Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 37 Ég vil minnast hennar Allýjar minn- ar með þessum fáu orðum, nú þegar ég kveð hana eftir 36 ára hjúskap, sem eigin- maður og vinur. Við söknuðinn og tómið, sem verður við fráfall hennar, koma upp í huga minn orð skáldsins. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn, svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn. Í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð. (Megas) Það var mín stærsta gjöf í lífinu að kynnast henni og fá að stofna með henni fjölskyldu árið 1971, þeg- ar við hófum búskap og fluttum í litlu íbúðina okkar í Keldulandi 17, þá nýgift. Tíu árum síðar byggðum við húsið okkar í Hlíðarbyggð 42 í Garðabæ og var Allý skipuleggjand- inn og vissi hún vel hvað hún vildi hvað útlit og staðsetningu hinna ýmsu hluta varðaði. Guð gaf okkur þrjú börn, sem við vorum afar stolt af, þau líkjast móður sinni að dugn- aði og mannkostum. Alrún Magnúsdóttir ✝ Alrún Magn-úsdóttir fæddist í Reykjavík 19. maí 1948. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans 6. júní síð- astliðinn og var jarðsungin frá Há- teigskirkju 14. júní. Ævin okkar var sem ljúfur draumur, við unnum saman við sameiginlegt fyrir- tæki okkar og í frítím- um okkar vorum við alltaf saman og stund- uðum hestamennsku og sköpuðum okkur aðstöðu í sveitinni þar sem Allý undi sér hvað best í kyrrðinni við fuglasöng og blómaangan og bjart- ar nætur, þar sem kyrrðin er svo mikil að maður heyrir stráin í túninu vaxa og frýs hestanna á hlaðinu. Við eignuðumst marga hesta, en hún átti þó bara einn, svo vænt þótti henni um einkareiðhestinn sinn, sem var hryssa og gaf okkur nokkur folöld. Minnisstæð er minningin þegar hún beislaði hest sinn og sótti stóðið í hagann og tók reiðskjóta sinn til kostanna. Ferðalög með börnunum okkar voru fastur liður á hverju sumri, innan sem utan landsteinanna. Allt- af fann hún hugmyndir að ferðalög- um. Ég minnist með þakklæti þeirr- ar lífsgleði sem bjó með henni, alltaf jafn jákvæð og úrræðagóð og fann alltaf lausn á öllu. Nú þegar kveðjustundin er komin Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Gunnar Ingimarsson. Nú er hún elsku mamma okkar farin. Það er sárt að hugsa til þess að við sjáum hana ekki aftur. Mamma var svo miklu meira en bara mamma. Hún var alltaf tilbúin að hlusta ef maður þurfti á að halda og við gátum talað um allt við hana, hún var svo góð vinkona og í raun okkar besti vinur. Hún var alltaf svo glaðlynd og manni leið alltaf vel í kringum hana. Hún kenndi okkur svo margt, sérstaklega eftir að við urðum sjálfar mæður. Hún hafði einstakt lag á börnum og börnin okkar elskuðu hana. Hún var svo blíð og góð amma, enda hændust barnabörnin að henni. Mamma gerði allt vel sem hún tók sér fyrir hendur. Henni fannst gam- an að elda, enda var hún listakokk- ur. Hún hafði mikinn áhuga á handavinnu og miðlaði kunnáttu sinni til okkar. Hún prjónaði til dæmis lopapeysur á alla fjölskyld- una, sem voru mikið notaðar í hesta- mennskunni. Við eigum mjög góðar minningar frá hestaferðum og sveit- inni. Í öllum hestaferðum var mamma yfirreddarinn því að hún hugsaði alltaf um allt fyrir alla og passaði að allir væru rétt klæddir og liði vel. Þegar við vorum í svona ferðum hópuðust allir í kringum hana og svo heyrði maður hlátra- sköll. Það leið öllum svo vel í kring- um hana, hún hafði svo mikla út- geislun og smitandi hlátur, svo skemmtilegan hlátur. Það var svo gaman þegar hún fór í hláturskast. Þá gátum við ekki annað en hlegið með, hún hló svo innilega. Sveitin var okkar sælureitur og þær voru ófáar stundirnar þar sem við sátum í hjólhýsinu okkar, töluðum saman og spiluðum á spil. Sterkustu minning- arnar okkar eru úr sveitinni og að vera innan um alla hestana okkar. Við gátum ekki verið nær nátt- úrunni en þar og þangað sótti mamma styrk þegar hún var orðin veik. Henni þótti gaman að ferðast og voru mamma og pabbi dugleg að ferðast með okkur krakkana út um allt. Við eigum eftir að sakna mömmu mikið. Það er svo skrýtið að eiga ekki eftir að heyra í henni aftur, að geta ekki hringt og spjallað við hana og heyrt hana segja: „Hæ, elskan mín.“ Öll símtölin byrjuðu þannig og þau voru ófá. Það voru margar gæðastundir sem við áttum með mömmu, stundir sem gleymast aldr- ei. Það eru þær stundir sem ylja okkur núna. Minningin um mömmu lifir í hjarta okkar og hún mun ávallt eiga sess þar. Það er með sárum söknuði að við kveðjum mömmu okkar. Við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með henni og fyrir allar góðu minningarnar. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Elsku mamma, hvíldu í friði. Þínar dætur Guðmunda og Harpa. Nú er stundin runnin upp sem ég hef kviðið svo lengi fyrir, móðir mín er farin yfir móðuna miklu og hve mikið ég sakna hennar. Ég sam- gleðst mömmu því nú er hún komin á betri stað þar sem þjáning er ekki til staðar en við tekur sæld og vellíð- an og ekki þarf hún lengur að berj- ast við þann ömurlega sjúkdóm sem hrjáði hana síðustu árin. Eftir stöndum við sem stóðum henni næst með hryggð og söknuð í hjarta. Mik- ilvægt er fyrir okkur að taka út sorgina sem fylgir slíkum missi en eftir því sem tíminn líður þá situr eftir ljúf minning um manneskju sem gat brætt jöklasal með sinni einstöku hlýju, brosi og mýkt. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt hana sem móður. Ekki get ég beðið um betri æskuár en ég fékk og það má með sanni segja að barnæskan mín hafi verið fullkominn. Ég er al- inn upp við slíkan munað að eiga foreldra sem hafa gefið mér ást, hlýju og hamingju. Ég ólst upp með mömmu og pabba hér á mölinni en þar sem foreldrar mínir voru ávallt náttúrubörn þá gafst mér tækifæri til þess að kynnast hinni dásamlegu hlið náttúrunnar og það er eitthvað sem maður býr að alla tíð. Rétt eftir fæðingu mína þá ákváðu mamma og pabbi að fara út í hestamennsku og ólst ég þar af leiðandi upp þannig að sveitin var aðeins í fimm mínútna fjarlægð og það eru forréttindi sem ég þakka fyrir. Mamma hafði mikið gaman af hestunum og öllu því sem fylgdi þeim, hvort sem það var að umgang- ast þá, ríða út eða ferðast um landið á þeim. Það má segja að það hve áhugasöm hún var gagnvart þessu sporti lýsi henni best. Áhuginn fyrir lífinu og hversu mikið hún hafði gaman af því að ferðast og vera með okkur fjölskyldunni er lýsandi dæmi um hvers kyns manneskja mamma var, alltaf tilbúin í allt. Ég kveð móður mína úr þessu lífi með söknuði og hjartað er uppfullt af góðum minningum. Magnús Þór Gunnarsson. Þegar hraglandinn loksins er að sleppa af okkur takinu hérna á þessu fallega landi og sumarið að halda innreið sína berast okkur þær sorgarfréttir að Alrún vinkona okk- ar í næstum fjörutíu ár sé látin. Hafi loks orðið að lúta í lægra haldi fyrir þessum illvíga sjúkdómi sem krabbameinið er, en hún hafði barist af æðruleysi við þennan vágest í nokkur ár. Við kynntumst í Húsmæðraskóla Reykjavíkur á vorönn ’68 og lærðum þar að elda, skúra og skrúbba, jafnt sem saumaskap og aðrar dyggðir sem prýða mega góðar húsmæður og höfum haldið hópinn tólf „stelp- ur“ síðan. Lengi framan af hittumst við einu sinni á ári en eftir því sem við uxum upp úr barnastússi og hús- byggingum fórum við að hittast oft- ar, þó ekki endilega formlega. Sum- ar fóru saman í leikfimi og aðrar stofnuðu „skötuvinafélagið“, og fóru út að borða skötu á Þorláksmessu og þó að ein okkar flytti hinum meg- in á jarðarkringluna þá var alltaf tenging okkar á milli. Allý kom alltaf með góðan anda í hópinn, alltaf jákvæð og hafði alltaf eitthvað gott til málanna að leggja. Hún bar með sér bros og glaðværð og mýkt í umhverfið. Maður staldrar ósjálfrátt við þeg- ar jafnaldra kveður þó svo að ára- fjöldi segi ekkert um líkur á lengd lífs en óneitanlega er það eitthvað svo endanlegt að sjá á eftir vinkonu í blóma lífsins. Við sendum Gunnari og börnun- um og fjölskyldum þeirra okkar ein- lægustu samúðarkveðjur, og ekki síst litlu barnabörnunum sem fara á mis við að kynnast yndislegri ömmu. „Húsó“hópurinn. ✝ Hjörtur Jónssonfæddist á Flat- eyri við Önundar- fjörð 24. júní 1933. Hann lést á Land- spítala við Hring- braut 8. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sveinbjörnsson, f. á Brekku á Ingj- aldssandi 25. sept- ember 1899, d. 6. júlí 1954, og Svan- björg Arngríms- dóttir, f. á Jarðbrú í Svarfaðardal 26. maí 1903, d. 16. júlí 1988. Bróðir Hjartar var Arn- grímur Kjartan, f. 5. september 1926, d. 2. febrúar 1973. Eiginkona Hjartar er Helga Erla Guðbjarts- dóttir, f. 14. septem- ber 1933. Sonur þeirra er Jón Svan- berg, f. 13. júní 1970. Synir hans eru Daníel Freyr, f. 10. apríl 1994 og Atli Þór, f. 23. febr- úar 2004. Sambýlis- kona Jóns Svan- bergs er Pálfríður Ása Vilhjálmsdóttir, f. 18. júní 1973. Hjörtur var lengi bakarameistari við Héraðsskólann að Núpi, en síðar á Flateyri við Önundarfjörð. Útför Hjartar verður gerð frá Flateyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ég naut þeirrar gleði sem lítið barn að búa á stað þar sem allir gengu inn hjá öllum. Og ég var svo heppin að geta hoppað úr rólunni og bankað á glugga, og þá birtist snúður í útréttri hendi. Og maður vaknaði við bakarís- lykt. Bakarinn var nefnilega sterkasti maður í heimi, og hann var dændi minn. Hann var strákurinn sem hljóp hraðar en allir hinir, og hann var mað- urinn sem synti yfir Önundarfjörð áð- ur en hann fylltist af sandi. Og, þegar farið var að ná í svartfuglsegg, þá var það dændi sem klifraði, og datt alla- vega einu sinni í sjóinn. Við pabbi vor- um orðin hrædd þegar hann kom hlæjandi upp úr aftur. Þar er dænda mínum rétt lýst, alltaf gat hann fund- ið eitthvað til að hlæja að, og væri hann sammála fylgdi oftast akkúrat með. Þegar ég var lítil stelpa reyndi hann stundum að útskýra fyrir mér fuglana, og alltaf sagði ég lítið. Árum seinna viðurkenndi ég að ég hefði varla séð þá, enda gleraugna þurfi. Ég hélt reyndar að óðinshanar væru á stærð við hænur. Ári seinna fékk ég nýju fuglabókina í jólagjöf. Nú vil ég kveðja sterkasta dænda í heimi með hans eigin orðum fyrir nokkrum dögum: Ekki vera hrædd, þetta er ekki búið. Guð geymi þig, Arna. Hjörtur Jónsson Hann Gunnar Hall- dórsson er allur. Það var sumarið 1987 sem við fórum í heimsókn til Óskar, vinkonu okkar í Bolungarvík og eitt af því fyrsta sem hún gerði var að kynna okkur fyrir foreldrum sínum og eru það því hartnær tveir áratugir síðan við kynntumst Gunnari. Það voru notalegir dagar sem við áttum hjá þeim hjónum, við drekkhlaðin veisluborð og glettnar frásagnir af mönnum og málefnum. Við höfðum heilt einbýlishús með öllum þæg- indum til afnota á meðan á dvöl okkar stóð, en það mátti ekki heyrast nefnt annað en að við kæmum niður á Hlíðarveg í morg- unverð, líkt og í aðrar máltíðir dagsins. Við áttum eftir að njóta gestrisni þeirra oftar og er mér minnisstæð heimsókn fyrir 10 ár- um, þar sem þau leiddu okkur um merka staði í Bolungarvík og var Gunnar ólatur við að upplýsa okk- ur um það sem fyrir augu og eyru bar. Gunnari var margt til lista lagt. Hann verkaði heimsins besta harðfisk, sauð skötu og færði upp af fagmennsku, en auk þess var hann hagmæltur vel, svo mjög að aðkomumenn urðu svo hrifnir að þeir fluttu kveðskap hans og gerðu að sínum! Það var síðast í fyrra- Gunnar Hjörtur Halldórsson ✝ Gunnar HjörturHalldórsson fæddist í Bolung- arvík 30. maí 1924. Hann lést á Sjúkra- skýli Bolungarvíkur 28. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík 9. júní. sumar sem við kom- um í heimsókn til Gunnars í sjúkra- skýlið og sáum við þá að honum hafði farið aftur, en þó var ekki langt í húmor- inn og gestrisnina. Hann varð endilega að hringja í Helgu sína og láta hana vita af komu okkar, því það væri nú ann- aðhvort að við fengj- um kaffi, en Helga svaraði ekki og varð honum þá að orði að hún tylldi orðið aldrei heima! Við þökkum Gunnari góðar samverustundir. Kæra Helga, börn og aðrir að- standendur, ykkur sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Martha, Snorri og börn. Margt happ hendir mann á lífs- leiðinni. Ég var unglingur, stadd- ur vestur í Bolungarvík á sjálfan sjómannadaginn. Ég hafði sagt afa mínum að mig langaði til að komast á trillu um sumarið. Ég hafði farið eina ferð með Húna sumarið áður og taldi mig tilbúinn í þessa vinnu. Afi tók þessu vel en brosti svolítið út í annað, vafalaust fannst honum ég nokkuð ungur trillukarl. En afi vissi alveg hvað hann ætlaði að gera. Og þegar reiptogið stóð sem hæst á túninu á bak við félagsheimilið rölti afi til Gunnars Halldórssonar. Nú brostu þeir báðir og höfðu líklega gaman af uppátækinu. Og næsta morgun kom Gunnar klukkan fimm og vakti mig þar sem ég svaf í afahúsi. Ég fór í nýju klof- stígvélin og fór niður í Álftina með stakkinn undir hendinni. Í minningunni er sumarið æv- intýri líkast. Vafalaust var það erf- itt þó ég muni það ekki. Trillukarl- arnir fyrir vestan draga ekkert af sér, byrja snemma og skaka allan daginn. Álftin var fjögurra tonna trilla, vinalegir skellirnir í glóð- arhausvélinni heyrðust langar leið- ir. Sjómennskan á Álftinni með Gunnari var líf mitt og yndi þetta sumar og minningarnar góðar. Sjórinn og landið, fiskar og fuglar, Djúpið og firðirnir. Stundum sáum við hvali eða hnísur. Um borð voru líka sagðar sögur, margar sögur! Og þegar Jónas Halldórsson var um borð urðu þær enn fleiri og stórkostlegri. Gunnar sagði líka við mig að það væri allt í lagi að ýkja svolítið, bara ef maður gerði það vel! Sögur Gunnars voru skemmtilegar, fullar af glettni og kankvísi eins og hann sjálfur. Gunnar var mér einstaklega góður, kenndi mér að skaka, stýra, taka kúrsinn, þekkja miðin og rata heim. Hann ræddi við mig eins og vin og kenndi mér að drekka hálf- gert ketilkaffi. Gunnar var þolin- móður og góður félagi, rólegur og yfirvegaður en glaður og mjög skemmtilegur þegar svo bar við. Ég bar mikla virðingu fyrir „kall- inum“ og þótti afskaplega vænt um hann. Mér fannst ég vera al- vöru trillukarl og gat rætt við hina trillukarlana í Víkinni um miðin og aflabrögðin. En alltaf dró „kallinn“ miklu meira en ég. Ég lærði miðin í Djúpinu. Nú er Gunnar farin á önnur og enn gjöf- ulli mið. Ég hugsa ánægður til sumarsins á Álftinni. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa fengið að vera trillukarl með Gunnari Hall- dórssyni og njóta vináttu hans æ síðan. Minningarnar eru góðar en söknuðurinn er sár. Ég votta að- standendum Gunnars Halldórsson- ar, skipstjóra á Álftinni, mína inni- legustu samúð. Ásgeir Haraldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.