Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 55
Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is „ÞEGAR ég heyrði fyrst gamelan- tónlist, fyrir um 25 árum, varð ég fyrir djúpstæðum áhrifum; ég hafði aldrei heyrt nokkuð þessu líkt fyrr!“ segir hinn bandaríski klarínettu-, saxófón- og gamelon- leikari Evan Ziporyn, en hann mun koma fram á tónlistarhátíðinni „Við Djúpið“ sem fram fer á Ísa- firði dagana 18.-24. júní næstkom- andi, og auk þess á tvennum tón- leikum í Reykjavík, 26. og 27. júní. Kennir gamelantónlist á Íslandi „Ég hef alltaf verið mikill áhuga- maður um þjóðlagatónlist úr öllum heimshornum,“ segir Evan. „Gamelontónlistin heillaði mig en gamelonhljóðfæri eru fyrst og fremst ásláttarhljóðfæri og hljóm- urinn ótrúlega spennandi, jafnvel dulúðugur. Tónlistin er upprunnin á eyjunum Java og Balí í Indónes- íu.“ Evan hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til þess að auka hróður þessarar framandi tónlist- ar; hann er til að mynda höfuð- paurinn í 30 manna gamelanhljóm- sveit, Gamelan Galak Tika. Þá mun hann sjá um kennslustund í þessari músík á Ísafirði en af því tilefni verður gamelanhljóðfæri í fyrsta skipti flutt til Íslands. Hlakkar til Íslandsfarar Evan hefur komið víða við, og til að mynda leikið frá upphafi í hinni heimsfrægu Bang on a Can, klass- ískri sveit sem spilar meðal annars tilraunakennda nútímatónlist með avant garde-áhrifum. Þá hefur hann leikið með Paul Simon, og brá í þau skipti fyrir sig saxófón- inum. Þegar blaðamaður beinir spjall- inu að Íslandi segist Evan aldrei hafa komið þangað. Hann kveðst þó hlakka mikið til; eiginkonan hafi einu sinni farið þangað í vikufrí og ekki talað um annað er hún sneri aftur. Þá hlær hann dátt þegar blaðamaður gerir góðlátlegt grín að dýrkun útlendinga á Íslandi. Við djúpið Tónlistarhátíðin og sumarnám- skeiðin sem haldin eru undir yfir- skriftinni „Við Djúpið“ fara nú fram fimmta árið í röð. Fjölmargir færir tónlistarmenn bjóða upp á tónleika og svokallaða „master- klassa“ eða kennslunámskeið. Er allri tónlist gert jafnt undir höfði, klassík, djassi, poppi og nútíma- tónlist. Ýmsir listamenn aðrir en Evan koma fram á hátíðinni. Sé stiklað á stóru má nefna að hinn velþekkti Erling Blöndal Bengtsson kennir á selló og Vovka Ashkenazy á píanó. Þá brydda aðstandendur upp á þeirri nýjung í ár að haldnar verða vinnubúðir í tónsmíðum. Hin ungi og upprennandi Simon Steen- Andersen, danskt tónskáld, leiðir tónsmíðanámskeiðið en verk nem- enda verða svo valin og flutt af Aton-tónlistarhópnum á sérstökum tónleikum. Einnig mun Davíð Þór Jónsson píanóleikari kenna spunapíanóleik og Tinna Þorsteinsdóttir fjalla um samtímatónlist fyrir píanista. Fjölmargir tónleikar fara fram á hátíðinni, meðal annars laugar- dagskvöldið 23. júní, en þá munu allir kennarar hennar koma fram. Þessum hljómleikum verður út- varpað á Rás 1. Gamelantónlist í fyrsta skipti á Íslandi www.ziporyn.com www.viddjupid.is Sérkennileg instrúment Hinn fjölhæfi Evan Ziporyn leikur á gamelanhljóðfæri, en þau eru uppruninn á Balí. Evan Ziporyn leikur á tónlistarhátíðinni Við Djúpið sem fram fer á Ísafirði dagana 18.-24. júní MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 55 Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Terra Nova býður nú frábært tilboð til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Súpersól til Búlgaríu 25. júní. og 2. júlí. frá kr. 39.995 - SPENNANDI VALKOSTUR kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í viku. Aukavika kr. 10.000. Súpersólar tilboð 2. júlí kr 5.000 aukalega á mann. kr. 39.995 Netverð á mann, m.v. gistingu fyrir 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/einu svefnherbergi í viku. Aukavika kr. 10.000. Súpersólar tilboð 2. júlí kr. 5.000 aukalega á mann. Allra síðustu sætin Ísafjörður Föstudagur 22. júní: Edinborgarhús, kl. 20. Laugardagur 23. júní: Hamrar, kl. 21. (tónleikum útvarpað á RÚV) Reykjavík Tónleikar haldnir 26. og 27. júní í Fríkirkjunni, í tengslum við alþjóðlega Atondaga. Hvorir tveggju tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Tónleikar Evan Ziporyn Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.