Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 24
|laugardagur|16. 6. 2007| mbl.is daglegtlíf FÍLABEINSHVÍTA, fallega, norræna húðin á Íslendingum fær á sig annan blæ yfir sumartímann, þegar landinn skríður úr kofunum og lætur sólina steikja sig. Fólk rífur sig gjarnan úr görmunum og skyrhvít húðin roðnar duglega undan geislum sólarinnar. Sól- arþorstinn kemur kannski einmitt til af löngum vetri og margir láta íslensku sólina ekki duga, heldur fara til suð- rænna landa til að baka sig á ströndum. Nauthólsvíkin stendur samt alltaf fyrir sínu og það er alveg sérstök stemning sem fylgir því að fara á ylströndina í Reykjavík, þar rekast margir á ólíkleg- asta fólk og börnin leika á als oddi, moka sandi og sulla í sjónum. Einhver dularfull rómantík fylgir minningum um strandlíf, það er eitthvað frelsi í klæðaleysinu, kæruleysi í hlaupunum í sandinum og nautn í slökuninni sem fylgir því að liggja og sóla sig, spjalla og sýna sig og sjá aðra. Og borða nesti. Svo ekki sé talað um daðrið. Og auðvitað þarf að klæða kroppinn fögrum baðföt- um á dásamlegum sumardögum. Nota- gildi baðfata er fjölbreytt og skemmti- leg breidd í úrvali verslana sem selja slíkar flíkur. Alltaf er gaman að skarta litríkum baðfötum á björtustu dögunum í sundlaugum landsins. En bikiníum, sundbolum og sundskýlum er líka hægt að klæðast heima í garði á góðum sól- ardögum, eða þegar tekið er á því í strandblakinu eða grillað á pallinum í bústaðnum. Og það er gaman að dansa heima í stofu á bikiníi á síðsum- arkvöldum eftir góða máltíð. Og það er ekkert sem mælir gegn því að arka upp á fjall og svitna duglega á haldaranum og míníbuxunum. En fyrir alla muni, ekki gleyma sólarvörninni þegar stri- plast er um, sólbruni er fjarska óhollur, sérstaklega fyrir unga húð barnanna. La Senza Toppur bund- inn bak við háls kr. 3.490 og buxur bundnar á hliðunum kr. 1.990. Selena Toppur kr. 3.950 og buxur kr. 3.100. Spútnik Sundbolur með pífu kr. 2.900. Reuters SMASH Íslensk hönnun, Nikita-bikiní kr. 8.990. Selena Toppur kr. 4.600 og buxur kr. 3.100. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/G.Rúnar Spútnik Fyrri tíma sundbolur kr. 2.900. La Senza Toppur kr. 3.490 og buxur kr. 2.290. Reuters Um að gera að skreyta sig sem mest þegar sprangað er um á baðfötum. Skyrhvítt hörund Frónbúa fagnar sól Dásemdardýrð Að skarta svona baðfötum gleður bæði þann sem klæðist og þann sem ber augum og sloppurinn gefur skjól í gjólu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.