Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttur astasoley@mbl.is JOHN Salinsky, breskur heim- ilislæknir til 34 ára, leiðir svokall- aðan Balint-hóp, en sá hópur er umræðuvettvangur lækna. Hóp- urinn kemur reglulega saman og ræðir málin undir stjórn eins eða tveggja leiðtoga. Á þingi norrænna heimilislækna sem haldið var í Reykjavík 13.-16. júní hélt Salinsky fyrirlestur sem kallaðist „A life in general pract- ice“ eða Líf í heimilislækningum, en hann hefur verið vinsæll fyr- irlesari um allan heim síðustu ár. „Ég veit að mörgum ungum læknum finnst það afskaplega leið- inleg tilhugsun að vera svona lengi á sama stað. Ég vona hinsvegar að með fyrirlestrinum geti ég miðlað til þeirra að þau geti upplifað starfið á mjög áhugaverðan hátt þótt þau séu lengi á sama stað, einfaldlega með því að tengjast fólki, fylgja því í langan tíma og mynda góð tengsl við það,“ segir Salinsky. Salinsky segir umræðurnar í Balint-hópunum hafa hjálpað sér mikið, sérstaklega þegar hann var ungur og þurfti að eiga við erfiða sjúklinga. Þannig fékk hann hjálp við það hvernig best væri að bregðast við og eiga samskipti við sjúklinga. Mannlega hliðin mikilvæg Aðspurður hvort hann vilji gefa ungum læknum sem stefna á heim- ilislækningar ráð, segir hann að mikilvægt sé að hafa góð áhuga- mál og einnig segir hann að mann- lega hliðin sé erfiðust en einnig sú sem mesta umbun gefi á endanum. „Fyrstu fimm árin átti ég erfitt með að uppgötva hver ég var og hvernig læknir ég átti að vera vegna þess að í náminu lærði mað- ur mikið um tæknilegu hliðina og því fannst manni að sú hlið væri allt starfið. Sum vandamálin sem fólk kemur með á stofuna virðast ekki vera læknisfræðileg að neinu leyti heldur bara partur af gangi lífsins. Að lokum fær maður meiri og meiri reynslu af því og fær meiri áhuga á lífi fólks, ekki bara sjúkdómseinkennum.“ Salinsky segir bókmenntir gefa mikla innsýn í mannlegt eðli og er mjög áhugasamur um þær. Hann gaf út bókina, „The last appoint- ment“ árið 1993 og hefur í 7 ár skrifað ritdóma í tímaritið Educat- ion for Primary Care. Hann rit- stýrði einnig og skrifaði hluta af bókinni „What are you feeling, doctor?“ sem kom út árið 2001 og „Medicine and literature, The doc- tor’s companion to the classics“ sem kom út árið eftir. Hið mannlega erfiðast en gefur mesta umbun Vonar að ungir læknar geti upplifað starfið sem áhugavert Þingi norrænna heimilislækna lýkur í dag í Reykjavík Heimilislæknir John Salinsky segir mikilvægt að eiga góð áhugamál. Morgunblaðið/G.Rúnar „ÞAÐ sem er afgerandi er sú góða akademíska staða sem úttektin staðfestir að tölvunarfræðiskor Há- skóla Íslands hafi,“ segir Ebba Þóra Hvannberg, formaður tölvun- arfræðiskorar HÍ, innt eftir við- brögðum við úttekt Ríkisendur- skoðunar „Kostnaður, skilvirkni og gæði háskólakennslu“. Hún segir að menntunarstig í deildinni sé mjög hátt og birtar greinar fjöl- margar. Öflugt framhaldsnám og góð alþjóðleg tengsl hafi styrkt rannsóknarvirknina innan deildar- innar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að mikilvægt sé að þörf samfélagsins fyrir menntað vinnuafl verði kortlögð og hugað að því hvort rétt sé að efla sérstaklega framboð á fagmenntuðu fólki. Þar er vitnað í nýlega skýrslu OECD þar sem lagt er til að kennsla í raunvísindum, verk- og tæknifræði verði efld hér á landi. Ebba tekur undir þessi sjónarmið og telur mjög nauðsynlegt að efla framboð verk- og tæknimenntaðs starfsfólks, enda sé það í samræmi við þarfir mark- aðarins. Hugbúnaðarverkfræðingar og tölvunarfræðingar séu þar engin undantekning og mikil eftirspurn hafi verið eftir fólki með þá mennt- un undanfarin ár. Að sögn Ebbu virðist tölvunar- fræðin í mikilli uppsveiflu eins og sakir standa eftir nokkra lægð. 75% aukning sé á umsóknum í grunn- nám við deildina frá síðasta ári og ásókn í framhaldsnámið óvenjumik- il. Önnur útkoma ef rannsóknin hefði náð til ársins 2006 „Skýrslan nær til áranna 2003- 2005 en á þeim tíma vorum við rétt að hefja uppbyggingu rannsóknar- starfs við deildina. Staðan er allt önnur hér í dag,“ segir Ari K. Jóns- son, forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hann segir að ef í gögn skýrslunnar sé rýnt komi í ljós að greinarígildin [fjöldi birtra greina á hvert stöðugildi] í HR hafi verið í örum vexti á þeim tíma sem rannsóknin tekur til. „Vegna þess hversu hratt við höf- um verið að byggja deildina upp munar okkur rosalega um hvert ár og ef rannsóknin hefði náð til árs- ins 2006 hefði útkoman orðið önn- ur,“ segir Ari og bætir við að grein- arígildi við deildina hafi tvöfaldast milli áranna 2005 og 2006. Hann segir að hið sama eigi við um hlut- fall doktorsmenntaðra starfs- manna. „Á meðan HÍ hefur verið í kyrrstöðu höfum við verið að byggja upp okkar starfslið,“ segir Ari. „Mér hefur fundist að menn hafi túlkað niðurstöðu úttektarinn- ar á þann veg að HÍ standi öðrum háskólum framar akademískt séð, en í dag er það ekki spurning að HR stendur HÍ alla vega jafnfætis, ef ekki framar, að því er greinab- irtingu, doktorsmenntun starfsfólks og afrakstur rannsókna varðar,“ segir Ari. Ari tekur undir það með Ebbu Þóru að tölvunar- fræðin sé í mikilli sókn. Góður upp- gangur sé í fræði- greininni sem sé mjög mikilvæg fyrir atvinnulífið. „Þetta sést einna best á því hversu eftirsótt vinnuaflið er og hversu vel launað það er þeg- ar það kemur út á markað,“ segir Ari. Að hans sögn annar atvinnu- miðlun skólans ekki eftirspurn eftir útskrifuðum nemendum úr tölvun- arfræði. Samanburðurinn ómarkviss „Í stuttu mál myndi ég segja að allur samanburður væri mjög erf- iður, en við komum ágætlega út að því er menntun varðar,“ segir Eyj- ólfur Guðmundsson, forseti við- skipta- og raunvísindadeildar Há- skólans á Akureyri. Spurður um ástæður þess að samanburðurinn sé erfiður segir Eyjólfur náms- brautina nýja og nemendur hafi fyrst verið útskrifaðir frá henni vorið 2004. „Það gefur augaleið að deildin er í algerum uppbygging- arfasa á þessum tíma og starfs- menn einbeittu sér að uppbyggingu námsframboðsins,“ segir hann og því hafi uppbygging rannsóknar- starfsins setið á hakanum til þess að byrja með. „Það gerir allan sam- anburð mjög ómarkvissan og því nokkurn veginn tilgangslaust að bera eitthvað saman á þeim tíma- punkti,“ segir Eyjólfur. Að því er kostnað við kennslu varðar segir Eyjólfur að á árinu 2005 hafi orðið ljóst að grípa þyrfti til aðgerða og árið 2006 hafi tölv- unarfræðideild verið sameinuð við- skipta- og raunvísindadeild og um 20 nemendur verið innritaðir á hverju skólaári í deildina síðan þá. Þá hafi rannsóknarvirknin aukist verulega síðastliðin tvö ár og deild- in búið mjög vel að því að hafa hæft starfsfólk sem tekist hafi að fá til landsins frá útlöndum. „Tölvunar- fræðin hefur því verið í mikilli upp- byggingu hjá okkur síðastliðin tvö ár.“ HÍ með afgerandi akademíska stöðu Forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík segir mikið vatn hafa runnið til sjávar frá rannsókn Ríkisendurskoðunar og HR standi nú jafnfætis ef ekki framar Háskóla Íslands að því er akademíska stöðu varðar. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is Í HNOTSKURN »HÍ kemur best út í sam-anburði Ríkisendurskoð- unar á kennslu í tölv- unarfræði, en þar var kostnaður minnstur og aka- demísk staða sterkust. »HR reyndist hins vegarskilvirkastur. »HA var langdýrasti skól-inn og þar var skilvirkni einnig minnst. »HB býður ekki nám í tölv-unarfræði og stóð því utan þessa samanburðar. Ari K. Jónsson Eyjólfur Guðmundsson Ebba Þóra Hvannberg Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SAMTÖK bifhjólamanna hafa hver á fætur öðrum sent frá sér yfirlýs- ingar þar sem þau fordæma háska- akstur, hvort sem er á bifhjólum eða öðrum farartækjum. Þau benda á að hraðakstur á mótorhjólum sé ekki einkamál þeirra sem þessa iðju stunda heldur hafi hann áhrif á bif- hjólamenn um allt land. Yfirlýsingarnar koma í kjölfar þess að tveir mótorhjólamenn, sem reynt höfðu að stinga lögreglu af, lentu í árekstri á Breiðholtsbraut aðfaranótt mánudags en við hann hálsbrotnaði annar mannanna. Síð- degis í gær fengust þær upplýsingar á gjörgæsludeild að hann væri enn sofandi í öndunarvél. Hinn maður- inn slasaðist ekki alvarlega. Aðeins um tveimur sólarhringum eftir þetta hörmulega slys mældist stór hópur mótorhjólamanna á um 174 km hraða á Þingvallavegi en þegar lögregla gaf þeim merki um að nema staðar stungu þeir af. Ekki kom til eftirfarar í það skiptið og eru mennirnir ófundnir, eftir því sem lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu sagði í gær. Gríðarleg fjölgun Sylvía Guðmundsdóttir, varafor- maður Sniglanna, bifhjólasamtaka lýðveldisins, sagði samtökin for- dæma allan hraðakstur. Nú færi mikið fyrir fréttum af hraðakstri mótorhjólamanna en hún taldi lík- legt að það stafaði einfaldlega af þeirri fjölgun sem orðið hefur í þess- um hópi á síðustu árum. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að sýslumaðurinn á Selfossi hyggst krefjast þess að hjólin sem mennirnir tveir voru á verði gerð upptæk, en við þá kröfu styðst hann við nýtt ákvæði í umferðarlögum. Annað hjólið er reyndar talið nánast ónýtt en það hefur engin áhrif á kröfugerðina. Til að forðast mis- skilning er rétt að taka fram að hið sama mun ganga yfir ökumenn bif- reiða sem verða staðnir að ofsa- akstri. Sylvía sagði að Sniglarnir gætu ekki lýst sig andvíga þessari ákvörð- un sýslumanns enda væri heimildin bundin í lög. Þá vonaðist hún til þess að þessi stefna hefði sem mest for- varnargildi. Hún hefði hins vegar heyrt frá nokkrum bifhjólamönnum að þetta yrði til þess að þeir myndu alls ekki stöðva hjólin ef þeir ættu á hættu að glata hjólunum í hendur lögreglu. Morgunblaðið hefur áður fjallað um þá sprengingu sem hefur orðið í innflutningi á bifhjólum eins og sést í töflunni hér að ofan. Um leið hefur þeim fjölgað gríðarlega sem hafa tekið mótorhjólapróf eða úr rúm- lega 200 árið 1998 í ríflega 1.000 í fyrra. Guðbrandur Sigurðsson, aðal- varðstjóri hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, sagði að þrátt fyrir of mörg dæmi um ofsaakstur mætti ekki gleyma því að stærstur hluti bifhjólamanna væri til fyrirmyndar. Bifhjólamenn for- dæma ofsaakstur      ! " #$%      !  " # $%&   '(     Hættulegt Mótorhjól þess sem slasaðist minna á Breiðholtsbraut liggur lask- að í vegkantinum. Hinum manninum er enn haldið sofandi í öndunarvél.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.