Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þorleifur Guð-finnur Guðna- son fæddist á Kvía- nesi við Súgandafjörð 11. júlí 1918. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 6. janúar síðastliðinn. Á æskuárum fór hann í fóstur til ömmu sinnar Gunnjónu Ein- arsdóttur og seinni manns hennar, Kristjáns Sigurðs- sonar, á Norðureyri. Tók hann síðar við búi þar. Foreldrar hans voru hjónin Guðni Jón Þorleifs- son, f. 25.10. 1887, d. 1.4. 1970, og Albertína Jóhannesdóttir, f. 19.9. 1893, d. 2.1. 1989. Þau bjuggu lengst af í Botni en síðustu árin á Suðureyri við Súgandafjörð. Systkini Þorleifs eru Sigurður, f. 11.12. 1914, kvæntur Sveinbjörgu Eyvinds- dóttur á Akranesi, d. 1959. 2) Sigurður, fórst með togaranum Júlí á Nýfundnalandsmiðum árið 1959. 3) Guðrún Pálmfríður, f. 9.9. 1916, d. 1997, eiginmaður með sonum sínum, Peter Jo- hannes Jensen, f. 26.7. 1954, og Marner Andrew Jensen, f. 11.12. 1957. Börn Peters eru Pétur Jó- hannes, f. 13.7. 1987, og Sólveig, f. 21.11. 1990. Sonur Marners er Óskar Pétur, f. 26.3. 1983. Með móður sinni fluttist einnig til Suðureyrar Jakoba Jensen, f. 20.8. 1949. Maður hennar er Björn Líndal Gíslason. Börn Jak- obu eru: 1) Guðmundur J. Þorleifsson, f. 13.12. 1969. Kona hans er Ólöf Hrafnsdóttir og börn þeirra: Andri Már, f. 18.4. 1991, og Birna Rún, f. 17.9. 1996. 2) Maríanna Sigurðardóttir. Maður hennar er Kjartan Theo- dórsson og börn þeirra: Jórunn, f. 14.7. 1995, Anna Lára, f. 8.7. 1996, Þorleifur Guðfinnur, f. 17.1. 2000, og Örlygur Mikael, f. 6.6. 2002. Fjórða barn Marianne er Hansa Ziskasen, f. 8.10. 1944, búsett í Færeyjum. Börn hennar eru Hans, f. 11.10. 1968, og Jón- björg, f. 20.7. 1972. Synir Jón- bjargar eru Hallur, f. 25.10. 1994, og Jón Ari, f. 30.10. 2000. Útför Þorleifs Guðfinns verður gerð frá Suðureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kjartan Ólafsson Sigurðsson, d. 1956. 4) Sveinn, f. 23.11. 1919, d. 2005, eig- inkona hans Sigríð- ur Finnbogadóttir, d. 1997. 5) Jóhann- es, f. 29.9. 1921, d. 1990, eiginkona hans Aldís Jóna Ás- mundsdóttir. 6) Guðmundur Arnaldur, f. 1.12. 1922, d. 15.1. 2007. 7) Einar, f. 6.11. 1926, eiginkona hans Guðný Guðnadóttir. 8) Guðni Albert, f. 3.4. 1928, eig- inkona hans Júlíana Jónsdóttir. 9) Gróa Sigurlilja, f. 24.11. 1930, eiginmaður Páll Guðmundsson. 10) María Auður, f. 6.6. 1932, eiginmaður Leifur Sigurðsson, d. 1998. 11 ) Sólveig Dalrós, f. 11.6. 1934, d. 1939. Þorleifur Guðfinnur var ókvæntur og eignaðist sjálfur ekki börn. Heimili hans var á Stefnisgötu 1 á Suðureyri. Sambýliskona hans til margra ára var Mari- anne Jensen, f. 24.2. 1922. Flutt- ist hún til hans á Norðureyri Ósköp fannst manni það undarlegt þegar komið var til sumardvalar á heimili afa og ömmu að Botni í Súg- andafirði að börn þeirra, sem enn voru viðloðandi heimahús, kölluðu hvert annað allt öðrum nöfnum en þeirra eigin. Þarna voru Brandur, Duni, Gvendur og glæstar heima- sætur voru nefndar Rustikus og Fúsi. Leifi móðurbróðir, sem hér er kvaddur, var svo nefndur Beni, hvað svo sem það þýddi. Ungur varð hann fyrir því að önn- ur mjaðmarkúla hans eyddist. Þetta var fyrir tíma gerviliða og annarra úrræða sem nú þekkjast, þannig að upp frá þessu gekk Leifi draghaltur. Ekki lét hann slíkt þó aftra sér frá því að vinna hver þau störf sem þurfti á búinu og annars staðar, né síðar er hann rak sitt eigið bú á Norðureyri við Súgandafjörð. Var hann þó án vafa meira og minna kvalinn hvern dag. Leifi fæddist í gömlu kindahúsi á Kvíanesi við Súgandafjörð og, eins og hann sagði sjálfur frá, var þar vaf- inn reifum og lagður í jötu eins og annað frægara barn forðum. Á æskuárum fór hann í fóstur til ömmu sinnar Gunnjónu Einarsdótt- ur og seinni manns hennar Kristjáns Sigurðssonar á Norðureyri. Mótað- ist hann mjög af fóstra sínum og tók upp ýmislegt úr hans fari í fram- göngu og talsmáta, enda festist við hann sama viðurnefnið, „Noggi“. Búskapurinn á Norðureyri var án vafa afar erfiður, sérstaklega ein- hleypum fötluðum manni. Róa þurfti á árabát yfir straumhart sund til Suðureyrar eftir öllum nauðþurft- um, auk þess sem á vetrum var mikil snjóflóðahætta á Eyrinni og húsa- kynnin ekki byggð eftir nútímastöðl- um hvað einangrun snerti, og eitt og annað kann að hafa skort á það, sem til lífsþæginda má teljast. Stundum þegar fátt var annarra úrræða tók Leifi einnig að sér að koma nauð- synjavöru til síns næsta nágranna, Óskars Aðalsteins rithöfundar, sem þá var vitavörður á Galtarvita, ber- andi allt á sjálfum sér, yfir skreipa kletta og skriður Galtarins. Óskar Aðalsteinn gerði þennan vin sinn býsna eftirminnilegan, er hann skrif- aði um hann eina sinna smásagna þar sem hann notar Leifa sem fyr- irmynd, og er hann þar nefndur Þor- móður bóndi í Skál, kallaður Rollu Móði. Um nokkurra árabil gerðu þeir Óskar Aðalsteinn, Jónas bóndi í Skálavík og Leifi sér það til gamans á vetrarkvöldum, að flytja hvor öðr- um ýmsa skemmtan í gegnum tal- stöðvar sínar. Án vafa kolólöglegt at- hæfi, en var látið óátalið, enda hlýddu margir á norðanverðum Vestfjörðum í þennan tíma á þá fé- laga sér til gamans og yndisauka. Kominn um eða yfir miðjan aldur fékk Leifi til sín ráðskonu, Marianne Jensen frá Færeyjum, sem þá var ekkja og bjó með fjórum börnum sín- um á Suðureyri. Sú samvist varði þar til yfir lauk. Síðast var heimili þeirra á Rómarstíg 1 á Suðureyri. Minnisstætt er okkur ættingjum er við komum einu sinni sem oftar til að halda ættarmót vestra, að þeir frændur okkar þar buðu til kvik- myndasýningar í Félagsheimilinu á Suðureyri. Var þar sýnd kvikmynd sem Lýður Árnason læknir á Flat- eyri hafði þá nýlokið við og nefndi „Nogginn“. Þar segir frá veiðiferð þeirra vildarvinanna Leifa og Örlygs Patreks Ásbjarnarsonar til hrogn- kelsaveiða á örlítilli fleytu, sem auð- vitað var nefnd „Nogginn“. Til allrar hamingju voru aflaföng rýr, enda gerði báturinn lítið betur en að fljóta með þá félaga. Ég kveð kæran frænda með sökn- uði, hetjuskapar hans er ljúft og hollt að minnast. Eftirlifandi ástvinum votta ég fyrir hönd okkar systkina dýpstu hluttekningu. Guðvarður Kjartansson. Þegar Ævar frændi minn hringdi í mig snemma morguns í síðustu viku og sagði mér frá andláti Leifa frænda míns fannst mér syrta að. Auðvitað hafði ég vitað um skeið hvert stefndi en ég hafði ekki gert mér grein fyrir að dauðinn væri svo nálægur. Enn einn af Vestfjarða- höfðingjunum sem höfðu verið svo snar þáttur í tilveru minni frá því að ég var barn hafði yfirgefið þessa jarðvist. Það eru ekki mörg ár síðan ég átti þetta örugga haldreipi þar sem voru þau systkini pabba míns, Gunna, Svenni, Gummi og Leifi, sem öll bjuggu eða voru nátengd föður- túnum mínum á norðanverðum Vest- fjörðum. Á hverju sumri hélt fjöl- skylda mín á vit ævintýranna í Botni í Súgandafirði þar sem enn er vel við haldið gamla bænum þeirra afa og ömmu þar sem maður trítlaði um með litla hrífu í hendi um miðbik síð- ustu aldar og lagði fram örlítinn skerf í þeim búskap sem þá var þar stundaður og mér fannst að ég væri mikilvægur hlekkur í. Þarna var þá allt slegið með orfi og ljá og rakað og snúið upp á gamla móðinn og þegar búið var að hirða af túnum var heyj- að á engjum af mikilli natni, hvert strá nýtt. Þarna stóð hann Leifi frændi minn þá og sló frá morgni til kvölds og dró ekki af sér þó hann glímdi við erfiða og kvalafulla fötlun frá því hann var rúmlega tvítugur. Hann var alltaf með bros á vör og gamanyrði í hvert sinn sem maður kom til hans í flekkinn. Síðan hef ég haldið mikið upp á þennan frænda minn sem alltaf vildi mér allt það besta og hefur um dagana skemmt mér með sögum frá því í gamla daga af sjálfum sér og öðrum hvenær sem við höfum hist. Mér er í minni er við Svana frænka mín, þá unglingsskját- ur, lögðum af stað fótgangandi frá Botni út að Norðureyri til að heim- sækja Leifa sem þá var farinn að búa þar. Við héldum nú að við yrðum fljótar í förum en reyndin var sú að við vorum lungann úr deginum að klöngrast þetta. Mikið vorum við fegnar er við hittum frænda okkar það kvöld og ekki var slegið af í frá- bærum viðurgerningi til að fagna okkur frænkunum. Þegar Leifi var áttræður var mikil hátíðastund á Norðureyri sem aldr- egi gleymist, í svo frábæru veðri að maður trúir varla endurminning- unni. Það var ógleymanlegt að eiga þessa stund þarna á óðali feðranna sem að vísu var þá komið í eyði, hafði að lokum lotið í lægra haldi fyrir náttúruöflunum, en samt skynjaði maður svo vel þá búkosti sem höfðu fengið frænda minn til að leggja svo hart að sér við að halda þessu býli í byggð þar sem hann hafði alist upp hjá ömmu sinni og hennar seinni manni. Hann hafði líka lært þar fornar verkunaraðferðir á mat, t.d. skötu og hákarli, sem hann verkaði betur en aðrir menn að mínum dómi. Það gladdi á seinni árum ættingjana þeg- ar hann sendi okkur hákarl á þorr- anum sem maður gat notið þess að borða og montað sig af í þorrablót- um. Dóttir mín kom að mér er ég hafði fyrir skömmu fengið fregnina af and- láti Leifa þar sem ég sat mjög hnuggin og fannst að nú hefðu „dag- ar lífs míns lit sínum glatað“. „En mamma“, sagði hún, „hugsaðu um alla sem hafa fæðst í ættinni“. Og auðvitað er þetta rétt. Það er gangur lífsins að þeir eldri kveðji og þeir ungu taki við merki ættarinnar. Þeir hafa erft öll þessi góðu gen úr Botni frá afa og ömmu. Þeir hafa erft sam- heldnina og ættræknina, sönggleð- ina og gamansemina og hæfileikann til að eiga góðar stundir saman og ekki síst til að segja sögur og njóta þeirra. Ég fyllist þakklæti fyrir að eiga allt þetta frábæra fólk að, sem í dag syrgir með mér höfðingjann okkar, hann Þorleif Guðnason. Við þökkum honum samfylgdina. Sigríður Jóhannesdóttir Þorleifur Guðfinnur Guðnason Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Systir okkar, HJÖRDÍS GUNNARSDÓTTIR, Ljósheimum 22, Reykjavík, lést hinn 24. maí. Útför hennar fór fram í kyrrþey. Margrét Gunnarsdóttir, Vilborg Sigríður Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Styrmir Gunnarsson. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR THEODÓRSDÓTTIR, Sjafnargötu 11, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund þann 13. júní. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju, mánudaginn 25. júní kl. 15.00. Edda Þórarinsdóttir, Gísli Gestsson, Freyr Þórarinsson, Kristín Geirsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Bjarki Þórarinsson, Helga Þórarinsdóttir, Nanna Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, HILMAR J. HAUKSSON, Kóngsbakka 10 og Aflagranda 20, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hring- braut fimmtudaginn 14. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Monika Blöndal, Sara Hilmarsdóttir, Haukur Steinn Hilmarsson, Svava J. Brand, Þórunn Helga Hauksdóttir, Björn Torfi Hauksson. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmans míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ARA HEIÐMANNS JÓSAVINSSONAR bónda og fyrrv. oddvita, Auðnum 2, Öxnadal. Sérstakar þakkir til hjúkrunnarfólks á lyfjadeild 1. á F.S.A., sr. Sólveigar Láru Guðmundsdóttur fyrir ómetanlegan stuðning og svo kirkjukór Möðruvallasóknar og Arnórs Vilbergssonar fyrir alla sína vinnu. Megi góður guð blessa ykkur öll. Fyrir mína hönd og allra í fjölskyldunni, Erla M. Halldórsdóttir, ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, DR. SIGURÐUR JÓNSSON, lést á sjúkrahúsi í Ganges, Frakklandi 14. júní. Gisele Jónsson, Solveig, Mao og Sven Küffer, Pétur, Hrefna og fjölskyldur. ✝ Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og frænka JÓNFRÍÐUR VALDÍS BJARNADÓTTIR, Mosabarði 15, Hafnarfirði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 12. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Kristófer Bjarnason, Róbert Örn Kristjánsson, Elsa Esther Kristófersdóttir, Bárður Þór Sveinsson, Alexandra Ýr, Bjarni S. Kristófersson, Gunnþóra Rut Bragadóttir og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.