Morgunblaðið - 16.06.2007, Side 24

Morgunblaðið - 16.06.2007, Side 24
|laugardagur|16. 6. 2007| mbl.is daglegtlíf FÍLABEINSHVÍTA, fallega, norræna húðin á Íslendingum fær á sig annan blæ yfir sumartímann, þegar landinn skríður úr kofunum og lætur sólina steikja sig. Fólk rífur sig gjarnan úr görmunum og skyrhvít húðin roðnar duglega undan geislum sólarinnar. Sól- arþorstinn kemur kannski einmitt til af löngum vetri og margir láta íslensku sólina ekki duga, heldur fara til suð- rænna landa til að baka sig á ströndum. Nauthólsvíkin stendur samt alltaf fyrir sínu og það er alveg sérstök stemning sem fylgir því að fara á ylströndina í Reykjavík, þar rekast margir á ólíkleg- asta fólk og börnin leika á als oddi, moka sandi og sulla í sjónum. Einhver dularfull rómantík fylgir minningum um strandlíf, það er eitthvað frelsi í klæðaleysinu, kæruleysi í hlaupunum í sandinum og nautn í slökuninni sem fylgir því að liggja og sóla sig, spjalla og sýna sig og sjá aðra. Og borða nesti. Svo ekki sé talað um daðrið. Og auðvitað þarf að klæða kroppinn fögrum baðföt- um á dásamlegum sumardögum. Nota- gildi baðfata er fjölbreytt og skemmti- leg breidd í úrvali verslana sem selja slíkar flíkur. Alltaf er gaman að skarta litríkum baðfötum á björtustu dögunum í sundlaugum landsins. En bikiníum, sundbolum og sundskýlum er líka hægt að klæðast heima í garði á góðum sól- ardögum, eða þegar tekið er á því í strandblakinu eða grillað á pallinum í bústaðnum. Og það er gaman að dansa heima í stofu á bikiníi á síðsum- arkvöldum eftir góða máltíð. Og það er ekkert sem mælir gegn því að arka upp á fjall og svitna duglega á haldaranum og míníbuxunum. En fyrir alla muni, ekki gleyma sólarvörninni þegar stri- plast er um, sólbruni er fjarska óhollur, sérstaklega fyrir unga húð barnanna. La Senza Toppur bund- inn bak við háls kr. 3.490 og buxur bundnar á hliðunum kr. 1.990. Selena Toppur kr. 3.950 og buxur kr. 3.100. Spútnik Sundbolur með pífu kr. 2.900. Reuters SMASH Íslensk hönnun, Nikita-bikiní kr. 8.990. Selena Toppur kr. 4.600 og buxur kr. 3.100. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/G.Rúnar Spútnik Fyrri tíma sundbolur kr. 2.900. La Senza Toppur kr. 3.490 og buxur kr. 2.290. Reuters Um að gera að skreyta sig sem mest þegar sprangað er um á baðfötum. Skyrhvítt hörund Frónbúa fagnar sól Dásemdardýrð Að skarta svona baðfötum gleður bæði þann sem klæðist og þann sem ber augum og sloppurinn gefur skjól í gjólu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.