsbæjar. Hann segir það ekki rétt að mikil töf hafi verið á afgreiðslu málsins. Bæjaryfirvöld hafi afgreitt málið 2004, síðan hafi sú niðurstaða verið kærð til úrskurð- arnefndar skipulags- og byggingamála þar sem sú afstaða bæjarstjórnar að hafna um- sókninni hafi verið staðfest. Ómar segir að málið verði tekið fyrir á næsta bæjarstjórn- arfundi sem fram fari eftir tæpar tvær vikur og telur hann líklegt að málið verði þar afgreitt á annan hvorn veginn. Styr staðið um hárgreiðslustól í 4 ár Morgunblaðið/Jim Smart Umdeildur Ríkey hefur innréttað aðstöðu fyrir hárgreiðslustarfsemi sína en enn stendur á starfsleyfinu fyrir þennan eina hárgreiðslustól. Í HNOTSKURN »Deilur hafa staðið um hvort veitaskuli hárgreiðslumeistara starfs- leyfi til reksturs hárgreiðslustofu á heimili sínu í Kópavogi. »Lögmaður konunnar segir vegið aðaflahæfi og eignarétti hennar og gagnrýnir bæjaryfirvöld. »Formaður bæjarráðs segir töfinaekki vera vegna vanrækslu bæj- arstjórnar, heldur langs kæruferils málsins. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is AÐ raunvirði hafa rekstrartekjur Strætó nánast ekkert aukist á síð- ustu árum. Aftur á móti hefur sam- setning tekna breyst og æ stærri hluti þeirra kemur í formi framlaga frá eigendum. Er nú svo komið að sveitarfélögin sem eiga Strætó bs. niðurgreiða fargjald farþega um 70- 80%. Strætisvagnar fyrirtækisins aka fleiri kílómetra nú en áður en að sama skapi hefur farþegum fækkað. Þetta er ein ástæða þess að Kópa- vogsbær tók þá ákvörðun að reyna að hafa gjaldfrjálst fyrir Kópavogs- búa í strætó. Ef öll sveitarfélögin hefðu frítt fyrir eldri borgara og námsmenn yrðu tekjurnar af far- gjöldum svo litlar að ekki tæki því að innheimta þau.                                                       Lítil sala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.