Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN | KIRKJUSTARF Síðasta kyrrðarstundin í Laugarneskirkju fyrir sumarleyfi Engin messa verður í Laugarnes- kirkju á morgun, þjóðhátíðardag- inn 17. júní. Næsta sunnudagsguðs- þjónusta verður sunnudagskvöldið 24. júní kl. 20. Þá mun Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri og meðhjálpari safnaðarins, halda ut- an um guðsþjónustuna, predika og Víkurkirkja í Mýrdal Fjölskylduguðsþjónusta sem er hluti af hátíðarhöldum Mýrdælinga á þjóðhátíðardaginn 2007 verður í Víkurkirkju í Mýrdal sunnudaginn 17. júní nk. kl. 13. Hátíðardagskrá nánar auglýst af ungmenna- félögunum. Fjölmennum til kirkju og fylkjum þaðan liði í skrúðgöngu eftir guðsþjónustuna. Léttur al- mennur söngur. Haraldur M. Krist- jánsson sóknarprestur. Íslendingar í Lund- únum halda þjóðhátíð Laugardaginn 16. júní næstkom- andi klukkan 14 munu Íslendingar í Lundúnum halda þjóðhátíð í St. Lu- kes-kirkjunni á Sydney Street í Chelsea (á móti Bromton-sjúkra- húsinu). Hátíðin hefst með hátíð- arhelgistund þar sem sendiherra Íslands á Bretlandseyjum, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, mun flytja stutt ávarp. Guðbjörg Sandholt og Ólafur Kjartan Sigurðsson munu syngja einsöng og Fjallkonan flytur ljóð. Barna- og unglingakór Dóm- kirkjunnar undir stjórn Kristínar Valsdóttur syngur ásamt Íslenska kórnum í Lundúnum undir stjórn Gísla Magnasonar. Eftir stundina í kirkjunni verður síðan safnast sam- an í garði kirkjunnar þar sem ým- islegt verður í boði, til dæmis verð- ur hoppkastali, andlitsmálun og brúðuleikhús og tvær íslenskar hljómsveitir munu spila. Allir hjart- anlega velkomnir. leiða í bæn. Síðasta kyrrðarstundin í Laugarneskirkju fyrir sumarleyfi verður á fimmtudaginn 21. júní. Leiknir verða ljúfir tónar á orgel kirkjunnar frá kl. 12. Sigurbjörn Þorkelsson mun síðan íhuga stutt- lega texta dagsins og leiða fyr- irbænir. Að stundinni lokinni gefst við- stöddum kostur á einfaldri en kjarngóðri máltíð í notalegu sam- félagi í safnaðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Gamla kirkjan í Trékyllisvík. HJÖRVAR Steinn Grétarsson náði afbragðs árangri í flokki alþjóð- legra meistara á First Saturday- mótinu sem lauk í Búdapest sl. Þriðjudag. Hjörvar hlaut 6 vinninga af 10 mögulegum og hafnaði í 4. sæti í sínum flokki. Sigurvegari varð Weiming Go frá Singapore, hlaut 8 vinninga. Hjörvar Steinn var næst- stigalægsti keppandinn í sínum flokki og mun hækka um 39 Elo stig fyrir frammistöðu. Ljóst er að hann á mikið inni. Hjörvar tefldi af miklum krafti allt mótið. Hann var fremur seinheppinn í byrjun en sótti í sig veðrið er á leið og vann þá þrjár skákir í röð, þ. á m. sigurvegarann Weiming Go í næst síðustu umferð. Í lokumferðinni um- ferð tapaði hann nokkuð óvænt með hvítu. Hjörvar hefur tekið miklum framförum undanfarin misseri. Hann átti það til að vera svolítið fljótfær en er smátt og smátt að hrista þann löst af sér. Raunar eru ungir og upprennandi skákmenn oft dálítið óþolinmóðir og er haft fyrir satt að Mikhail Botvinnik hafi stund- um skammað Kasparov fyrir að leika fyrst og hugsa svo. Ingvar Jóhannesson tók þátt í hin- um flokki alþjóðlegra meistara. Hann fékk 6 vinninga af 11 mögu- legum og varð í 5. – 6. sæti. Íslendingar hafa undanfarin ár gert góðar ferðir á First Saturday- mótin Um það vitnar frammistaða Dags Arngrímssonar og Stefáns Kristjánssonar í fyrra en þeir náðu þar báðir áföngum að alþjóðlegum titlum. Það verður í nógu að snúast hjá ungu kynslóðinni í sumar því Íslend- ingar taka þátt í Ólympíumóti 16 ára og yngri í Singapore i ágúst. Nú sitja að tafli allir fimm meðlimir Lauga- lækjarskólasveitarinnar og tefla á öflugu alþjóðlegu móti í Myzliborz Póllandi. Þar er Daði Ómarsson fremstur í flokki og hefur hlotið 3 vinninga úr fimm skákum. Fjöl- margir íslenskir skákmenn hyggja á þátttöku í Politiken Cup sem hefst seinni partinn í júlí. Aftur að First Saturday; Weiming Go frá Singapore hafði farið mikinn áður en hann mætti Hjörvari Steini í næstsíðustu umferð, hlotið 7 vinn- inga úr átta skákum. Hann fékk heldur rýmri stöðu eftir byrjunina og kann að hafa ætlað að eika 16. Rd5 en eftir 16. .. exd5 17. cxd5 á svartur millileikinn 17. .. Bb5! og vinnur mann. Hjörvar hrindir af stað snarpri atlögu með 20. .. Bxd4 ásamt 21. .. f5! og hvítur neyðist til að láta skiptamun af hendi. Hann hefði get- að haldið allgóðum færum hefði hann ekki þanið sig um of á kóngsvæng, 33. h4 veikir f5-reitinn því með 34. .. h5! nær svartur f5-reitnum og síðan smokrar riddarinn sér inn fyrir her- búðir hvíts. Besta skák Hjörvars í Budapest. First Saturday - Budapest; 10. umferð: Weiming Go – Hjörvar Steinn Grétarsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e6 4. O-O Rge7 5. c3 a6 6. Ba4 c4 7. d4 cxd3 8. Dxd3 Rg6 9. Be3 Be7 10. c4 d6 11. Rc3 O-O 12. De2 Bd7 13. Hfd1 Hc8 14. Hac1 Dc7 15. Bxc6 Bxc6 16. Rd4 Bf6 17. b3 Hfd8 18. g3 De7 19. Dh5 Hf8 20. a4 Bxd4 21. Hxd4 f5 22. Hcd1 fxe4 23. Hxd6 Hf5 24. De2 Re5 25. Kg2 Hcf8 26. Hxc6 Rxc6 27. Rxe4 Hd8 28. g4 Hxd1 29. Dxd1 Hf7 30. Rg5 Hf8 31. Dd3 g6 32. De4 He8 33. h4 Df6 34. Rf3 h5 35. Bg5 Df7 36. Bd2 hxg4 37. Dxg4 Df5 38. Dg3 Hf8 39. Rh2 Re5 40. Bc3 Rd3 41. Rg4 Rf4+ 42. Kh2 Kh7 43. Re3 Df7 44. Bb4 Rh5 45. Dg2 Df4+ 46. Kg1 Hf7 47. Bc3 Dxh4 - og hvítur gafst upp. Keppendalistinn á HM í Mexíkó Áskorendaeinvígjunum í Elista lauk á miðvikudag. Þá tefldu Sergei Rublevskí og Alexander Grischuk þrjár atskákir til að útkljá einvígi sem hafði lokið 3:3 þegar notaður var venjulegur umhugsunartími. Grisch- uk vann báðar skákir sínar með svörtu í skoska leiknum og að við- bættu jafntefli var sigurinn tryggð- ur. Hann og kemst því á heimsmeist- aramótið í Mexíkó í haust. Lokaniðurstaðan varð þessi: Lev Aronian –Alexei Shirov 3 ½ : 2 ½ Peter Leko – Evgenij Barreev 3 ½ : 1 ½ Boris Gelfand – Gata Kamsky 3 ½ : 1 ½ Alexand. Grischuk – Ser. Rublevkí 5 ½ : 3 ½ Hjörvar Steinn lagði sigurvegarann Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Hækkar mikið Hjörvar Steinn Grétarsson hækkar um 39 elo-stig efstir frammistöðuna á First Satur- day-mótinu í Budapest. SKÁK First Saturday-mótið Budapest 2. – 12. júní Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Króatíu þann 24. júní í 2 vikur. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brott- för færðu að vita hvar þú gistir. Króatía státar af fegurstu ströndum og tærasta sjó Evrópu, heillandi menningu og glæsilegum gististöðum. Skelltu þér til Króatíu og njóttu lífsins í sumarfríinu. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Króatíu 24. júní í 2 vikur frá kr. 59.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 69.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í 14 nætur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 14 nætur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Munið Mastercard ferðaávísunina SKÁK FRÉTTIR Í NOKKUR ár hefur Pósturinn staðið fyrir heilsuátaki meðal starfsmanna sinna undir yfirskrift- inni Heilsupósturinn. Átakið hefur falið í sér að hvetja starfsfólk til að hreyfa sig, mælingar á árangri, eft- irfylgni og viðurkenningar fyrir góðan árangur. Þetta hefur mælst svo vel fyrir að um 500 af 1.200 starfsmönnum Póstsins hafa verið virkir þátttakendur frá byrjun, seg- ir í frétt frá fyrirtækinu. Í ár var búið til sérstakt markmið átaksins, „á toppinn“. Þar voru þátttakendur hvattir til að taka þátt í göngu á Hvannadalshnjúk, hæsta tind landsins en hann er 2.110 metrar yfir sjávarmáli. Þetta er stórt og mikið verkefni og í vetur hefur undirbúningur verið í fullum gangi meðal starfsfólks þar sem meðal annars var gengið á Esjuna, Snæfellsjökul, Móskarðshnjúka og Hvalfell til að undirbúa sig fyrir átökin. Gangan á Hvannadalshnjúk var farin s.l. laugardag, 19. maí, og alls fóru um 70 póstmenn á toppinn. Gengin var Sandfellsleið í létt- skýjuðu veðri og smá golu. Svo skemmtilega hittist á að aðeins fimm dögum eftir að póstmenn náðu á tindinn gefur Íslandspóstur út frímerki með mynd af Hvanna- dalshnjúk að verðgildi 300 krónur. Frímerkið er hluti af frímerkjaröð- inni Jöklar á Íslandi. Jöklar á Íslandi Myndefnin í þessari frímerkjaröð eru sótt til fimm hveljökla á Íslandi. Fjórir þeirra eru á miðhálendinu: Vatnajökull, Breiðamerkurjökull, Langjökull og Hofsjökull. Fimmti jökullinn er Snæfellsjökull. Frí- merkin eru einnig eru gefin út sem samprent í sérstöku myndskreyttu hefti (gjafamöppu) ásamt upplýs- ingum um íslensku jöklana á ís- lensku og ensku. Verðgildi frímerkjanna fimm er 5, 60, 80, 110 og 300 krónur. Hönn- uður frímerkjanna er Tryggvi T. Tryggvason grafískur hönnuður hjá Himni og hafi, auglýsingastofu, en hönnuður heftisins er Anna Þóra Árnadóttir grafískur hönnuður hjá EnnEmm, auglýsingastofu. Póstmenn gengu á Hvannadalshnjúk Garpar Starfsmenn Póstsins gengu alla leið á topp Hvannadalshnjúks. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.