Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í ÁGÆTRI úttekt Ríkisend- urskoðunar um kostnað, skilvirkni og gæði háskólakennslu í við- skiptafræði, lögfræði og tölv- unarfræði koma margar athygl- isverðar upplýsingar fram. Meginniðurstaða skýrslunnar eru aukin skilvirkni og betri nýt- ing á opinberu fjár- magni til kennslu í þessum greinum. Árin 2000-2005, tímabilið sem skýrslan nær til eykst beinn kostnaður ríkisins vegna háskóla um 39% en nemendum fjölgar um 59%. Sérstaka athygli vekur góð útkoma Há- skólans á Bifröst í þessum samanburði, en sá skóli kemur afar vel út um ýmis atriði sem bæði varða fjármál og gæðavísa í námi. Bifröst breikkar verulega tekju- stofna sína á þessu tímabili og stendur sig langbest allra skóla í aukningu á sjálfsaflafé. Árið 2000 þáði skólinn 58% af tekjum sínum frá ríkinu en 5 árum síðar er rík- isframlag komið niður í 38% af heildartekjum skólans. Í upphafi eru tekjur vegna skólagjalda 27% af heildartekjum skólans en þær hækka í 40%. Sérstaka athygli vek- ur að Bifröst er á þessu tímabili eini háskóli landsins sem eykur verulega aðrar sjálfsaflatekur sínar en skóla- gjöld sem vaxa úr 15% í 22% af heildartekjum háskólans. Þá má jafnframt lesa úr skýrslunni að raunkostnaður á nemanda lækkar á tímabilinu úr 1.045.000 króna í 964.000 krónur. Á Bifröst eru fæstir nemendur á hvert akademískt stöðugildi, bæði í viðskiptafræði og lögfræði. Slíkt er hvarvetna talinn mikilsverður gæða- vísir um háskólakennslu enda eykur það þann tíma sem kennarar hafa til að sinna einstökum nemendum. Þá greiðir Bifröst kennurum sínum hæstu laun allra háskóla, en slíkt er mikilvægt til að laða til kennslu hæft fólk út atvinnulífinu til að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Á Bifröst var brottfall nemenda árin 2003-2005 lægst allra háskóla. Slíkt er gæðamerki, sér- staklega þegar það fer saman við það, sem einnig kemur fram í skýrslunni, að Bifröst er sá háskóli sem eft- irsóttastur er og erf- iðast fyrir umsækj- endur að fá inngöngu í. Því miður virðast ofan- greind atriði ekki hafa fengið nægjanlegt vægi í skýrslu Rík- isendurskoðunar, en um er að ræða afar mikilvæga gæðavísa sem hvarvetna eru látnir vega þungt þegar háskólar eru metnir. Þá fjallar skýrslan ekki um gæða- mál í beinum tengslum við kennslu- fræði sem ætti að sjálfsögðu að vera lykilatriði í mati á gæðum háskóla. Sú kennslufræði sem Bifröst hefur árum saman lagt höfuðáherslu á, að kenna nemendum í litlum hópum með raunhæfum verkefnum ásamt virkri nýtingu nútíma upplýs- ingatækni, er aðalsmerki skólans sem enga vigt fær í skýrslunni. Vís- bendingu um gildi hennar er þó að finna í viðhorfum útskrifaðra nem- enda skólans sem telja að sú sér- þekking sem þeir öðluðust í námi sínu nýtist þeim betur en nemendur annarra háskóla telja gilda um sig. Akademísk staða og rannsókn- arvirkni kennara á Bifröst er sam- kvæmt þessari skýrslu almennt góð og mjög vaxandi, en vara ber við of mikilli áherslu á doktorsmenntun allra kennara í greinum eins og lög- fræði og viðskiptafræði. Hæfir lög- menn og reynslumikið fólk úr at- vinnulífinu eru ekki síður mikilvægt en doktorsmenntaðir fræðimenn í þessum greinum háskólalífsins. Þar á milli þarf að ríkja jafnvægi. Laun og stjórnunarstaða útskrif- aðra viðskiptafræðinga er líklega besti einstaki mælikvarðinn á gæði í slíku námi. Þar kom í ljós að með- allaun viðskiptafræðinga frá Bifröst, HR og HÍ eru frá tæplega 410 þús- undum króna á mánuði hjá Bifrest- ingum upp í rúmlega 440 þúsund hjá viðskiptafræðingum útskrifuðum frá HÍ en töluvert lægri hjá HA. Vegna misræmis í launum á milli höf- uðborgarsvæðis og landsbyggðar og hærra hlutfalls Bifrestinga við störf þar er stjórnunarstaða útskrifaðra etv. betri mælikvarði á árangur. Töluvert hærra hlutfall Bifrestinga (56%) vinnur við stjórnunarstörf en gerist á meðal útskrifaðra ein- staklinga frá HR eða HÍ (39-42%). Í heildina er skýrsla Ríkisend- urskoðunar mikilvæg staðfesting á því uppbyggingarstarfi sem unnið hefur verið á Bifröst undanfarin ár. Þar sem það starf var á þeim tíma sem skýrslan tekur til á ábyrgð und- irritaðs tel ég mér málið skylt en sakna þess að málstaður Bifrastar hafi ekki komið fram með skýrari hætti í þeirri umræðu sem skýrslan hefur skapað. Gæði og fjármál á Bifröst Runólfur Ágústsson skrifar um útkomu Háskólans á Bifröst í nýútkominni úttekt Ríkisend- urskoðunar um kostnað, skil- virkni og gæði háskóla »Útkoma Háskólans áBifröst í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar er afar góð bæði um fjár- mál og ýmsa mikilvæga gæðavísa í námi. Runólfur Ágústssson Höfundur er fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst. ÞAÐ er sunnudagur og margir fara á bílum sínum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Bílastæði við garð- inn eru af skornum skammti og þó að enn séu stæði laus leggja ökumenn bílum sínum ekki þar heldur á göt- una sem ætluð er fyrir umferð öku- tækja. Bílunum er lagt þannig að gatan lokast ekki alveg en hún þrengist. Óvíst er hvað vakir fyrir þeim sem leggja bílunum með þessum hætti en vænt- anlega vilja þeir hafa ökutæki sín sem næst innganginum að garð- inum. Þegar umferð- arþunginn eykst verð- ur æ erfiðara að komast inn og út úr bílastæði garðsins enda ökutæki kominn út um allt. Orsök þessa ástands má m.a. rekja til þess að frá sjón- arhóli hvers bílstjóra skapar hann ekki mikið óhagræði fyrir aðra þegar hann leggur bíl sínum ólöglega. Hinsvegar þegar margir hegða sér á sama veg verður til heild sem hefur þau áhrif að umferðaröngþveiti get- ur orðið að veruleika. Óhagræðisáhrif af þessu tagi eru á fjölmörgum sviðum mannlegra at- hafna og ekki síst við nýtingu auð- linda. Óumdeilt er að við nýtingu einnar slíkrar auðlindar, fisksins í sjónum, skapast mörg og mikil óhag- ræðisáhrif. Í fyrsta lagi er ljóst að þegar eitt fiskiskip hefur veitt tiltek- inn tonnafjölda af fiski hefur það um leið útilokað önnur skip frá því að veiða sama fisk. Þetta þýðir með öðr- um orðum að með veiði sinni hefur áhöfn skipsins komið í veg fyrir að áhafnir annarra skipa eigi möguleika á að verða sér úti um sama afla. Í öðru lagi hefur veiði skipsins hugs- anleg áhrif á ætismöguleika annarra tegunda nytjastofna. Veiði á loðnu kann að hafa áhrif á möguleika þorsksins til að afla sér fæðu. Í þriðja lagi er hugsanlegt að notkun stór- tækra veiðarfæra hafi haft þau áhrif að lífríkið á tilteknum hafsvæðum hafi orðið fyrir varanlegri skerðingu. Slík skerðing hefur áhrif á möguleika fyrir nytjastofna til að lifa af og getur þannig minnkað veiði í framtíð- inni. Veiðarfæranotkun getur haft óhagræð- isáhrif á fleiri vegu. Þannig gengur vart upp að veiðar með ósamrýmanlegum veið- arfærum séu stundaðar á sama hafsvæði og á sama tíma. Þannig er augljóst að togveiðar geta ekki átt sér stað á sama tíma og svæði og krókaveiðar. Ástæðu- laust er að telja upp fleiri óhagræð- isáhrif fiskveiða en þau eru fjölmörg. Segja má að reynslan af afla- markskerfinu í sjávarútvegi sé sú að til hafi orðið markaðsverð fyrir hvert tonn sem heimilt er að veiða. Þó að langvarandi deilur hafi verið um hvernig fiskveiðiréttinum var út- hlutað telja virtir fiskihagfræðingar æskilegt að verðlagning á fiskveiði- réttinum eigi sér stað þar sem með því móti sé vegið verulega upp á móti óhagræðisáhrifum fiskveiða. Ófáir hafa talið þessa leið vera mörgum annmörkum háða, m.a. hefur hún þótt óréttlát. Þessi tilfinning um óréttlæti hefur án efa átt sinn þátt í því að aukin hætta hefur skapast á að margir þeirra sem nýta auðlindina fari ekki eftir leikreglum yfirvalda. Fiski kann að vera hent eða þá að svindlað sé á löndunarstað þannig að magntalning veiðanna fari ekki eftir settum reglum. Afleiðingin af þessu verður að öllum líkindum sú að skökk mynd fæst af inngripi manns- ins í lífríki sjávar og ákvarðanir eru teknar á veikari grunni en ella hefði verið. Standi hugur manna til þess að endurskoða núgildandi fisk- veiðistjórnunarkerfi er æskilegt að hafa í huga að öll þess háttar kerfi fela í sér skömmtun. Það má kalla þessa skömmtun aflatakmarkanir, sóknarstýringu, veiðarfærastjórnun, veiðisvæðastjórnun og hvaðeina ann- að. Aðalatriðið er að skömmtunin undirstrikar að auðlindin er tak- mörkuð. Rétt eins og þörf er á að minnka óhagræðisáhrif bílaumferðar þarf að velja leiðir til að minnka þau óhagræðisáhrif sem fiskveiðar valda. Í megindráttum er annars vegar hægt að setja boð- og bannreglur eða hinsvegar að setja reglur sem mæla fyrir um verðlagningu á takmörk- uðum gæðum. Hvor leiðin sem verð- ur fyrir valinu kann að vera nauðsyn- legt að minnka fiskiskipastólinn við núverandi aðstæður. Nánar verður vikið að því í næstu grein. Óhagræðisáhrif fiskveiða Helgi Áss Grétarsson skrifar um fiskveiðistjórnunarkerfið » Fiskurinn í sjónumer takmörkuð auð- lind og óhagræðisáhrif fiskveiða eru mikil. Hægt er að minnka áhrifin með boðum og bönnum eða með verð- lagningu. Helgi Áss Grétarsson Höfundur er sérfræðingur við Lagastofnun HÍ. ORÐASKIPTI á Alþingi und- anfarna daga hafa leitt í ljós að af- staða nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar er óbreytt stefna fyrri stjórnar í málefnum Íraks. Dig- urbarkaleg ummæli forystumanna Sam- fylkingarinnar, þ. á m. formanns þess flokks, á landsfundi skömmu fyrir kosningar og lof- orð um að forgangs- verkefni nýrrar rík- isstjórnar með aðild Samfylkingarinnar yrði að taka nafn Ís- lands af lista yfir hinar vígfúsu þjóðir hafa gufað upp og orðið að engu. Hin nýja rík- isstjórn hefur ekkert aðhafst eða gert sem formgerir stefnu- breytingu. Í tíð fyrri rík- isstjórnar var ítrekað að því spurt hvort ís- lensk stjórnvöld hefðu endurmetið aðkomu sína og ábyrgð í Íraks- málinu. 14. febrúar sl. spurði ég forsætisráð- herra hvort rík- isstjórnin hefði tekið til skoðunar að aft- urkalla loforð gefin Bandaríkja- mönnum við upphaf innrásarinnar í Írak um atbeina í formi afnota af ís- lenskum flugvöllum og lofthelgi. Svör forsætisráðherra voru á þá leið, að heimildin sem veitt var í mars 2003 til afnota af íslenskum flug- völlum og lofthelgi hefði að sjálf- sögðu miðast við þær aðgerðir sem þá voru í gangi gagnvart Írak. En síðan bætti forsætisráðherra við: „Sú heimild hefur ekki formlega ver- ið afturkölluð, en hún á að sjálfsögðu ekki við lengur.“ Hver var afstaða fyrri ríkisstjórnar? Fróðlegt er í þessu sambandi að skoða hvernig þáverandi utanrík- isráðherra, Halldór Ásgrímsson, út- listaði afstöðu ríkisstjórnar Íslands til Íraksstríðsins við upphaf þess. Í Morgunblaðsviðtali þann 26. mars 2003 sagði hann að ríkisstjórnin hefði „fyrir viku síðan,“ þ.e.a.s. 19. mars, sjálfan innrásardaginn, tekið ákvörðun um að leggja lið bandalagi þeirra ríkja „sem ekki töldu fært að bíða lengur,“ eins og það var orðað. Í því hafði falist, í fyrsta lagi, að tjá leiðtogum Bandaríkjanna, Bretlands og Spánar pólitískan stuðning til að- gerða þegar ljóst var orðið að „leið Öryggisráðsins hafði brugðist.“ (Merkileg ummæli það, frá ráðherra sem fram undir síðasta dag fyrir innrásina í Írak lagði áherslu á að nauðsynlegt væri að Öryggisráðið samþykkti nýja ályktun ef til að- gerða ætti að koma). Í öðru lagi, sagði ráðherra, „hefur ríkisstjórnin veitt aðgang að íslenskri lofthelgi og heimild til að nota Keflavíkurflugvöll vegna aðgerða í Írak ef nauðsyn krefur.“ Svo mörg voru þau orð. Ekki verður annað ráðið af þessum ummælum þáverandi utanrík- isráðherra en að um ótímabundna heimild hafi verið að ræða vegna að- gerða í Írak en þær standa enn, eins og kunnugt er. Sú nýframkomna túlkun utanríkisráðu- neytisins, að heimild- irnar hafi runnið út strax vorið 2004 í tengslum við að innrás- arherinn í Írak hafi öðl- ast aðra réttarstöðu á grundvelli ályktunar Öryggisráðsins, kemur vægast sagt á óvart. Fyrrverandi utanríkis- og forsætisráðherrar hafa aldrei minnst á slíkt í umræðum eða svörum. Bandaríski herinn í Írak er ekki undir stjórn Sameinuðu þjóðanna þó Örygg- isráðið hafi með ályktun reynt að gefa ástandinu þar lögmætisyfirbragð þegar það stóð frammi fyrir orðnum hlut og hafandi áður verið hundsað. Fyrrverandi utanrík- isráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, sem er málið skylt, tók það upp í umræðum um störf þingsins á Alþingi 12. júní sl. og innti þá forsætisráðherra, Geir H. Haarde, eftir því, hvort búið væri að tilkynna Bandaríkjamönnum með formlegum hætti, í formi orðsend- ingar eða bréfs, um breytta stefnu af hálfu Íslands. Svör ráðherrans voru einföld: Þær ákvarðanir sem teknar voru á sínum tíma, þær standa. Ut- anríkisráðherra var í salnum en þagði þunnu hljóði. Á forsætisráðherra enn að skammast sín, Össur? Niðurstaðan er skýr, engin breyt- ing hefur átt sér stað. Afstaða nú- verandi ríkisstjórnar og framganga gagnvart Bandaríkjamönnum í þessu sambandi er sú sama og hinn- ar síðustu. Engin formleg orðsend- ing, tilkynning, ekkert bréf hefur farið til Bandaríkjamanna eftir stjórnarskiptin. Harmurinn sem kveðinn er að ríkisstjórn samkvæmt stjórnarsáttmálanum vegna stríðs- rekstursins í Írak hefur ekkert stjórnskipulegt gildi. Í honum felst að sjálfsögðu engin stefnubreyting eða hvað? Liggur stefnubreytingin í því að fyrri ríkisstjórn hafi fagnað stríðsrekstrinum en þessi harmi hann? Ísland er enn á lista hinna staðföstu þjóða. Bandaríkjamenn geta litið svo á að þeir hafi áfram heimildir til afnota af íslensku landi, ef þeim svo sýnist, vegna aðgerð- anna í Írak. Þeir hafa engar tilkynn- ingar fengið um annað. Undir þessu situr Samfylkingin, þ.m.t. iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, sem í umræðum um málefni Íraks á Alþingi 22. febr- úar sl. sagði m.a. eftirfarandi: „Hins vegar var stuðningur ríkisstjórn- arinnar við innrásina í Írak löglaus og siðlaus og hann var ekki tekinn af Alþingi. Hann var tekinn í reykfyllt- um bakherbergjum og hefur engan lagalegan stuðning. Þess vegna ætti hæstvirtur forsætisráðherra (Geir H. Haarde) að skammast sín fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og hann ætti að lýsa því yfir að sá stuðningur gildi ekki lengur.“ Nú er spurningin: Á forsætisráherra enn að skammast sín? Óbreytt stjórnar- stefna varðandi Íraksstríðið Steingrímur J. Sigfússon skrifar um afstöðu ríkisstjórn- arinnar til málefna Íraks Steingrímur J. Sigfússon » Afstaða nú-verandi rík- isstjórnar og framganga gagnvart Bandaríkja- mönnum í þessu sambandi er sú sama og hinnar síðustu. Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.