Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/RAX Bjartsýnn „Lífið er ekki búið þótt þetta hafi gerst. Þegar ég kom af gjörgæslu leit ég svo á að ég væri byrja nýtt líf,“ segir Heiðar Sveinsson. ÞAÐ eru liðnir tæpir þrír mánuðir síðan Heiðar Sveinsson, liðsstjóri hjá Norðuráli á Grund- artanga, missti fótinn í vinnuslysi. Hann er einn fjölmargra endurhæfingarsjúklinga á Grens- ásdeild Landspítalans sem vinna kerfisbundið að því að ná bata. Fótinn missti Heiðar þegar 7 tonna lyftari ók yfir hann þegar Heiðar hugðist ganga milli vinnustöðva í leiðindaveðri hinn 24. mars. Heiðar hafði með höndum eftirlit með kerskála og sinnti stjórnunarstöðu í skálanum, en starfsferill hans hjá fyrirtækinu spannar níu ár. „Ég lenti undir lyftaranum og sá strax að ég myndi tapa fætinum en rannsakaði sjálfan mig til að athuga hvort ég gæti hreyft aðra hluta lík- amans,“ segir hann. Heiðari varð ljóst að þrátt fyrir fótamissinn var hann í lagi að öðru leyti og róaðist við það. „Ég sá að ég gat hreyft hnéð og takmarkið hjá mér upp frá því hefur verið að hnéð skuli ég aldrei missa.“ Og hnéð getur hann hreyft sem fyrr. Eftir stutta legu á gjörgæsludeildinni fór Heiðar í endurhæfingu á Landspítalanum í Foss- vogi áður en hann fór í frekari endurhæfingu á Grensásdeild. Þar er hann nú í stífum æfingum tvo og hálfan tíma á dag og lítur á bataferlið sem nýja vinnu og segir gífurlega mikilvægt að nálgast verkefnið með jákvæðni að leiðarljósi. „Afleiðingar svona slyss eru ekki eingöngu áfall fyrir mann sjálfan heldur er þetta líka gríð- arlegt áfall fyrir manns nánustu,“ bendir hann á og segir ekki mega vanmeta þetta atriði. „En líf- ið er ekki búið þótt þetta hafi gerst,“ bætir hann við. „Þegar ég kom af gjörgæslu leit ég svo á að ég væri að byrja nýtt líf. Heiðar segir spítalastarfsfólkið dugmikið með eindæmum og fagmannlegt fram í fingurgóma. „Mér finnst alveg ótrúlegt hvað starfsfólkið get- ur í raun afkastað miklu miðað við hvað deildir eru yfirsetnar. Maður hefur fengið alveg frá- bæra umönnun, bæði hér og í Fossvogi,“ segir hann. Gervifót fær Heiðar að líkindum um næstu mánaðamót, þegar hann er tilbúinn að hefja æf- ingar með fótinn, en þá verða liðnir réttir þrír mánuðir frá örlagadeginum. En Heiðar veltir sér ekki mikið upp úr þessu. „Eins og maður segir, þá getur enginn treyst á að hann komi heill heim að kvöldi þegar haldið er að heiman að morgni.“ „Sá strax að ég myndi tapa fætinum“ Heiðar Sveinsson nýtur endurhæfingar á Grensás- deild eftir að hafa lent í vinnuslysi á Grundartanga 4 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PARTÝ-KYNNINGARHÁTÍÐ Casa firma var að taka við einkaumboði til sölu á eignum frá Activa á Spáni. Í tilefni þessa bjóðum við til partýs í dag, laugardag, frá kl. 13-17 og kynningu á eignum á Spáni að Hlíðasmára 14 Kópavogi. Heitur spánskur matur ; snakk og drykkir frá Vífilfelli á meðan birgðir endast. ALLIR VELKOMNIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is BÍLAR eru orðnir betri og sterkari, vegir öruggari, en þrátt fyrir þessar staðreyndir hefur alvarlegum slys- um með hryggbrotum og mænus- köðum síst fækkað, heldur fjölgað og það mjög mikið. Á Grensásdeild Landspítalans fer fram endurhæf- ing sjúklinga eftir slys og tekur endurhæfing marga mánuði og er flestum sjúklingum mjög erfið. Gísli Einarsson, yfirlæknir á Grensás- deild, segir að frá árinu 2000 hafi mænusköðum fjölgað gríðarlega eftir ákveðna fækkun á árabilinu 1973-1998. Læknar sem annast af- leiðingar alvarlegra bílslysa eru óneitanlega nokkuð uggandi í sum- arbyrjun yfir því hvað muni gerast á vegum landsins þegar sumarfrí fólks standa sem hæst með tilheyr- andi umferð. „Þótt bílarnir séu orðnir miklu betri en áður, þá eru slysin ekkert minna alvarleg en áður,“ bendir Gísli á. Með kraftmeiri bílum hefur hraðinn aukist og þar með hættan á alvarlegum meiðslum en auk þess vekur athygli að vanræksla hvað varðar bílbeltanotkun hefur átt sinn þátt í að orsaka hin erfiðu meiðsli. „Á 25 ára tímabili 1973-1998, fækkaði mænusköðum, sennilega mest fyrir bættar aðstæður í um- ferðinni, s.s. með bílbeltanotkun og betri bílum, en síðastliðin 7-8 ár hefur mænusköðum hins vegar fjölgað stöðugt. Þarna er aðallega um að ræða ungt fólk sem keyrir út af og er ekki í bílbelti. Við þetta bætast síðan mænuskaðar vegna slysa á fjórhjólum, hestum og bif- hjólum. Við vitum ekki alveg hvort þessi aukning er komin til að vera en hitt er víst að hún er alveg gríðarleg á nokkrum árum,“ segir Gísli. Á Grensásdeild eru alls 60 pláss, en ekki eru allir í meðferð vegna umferðarslysa, heldur er fólk þar líka í endurhæfingu vegna veikinda. Erfiður tími fer nú í hönd hjá Grensásdeild vegna sumarlokana í heilbrigðiskerfinu sem gerir það að verkum að 10-15 sjúklingar, sem náð hafa endurhæfingu en þurfa samt áfram stofnanavist, komast ekki af Grensásdeild í næstu bata- skref sín og eru því „fastir“ á deild- inni. „Það er það allra versta,“ bendir Gísli á. Þetta hefur í för með sér að yfir hásumarið er aðeins hægt að vera með 7-10 rúm í notkun fyrir nýjar innlagnir í stað 22 rúma. Mænusköðum eftir slys hefur fjölgað gríðarlega Fólk hryggbrotn- ar í slysum og læknar uggandi Morgunblaðið/Júlíus Slys Endurhæfing eftir alvarleg slys tekur fleiri mánuði og reynist flest- um erfið. Hófstilltur hraði og belta- notkun er mikil vörn gegn slysum. KONUR um landið allt munu taka upp hlaupaskóna í dag því komið er að hinu árlega Sjóvá-Kvenna- hlaupi ÍSÍ, sem nú er haldið í 18. skipti. Áætlað er að alls hlaupi um 16-18 þúsund konur af þessu tilefni að sögn Ingibjargar Berg- rósar Jóhannsdóttur hjá ÍSÍ, og verða fjölmennustu hlaupin í Mos- fellsbæ og Garðabæ. Mikil stemning myndast yf- irleitt í kringum kvennahlaupin og konur á öllum aldri, af öllum stærðum og gerðum taka þátt. Yfirskrift hlaupsins í ár er „Hreyfing er hjartans mál“ og verður hlaupið til styrktar Hjartavernd. Hægt er að skrá sig á staðnum. 16–18 þúsund konur í Kvennahlaupi EINN lax veiddist í opnun Laxár í Kjós og Bugðu í gær. Var það mar- íulax Jóhönnu Hreinsdóttur, bónda í Káraneskoti, átta punda hængur sem tók í Höklunum í gærkvöldi. Fram að því var dauft yfir veið- inni. Skilyrðin voru þó góð og flestir veiðimenninrnir þekkja ána vel. Á fimmtudagskvöldið voru þrír menn af erlendu bergi brotnir staðnir að veiðiþjófnaði í Bugðu. Voru kaststangir þeirra og tveggja punda urriði gerð upptæk. Veifuðu mennirnir Veiðikortinu og þóttust í fullum rétti. Einn lax náðist í Kjósinni í gær Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála hafnaði í gær kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda í og við vegstæði væntanlegs Helgafellsvegar og við endurnýj- un fráveitulagna meðfram Varmá í Mosfellsbæ til bráðabirgða meðan málið er til meðferðar fyrir úrskurðarnefnd. Nítján íbúar og eigendur fasteigna við Álafossveg og Brekkuland í Mosfellsbæ höfðu kært leyfi skipu- lags- og bygginganefndar Mosfells- bæjar til framkvæmda. Í úrskurði nefndarinnar segir að umdeilt sé hvort framkvæmdirnar styðjist við kæranlega ákvörðun. Hafna kröfu kærenda Framkvæmdunum mótmælt. FORSÆTISRÁÐHERRA hefur skipað Margréti Maríu Sigurðar- dóttur lögfræðing í embætti um- boðsmanns barna til næstu fimm ára. Alls sóttust 13 manns eftir embættinu en einn dró umsókn sína til baka. Margrét segist hlakka til að kynna sér starfið betur og setja mark sitt á það þegar fram í sækir, enn sem komið er þurfi að ganga frá lausum endum áður en hún tek- ur við embættinu. „Það er eitt skref í einu, þannig nær maður á toppinn.“ Margrét hefur starfað við ým- islegt og hyggst nýta sér alla þá þekkingu og reynslu sem hún hefur aflað sér hingað til, stofnuninni til framdráttar. „Ég er með breiðan bakgrunn og kannski að einhverju leyti öðru vísi sýn á hlutina.“ Óhætt er að segja að gærdag- urinn hafi verið Margréti við- burðaríkur, því ekki einasta var hún ráðin til nýs starfs heldur út- skrifaðist hún líka úr stjórn- endanámi sem hún hefur sótt undanfarið hjá Capacent. „Það hefur verið mjög fróðlegt og mik- ilvægt fyrir mig og ég mun örugg- lega nýta mér það í mínu starfi.“ Margrét mun hefja störf 1. júlí en hún hefur verið framkvæmda- stjóri Jafnréttisstofu frá 2003. Áð- ur starfaði hún sem lögfræðingur, en hún lauk embættisprófi í lög- fræði við Háskóla Íslands árið 1990 og rak eigin lögmannsstofu um árabil. Hún starfaði sem fulltrúi sýslumanns á Ísafirði, Húsavík og Blönduósi, auk þess sem hún hefur sinnt margvíslegum trúnaðarstörf- um á sviði jafnréttis- og fjölskyldu- mála jafnt innanlands sem erlendis. Aðrir sem sóttu um embættið eru Árni Guðmundsson, uppeldis- og menntunarfræðingur, Bergþóra Sigmundsdóttir, lögfræðingur, Elín Vigdís Hallvarðsdóttir, lögfræðing- ur, Eygló S. Halldórsdóttir, lög- fræðingur, Guðrún Ögmundsdóttir, félagsfræðingur, Herdís Þorgeirs- dóttir, doktor í lögum, Hrafn Franklín Friðbjörnsson, sálfræð- ingur, Kolbrún Baldursdóttir, sál- fræðingur, Ólína Þorvarðardóttir, doktor í íslenskum bókmenntum, Sigurður Ragnarsson, sálfræðing- ur, Sverrir Óskarsson, félags- ráðgjafi og stjórnsýslufræðingur og Vigdís Erlendsdóttir, sálfræð- ingur. Ný kona í embættið Margrét María Sigurðardóttir hættir hjá Jafnréttisstofu og tekur við embætti umboðsmanns barna hinn 1. júlí Margrét María Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.