Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 17 A R G U S / 07 -0 4 4 6 Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is GJÖRÐA sinna kvaðst hann aldrei iðrast, hann hefði enda engin myrkraverk unnið á þeim ógn- artímum sem hann lifði. Á hinn bóginn hefðu sum ummæla sinna verið heldur óheppileg og þar ræddi að sönnu um mistök, sem fallin hefðu reynst til að valda vandræðum. Kurt Wald- heim, forseti Austurríkis um sex ára skeið og fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, kvaddi þennan heim á fimmtudag, 88 ára að aldri. Ásakanir um að hann hefði tengst stríðsglæpum nasista á árum síðari heimsstyrj- aldarinnar fylgdu honum síðustu 20 æviárin og vörpuðu skugga á líf og feril þessa metnaðar- fulla manns. Liðsmaður í SA-sveitum nasista Waldheim varð framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna árið 1972 og hafði það háa emb- ætti með höndum fram til 1981 er Kínverjar beitu neitunarvaldi og komu í veg fyrir að hann yrði endurkjörinn öðru sinni. Hann hafði boðið sig fram í forsetakosningum í heimalandi sínu árið 1971 en ekki haft árangur sem erfiði. Betur gekk árið 1986 en skömmu áður en gengið var til kosninga voru upplýsingar opinberaðar, sem áttu eftir að eitra allt líf hans og hrinda af stað „Waldheim-málinu“ svonefnda. Í marsmánuði árið 1986 birti austurríska vikuritið Profil ljós- rit frá árinu 1939 þar sem rakinn var ferill Waldheims í þýska hernum. Þar kom m.a. fram að Waldheim hefði tilheyrt SA-sveitum nasista frá 1938 en það ár innlimaði Adolf Hitler Austurríki. Upplýsingar þessar komu ekki í veg fyrir frekari upphafningu Waldheims, hann hlaut 54% atkvæða í forsetakosningunum 1986 og tók við embætti í júlímánuði. Waldheim hafði þá nýlega gefið út ævisögu sína og leiddi umfjöllun austurríska tímaritsins í ljós að þær takmörkuðu upplýsingar sem þar var að finna um líf hans á árum síðari heims- styrjaldarinnar voru beinlínis rangar. Wald- heim hafði m.a. látið þess ógetið að hann hefði starfað fyrir leyniþjónustu þýska hersins í Grikklandi á stríðsárunum. Því var m.a. haldið fram að hann hlyti að hafa vitað af brottflutn- ingi minnihlutahópa, gyðinga og Serba, í dauða- búðir nasista. Þar með hafði forsetinn verið bendlaður við hroðalega stríðsglæpi. „Óæskilegur“ í Bandaríkjunum Samtök gyðinga hófu alþjóðlega herferð á hendur Waldheim og sendiherra Ísraels hunds- aði boð um að vera viðstaddur embættistöku forsetans nýkjörna. Vörn Waldheims þótti víða lítt sannfærandi. Forsetinn hélt því fram að hann hefði einungis „uppfyllt skyldur“ sínar á stríðsárunum. Líkt og þúsundir Austur- ríkismanna hefði hann einungis „fylgt fyrir- mælum“. Hann hefði engin óhæfuverk unnið. Kjör Waldheims klauf austurrísku þjóðina og margir töldu hann skaða ímynd hennar. Sex ára embættistíð hans einkenndist af einangrun hans og þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Boð um opinberar heimsóknir bárust ekki og stjórnvöld í Bandaríkjunum og víðar raunar lýstu hann „óæskilegan“. Waldheim fór aldrei aftur til Bandaríkjanna. Siðferðilega ábyrgur Skipuð var alþjóðleg nefnd sagnfræðinga til að rannsaka feril forsetans. Niðurstaða þeirra var sú að hann hefði ekki gerst sekur um eða tekið þátt í stríðsglæpum í heimsstyrjöldinni síðari. Á hinn bóginn hefðu engin dæmi þess fundist að Waldheim hefði mótmælt eða reynt að sporna gegn þeim óhæfuverkum sem unnin hefðu verið og honum hefði vafalaust verið kunnugt um. Starf hans hefði oftlega tengst glæpsamlegum aðgerðum. Hannspeter Born, einn fremsti blaðamaður Svisslendinga, sendi árið 1987 frá sér bókina Für die Richtigkeit: Kurt Waldheim. Bókin geymir ítarlegar rannsóknir Borns á lífi og starfi Kurts Waldheim og er niðurstaða hans sú að Waldheim hafi ekki verið nasisti. Í Grikk- landi hafi hann starfað fyrir leyniþjónustu her- stjórnarinnar í Saloniki og hafi hann einkum unnið við að taka við upplýsingum frá leyni- þjónustumönnum í Suður-Evrópu. Á grundvelli þeirra hafi hann tekið saman skýrslur fyrir yf- irboðara sína. Waldheim hafi haft áhrif á ákvarðanir yfirmanna sinna og þannig borið siðferðilega ábyrgð á stríðsglæpum þó svo hann hafi aldrei slíkt ákvörðunarvald. Born segir hamslausan metnað hafa ráðið för í lífi Waldheims og sökum þess hafi reynst hon- um auðvelt að hagræða sannleikanum. „Ég hafði ekkert að fela“ Waldheim gaf ekki kost á sér að nýju þegar kjörtímabili hans lauk 1992. Um þá ákvörðun sína að sitja sem fastast á forsetastóli í sex ár sagði hann að þjóðhöfðingi mætti ekki láta und- an „slúðri, hatri, mótmælum og fordæmingu“. Í endurminningum sínum, sem út komu 1996, viðurkenndi Waldheim á hinn bóginn að hann hefði gerst sekur um mistök með því að gera ekki ítarlega grein fyrir störfum sínum í her nasista. „Líkt og svo oft áður var sannleikurinn sá að ég hafði ekkert að fela.“ Í gær var frá því skýrt að Waldheim hefði skilið eftir sig bréf með fyrirmælum um að það yrði birt að honum látnum. Bréfið leiðir fátt nýtt í ljós utan að Waldheim biður menn um að sýna sér „skilning“ og harmar þau „mistök“ að hafa „alltof seint“ tekið „ótvíræða afstöðu“ gegn glæpaverkum nasista. Þau hafi á hinn bóginn engin áhrif haft á „líf “ hans og „hugs- un“. Hann hafi sökum „annasamra starfa á al- þjóðavettvangi“ beðið of lengi með að „greina frá því liðna“. Metnaður og myrkraverk Kurt Waldheim, fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og forseti Austurríkis um sex ára skeið, fékk aldrei flúið ásakanir um að hafa tengst glæpaverkum nasista í síðari heimsstyrjöldinni Reuters Fortíðin Kurt Waldheim árið 2005. Í HNOTSKURN »Kurt Waldheim fæddist 21. desem-ber 1918 í litlu þorpi skammt frá Vín. Hann lauk námi við Diplómata- háskólann árið 1939 og nam síðar lög- speki við Vínarháskóla. Eftir stríðið gerðist hann embættismaður. »Árið 1955 varð Waldheim yfirmaðursendinefndar Austurríkis hjá Sam- einuðu þjóðunum. »Hann var sendiherra hjá SÞ 1964-1968 og aftur 1970-1972. Frá 1968 til 1970 var hann utanríkisráðherra Austurríkis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.